Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 VIÐSKIPn AIVINNULÍF Ferðaþjónusta Utlit fyrir 10% fjölgun erlendra ráðstefnugesta Ger er ráð fyrir að 15-20 þúsund útlendingar komi hingað til að sækja fundi og ráðstefnur í ár RAUNHÆFT er að gera ráð fyrir að útlendingurn sem sækja hingað fundi og ráðstefnur muni fjölga um a.m.k. 10% á þessu ári, að sögn Ársæls Harðarsonar, framkvæmdastjóra Ráðstefnuskrifstofu Islands. Hann segir að enn sé of snemmt að spá fyrir um horfur á árinu 1995 en margt bendi til áframhaldandi aukningar. „Mér sýnist að 15-20 þúsund manns komi hingað á þessu ári í tengslum við fundi ojg ráð- stefnur að meðtöldum þeim sem koma í hvataferðir," sagði Arsæll. Upplýsingar liggja ekki fyrir um tekjur af þessum ferðamönnum en fyrir liggur að þeir dvelja hér að jafnaði i 6 daga og eyða mun meira fé en aðrir ferðamenn, t.d. á veitingastöðum, í verslunum og í leigu- bíla, svo eitthvað sé nefnt. árið 1997, Evrópumót í fimleikum árið 1997 og Evrópumót í knatt- spymu fyrir leikmenn undir 18 ára aldri. Þá er fyrirhugað að halda hér fundi Evrópusambands fímleika og Óiympíunefnda Evrópulanda. Þessi bylgja mun skila sér hingað á næstu fimm árum. Tækifærin eru víða en það þarf að sækja viðskiptin og mér sýnist að það sé að verða hugarfars- breyting í þessu efni,“ sagði Ársæll. Stærstu hluthafar Olíuverslunar íslands 1. Sundhf. 2. TexacoA/S 3. Sjóvá-Almennar hf. 4. Lífeyrissj. verslunarmanna 5. Trygging hf. 6. Ufeyrissj. Austurlands 7. Draupnissjóðurinn hf. 8. ís gnski hlntahréfsjnflijinn 9. S; meinaði lífeyrissjóð rinn 10. H Jtabréfasj iðurinn hf 11. Lf eyrissjóði r lækna 12. Lí eyrissj.Uagsbr. og I rams 13. Ljfeyrissjóður flugvirkja þús. kr. 304.825 '93 '92 12,99% 1,80% '93 ■ 2.40% 01,45% 1,49% 1,49% 1,00% | 0,49% 93 10,85% '92 10,76% 10,83% oi j&r '93 |0 5% '92 | 0 18% '93 10 '5% 9210 '5% '93 10,73% 92 | 0,00% |2% |0% 3.000 '93 10,45% 14. Sjúkrasj. verkstjóraféfags ísl. 2.700 '9310,40% '92 |0,40% 45,50% 25,37% 46,50% 25,37% \ Heildarhlutafé 670 millj. kr. 15. Ingvi Jón Einarsson, Akureyrí 2.456 '931o,37% H!uttJaíar 1 '92 | o,46% Hluthafar 1992: 584 Ráðstefnuskrifstofa íslands, sem stofnuð var árið 1992, hefur það hlut- verk að markaðssetja Island sem ráð- stefnu- og fundaland. Í samantekt skrifstofunnar um helstu ráðstefnur og fundi á þessu ári ber mikið á fjöl- mennum læknaþingum. Þá verður haldið hér fjölmennt þing lyfjafræð- inga í sumar, svo eitthvað sé nefnt. „Það verður að mínu viti mikil aukn- ing í vor og langt fram á haust þann- ig að mér sýnist vera mikill gangur í því að laða hingað fundi og ráðstefn- ur,“ segir Ársæll. „Það má reikna með að það verði a.m.k. 10% aukning á árinu. Síðan verður fróðlegt að sjá hvað gerist þegar ísland tekur for- ystu í Norðurlandaráði og hvort stjórnvöld ganga fram í þvl að fá sinn skerf af fundum eins og nágranna- þjóðimar. Þessar ráðstefnur eru ekki lengur sjálfgefnar og það þarf að beijast fyrir því að fá þær hingað. Ég er ekki viss um að það dragi svo mikið úr norrænum fundum þó hin Norðurlöndin gangi í Evrópusam- bandið heldur muni fundarefnin breytast." Ársæll segir að árangur marg- þættra markaðsaðgerða Flugleiða og Ferðamálaráðs á undanförnum árum sé nú að skila sér t.d. í Bretlandi. „Við tókum þátt í sýningu í Bretlandi í febrúar og urðum þá vör við að áhuginn á íslandi var feiknalega mik- ill. Eg hef á tilfinningunni að margt sé í deiglunni og margt eigi eftir að koma í ljós á næstu misserum. íþróttahreyfingin hefur varpað frá sér allri minnimáttarkennd og reynir af krafti að ná í þá viðburði sem hún telur sig þurfa að fá hingað. Á næstu þremur árum verða hér stórviðburðir hver á fætur öðrum. Þetta er m.a. Heimsmeistaramótið í handknattleik árið 1995, Ólympíuleikar smáþjóða Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 1994 i Átthagasal, Hótels Sögu kl. 08.00 - 09.30 ER ÍSLAND AD EINANGRAST ? Viðskiptaumhverfi íslands tekur örum breytingum og mörgum sýnist að íslensk stjórnvöld hafi ekki lagt næga óherslu ó að vega og meta þó ýmsu kosti sem í boði eru eða kynnu að verða í boði, svo sem ES, NAFTA.... Aðrir halda því fram að besti kosturinn sé að fara enn hægar í sakirnar - "virkið í hafinu" geti spjarað sig utan allra stórbandalaga ... F-ummælendur: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráSherra og Bjöm Bjarnason, alþingismaður. Einnig við pallborð: Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB Jón Asbergsson, framkvæmdastióri Utflutningsráðs Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Fundurinn er opinn, fundargjald m. morgunverði kr. 1.000 Afsláttarverð fyrir námsmannahópa. Þátttöku þarf að tilkynna fyrirfram í síma 676666 (svarað kl. 08-16 daglega). VERSLUNARRAÐ ISLANDS Olíufélög Hagnaður Olís ífyrra varð 92 milljónir Reksturinn viðunandi miðað við ástandið í þjóðfélaginu HAGNAÐUR Olíuverslunar íslands hf. á síðasta ári var 91,2 millj- ónir króna samkvæmt ársreikningi sem lagður verður fram á aðalfundi félagsins nk. föstudag. Hagnaður árið 1992 nam 60,5 miltjónum króna og að sögn forsvarsmanna OIís var reksturinn viðunandi á síðasta ári miðað við efnahagsástand í landinu. Rekstrartekjur Olís voru á síð- var gjaldfærslan því 106,6 milljón- asta ári 5.829 milljónir samanbor- ið við 5.267 milljónir árið áður. Um er að ræða 11% aukningu. Rekstrargjöld voru 5.631 milljón á móti 5.141 milljón árið 1992 og rekstrarhagnaður hækkaði því um 72 milljónir úr 126 í 198 milljónir. Eigið fé Olís í árslok 1993 var 1.814 milljónir króna og jókst um 123 milljónir á árinu. Heildareign- ir voru 4.134 milljónir og eiginfjár- hlutfall jókst úr 42,5% í 44%. Arð- semi eigin fjár var 5,4%. Þá hækk- aði veltufjárhlutfal! á árinu úr 1,13 í 1,38. Gjaldfærsla vegna niðurfærslu á útistandandi og töpuðum kröfum nam 100,6 milljónum og gjald- færsla vegna lækkunar á bók- færðu verði hlutafjár í öðrum fé- lögum nam 6 milljónum. Samtals ir en á síðasta ári nam samsvar- andi gjaldfærsla 67,5 milljónum króna. I skýringum með ársreikn- ingi kemur fram að í árslok 1993 voru verðbréf og skammtímakröf- ur færðar niður um 75 milljónir króna og bókfært verð hlutabréfa í öðrum félögum um 18 milljónir. Verðbréfaþing Ávöxtun ríkisvíxla lækkar um 0,53% Nafnvextir 3ja mánaða víxla orðnir lægri en í nokkrum nálægum ríkjum SEÐLABANKINN hefur að undanförnu lækkað ávöxtun enn frek- ar á ríkisvíxlum og ríkisbréfum í tilboðum sínum á Verðbréfa- þingi. Hefur ávöxtun þriggja mánaða víxla lækkað um 0,53% frá því á föstudag fyrir rúmri viku og er nú 4,38%. Með þessu er bankinn að reyna að nálgast raunvaxtastig í öðrum löndum sem ennþá er talið hærra en hér á landi. ísland sem ráðstefnu- og fundaland Erum við að nýta tækifærin? Þýðing funda, ráðstefna, hátíða og stórviðburða fyrir ísland. Erindi á morgunverðarfundi flytur Ársæll Harðarson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofu íslands. í erindinu verður m.a. fjallað um hvernig ísland stend- ur samkeppnislega miðað við önnur lönd. Hvaða ávinningur getur verið af slíkum viðburðum. Hver eru hugsanleg vandkvæði og hvert stefnir í nánustu framtíð. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. mars nk. kl. 8.00-9.30 á Holiday Inn. Félagar og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta. OPINN FUNDUR, GESTIR VELKOMNIR. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Eiríkur Guðnason, aðstoðar- seðlabankastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nafnvextir af þriggja mánaða víxlum hér á landi væru nú komnir niður fyrir nafnvexti í nokkrum nálægum löndum. Verðbólgan væri hins vegar lítil sem engin hér en 2-3% eða meiri í löndunum sem Islend- ingar bæru sig saman við. I máli Eiríks kom fram að vext- ir af þriggja mánaða víxlum eru nú 3,59% í Bandaríkjunum, 5,06% í Bretlandi, 2,12% í Japan, 5,75% í Þýskalandi, 5,65% í Danmörku, 7,01% í Svíþjóð, 4,65% í Finnlandi og 5,2% í Noregi. Auk lækkana í tilboðum sínum í óverðtryggð skuldabréf á Verð- bréfaþingi hefur Seðlabankinn lækkað önnur vaxtakjör gagnvart bönkum og sparisjóðum. Vextir innstæðubréfa lækkuðu frá og með 11. mars um 0,25 prósentu- stig og ávöxtun í verðbréfakaup- um gegn endurkaupasamningi lækkaði um 0,1-0,25 prósentu- stig. Þú svalar lestrarþiírf dagsins ásKhim Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.