Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 40

Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 Karl Auðunsson út- gerðarmaður í Hafn- arfirði - Minning Fæddur 22. ágúst 1916 Dáinn 7. mars 1994 Nokkur minningarbrot um tengdaföður minn, Karl Auðunsson, sem aldrei var kallaður annað en Kalli á mínu heimili. Ég minnist hans fyrst þegar hann kom á vinnustað minn, með glettni » í- augum og bros á vör. Hann lagði á borðið hjá mér umslag sem inni- hélt flugfarseðil til Akureyrar og spurði hvort ég vildi ekki heim- sækja strákinn. Þannig var Kalli, alltaf með bros á vör og glettni í augum og ef hann gat gert manni gott gerði hann það. Strákurinn sem um var talað var sonur hans sem ég hafði kynnst nokkrum mánuðum áður. Hann var sjómaður á þessum tíma og var í landlegu á Akureyri. Ég hef orðið þess aðnjótandi að vera honum og hans fjölskyldu sam- ferða í 28 ár, ár sem orðið hafa mér til mikillar ánægju og góðs gengis. Ég minnist Kalla, sem heimsins ' besta afa fyrir bamabömin sln. Það var ekki ónýtt að eiga afa sem átti kindur en hann var einn af síðustu bæjarbóndum hér í Hafnarfirði. Á hverju vori var hann vakinn og sof- inn yfir fénu um burðinn. Og alltaf fengu bamabörnin að taka þátt í þessari upplifun að sjá nýtt líf koma í heiminn. Það var unun að sjá gleð- ina í augum Kalla á þessum árs- tíma. Ennfremur var það árlegur viðburður að fara á sjóinn með Kalla á sjómannadaginn á Guðrúnu GK eða Auðuni GK. Ég minnist allra sumranna í Hamrahlíðinni, en það er sumarbú- staður þeirra hjóna sem þau hafa átt í tæp 50 ár. Þar var alltaf glatt á hjalla og gott að koma og það vom fáir sem gátu státað af eins fallegum blómum og tijám eins og þeim sem þar vom. Þarna var Kalli í essinu sínu að hlúa að öllu, blóm- um, tijám, bústað og öðm sem sum- arbústað fylgir. Og sætið hans afa í klettunum var sem heilagur staður hjá bamabömunum. Þær gleymast ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kíiffi- hlaðborð Megir salir og mjög góð þjóniista. IJpplýsingar ísíma22322 ekki heldur góðgerðirnar sem töfr- aðar voru fram í litla eldhúsinu hjá þeim hjónum og oft mátti finna pönnukökuilminn um allt hraun. Ég minnist veiðitúranna í Hlíðar- vatn en það var fastur punktur í tilveru okkar að fara þangað einu sinni á sumri. Þar naut Kalli sín með alla strákana sína ásamt tengdadætrum, barnabörnum og síðar barnabamabömum. Oft var þröngt á þingi í litla veiðiskálanum og fyrir kom að tjaldað var líka þó meira væri það fyrir sportið og börn- in. Er þetta okkur öllum ógleyman- leg minning. Ég minnist ferðalaga til Ítalíu með þeim hjónum. Það var Kalli gleðigjafi eins og fyrr. Hann hafði alveg sérstakt lag á að fá fólk til að hlæja og gleðjast, gerði góðlát- legt grín af sjálfum sér og öðmm sem varð til þess að fólk laðaðist að honum. Ég minnist allra jóla og áramóta sem við héldum saman og eftirvænt- ingarinnar hjá börnunum eftir að afi kæmi í heimsókn á gamlársdags- morgun því þá var öllum bamaböm- unum boðið í bíltúr og keyptir flug- eldar og ekki klipið við nögl frekar en endranær þegar Kalli átti í hlut því hann var höfðingi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Minningamar em ótæmandi, þetta er aðeins lítið brot af þeim, en eitt eiga þær sameiginlegt að vera ljúfar. Þannig var tengdafaðir minn, honum fylgdi sólskin, ylur og hrein- skilni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð gefí tengdamóður minni, Vig- dísi, styrk til að takast á við lífíð án hans, — því það verður aldrei eins. Blessuð sé minning þín. Hjördís Ingvarsdóttir. Mánudaginn 7. mars 1994 lést Karl Auðunsson útgerðarmaður á heimili sínu, Austurgötu 7, Hafnar- fírði. Karl var fæddur 22. ágúst 1916 í Hafnarfirði, sonur hjónanna Guðrúnar Hinriksdóttur og Auðuns Níelssonar. Böm þeirra hjóna vom tíu og komust öll til fullorðins ára nema drengur sem lést á bams- aldri. Alla tíð var mikil samheldni í Auðunsfjölskyldunni eins og hún var oft nefnd. Móðir þeirra, hin merka og mikilhæfa kona, lagði mikið upp úr því að slík samstaða og eindrægni héldist. Systkinin hlutu uppeldi þar sem hin góðu gildi, trúmennska, orðheldni, samvisku- semi og hjálpsemi, vom í heiðri höfð. Þau mótuðust af þessu og hafa verið vel virt í lífí og starfí. Karl Auðunsson var traustur maður og velviljaður. Hann var dug- mikill og sem unglingur á kreppuá- mm §órða áratugarins lærði hann reglusemi og nýtni, að vinna verk sín vel og láta sinn hlut ekki eftir liggja. Fyrstu árin vann Karl verka- mannavinnu en um 1940 gerðist hann vömbifreiðastjóri og annaðist þá vömflutninga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur þar til árið 1953 en það ár urðu kaflaskil í lífí Karls. Þeir bræðurnir Þorsteinn, Karl og Pétur og mágar þeirra, Bjarni Árna- son og Oddur Hannesson, stofnuðu hlutafélagið Ása hf. Fyrstu árin rak félagið fískverkun en árið 1960 lét félagið byggja fískiskipið Auðun og 1964 var Guðrún ms. byggð. Vom þetta um 200 rúmlesta skip. Auðunn ms. var seldur árið 1971 en Guðrún ms. var í rekstri til ársins 1988 að skipið var selt og ákveðið að hætta útgerð. Ásar hf. var alla tíð mjög vel rekið fyrirtæki og naut mikils trausts. Vömvöndun var í hávegum höfð og allt var nýtt sem hægt var að gera verðmæti úr. Vel var hugs- að um alla hluti bæði hvað snerti skip og fískverkun. Snyrtimennsku og góðri umgengni var viðbmgðið. Mikil og góð samheldni var milli eigendanna og þeirra sem hjá þeim störfuðu bæði til sjós og lands. Var gaman og lærdómsríkt að eiga þess kost að geta fylgst með hinum far- sæla rekstri fyrirtækisins. Karl var alla tíð framkvæmdastjóri félagsins og Þorsteinn stjómarformaður. Karl átti sæti í stjóm Samlags íslenskra skreiðarframleiðenda um árabil var og formaður þess um skeið. Karl hafði mikinn áhuga á íþrótt- um og var stofnandi Knattspymufé- lagsins Hauka 1931, var fyrsti for- maður félagsins og stjórnarmaður um árabil. Lengst af átti Karl nokkr- ar kindur og hafði hann ánægju af að sinna þeim í frístundum sínum. Hann átti um tíma sæti í sijórn Búnaðarfélags Hafnaríjarðar. Karl var virkur í starfí Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði og gegndi trúnað- arstörfum á þeim vettvangi. Var um tíma í stjórn Stefnis félags ungra sjálfstæðismanna og formaður þess í eitt ár. Þá átti hann sæti í stjórn Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar fjölda ára. Karl kvongaðist Vigdísi Jónsdótt- ur frá Súðavík, Álftafírði, 18. maí 1946. Foreldrar hennar vom Vigdís Sigurðardóttir og Jón Kristófersson bæði frá Súðavík. Karl og Vigdís hófu búskap á Austurgötu 7 í Hafn- arfírði og hafa búið þar alla tíð. Þau eignuðust fjóra syni: Jón Vigni, sem kvæntur er Hjördísi E. Ingvarsdótt- ur, Auðun, sem kvæntur er Þor- björgu Símonardóttur, Níels, sem er kvæntur Jóhönnu Pétursdóttur og Sigurð, sem er kvæntur Jóhönnu S. Ingadóttur. Barnabörnin og bamabamabömin era 19. Það var notalegt að koma til þeirra Karls og Vigdísar á Austur- götu 7. Heimilið myndarlegt og við- mótið hlýlegt og traust. Þau nutu þess að vera úti í náttúranni og sumarhúsið, Hamrahlíð, áttu þau í hrauninu upp með Kaldárselsvegin- um og höfðu búið sér þar unaðsreit og lá leiðin oft þangað til hvíldar og hressingar. Við sem þekktum Karl Auðuns- son söknum góðs vinar. Hann var látlaus, einlægur og traustur. Hann var farsæll og dugmikill athafna- maður og setti svipmót á umhverfi sitt. Það tognar á vináttuböndunum yfír móðuna miklu en hinar góðu minningar koma í veg fyrir slit þeirra. Við þökkum mætum dreng samfylgdina. Friður og blessun fylgi kæram vini. Eftirlifandi eiginkonu, sonum og fjölskyldum þeirra flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. Kæra Vigdís og fjölskylda. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgar- stund. Ég vildi óska að ég gæti FLUGLEIDIR HÍTEL LOFTLEIBIK -4 VJterkurog k«/ hagkvæmur auglýsingamiöill! í: slenskur efniviður t — KAUVN OIJtMIV íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: j Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. J Leitíð W S. HELGAS0N HF upplýsinga. 11STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 verið með ykkur og aðstoðað, en störf mín hér í Noregi gera mér því miður ókleift að komast. Það er stórbrotinn maður sem nú er á brott kallaður. Minningin um Karl Auðunsson er skýr og mun lifa lengi. Hann var maður með stórt hjarta sem gott var heim að sækja og þau fáu ár sem ég kynntist hon- um reyndist hann mér sem besti afí. Mér era eftirminnilegastar þær stundir sem við áttum saman í sum- arbústaðnum Hamrahlíð. Saman settum við niður kartöflur og saman tókum við þær upp. Einnig hef ég kynnst honum í gegnum minningar Guðrúnar frá bamæsku sinni. Traustari og betri afa getur ekkert barn óskað sér. Oft hefur hún sagt mér frá því er hann kom og sótti hana á dagheimilið á sínum stóra vörabíl og um sumarstörf sín í físk- verkuninni hjá honum. En mesta lífshamingja Karls var ástkær kona hans, Vigdís, og fjöl- skylda hans. Hann var mikill fjöl- skyldumaður. Því fékk bróðir minn, Per Erik, að kynnast þegar hann kom til íslands jólin 1992. Þá naut hann þess að vera f fjölskylduboði hjá Viddu og Kalla á jóladag þar sem hann fékk konunglegar móttök- ur og honum var þetta ógleymanleg stund. Hann segir alltaf að svona eigi sannkölluð Qölskylduboð að vera. Svo lengi sem ég hef þekkt Viddu og Kalla hafa þau farið snemma morguns í sund saman, ferðast til suðrænna sólarlanda og farið í veiði- túra vítt og breitt um landið. Kalli kunni að njóta lystisemda lífsins. í augum hans var sérstakt blik. Hann var góður maður og verður sárt saknað af öllum. Á þessari stundu vil ég og mín fjölskylda senda hlýjar kveðjur til Vigdísar og hennar fjölskyldu. Öll eram við hér í Noregi mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Karli áður en kallið kom. Hann mun ætíð skipa stóran sess í hjarta okkar. Vidar Eriksen. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Haukum Þeir vora ekki háir í loftinu strák- arnir þrettán sem komu saman til fundar í KFUM-salnum við Hverfís- götu í Hafnarfírði þann 12. apríl 1931. Sá elsti nýorðinn 17 ára og sá yngsti vel innan við fermingu. Þennan sunnudag stóð mikið til, því strákarnir ætluðu að stofna sitt eig- ið íþróttafélag. Þeir létu fortölur þeirra fullorðnu í engu aftra sinni ráðagerð. Þeir vora staðráðnir í því að stofna alvöru íþróttafélag. Kári Auðunsson var einn þessara ungu og áhugasömu stráka sem vissu hvað þeir vildu. Stofnfundurinn stóð í stutta stund, allt hafði verið vel undirbúið. Það þurfti aðeins að kjósa formann fyrir félagið og í þeim efn- um voru allir sammála, Karl Auð- unsson var sjálfkjörinn foringi ungu strákanna, tæpra fimmtán ára gam- all. Það var ekki fyrr en komið var fram á sumar að byijað var að ræða um nafn á nýja félagið sem þegar var farið af starfa af miklu kappi. í þeim efnum voru ekki allir á eitt sáttir og þegar meirihluti drengjanna samþykkti að nefna fé- lagið „Geysi“ ákvað Karl að segja af sér formannsembættinu, svo ósáttur var hann við nafngiftina. Það voru reyndar fleiri og til að halda friðinn var ákveðið að leita ráða hjá sjálfum séra Friðrik, leið- toga drengjanna og einum helsta hvatamanni að stofnun félagsins. Friðrik lagði til að félagið yrði látið heita „Haukar“ og á það féllust allir. Því er þessi saga rakin hér, að það er ekki eingöngu að Karl Auð- unsson, sem við kveðjum í dag, hafí átt sinn stóra þátt í stofnun Knattspyrnufélagsins Hauka og verið fyrsti formaður þess, heldur hafði afstaða hans rík áhrif á hvaða nafn félagið fékk að lokum. Þessi verk voru þó smámunir miðað við allt það fórnfúsa starf sem hann átti eftir að vinna fyrir félagið sitt. Á gullaldaráram Hauka á fímmta áratugnum var Kalli Auðuns, eins og hann var jafnan nefndur, í farar- broddi hvort heldur var inni á leik- vellinum eða í fjörmiklu félags- starfí. Hann átti fast sæti í sigur- sælu handknattleiksliði Hauka og var m.a. íslandsmeistari með félag- inu vorið 1943. Glæsilegur árangur Haukastrákanna nú í vetur hefur vakið gamlar og hlýjar minningar hjá gömlu góðu Haukunum sem fylgst hafa með af áhuga. Kalli var þar í hópi með félögunum í öldung- aráðinu, en aðeins tveimur sólar- hringum áður en meistaratitillinn í deildarkeppnini var í höfn var hann farinn frá okkur. Við Haukafélagar þökkum sam- fylgdina og samstafíð. Við minn- umst gáskans og gleðinnar sem alla tíð einkenndi hann Kalla og þeirrar merku stundar þegar hann tók fyrir okkur fyrstu skóflustunguna á nýja íþróttasvæðinu á Ásvöllum. Þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins og að sjálfsögðu var Kalli þar í lykil- hlutverki, líkt og á fundinum í KFUM-húsinu fyrir 63 árum síðan. Eftirlifandi eiginkonu, sonum og öðrum ættingjum sendum við sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Karls Auðunssonar. Lúðvík Geirsson, formaður Hauka. Kveðja frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar Einn af elstu félögum okkar í Lionsklúbbnum hefur lokið hérvist- ardögum sínum. Þótt staðreyndin sé sú að ekkert líf sé án dauða og enginn dauði án lífs, þá er það jafn- an svo að þegar þessi staðreynd snertir mann sjálfan, er hún sár og verður til þess að maður fínnur til smæðar sinnar gagnvart almættinu. Þó að okkur hafi verið gefín fyrirhe- it um að mannssálin lifí að eilífu og að að endurfundum komi fyrr eða síðar, sem vissulega er huggun harmi gegn, þá er það oft svo að við eigum erfítt með að sætta okkur við orðinn hlut og þá sérstaklega þegar dauðinn kemur jafn snögg- lega og óvænt og nú varð. Karl Auðunsson gekk í Lions- klúbb Hafnarfjarðar árið 1965 og var allt tíð vel virkur félagi, sem gott var að eiga samneyti við. Hann sinnti mörgum störfum innan klúbbsins, sem ekki skulu þó upptal- in hér. Karl var mikill áhugamaður um ræktun og landgræðslu og þeg- ar ákveðið var að klúbburinn hasl- aði sér völ á því sviði, varð Karl sjálfkjörinn forystumaður land- græðslunefndarinnar. í mörg ár vann hann ásamt félögum sínum mjög gott starf að gróðursetningu í reit Lionsklúbbsins í hrauninu fyr- ir ofan Hafnarfjörð, sem Hafnfirð- ingar og aðrir eiga eftir að njóta góðs af og gleðjast yfír á komandi tímum. Þó að Karl væri áhugasamur ræktunarmaður, þá var líf hans og starf fyrst og fremst tengt sjávarút- veginum. Hann gerði lengi út skip frá Hafnarfírði og nutu Lionsmenn góðs af því, því að hann lánaði í nokkur ár skip sitt til að fara með Lionsmenn og fjölskyldur þeirra í stuttar skemmtisiglingar, sem þóttu takast mjög vel og voru öllum þátt- takendum til mikillar ánægju. Já, það er svo sannarlega margs að minnast á kveðjustundu og við Li- onsmenn munum sárt sakna góðs vinar úr hópnum. Við sendum frú Vigdísi og fjölskyldu hans allri ein- lægar samúðarkveðjur. F.h. Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Eggert ísaksson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.