Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
Erlendir listamenn leiðbeina unglingnm í Ólafsfirði
Morgunblaðið/Sigurður Björnsson
Árshátíð Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar var hin glæsilegasta en m.a. var gamla þjóðsagan af Málmey-
jarkonunni og Múlatröllunum sett á svið.
Málmeyjarkonan og
Múlatröllin sett á svið
Ólafsfirði.
DAGANA 7. til 11. mars var hefðbundið skólastarf leyst upp í
Gagnfræðaskólanum í ólafsfirði, en í staðinn var svokölluð þema-
vika sem lauk með árshátíð skólans sl. föstudagkvöld. Af þessu
tilefni komu til Ólafsfjarðar þrír norrænir listamenn sem eru hér
á landi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.
Þetta eru dönsk hjón, Preben
Friis leikstjóri og kona hans Mari-
anne Knorr tónlistarmaður og
með þeim er finnskur leikmynda-
hönnuður, Kaj Puumalainem. Að-
stoðuðu þau kennara skólans og
leiðbeindu á þemavikunni og af-
raksturinn varð glæsileg árshátíð
skólans þar sem unglingarnir
settu m.a. á svið þjóðsöguna um
Málmeyjarkonuna sem Múlatröll-
in námu á brott og einnig söguna
um Aladín og töfralampann.
Þjóðsaga í nútímabúningi
Sýningin var í félagsheimilinu
Tjarnarborg og var aðalsal húss-
ins gjörbreytt, m.a. var leikið á
þremur leiksviðum og í salnum
sjálfum. Nemendum skólans hafði
verið skipt í hópa. Tónlistarhópur
samdi tónlist og undirbjó flutning.
Annar hópur samdi texta fyrir
leikverkin og önnur atriði og enn
annar sá um leikmyndir og breytti
félagsheimilinu þannig að það
hentaði. Danshópur var einnig að
störfum og fleiri hópar. Allir nem-
endurnir tóku þannig beinan þátt
í vinnunni og fluttu frumsamið
efnið á sýningunni sem var glæsi-
leg. Gamla þjóðsagan var sett í
frjálslegan nútímalegan búning
og krydduð bæði gamni, alvöru
og skemmtilegum tónlistaratrið-
um. Aladín var einnig afgreiddur
á spaugsaman hátt.
Ungur maður, Helgi Jónsson,
tók við skólastjórn í Gagnfræða-
skóla Ólafsfjarðar sl. haust. Hann
sagði í samtali við fréttaritara að
boð um heimsókn erlendu lista-
mannanna hefði komið sl. haust
og væri liður í verkefni sem unn-
ið væri á vegum Norrænu ráð-
herranefndarinnar og nefndist Et
levende Norden. Sagði Helgi að
þemavikan hefði verið mjög erfið
og mikið að géra bæði fyrir nem-
endur og kennara en að sama
skapi hafi þetta verið mjög
ánægjulegur tími.
SB
Veiðarfæragerð Útgerðarfélags Akureyringa
Mikil vinna með
meiri togaraeign
MIKIL vinna hefur verið í veiðar-
færagerð Utgerðarfélags Akur-
eyringa og hefur þjónustan aukist
jafnt og þétt.
„Það hefur verið mikið að gera
héma síðustu þrjú árin, má segja,
og helst í hendur við aukna togara-
eign Akureyringa,“ sagði Hermann
Guðmundsson netagerðarmeistari og
verkstjóri Veiðarfæragerðar UA.
Hann sagði, að á síðustu árum
hefðu mörg skip bæst við flota Akur-
eyringa, „og það er auðvitað mjög
gott, þetta er það eina sem hefur
gengið vel og kemur sér ágætlega
fyrir okkur, það er mikið að gera.“
Netaverkstæði og veiðarfæralager
voru sameinuð um síðustu áramót
undir nafni veiðarfæragerðar UA og
þar starfa nú 10 manns. Auk þess
að sjá um togaraflota ÚA hefur veið-
arfæragerðin einnig á sinni könnu
öll fiskitroll fyrir Samheija á Akur-
eyri auk fleiri útgerða, þá eru fram-
leiddar þar bobbingalengjur fyrir
troll eða „rockhooper" og loks má
nefna að mikið annríki hefur verið
að undanfömu við svokölluð tvíbur-
atroll, eða tveggja báta troll, en
Kominn í land
GUÐMUNDUR Ólafsson var að
selja merki í styrktarlínu á trolli
í gær.
starfsmenn veiðarfæragerðarinnar
voru þeir fyrstu til að setja upp þann-
ig troll.
Morgunblaðiö/Rúnar Þór
Mikil vinna
GUÐMUNDUR Pétursson, Valur Sigurðsson og Sigurður Sigfússon
að störfum í veiðarfæragerð Utgerðarfélags Akureyringa, en mikið
hefur verið að gera þar með aukinni togaraeign Akureyringa.
Tii sölu á Akureyri
Stórglæsilegt einbýlishús við Hrafnabjörg ó
einum besta stað í bænum. Fróbært útsýni.
Húseignin er 2 hæðir + útsýnisstofa (3. hæð).
Stærð ca 300 m2. Stór og ræktaður garður.
Upplýsingar gefur Fasteigna- og skipasala
Noróurlands í síma 96-1 1500.
Kennarar á málþingi um kjaramál
Breyting’ á vinnutíma kemur til
greina en ekki lengra skólaár
KENNARAR, sem sóttu málþing um kjaramál sem Bandalag kennara
á Norðurlandi eystra, BKNE, hélt í Þelamerkurskóla sl. laugardag,
voru flestir sammála um að til greina komi að breyta vinnutíma kenn-
ara á þann hátt að viðverustundir þeirra í skólanum utan kennslu-
stunda verði auknar. Ekki þótti kennurum heppilegt að lengja skólaár-
ið frá því sem nú er.
Á málþinginu röktu Svanhildur
Kaaber formaður Kennarasambands
íslands og Ámi Þór Sigurðsson fé-
lagsmálafulltrúi Kennarasambands-
ins þróun kjaramála síðastliðin ár og
einnig ræddu þau um vinnutíma
kennara og flutning grunnskólans
yfir til sveitarfélaganna. Að ioknum
framsöguerindum ræddu kennarar í
hópum um þessi atriði og að sögn
JÓHANNA Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra verður aðal-
ræðumaður á kirkjukvöldi í Ak-
ureyrarkirkju í kvöld, þriðju-
dagskvöldið 15. mars. Þetta er
síðasti liðurinn í kirkjuviku sem
staðið hefur yfir að undanförnu.
Á kirkjukvöldinu, sem hefst kl.
20.30 f kvöld, leikui* Málmblásara-
Iðunnar Antonsdóttur formanns
BKNE virtust allir á einu máli um
mikilvægi þess að grunnlaun kenn-
ara verði hækkuð.
Vinnuaðstaða bætt
Iðunn sagði að það hefði verið
samdóma álit kennara að til greina
kæmi að breyta vinnutíma kennara
þannig að viðvera utan skólatíma
kvintett úr Tónlistarskólanum á
Akureyri nokkur lög. Michael Jón
Clarke, barítón, syngur negrasálma
og einnig verður almennur söngur
undir stjórn organistans, Björns
Steinars Sólbergssonar. Flutt verða
ávörp 'og kirkjukvöldinu lýkur með
því að Æskulýðsfélag Akureyrar-
kirkju sýnir helgileik og annast
helgistund. ii
yrði aukin frá því sem er, nú er
þriggja klukkustunda viðvera í skól-
anum utan kennslustunda bundin í
samningum. „Fólk var á því að gott
væri að binda fleiri viðverustundir,
en þó ekki að fullu þannig að kennur-
um gæfist áfram kostur á að vinna
hluta vinnunnar heima," sagði Iðunn,
en benti á, að samhliða þessu yrði
að bæta vinnuaðstöðu, sérstaklega í
eldri skólunum þar sem gert væri út
á að kennarar ynnu heima hjá sér
að hluta og einnig þyrfti launahækk-
un að fylgja þessum breytingum.
Þá var það mál manna á þinginu,
að halda ætti skólaárinu óbreyttu og
lenging þess væri ekki æskileg. Eftir
langan, dimman vetur væri bamanna
vegna ekki rétt að halda þeim í skól-
anum yfir sumarmánuðina.
♦ ♦ ♦-------
■ KYRRDARSTUND verður í
Glerárkirkju á morgun, miðviku-
daginn 16. mars, frá kl. 12-13.
Orgelleikur, helgistund, altaris-
sakramenti, fyrirbænir. Léttur
málsverður að stundinni lokinni.
Allir velkomnir. Þátttakendum í
bænastundum kvenna er beint í
föstumessur í Akureyrarkirkju á
föstunni.
Kirkjuviku ad ljúka
/