Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 10

Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 51500 Hafnarfjörður Löngumýri - Gbæ Glæsil. ca 140 fm timbureinb- hús auk bílsk. Steni-klætt að utan. Áhv. ca 3,5 millj. byggsj. rík. Verð 14,5 millj. Hjallabraut - þjónustuíbúð Góð 2ja herb. þjónustuíb., fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri, á 4. hæð ca 63 fm. Áhv. byggsj. ca 3,2 millj. Verð 7,4 millj. Skipti mögul. Álfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bflskúrs. Geta selst saman. Arnarhraun Góð 5 herb. íb. á 3. hæð í þríb- húsi ca 136 fm. Sérinng. Áhv. ca 1,5 millj. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Árni Grótar Finnsson hrl., Stefón Bj. Gunnlaugss. hdl., Unnetsstíg 3, 2. hœð, Hfj., símar 51500 og 51601. $ Húsafell, s. 18000 Bátar & búnadur, fasteigna- og skipasala, s. 622554, fax 26726 Hringbraut 2ja herb. 56,6 fm auk 10 fm geymslu í kj. Getur nýst sem herb. Verð 5,4 millj. Hjarðarhagi 2ja hb. rúmg. íb. Áhv. 3,3 m. húsbr. Laugavegur 2ja herb. íb. í kj. Stór geymsluskúr 24 fm, hefur verið notaður sem bílskúr. Verð 3,8 millj. Vesturberg 2ja hb. 56 fm falleg íb. Verð 5,5 m. Kópavogsbraut 2ja herb. mikið endurn. íb. 61 fm. Nýtt eldhús, baðherb. flísal. Park- et á stofu og svefnherb. Skipasund 3ja-4ra herb. 78 fm mikið endurn. íb. m.a. nýl. eldh., parket á hol og stofu. Verð 7,2 millj. Dunhagi 4ra herb. mikið endurn. íb. Glæs- il. baðherb. Bflskúr og góður barna- leikvöllur bak við blokkina. Seljabraut 4ra herb. mjög falleg 94 fm íb. Baðherb. ný flísal. Stæði í bflsk. Verð 7,6 millj. Melabraut - Seltj. 4ra herb. glæsil. íb. mikið endurn. m. a. nýtt gler, eldhúsinnr., bað- herb. Parket á gólfum. V. 8,5 m. Hofsvallagata Einb. á einni hæð, ca 220 fm, þar af bflskúr 30 fm. Eign á góðum stað. Baðherb. og gestasnyrting flísal. í hólf og gólf. Lóð í góðri rækt. 3 verandir o.fl. Aratún 126 fm + 39 fm bílskúr. Parket á stofu og svefnherbgangi, bað- herb. flísal. Verð 12,9 millj. í byggingu Kirkjubraut - Seltj. Glæsil. 102 fm raðhús auk 33 fm bflskúr. Verða afh. fullb. Verð 11,7 millj. Teikn. á skrifst og lýsing á frágangi. Grafarv. - Mururimi 178 fm raðhús Verður afh. fokh. innan, frág. utan með grófj. lóð. Verð 7,8 millj. Vantar allar eignir á skrá Jón Kristinsson. Jón Ólafur Þórðarson hdl., lögg. fasteignasali. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum!_ plotjjtmMaíut* KOL ATEIKNIN GAR ________Myndlist Bragi Asgeirsson Myndlistarkonan Ragnheiður Jónsdóttir hefur fram að þessu öðru fremur verið þekkt fyrir hinar stóru málmþrykkmyndir sínar og hér standa fáir hérlendir henni á sporði. En á undanförnum árum hefur hugur hennar í æ ríkara mæli beinst að teikningunni, eða kannski frekar rissinu, og hér hefur listræn athafna- semi hennar runnið í nýjan farveg og miðillinn er viðarkol, auk þess sem strokleður er mikilvægt atriði í sköp- unarferlinu. Þá hefur Ragnheiður líkt og svo rnargir listamenn á undanfömum árum lagt út af yfírstærðum, en teikningar hennar eru risastórar, og jafnframt hafa þær goðsögulegan bakgrunn sem listsögufræðingar hafa verið svo iðnir við að vitna til og auka við í umsögnum um núlistir. Ragnheiður er snjöll handverks- kona í list sinni og vettvangur henn- ar hefur alltaf fremur virst vera á óhlutlæga sviðinu en hinu hlutlæga, vegna þess að hún nýtur sín sýnu best þegar hún markar sér óheftan farveg fyrir hugarflug sitt. Þannig naut hún sín ekki alltaf í hlutlægri grafík vegna þess að teikningin var stundum hörð og inntakið eða boð- skapurinn full afgerandi. Hér eru þó myndir hennar af bókum undanskild- ar en þær eru sérstakur kapítuli í íslenzkri grafíklist. Það eru mikil viðbrigði, að maður segi ekki léttir, er Ragnheiður hverf- ur frá kvennabaráttu og kvennalist yfír í hreint myndrænt tját'orm. En samt verður maður að viðurkenna, að allar þessar goðfræðilegu tilvísan- ir á bak við myndimar trufla mann, og slíkt er orðið æði klisjukennt er svo er komið. Það má nefnilega alveg ömgglega til sanns vegar færa, að öll list byggist á heimspeki og dular- mögnum, þannig að hið óræða og upphafna sé alltaf í næstu nálægð, er hinn stóri andi fæðist. En svo þegar þessir þættir gerast aðalatriði verður listin eins og umræða á milli listsögufræðinga og snertir almenn- ing harla lítið. Listin hefur þá fengið sagnfræðilegt og bókmenntalegt inn- tak og sækir líf sitt í andagift útský- rendanna, og markaðsetningu list- húsaeigenda, fremur en myndverkin sjálf. Sýning Ragnheiðar í vestri sal Kjarvalsstaða kom mér um sumt í opna skjöldu, því að ég er vanari kröftugri vinnubrögðum frá hennar hálfu. En hér em sum myndverkin eitthvað svo laus í sér; mistur- og þokukennd. Minna þær mig sterk- lega á austurlenzka list, er menn eru að lýsa ýmsum fyrirbærum í lofti og gróandi. Þannig geta sumar mynd- anna minnt á stjörnuþokur, en aðrar á óveðursblikur á himni, eða skordý- rasverm. í öllu falli er mikið flug og hreyfing í þessum myndum, en gangi ég svo út frá því, að riss er riss, er riss, og ekkert annað en riss þá ert- ir það helst sjóntaugar mínar að margar myndanna era eins og örlítið úr fókus. Enn aðrar myndir minna mig á fíngerð giuggatjöld í andvara. A tveimur ferðum mínum til Japan, fékk ég á sýningum og söfnum ríku- leg tækifæri til að upplifa hið besta í kalligrafíu þarlendra í gegnum ald- irnar, svo og og blæbrigðaríka með- höndlun huglægra formana á mynd- fleti. Og þá skynjaði ég hina miklu þjálfun á bak við slíka list en sagt er að það taki menn 13 ár að verða hér meistarar, og þjálfunin er ekki einungis verkleg heldur ekki síður hugræn. Það sem ég helst hreifst af í þess- um mögnuðu myndum, sem sumar voru margfalt stærri en flekar Ragn- heiðar, og sumar margfalt minni, var hinn eðlilegi áhrifamáttur og út- streymi, er ekki þarfnast neinna skýringa til að hin andlegu og sjón- rænu meltingarfæri skoðandans taki við sér. Stærðir skiptu ekki öllu máli held- ur var það mikilvægast að grípa þá hugdettu er fram kom hveiju sinni eða fylla út ákveðið afmarkað rými. Þær voru þannig ekki aðalatriði né takmark í sjálfu sér, heldur mörkuð- ust af aðstæðum og sköpunarþörf viðkomandi. Að mínu mati geta litlar myndir, jafnvel lófastórar miniatúrur, veitt jafn mikla ánægju og verið jafn hrif- ® 62 55 30 SÍMATÍMI LAUGAR- DAG KL. 10-13 Performa — Mos. Ný Performa-fbúð, 4ra herb., 90 fm, á 2. hæð m. sérinng. Mögul. húsbr. 4,6 millj. 5% vextir. Verð 6 mlllj. 950 þús. Höfum kaupendur Vantar 2ja, 3ja, 4ra herb. íbúðir í vest- urbæ, Þingholtum og Vogahverfi. Höfum kaupendur Vantar 3ja og 4ra herb. ibúðir í Háaleit- ishverfi og Fossvogi. Höfum kaupendur Vantar 2ja-4ra herb. íb. í Grafarvogi Höfum kaupendur Vantar raðhús og einbýlishús f Garðabæ. Höfum kaupanda Vantar 2ja herb. íb. m. bflskúr í Hafnar- firði eða Kópavogi. Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali, Skúlatúni 6, s. 625530. Ragnheiður Jónsdóttir. ríkar hinum stærstu, og alþekkt er að menn rangmeta oft stærðir mynda í listaverkabókum og verða hvumsa er þeir standa svo skyndilega frammi fyrir frummyndinni, sem þeir héldu mun stærri. Að sjálfsögðu hafa yfirstærðir til- gang, en afskaplega geta þessir risa- flekar sem verið er að troða á söfn og sýningar út um allar trissur virk- að þreytandi auk alls rýmisins sem þær gleypa á kostnað annarra mynd- verka. Þetta getur virkað sem hnefa- högg á þau sannindi, að allar stærð- ir em jafn mikilvægar, því að hið smáa er jafn lítið smátt og hið stóra er stórt. Yfirstærðir eru einn angi núlista og ber ekki að vanmeta, en stöðlun og endurtekningar teljast ekki umbyltingar hversu mjög sem listsögufræðingar og listheimspek- ingar rembast við að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ragnheiður Jónsdóttir á hrós skil- ið fyrir stórhug og dirfsku, en eitt- hvað er þetta allt tilbúið og listsögu- fræðilegt frekar en sjálfsprottin og kröftugur lífsblossi. í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vegleg sýningarskrá prýdd mörgum litmyndum og sömuleiðis í sambandi við sýningu Sólveigar Að- alsteinsdóttur. Eitthvað virðist hafa legið á við útgáfuna því bandið er vægast sagt klúðurslegt á þeim ein- tökum sem ég hef á milli handanna. -----♦ ♦ ♦----- Barðstrendinga- félagið 50 ára Listmuna- sýning í List- munahúsinu UM þessar inundir er Barðstrend- ingafélagið 50 ára og af því tilefni stendur félagið fyrir listmunasýn- ingu á listaverkum eftir listafólk sem á það eitt sameiginlegt að vera upprunniö úr Barðastrandar- sýslu eða búa þar. A sýningunni eru listaverk eftir 25 manns og er m.a. sýndur vefnaður, högg- myndir og málverk. Sýningin í Listmunahúsinu við Tryggvagötu var opnuð sl. laugardag og við opnunina sýndi Jón E. Guð- mundsson brúðuverk sem hann gerir einnig nk. laugardag, 19. mars., og sunnudaginn 20. mars kl. 15. Hjallabraut 33 - Hf. - þjónustuíbúð Höfum fengið til sölu eina af þessum vinsælu íbúð- um fyrir 60 ára og eldri. íbúðin er ca 70 fm og er á 3. hæð, snýr í suður. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Árni Grétar Finnsson hrl., Jp Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hfj., símar 51500 og 51601. Verktakafyrirtæki Til sölu einstakt sumarverktakafyrirtæki sem er starfrækt frá maí til nóvember ár hvert. Öll tæki fylgja með. Engin sérkunnátta. Starfsþjálf- un fylgir með. Verðhugmyndir kr. 12 millj. Aðal annatíminn er framundan. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 121150-2137 A LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löqqilturfasteignasali 1 Til sýnis og sölu m.a. eigna: Glæsileg sérhæð í Laugarneshverfi 5 herb. efri hæð um 130 fm. Nýtt parket. Nýtt gler. Rúmg. forstherb. m. sérsnyrtingu. Tvennar svalir. Góður bílsk. Langtlán kr. 6,2 millj. Bankastræti - úrvalsstaður Rúmg. rishæð tæpir 150 fm. Auk þess er mikið rými u. súð. Margs konar mögul. varðandi breytingu og nýtingu. Útsýni. Góð kjör. Verslunarhæð í sama húsi rúmir 110 fm. Kjallari fylgir. Teikn. og nán- ari uppl. á skrifst. Stór og góð á góðu verði Mikið endurnýjuð 4ra herb. íb. á 1. hæð v. Hraunbæ. Gott kjallara- herb. fylgir m. snyrtingu. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Skipti mögul. á lítilli íb. Tilboð óskast. Suðuríbúð - góður bílskúr - eignaskipti Mjög góð 2ja herb. íb. á 2 hæð v. Stelkshóla. Rúmg. sólvalir. Góður bflsk. Skipti mögul. á einstaklíb. Úrvalsíbúð í Vesturborginni 2ja herb. á 1. hæð tæpir 60 fm. Öll eins og ný. Rúmg. sér lóð. Ágæt sameign. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Ný glæsileg sérhæð Neðri hæð í tvíbhúsi í litla Skerjafirði 4ra herb. Allt sér. Tvíbýli. Góður bflsk. Langtlán kr. 4,6 millj. Tilboð óskast. Glæsileg íbúð - hagkvæm skipti í suðurenda v. Breiðvang, Hf. 4ra-5 herb. um 120 fm. Sérþvhús. Ágæt sameign. Góður bflsk. Skipti mögul. á lítilli íb. í borginni. Mjög gott verð. Glæsileg ný fbúð í Hafnarfirði 2ja herb. á 3. hæð 66,1 fm v. Álfholt. Parket. Sérþvottaaðstaða. Langtlán. Frábært útsýni. Garðyrkjustöð Til sölu og afhendingar strax garðyrkjustöð í Reykjavík á framtíðarsvæði. Góð aðstaða og aukning í ræktun og smásölu á trjáplöntum, runnum og sumarþlómum. Samtals er um að ræða 2,7 hektara gróðursvæðis. Nokkur plast- bogahús og tvö gróðurhús. Einbýlishús á staðn- um sem getur fylgt með. Frábær framtíðarað- staða fyrir fagfólk sem vill græða og sjá hand- verk sitt margfaldast. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Einbýlishús óskast í Smáíbúðahverfi. Fjársterkur kaupandi. AIMENNA FASTEIBNASAIAW lJugÁvÉgM8SÍMA^ÍÍ5^Í37Ö s u u SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.