Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
Hvar hefur flug--
vallarstjórám verið?
Athugasemdir vegna viðtals við Pétur Guðmundsson flug-
vallarstjóra á Keflavíkurflugvelli í Morgunblaðinu 3. mars
eftirLoga Úlfarsson
Mikil voru vonbrigði mín er ég las
viðtal við Pétur Guðmundsson
flugvallarstjóra á Keflavíkurflug-
velli í Mbl. 3. mars sl. Ástæðan
er fyrst og fremst sú að í viðtal-
inu gætir mikils misskilnings og
flugvallarstjórinn lætur hafa eftir
sér ýmislegt sem beinlínis er
rangt eða mjög villandi. Eg hef
undanfarin ár fylgst náið með
framvindu mála á flugvellinum
vegna starfa minna hjá Islenskum
markaði hf., sem rekur verslun í
flugstöðinni og hefur gert frá
árinu 1970. Ég mun hér minnast
á helstu atriðin í viðtalinu sem
ég vil gera athugasemdir við.
Pétur Guðmundsson segir að milli
700 og 800 þúsund farþegar fari
■ árlega um flugvöllinn og birtir auk
þess línurit máli sínu til stuðnings.
Samkvæmt tölum sem flugvallar-
stjórinn gefur út mánaðarlega og
dreifir, hafa farþegar ekki verið
700.000 síðan 1988, en aðeins árin
1987 og 1988 hafa þeir farið yfir
þá tölu. Samkvæmt línuritinu yfir
farþegaflutninga sem birtist með
viðtalinu eru flögur fyrstu árin í
samræmi við áður útgefnar tölur,
en þá taka við tölur sem enginn
hefur heyrt um né séð áður. Ef tölur
. þær sem gefnar hafa verið út undan-
farin sex ár eru ekki réttar, verður
að gera ráð fyrir því að skýringar
fáist fljótlega á því hvers vegna all-
ir þeir sem íjalla um umferðina á
flugvellinum hafa verið blekktir und-
anfarin ár, bæði embættismenn og
þeir sem reka viðskipti í flugstöð-
inni. Málið er mjög alvarlegt gagn-
vart þeim sem reka þar verslanir
því mikið af talnaútreikningum
þeirra miðast við sölu á hvern far-
þega, auk þess sem t.d. Fríhöfnin
sendir sínar tölur í alþjóðlegar töflur
um þessi efni sem gefnar eru út um
allan heim. Ef grunntölurnar eru
rangar, þá eru allir þessir útreikn-
ingar rangir.
Flugvallarstjórinn segir frá því í
viðtalinu að hann hafi nú leitað til
Hagfræðistofnunar Háskólans til
þess að fá skilgreind markmið m_eð
markaðssetningu flugvallarins. Ég
trúði vart eigin augum þegar ég sá
þessi ummæli því hvert barn gæti
sagt sér hvert markmiðið ætti að
vera, þ.e.a.s. að auka umferð um
flugvöllinn. Hann segist með þessu
vera að taka ákveðið frumkvæði, en
sannleikurinn er hins vegar sá að
hann hefur svo lengi verið gagnrýnd-
ur fyrir að gera ekki neitt í markaðs-
málum að það var ekki veijandi leng-
ur að hafast ekkert að. Enda segir
hann einkennilegt að menn skyldu
ekki hafa tekið þetta „frumkvæði"
fyrr. Þá nefnir hann að „markmiðin“
hafi einnig vafist fyrir þeim sem
hrópa hæst um lélega markaðsetn-
ingu flugvallarins. Þar á hann vafa-
laust við nokkra aðstandendur ís-
lensks markaðar með Orra Vigfús-
son í broddi fylkingar, sem hafa
árum saman bent á nauðsyn þess
að hafin verði öflug markaðssókn
til þess að afla flugvellinum meiri
flugumferðar. Það er misskilningur
að við höfum gagnrýnt lélega mark-
aðssetningu flugvallarins. Við höfum
sagt að hún væri engin og tæplega
getur það sem ekki er til verið lélegt.
Það er hins vegar gleðilegt að nú
hefur flugvallarstjórinn komið auga
á leið til þess að leysa fjárhagsvanda
flugvallarins. Hann hefur látið „fag-
menn“ kanna þann möguleika að
auka tekjur af verslunarrekstri í
flugstöðinni um 200 milljónir með
því að hafa þar eina stóra verslun í
stað tveggja eins og nú er.
Við hjá Islenskum markaði höfum
nokkrum sinnum áður heyrt um
þessar hugmyndir en þær ganga í
aðalatriðum út á að Fríhöfnin fái til
umráða húsnæði það sem íslenskur
markaður hefur í dag og við það á
salan í Fríhöfninni að aukast sem
nemur sölu á fermetra í núverandi
húsnæði hennar. Til þess að ná þess-
um 200 milljónum til viðbótar verður
að auka sölu í Flugstöðinni um
35-40% þannig að sala á hvern far-
þega hækki um 18-20 USD, en
heildarsala í FLE yrði þá u.þ.b.
75-77 USD á hvem farþega. Til
samanburðar má geta þess að á
Schiphol-flugvelli í Amsterdam er
sala á farþega 27,55 USD, í Kaup-
mannahöfn er hún 14,24 USD. Fáar
flugvallarverslanir ná því að selja
hveijum farþega fyrir meira en 50
USD. En af þeim sem tekst þetta
eru flugvellirnir í Honolulu og Guam
framarlega í flokki.
Þetta yrði auk þess að gerast á
sama tíma og farþegum á Keflavík-
urflugvelli fækkar með hveiju árinu
sem líður. Til viðbótar má nefna að
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli gerir
aðallega út á innlenda farþega og
selur fyrst og fremst erlendar vörur
en Islenskur markaður selur mest
innlendar vörur til erlendra ferða-
manna. Almennt má segja að reikn-
að er með því að erlendum ferða-
mönnum muni íjölga á komandi
árum og þess vegna sé innlendum
hagsmunum betur borgið í höndum
íslensks markaðar en vörueining
seld þar skilar mun meiru í þjóðar-
búið en vörur seldar í Fríhöfninni.
Vegna þessa ættu umræddir fag-
menn flugvallarstjórans, sem að
hans sögn eru menn tengdir Ríkis-
endurskoðun og fjármálaráðuneyti,
að líta betur í kringum sig. Reikn-
ingsaðferð þeirra hefði verið kölluð
hundalógík í gamla daga en með
henni væri hægt að rétta af fjárlaga-
hallann með því að finna út sölu pr.
fermetra í verslun ÁTVR i Kringl-
unni og segja síðan að það borgaði
sig að leggja Kringluna undir áfeng-
isverslun -af því að salan myndi auk-
ast svo mikið við það.
Pétur segir einnig í viðtalinu að
það sé regla annars staðar að ágóði
af verslunarrekstri innan flugstöðva
renni til viðkomandi flugvalla og
beri uppi rekstur þeirra að verulegu
leyti. Þetta er röng fullyrðing svo
ekki sé dýpra tekið í árinni. Hann
ætti hins vegar að vita að rekstur
flugvalla víðast hvar er borinn uppi
af lendingargjöldum og tekjur af
verslunarrekstri eru aðeins brot af
tekjum flugvallanna. í rekstrar-
reikningi Kaupmannahafnarflug-
vallar fyrir árið 1991, sem ég hef
undir höndum, kemur fram að tekjur
af verslunar- og þjónustustarfsemi
eru u.þ.b. 35% af heildartekjum flug-
vallarins. Sambærileg tala fyrir FLE
Logi Úlfarsson
„Það er alveg klárt að
þeir sem standa í
rekstri hefja ekki
markaðssókn með því
að gefa sér fyrirfram
að það hafi ekkert að
segja.“
er 93%, en eins og kunnugt er renna
90% af lendingargjöldum flugvallar-
ins til annarra verkefna en að reka
Keflavíkurflugvöll.
Til skýringar þeirri staðhæfingu
að víðast hvar standi verslunarrekst-
ur undir rekstri flugvalla segir í við-
talinu að það hafi verið ástæðan
fyrir því að Evrópubandalagið frest-
aði því í sjö ár að leggja niður frí-
hafnir á flugvöllum aðildarlandanna.
Staðreyndin er hins vegar sú að at-
vinnuvegurinn var svo stór og arð-
vænlegur að ekki þótti veijandi að
gera þetta á þeim tíma sem boðað
var, enda var þrýstingurinn á emb-
ættismenn EB svo mikill að fá dæmi
eru um annað eins. Fyrir forsvars-
mönnum EB vakti hins vegar sú
staðreynd að við það að leggja niður
tollfijálsa áfengis- og tóbakssölu í
fríhöfnum flyttist stór hluti þeirrar
sölu inn í löndin þannig að tekjur
ríkjanna myndu frekar aukast en
hitt.
Á þeim flugvöllum sem ég þekki
til er verslunarrekstur yfirleitt í
höndum einkaaðila og í mörgum til-
fellum reka einkaaðilar flugvellina
einnig, en skemmst er að minnast
þess að tiltölulega stutt er víðan
flugvellinum í Kaupmannahöfn var
breytt í hlutafélag sem ríkið ætlar
að selja í áföngum á næstu árum.
Nú mætti ætla miðað við mál-
flutning flugvallarstjórans að að-
staðan í FLE sé á svo góðu verði
að óhætt sé að hækka leigu fyrir
hana til þess að hún gæti skilað
meiru til flugstöðvarinnar. Stað-
reyndin er hins vegar sú að þetta
er hæsta húsaleiga á íslandi og þótt
víðar væri leitað og leigan í Kringl-
unni t.d. er lág miðað við það sem
leigjendur í FLE þurfa að greiða.
Verð á aðstöðunni er frá 5.800
kr./m2 á mánuði og dæmi eru um
að þeir sem leigja lítið pláss greiði
allt að 14.000 kr./m2 á mánuði.
Pétur segir í viðtalinu að það lendi
enginn á Keflavíkurflugvelli nema
hafa af því ákveðinn hag. Þetta er
mikið rétt. Ef við berum þetta sam-
an við samkeppni á innlendum mark-
aði þá má segja með sömu rökum
að það sé allra hagur að versla í
Bónus því þar er sagt að verðið sé
lægst og mest fáist fyrir þær fáu
krónur sem fólk ber út býtum. Af
hveiju eru þá allar þessar verslanir
til, af hveiju Hagkaup, af hveiju
Fjarðarkaup, af hveiju klukkubúð-
imar? Líklega er það vegna þess að
þær bjóða viðskiptavinum sínum
eitthvað sem Bónus býður þeim ekki
og ýmsir vilja greiða fyrir það sem
þeir fá aukalega. Sama gildir fyrir
Keflavíkurflugvöll. Þar mætti bjóða
þjónustu sem aðrir bjóða ekki. Hvað
með skipulagðar stuttar útsýnisferð-
ir um nágrenni flugvallarins í sam-
vinnu við ferðamálasamtök á Suður-
nesjum, hvað með afslátt af lending-
argjöldum miðað við ákveðin lág-
marksviðskipti og betri greiðsluskil-
mála, hvað með samvinnu við aðra
flugvelli í Evrópu um pakkatilboð
til flugfélaga, hvað með þetta og
hvað með hitt? Möguleikarnir eru
óteljandi.
Það er alveg klárt að þeir sem
standa í rekstri hefja ekki markaðs-
sókn með því að gefa sér fyrirfram
að það hafi ekkert að segja. Miðað
við að sú röksemdafærsla gilti hlýtur
það að hafa verið afar óheppilegt
fyrir Pétur Guðmundsson að Canada
3000 flugfélagið ákvað að lenda hér
átta sinnum í viku næsta sumar. Það
var þá til aðili sem sá sér hag í því
að lenda hér og til viðbótar nota
þeir flugvélar sem eru frekar algeng-
ar í dag.
Af framansögðu má ljóst vera að
ég get ekki annað en tekið undir
með þeim sem vilja breyta flugvellin-
um í hlutafélag og setja honum
stjóm manna sem hafa þekkingu og
reynslu í viðskiptalífínu. Menn verða
að þekkja það sem þeir fjalla um,
það er lágmarkskrafa.
Höfundur er framkvæmdastjóri
íslensks markaðar hf.
Aftur sparkað í
besta bandamannínn
Að byrja friðun hafanna á því að skjóta sig í löppina
eftir Magnús H.
Skarphéðinsson
Þótt ótrúlegt megi virðast hafa
flest hagsmunarembingssamtök í
sjávarútvegi á landinu með KR-stóð-
ið (Kristján Ragnarssonar-liðið) í
broddi fylkingar loksins orðið sam-
mála um eitt einasta mál. Það var
að sparka í langbesta bandamann
íslensku fiskveiðiþjóðarinnar á al-
þjóðavettvangi, nefnilega Grænfríð-
unga.
Sex helstu samtök í sjávarútvegi
hafa lagt það til við íslensku ríkis-
stjómina að hún beiti sér fyrir þvi
á alþjóðavettvangi að Grænfriðung-
um verði sparkað út úr Alþjóðasigl-
ingamálastofnuninni vegna m.a. við-
varana þeirra gegn heimsvalda-
stefnu okkar í norsku smugunni svo-
kölluðu. En þeir grænu hafa haft
áheymarfulltrúa í IMO sl. þijú ár.
Keyptu áróðursmyndasmið til
að sparka líka
Þetta em sömu hagsmunaremb-
ingssamtökin og fjármagnað hafa
hinn svokallaða kvikmyndagerðar-
mann (?) Magnús Guðmundsson í
gerð áróðursmynda gegn nánast öll-
um samtökum á alþjóðavettvangi
sem stuðlað viljað hafa að vemdun
náttúrunnar og meiri mannúð í garð
sumra sjávarspendýra en frumstæð-
ari veiðiþjóðir hafa talið sig geta
sýnt þessum óhamingjusömu dýrum.
Hvalir borða ekki fisk. Á einhvem
óskiljanlegan berserkjahátt hefur
þessi staðreynd ekki náð eyrum þjóð-
arinnar. Magn fiska sem ofan í hva-
lina fer er óverulegt og ekki í neinu
samræmi við hrakspár hagsmunaað-
ila í sjávarútvegi um málið.
Nú er mál að linni. Nánast einu
og langöflugustu bandamenn ís-
lensku fiskveiðiþjóðarinnar eru nátt-
úruvemdarsinnar á borð við þá
Grænfriðunga, Sea Shepherd, World
Wildlife Fund, Friends of the Earth,
Earth First og allan hinn aragrúa
samtakanna sem beijast fyrir vernd-
un náttúru móður jarðar og mannúð-
legri framkomu okkar við hin dýrin.
„Hvalir borða ekki fisk.
A einhvern óskiljanleg-
an berserkjahátt hefur
þessi staðreynd ekki
náð eyrum þjóðarinnar.
Magn fiska sem ofan í
hvalina fer er óverulegt
og ekki í neinu sam-
ræmi við hrakspár
hagsmunaaðila í sjávar-
útvegi um málið.“
Grænfriðungar langbestu
bandamenn okkar
Á tilverurétti árangurs náttúru-
friðunar í höfnunum stendur íslenska
veiðimannasamfélagið algerlega í
dag, hvað sem síðar kann að verða.
Því eru þessar barsmíðar ekki bara
ódrengilegar af okkar hálfu, heldur
fádæma óskýnsamlegar. Hvað ef
Magnús H. Skarphéðinsson
okkur yrði nú ágengt (sem litlur lík-
ur eru á sem betur fer) í því að drepa
þessi samtök? Hvað halda menn að
tæki marga áratugi að eyðileggja
fiskimiðin hér við land? Þeir væru
ekki margir.
Engir aðilar í veröldinni hafa bar-
ist harðar gegn eiturefnalosun í sjó
hvort sem það er við Dounray eða
Shellafield eða annars staðar í Evr-
ópu og víðar en þessir og aðrir fyrr-
nefndir náttúruvinir. Og alls engir
hafa barist harðar gegn upprætingu
kjarnorkuvopna í höfunum en þessir
sömu náttúruvinir og því sannkallað-
ir bandamenn íslensks sjávarútvegs
í flestum málum.
Því ættum við loksins að sjá sóma
okkar í að hætta þessum óþokkaskap
okkar í garð þessara vina okkar og
samheija sem ekki bara hafa bent
okkur á að þyrma nú risum hafsins
og öðrum sjávarspendýrum sem hafa
tilfinningar á borð við okkur, heldur
unnið daga og nætur eftir löglegum
og hálfólöglegum leiðum í baráttu
gegn eiturefnalosun í Atlantshafið,
og unnið meira en nokkur annar
aðili opinberlega — sem bak við tjöld-
in, í að kjarnavopnafría heimshöfin
svo bæði fiskimið og önnur heimknni
sjávardýra spillist ekki meira en orð-
ið er.
Miklu síðar verður þorskinum
og loðnunni þyrmt
Auðvitað koma tímar og ráð og
þá leggjum við þennan fiskveiðitort-
úr niður eins og siðmenntaðar þjóðir
munu gera. En þangað til að því
stigi verður náð verðum við að sætta
okkur við að myrða þorskinn, loðn-
una, síldina og önnur dýr sjávar ís-
lensku samfélagi til framfærslu.
Og ef þeirri lífsbjörg verður kippt
undaii okkur með mengun hafanna
eða ofveiði fiskistofnanna áður en
aðrir atvinnuvegir hafa tekið við þá
verður voðinn vís. Engir standa bet-
ur vörð um þau gæði náttúrunnar
en grænfriðungar og kollegar þeirra
í öðrum samtökum heims. 1 ljósi
þess er svona sparktillaga okkur
ekki aðeins til verulegs vansa, heldur
lík því að byija friðun hafanna okk-
ar á því að skjóta okkur í löppina
fyrst. Hugum að því smástund lfka.
Höfundur er meðlimur í
Hvalavinafélagi fslands.