Morgunblaðið - 15.03.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
39
Minning
Ema Þorleifsdótt-
ir félagsráðgjafi
Fædd 9. apríl 1939
Dáin 7. mars 1994
„Vinir berast burt með tímans
straumi", kvað skáldið. En Erna
Þorleifsdóttir var hins vegar ein af
þeim sem maður kynnist á lífsleið-
inni og berst ekki burt þótt leiðir
skilji í lífi eða starfi. Hún var ein
af þessum traustu, ábyrgu og vina-
föstu manneskjum sem er svo mikils
virði að vita af. Mig langar að kveðja
hana með nokkrum fátæklegum orð-
um og riíja upp rúmlega 20 ára sam-
íyigd.
Eg minnist fyrstu kynna okkar.
Hún var þá einkaritari yfirlæknisins
á „gamla Kleppi", en ég nýkomin
heim frá námi og tekin við félagsráð-
gjafastarfí þar. I minningunni sé ég
hana fyrir mér ganga ákveðnum
skrefum eftir langa ganginum með
rauða teppinu, klædda í borgaraleg
föt því að þetta var þegar hvítu slopp-
arnir voru lagðir niður á geðsjúkra-
húsunum og þótti byltingu líkast, þó
að nú sé víst búið að taka þá upp
aftur. Það sópar af Emu þegar hún
veifar til mín og beinir mér ákveðið
með sér í kaffi. Ég get ennþá fundið
fyrir þessu trausti og vinsemd sem
ávallt einkenndi viðmót hennar í
minn garð og sem var mér, nýliðan-
um, þá beinlínis ómetanlegt. Hún var
í eins konar húsmóðurhlutverki á
stórum bæ þarna „úti í byggingu“
stýrði ekki bara riturum og aðstoð-
arlæknum heldur tók hún þátt í fag-
legum umræðum okkar félagsráð-
gjafa og sálfræðinga og lét sér fátt
óviðkomandi. Það var ósjaldan að
Erna sóttist eftir að sitja með okkur
fræðslufundi og fyrirlestra og jafnvel
heilu námskeiðin. Hún vildi vera inni
í málunum og hafði þá þegar mikinn
áhuga á vinnuaðferðum félagsráð-
gjafa og erfiðleikum geðfatlaðra.
Mér er líka ógleymanlegt hversu
dyggilega hún hjálpaði mér við vélrit-
un og frágang á umsókn minni um
framhaldsnám erlendis árið 1977.
Það kom mér hreint ekki á óvart
stuttu eftir að ég kom aftur heim
að hún hafði þá sjálf tekið ákvörðun
um að fara í háskólanám til Noregs
— í félagsráðgjöf — og ég fékk þá
tækifæri til að endurgjalda henni
pínulítið af stuðningnum. Þar kom
ekki síst fram kjarkur hennar og
kraftur. Nú var lífíð stokkað upp,
húsið selt og öll fjölskyldan tók sig
upp og flutti ásamt henni til Noregs.
Hvílík fjölskyldusamstaða og þor!
Þegar Erna var um það bil að ljúka
velheppnuðum námsferli í Osló átti
ég þess kost að búa hjá fjölskyldunni
í nokkra daga þar úti. Það voru góð-
ir dagar og leyndi sér ekki að hver
undi glaður við sitt, Sigurjón í áhuga-
verðu starfi við Blaðamannaháskól-
ann, Ema búin að fá viðurkenningu
fyrir frammistöðu sína á lokaprófinu
og boð um starf þar úti, börnin í
skólann og altalandi á norsku. Samt
var ákveðið að snúa aftur heim og
byrja á ný. Erna kom til starfa aftur
á sínum gamla vinnustað og varð
fljótlega deildarfélagsráðgjafi.
011 þau ár sem við unnum saman
í félagsráðgjafadeildinni sýndi Ema
einstaka stéttvísi og samstöðu. „Vin-
ur er sá er til vamms segir“ og Ema
var líka ein af þeim fáu sem var
óhrædd að koma og tala á einlægu
nótunum við mig; láta vita ef henni
fannst að ég þyrfti ,jákvæða gagn-
rýni“. Hún var ekki svo mörgum
ámm eldri en ég en mér fannst ég
oft geta treyst mati hennar eins og
mér mun eldri og reyndari mann-
eskju. Þegar samstaða og stéttarlegt
framlag var annars vegar var ekki
að henni að spyija. Það skipti ekki
máli hvort það var innanhússfræðsl-
an, launamálin eða fagefling félags-
ráðgjafa; alltaf var Erna tilbúin að
■eggja góðum málum lið, jafnvel eft-
ir að hún sjálf gekk ekki lengur heil
til skógar.
Einn er sá mannkostur hennar og
faglegur styrkur sem ég get ekki
látið hjá líða að nefna, en það var
einstakur áhugi hennar fyrir hand-
leiðslu nema og natni hennar við
nýliða. Hún sinnti þeim eins og rnóð-
ir sem vildi „koma öllum til nokkurs
þroska", var kröfuhörð og formföst
en ávallt jafnframt skilningsrík og
styðjandi. Það var auðvelt að biðja
hana að taka að sér slík trúnaðar-
störf. Þótt mér þætti hún stundum
ívið of auðmjúk þá setti hún ekki
ljós sitt undir mæliker og var tilbúin
að axla þá ábyrgð sem til hennar
friðar heyrði.
Eftir að ég hætti störfum á geð-
deild Landspítalans héldum við Ema
sambandi, hringdumst stundum á og
höfðum ýmislegt á pijónunum í
tengslum við handleiðslu félagsráð-
gjafanema í Háskóla íslands. Því
miður komu langvinn og erfið veik-
indi hennar og fráfall fyrir aldur fram
í veg fyrir að þær fyrirætlanir yrðu
að veruleika.
Það er missir að Ernu Þorleifsdótt-
ur í okkar ungu stétt. Án efa á gott
framlag hennar þó eftir að skila sér
í starfi þeirra sem hafa notið hand-
leiðslu hennar og stjórnar.
Við Þorsteinn vottum Siguijóni,
börnunum og öðrum vandamönnum
innilega samúð og sendum þeim hlýj-
ar kveðjur.
Sigrún Júlíusdóttir.
Erna Þorleifsdóttir félagsráðgjafi
lést 7. mars sl. eftir erfitt stríð við
illvígan sjúkdóm.
Við Erna kynntumst haustið 1989
þegar hún kom til starfa á barna-
og unglingageðdeild Landspítalans.
Samvinna fagfólks á slíkum vinnu-
stað er mjög mikilvæg. Gagnkvæm
virðing verður að vera til staðar og
einnig skilningur og trúnaður. Áður
en samvinna okkar hófst velti ég því
fyrir mér hvemig til myndi takast.
Ég vissi að Erna hafði langa starfs-
reynslu, sem félagsráðgjafi og síðast
yfírfélagsráðgjafi í áfengisskor, en
mér var ekki ljóst hvernig sú reynsla
myndi nýtast í vinnu með börn og
hvernig samvinna okkar yrði.
Hafi ég haft áhyggjur voru þær
ástæðulausar. Til starfa kom kona
með mikla reynslu, sem hún vildi
nýta á nýjum vinnustað. Jafnframt
var henni ljóst að vinna með böm
var frábrugðin vinnu með fullorðnum
og var áköf í að auka hæfni sína og
reynslu á því sviði. Vildi taka þátt í
öllu, læra allt og þó heilsa hennar
væri ekki góð vílaði hún ekki fyrir
sér að fara í ferðalög, ef starfið
krafðist þess.
Þegar við unnum saman að máli
skiptum við oft þannig með okkur
verkum, að ég tók að mér að sinna
baminu en Erna tók móðurina eða
foreldrana að sér. Þá kom í ljós hve
vel henni tókst að hjálpa fólki og þá
einkum mæðrum við að byggja sig
upp, auka sjálfstraust sitt og koma
betri reglu á lífið.
Ég leitaði gjarnan til Emu ef ég
þurfti að senda frá mér skriflega
greinargerð og fékk hana til að lesa
ritsmíðina yfir. Það var ótrúlegt hvað
hún gat gert athugasemdir við margt
og allt til bóta. Átti það jafnt við
innihald og framsetningu.
Það var gaman að umgangast
Ernu. Gaman að fá sér kaffi með
henni. Gaman að njóta frásagnar-
hæfni hennar, því Erna kunni skil á
mörgu og sagði mjög vel frá. Hún
var skarpskyggn, fljót að greina
milli þess sem sýnist og þess sem
er. Hún sagði skoðun sína umbúða-
laust ef eftir henni var leitað, rök-
föst en stundum hvöss, ef henni þótti
réttlætinu misboðið. Tryggur vinur
vina sinna. Þannig vil ég minnast
Emu Þorleifsdóttur.
Sólveig Ásgrímsdóttir.
Hún var besta vinkona mömmu.
Erna, sem var alltaf svo fín og fal-
leg. Hún gekk í pilsi og átti slæður.
Hún hló, hún sagði sögur og var
alltaf svo skemmtileg. Þannig mun-
um við Ernu fyrst.
Hún var hluti af bernsku okkar.
Þær mamma hlógu saman og piskr-
uðu, töluðu í hálfum hljóðum og
stundum brugðu þær fyrir sig út-
lensku þegar við áttum ekki að skilja.
í desember sáum við Emu I síð-
asta sinn. Hún var jafn glæsileg og
í bernskuminningunni og svo ótrú-
lega dugleg. Þannig munum við Ernu
og við kveðjum hana með söknuði.
Elsku Diddó, Jóhann, Þórgunnur,
Katrín og Anna Guðrún, megi guð
veita ykkur styrk í sorg ykkar.
Dætur Dóru og Bergþórs.
Erna Þorleifsdóttir félagsráðgjafi
er látin. Það er söknuður í huga
margra félagsráðgjafa sem þekktu
Ernu sem sarhstarfskonu og félaga.
Því er okkur í Stéttarfélagi íslenskra
félagsráðgjafa ljúft að minnast henn-
ar í örfáum orðum.
Erna var mikil kona, hörkukona.
Það sýndi hún best þegar hún dreif
alla fjölskylduna með sér til Noregs
árið 1978 svo hún gæti stundað nám
í félagsráðgjöf, þó hún hefði fullvissu
um að verða ekki rík af veraldlegum
auði að námi loknu. En eitthvað heill-
aði. Hugmyndafræði og starfsvett-
vangur félagsráðgjafar hafði hún
m.a. kynnst á löngum starfsferli sem
ritari yfirlæknis á geðdeild Landspít-
alans.
Þegar Erna útskrifaðist sem fé-
lagsráðgjafi árið 1981 stefndi hugur
hennar aftur á geðdeild Landspítal-
ans. Þar sinnti Ema fagi sínu vel,
lengst af við áfengismeðferð en sið-
ustu árin á barna- og unglingageð-
deild. Gagnvart sínum skjólstæðing-
um bar Ema mikla virðingu og sem
góðum félagsráðgjafa sæmir tók hún
ekki ábyrgð af fólki né reyndi að
ráðskast með lifsviðhorf þess.
Ema tók að sér verknámsnema
og gerði sitt til að leiða þá inn í
heim félagsráðgjafafræðanna. Einn-
ig miðlaði hún af þekkingarbrunni
sínum og reynslu þegar hún veitti
öðrum handleiðslu. Þannig fengu
margir að njóta þeirra uppörvandi
áhrifa sem hún hafði á umhverfi sitt.
Ema var mikil málvöndunarkona
og myndi því varla sætta sig við lýs-
ingarorð eins og hlýr „húmoristi",
en það er lýsir kannski best persónu-
leika þeiirar konu sem við nú kveðj-
um.
Að leiðarlokum viljum við í Stétt-
arfélagi íslenskra félagsráðgjafa
senda Siguijóni, börnum, barnabörn-
um og öðmm aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Minn-
ing um mikla konu er með okkur.
Sfjórn Stéttarfélags
íslenskra félagsráðgjafa.
Leiðir okkar lágu saman á áfeng-
isdeildum geðdeildar. Erna hafði fag-
lega umsjón með störfum okkar þar.
Hún bar umhyggju fyrir okkur og
sýndi okkur virðingu og fyllsta
traust. Hún var opin fyrir nýjum
hugmyndum og tilbúin að styðja við
bakið á okkur ef með þurfti. Ema
miðlaði af þekkingu sinni og fræddi
okkur um innviði stofnunarinnar þar
sem hún varði stórum hluta starfs-
ævi sinnar. Fræðslan var gjarnan
krydduð skoplegum sögum frá fyrri
tíð, nokkuð sem við urðum sóignar
í að heyra. Erna var full af kímni
og hafði alltaf jafn gaman af þessu.
Hún átti lengi við veikindi að stríða
og það veit eflaust aðeins sá er reyn-
ir hversu erfitt það hlýtur að vera
að gegna jafn krefjandi starfi og
félagsráðgjöf er og ganga ekki heil
til skógar. Erna sýndi mikla þraut-
seigju við þessa erfiðleika. Hún var
hreinskiptin kona og sagði það sem
henni bjó í bijósti. Minnisstætt er
kvöldverðarboð með kollegunum þar
sem Ema tjáði okkur hryggð sína
yfir að hafa nýverið misst foreldra
sína með stuttu millibili. Einnig gleði
yfir því að hafa dvalist á bernskuslóð-
um vestur á Isafirði ásamt ferming-
arsystkinum sínum. Þannig er minn-
ingin um Ernu skýrust. Hún sem
miðpunkturinn og frásagnir hennar
fullar af lífi. Það er sárt að sjá á
eftir henni svo snemma. Við þökkum
samfylgdina. Megi Guð styrkja fjöl-
skyldu hennar í sorginni.
Þórhildur G. Egilsdóttir,
Steinunn Hrafnsdóttir.
Ema réðst sem ritari og síðar
læknafulltrúi að Kleppsspítalanum,
sem nú er hluti af geðdeild Landspítal-
ans, á árinu 1970 og varð því einn
af nánustu samstarfsmönnum mínum
í mörg ár. Hún tók virkan þátt í vinnu
við undirbúning að byggingu geð-
deildar Landspítalans og annarri
starfsemi til að bæta hag geðsjúkra
og dró ekki af sér í þeim störfum
þrátt fyrir stóra fjölskyldu, sem hún
sýndi mikla umhyggju. Þegar umsvif-
in jukust og riturum fjölgaði, kom
það eðlilega í hlut Ernu að vera í
forsvari fyrir þá, þó að henni væri
illa við að þurfa að segja öðrum fyrir
verkum.
Auk almennra starfa læknaritara
þurfti Ema að vinna að fjölmörgum
öðrum verkefnum, sem læknar á há-
skólasjúkrahúsi þurfa að sinna, svo
sem rannsóknum, greinaskrifum og
fýrirlestrum. Þar kom góður mál-
Elín Helga Björns-
dóttirfrá Vatns-
hömrum - Minning
Fædd 19. júní 1919
Dáin 5. mars 1994
Nú ertu leidd mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og raunafrí,
við Guð þú mátt nú mæla
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(H. Pétursson)
Mig langar í örfáum orðum að
minnast hennar Helgu á Vatns-
hömrum, sem kvödd var hinstu
kveðju í gær, laugardag.
Þó að við vitum að með hveiju
árinu sem líður styttist okkar jarð-
neska vist og nær dregur kveðju-
stund, þó erum við aldrei viðbúin
þegar dauðinn knýr dyra. Þannig
var því einmitt farið nú þegar við
vissum að hún Helga væri dáin. Hún
var hluti af okkar daglegu tilveru,
nágranni og fjölskylduvinur, í svo
fjöldamörg ár. Við systkinin höfum
þekkt hana allt okkar líf og byijuð-
um að fara til hennar í heimsóknir,
yfir að Vatnshömrum, með foreldr-
um okkar sem lítil börn.
Helga var góð kona. Hún hafði
þann dýrmæta eiginleika að geta
alltaf séð björtu hliðarnar á öllum
hlutum, þó að á móti blési og leiðin
væri ekki alltaf greið. Helga var
einnig sérstaklega barngóð og þess
fékk ég að njóta, ásamt mörgum
öðrum bömum. Háaloftið á Vatns-
hömrum var ævintýraheimur. Þar
var alltaf eitthvað nýtt og spennandi
að sjá og hjá Helgu mátti alltaf skoða
allt sem fyrir augun bar, ekkert var
bannað. Helga átti alltaf eitthvað
gott að gefa krökkum í gogginn, ís
eða súkkulaði, svo ekki sé minnst á
kleinuhringina hennar sem hún bak-
aði sjálf. Maður fékk hvergi svona
kleinuhringi nema hjá Helgu. Oftast
fór ég út frá Helgu með einn slíkan,
eða annað góðgæti í poka.
Þegar ég svo sjálf eignaðist minn
son og hann kynntist Helgu, sótti
hann stíft að komast upp að Vatns-
hömrum. Þær voru ófáar ferðirnar
sem hann fór, oftast með ömmu
sinni, að heimsækja Helgu. Hún var
honum afskaplega góð eins og henn-
ar var von og vísa. Henni þótti afar
vænt um strákinn og sú vænt-
umþykja var að sönnu endurgoldin.
Ég er afskaplega þakklát fyrir það
að Einar Hugi fékk að kynnast Helgu
sem barn, líkt og ég gerði á sínum
tíma. Helga hafði alltaf tíma til að
spjalla við hann um eitt og annað,
sem bamssálinni var hugleikið, og
það stóð heima eins og fyrri daginn
að einatt fór hann heim með eitthvað
í poka sem hún hafði gaukað að
honum.
Það var því engin furða að Einari
Huga þætti Guð vondur áð taka
Helgu frá sér, þegar honum var sagt
að hún væri dáin og farin til Guðs.
smekkur hennar og gott vald á ís-
lensku og ensku að góðu haldi. Marg-
ar ambögurnar færði hún til betri
vegar og hjálpaði til að skýra hugs-
anir þeirra sem sömdu fyrirlestra og
greinar.
Erna var mjög hæfur ritari pg
sóttust því margir eftir aðstoð henn-
ar. Hún var eldfljót að skrifa, þrátt
fyrir hæglætis yfirbragð hversdag-
lega. Oft þurfti að leita til hennar
að kvöldi og um helgar, þegar verið
var að leggja síðustu hönd á eitt-
hvað, sem þurfti að vera tilbúið
næsta dag. Hún brást alltaf fljótt
og vel við og hamaðist þangað til
verkinu var lokið. Þá kom sér vel
að Erna var vel gift. Siguijón Jó-
hannsson eiginmaður hennar tók
frekju okkar til starfskrafta hennar
með þögn og þolinmæði eða kom
jafnvel og hjálpaði til eða leiðbeindi <
um framsetningu af glöggskyggni
hins reynda blaðamanns.
Hugur Emu stóð til frekara náms
og hún vildi heldur starfa með fólki
en sinna verkstjórn eins og var ætl-
ast til af henni í vaxandi mæli með-
an samstarf okkar var nánast. Því
ákvað hún á árinu 1978 að taka sig
upp með manni og börn og fara til
Óslóar til náms í félagsráðgjöf. Það
var skaði að missa hana úr fulltrúa-
starfinu, en bót í máli, að hún réð
sig aftur til starfa við geðdeild Land-
spítalans að námi loknu. Vafalaust
hefur það, sem Erna kynntist í störf-
um sínum á spítalanum, og löngun
til að liðsinna öðrum haft áhrif á
námsvalið, örugglega ekki von unr
betri kjör. Hún vissi fullvel hver þau
vom. Félagsráðgjafastarfið fórst
henni mjög vel úr hendi bæði í störf-
um fyrir áfengis- og aðra vímuefna-
sjúklinga og síðar fyrir geðtrufluð
börn og fölskyldur þeirra.
Nokkmm ámm eftir heimkomuna
frá Noregi átti Erna talsvert við veik-
indi að stríða, en tók því af miklu
æðruleysi. Hún kom aftur til starfa
eins fljótt og hún gat, þrátt fyrir að
hún væri oft illa haldin. Fyrir rúmu
ári varð hún vör við máltruflanir hjá
sér, sem reyndust stafa af illkynja
heilaæxli. Illu heilli tókst ekki að
komast fyrir það, svo að málftruflan-
irnar fóm vaxandi og heilsu hennar
hrakaði og kraftar þrutu.
Um leið og ég votta minningu
Ernu virðingu mína og eiginmanni
og börnum samúð vil ég þakka Sig-
uijóni þolinmæði hans og skilning
gagnvart okkur samstarfsfólki henn-
ar.
Tómas Helgason.
Eftir frekari útskýringar vildi hann
svo fara méð sæng upp í skýin, til
Helgu og Guðs, og breiða ofan á þau
svo þeim yrði ekki kalt.
Böm hafa gott af því að kynnast
eldra fólki, ekki síst fólki eins og
Helgu sem alltaf hafði tíma og hafði
svo mikið að gefa og svo margt til
að miðla öðmm af. Þó Helga hafi
nú kvatt okkur hin í sveitinni, þá lif-
ir minningin um hana á meðal okkar
sem fengum að kynnast henni. Hún
lifði sinn hinsta dag í sveitinni sinni
á Vatnshömrum og einmitt þar vildi
hún fá að deyja, því þeim stað unni
hún mest. Elsku Helga, við Einar
Hugi, og öll hin í Neðri-Hrepp, send-
um þér ástarkveðjur og þakklæti
fyrir allt og allt. Blessuð sé minning
þín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Steinunn Á. Einarsdóttir.
Til Helgu
Ýmsir falla aðrir líða
oft er heljuvaldið grimmt.
Tárin hníga, sárin svíða
sorgin gjörir allt svo dimmt. v
Þú hefur fengið friðinn blíða
fróun harms það getur veitt.
Sárt var það að sjá þig líða
sárt að geta ekki neitt.
Því skal hug frá hryggðum snúa
Herrans lofa miklu náð.
Vaka, biðja, vona, trúa
á vald hans fela allt vort ráð.
Jóhanna Hauksdóttir.