Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
OF THE
Stjörnubíó frumsýnir
stórmyndina
DREGGJAR
DAGSINS
ANTHONY HOPKINS -
EMMA THOMPSON
Byggö á Booker-verðlaunaskáld-
sögu Kazuo Ishiguro.
Frá aðstandendum myndanna
Howards End og A Room With A
View er komið nýtt meistaraverk.
TILNEFND TIL 8 ÓSKARS-
VERÐLAUNA
þ.á m. fyrir besta karlleikara í aðalhlutverki
(Anthony Hopkins), bestu leikkonu f aðal-
hlutverki (Emma Thompson) og besta leik-
stjóra(JamesIvory).
Sýnd kl. 4.40, 6.50,
9 og 11.30.
fl MORÐGÁTA Á
" MAINIHATTAN
Nýjasta mynd meistarans
Woody Allen.
★ * * ★ „Létt, fyndin og ein-
staklega ánægjuleg. Frábær
skemmtun".
G.B. DV.
★ ★ ★ J.K. Eintak
Sýnd kl. 7 og 9.
Miðaverð 400 kr.
í KJÖLFAR MORÐINGJA
Sýnd kl. 11. B. i. 16ára. Miðaverð 350 kr.
FLEIRI
POTTORMAR
Takli kátt í sienutl kvlkiyiinetraii í
Sllinukii-liiiiil I síia 111115. Msiliat í
■yilln i urtlni. Veti b. 31,11 líiítn.
Sýnd kl. 5.
Miðaverð 350 kr. _
********* tttttttttttH
g(g| BORGARLEIKHÚSIÐ sími 680-680
^ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20:
• GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon.
með Árna Tryggvasyni og Bessa Bjarnasyni.
Aukasýning í kvöld, uppselt, 5. sýn. mið. 16/3, gul kort gilda,
uppselt, 6. sýn. fös. 18/3, græn kort gilda, uppselt, 7. sýn. sun.
20/3, hvít kort gilda, uppselt, 8. sýn. mið. 23/3 brún kort gílda,
uppselt. Sýn. lau. 26/3, uppselt, mið. 6/4 fáein sæti laus, fös.
8/4 örfá sæti laus, fim. 14/4.
• EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar
Jónasson unnið upp úr bók Isabel Allende.
Fim. 17/3 örfá sæti laus, lau. 19/3 uppselt, fim. 24/3, fös. 25/3
uppselt, sun. 27/3, fim. 7/4, lau. 9/4 örfá sæti iaus, sun. 10/4,
Geisladiskur með lögunum úr Hvu Lunu til sölu í miöasölu.
ATH. 2 miðar og geisladiskur aðeins kr. 5.000.
Miðasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga nema mánudaga.
Tekið á móti miðapöntunum í síma 680680 kl. 10-12 alla virka
daga. Bréfasimi 680383. - Greiðslukortaþjónusta.
WÓÐLEIKHÚSIÐ sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00:
• GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Fim. 17. mars, uppselt, - fös. 18. mars, uppselt, - mið.
23. mars, uppselt, - fim. 24. mars, uppselt, - lau. 26. mars,
uppselt - fim. 7. apríl, uppselt, - fös. 8. apríl, uppselt, -
sun. 10. apríl, uppselt, - sun. 17. apríl, örfá sæti laus, -
mið. 20. apríl, upppselt, - fim. 21. apríl.
MENNINGARVERÐLAUN DV 1994
• MÁVURINN eftir Anton Tsjekhof
Aukasýning í kvöld þri. 15. mars, uppselt. Ósóttar pantanir
seldar daglega.
• ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller.
Lau. 19. mars - fös. 25. mars. Ath. örfáar sýningar eftir.
• SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Mið. 16. mars kl. 17, uppselt, - sun. 20. mars kl. 14, nokk-
ur sæti laus, - sun. 27. mars kl. 14-10. apríl kl. 14 .
• ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
Sun. 20. mars kl. 20 - lau. 26. mars kl. 14. Ath. sfðustu
sýningar.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30:
• BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca
Lau. 19. mars, fáein sæti laus, - sun. 20. mars, uppselt, -
fös. 25. mars. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er
unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.00:
• SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén
Fös. 18. mars, uppselt - aukasýning lau. 26. mars. Ekki
er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning er hafin.
Miöasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga
frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á mótl
sfmapöntunum virka daga frá kl. 10.00.
Græna línan 996160.
Muniö hina glæsilegu þriggja rétta máltiö ásamt
dansleik.
LEIKHÚSKJALLARINN
- ÞAR SEM LÍFIÐ ER LIST -
NEMENDALEIKHÚSIÐ
LINDARBÆ-SÍMI21971
Sumargestir
eftir Maxim Gorki,
í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar.
Opln „generalprufa'* í kvöld
þriðjud. 15. mars kl. 20.
Frumsýníng mlövikud. 16. mars
kl. 20, uppselt.
2. sýning föstud. 18. mars kl. 20.
í S L E N $ K A
LEIKHÚSI0
im Usm, HilTltHUI 21. Sfw 124121
VÖRULYFTAN
eftir Harold Pinter
í leikstjórn Péturs Einarssonar.
Þriójud. 15. mars kl. 17.00.
Miövikud. 16. mars kl. 17.00.
Fimmtud. 17. marskl. 17.00.
Mlðapantanir í Hinu húslnu,
sími 624320.
I' R Ú E M I L í A
L E I K H Ú Sl
Seljavegi 2, S. 12233
Skjallbandalagið
sýnir leiksýninguna
• Dónalega dúkkan
eftir Dario Fo og Fröncu Rame
í leikstjórn Maríu Reyndal.
Öll hlutverk Jóhanna Jónas.
5. sýn. fös. 18/3 kl. 20.30.
6. sýn. lau. 19/3 kl. 20.30.
7. sýn sun 20/3 kl. 20.30.
Aðrar sýningar auglýstar
síðar.
Miðapantanir í síma 12233 og
11742, allan sólarhrínginn.
Á HERRANÓTT 1994
SWEENEY TODD
Morðóði rakarinn við
Hafnargötuna
Blóðugasti gamanleikur
allra tíma í leikstjórn Ósk-
ars Jónassonar og þýðingu
Davfðs Þórs Jónssonar í
Tjarnarbíói:
( kvöld þri. 15. mars kl. 20.
Fim. 17. mars kl. 20.
Fös. 18. mars kl. 23,
miðnætursýning.
Lau. 19. mars kl. 23,
miðnætur- og lokasýning.
Miðaverð kr. 900.
Pantanir í síma 610280.
Schindler bjargaði mörgum gyðingum úr klóm nasista.
Listi Schindlers
sýnd í Háskólabíói
HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir kvikmyndina Listi Schindlers
(Schindler’s List) eftir Steven Spielberg í kvöld, þriðju-
dag. Myndin segir sögu þýska iðjuhöldarins Oskars
Schindler sem bjargaði rösklega 1.300 gyðingum úr
klóm nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Kvikmyndin
hefur verið tilnefnd til 12 Óskarsverðlauna og þykir
líkleg til að hljóta mörg verðlaun þegar þau verða veitt
í Los Angeles eftir viku.
*
Island í
alþjóðavið-
skiptum
Á UNDANFÖRNUM miss-
erum hefur verið í smíðum
á vegum viðskiptaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins
skýrsla um alþjóðaviðskipti
Islendinga.
Af þessu tilefni gengst utan-
ríkismálanefnd Sambands
ungra jafnaðarmanna fyrir
fundi um viðskipta- og verslun-
arstefnu þjóðarinnar við erlend
ríki. Frummælendur verða
Gunnar Snorri Gunnarsson
sendiherra og Ingjaldur
Hannibalsson dósent í við-
skiptafræði við Háskóla Is-
lands og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Útflutningsráðs.
Fundurinn verður haldinn í
dag, 15. mars, kl. 20.30 í Ró-
sinni, Hverfisgötu 8-10, og er
öllum opinn.
------♦ ♦ ♦-----
■ FÉLAG félagsfræði-
nema við Háskól íslands efn-
ir til opins fræðslufundar um
ofbeldi á heimilum og kynferð-
islegt ofbeldi. Yfirskrift fund-
arins er: Hver ber ábyrgðina?
— Er þetta vandamál einstakl-
inga eða samfélagsins. — Hvað
er til ráða? Framsögu flytja
Guðrún Ágústsdóttir frá
Kvennaathvarfinu og Guð-
rún Jónsdóttir frá Stígamót-
um.
Fundurinn hefst kl. 17, mið-
vikudaginn 16. mars, í stofu
203 í Lögbergi. Fólk er hvatt
til að mæta og koma með fyrir-
spumir.
■ í dng, þriðjudaginn 15.
mars, segir Jóhanna Vigdís
Hjaltadóttir íjölmiðlafræðing-
ur frá rannsóknum sínum á
stöðu íslenskra fjöimiðla-
kvenna í boði Rannsóknastofu
í kvennafræðum.
Jóhann Vigdís er með BA-
próf í þýsku frá Háskóla ís-
lands og MA-próf í blaða-
mennsku og fjölmiðlafræði frá
háskólanum í Freiburg í Sviss.
Lokaverkefni hennar var könn-
un á viðhorfí íslenskra fjöl-
miðlakvenna til starfs og
starfsstöðu. Jóhanna Vigdís
starfar nú hjá Vöku-Helgafeili.
Rabbið fer fram í stofu 311
í Ámagarði og hefst kl. 12.
Spielberg, undrabarnið
sem leikstýrt hefur ijórum
af tíu vinsælustu myndum
sögunnar, hefur sagt að
hann hafi beðið í meira en
áratug með að gera Lista
Schindlers því hann taldi sig
ekki hafa nægan þroska til
þess fyrr. Hann gerði mynd-
ina í Póllandi þar sem hinir
raunverulegu atburðir gerð-
ust og ákvað að hafa hana
í svart-hvítu til að auka
áhrifin. Sú ákvörðun ásamt
þeirri staðreynd að myndin
er um þrír klukkutímar að
lengd stóð lengi í yfirmönn-
um Spielbergs hjá Univer-
sal-kvikmyndaverinu, en
það segir meira um yfir-
burða stöðu Spielbergs en
margt annað að hann hafði
allt sitt fram og niðurstaðan
þykir ein athyglisverðasta
mynd síðari ára.
Oskar Schindler, sem
leikinn er af írska leikaran-
um Liam Neeson, var þýsk-
ur braskari, kvennaflagari
og nautnaseggur sem hugð-
ist hagnast á hermanginu í
kringum innrás Þjóðverja í
Pólland 1939. Hann yfirtók
verksmiðju, sem Þjóðverjar
höfðu tekið af eigendunum,
sem voru gyðingar, og hag-
nýtti sér ódýrt vinnuafl gyð-
inga í fangabúðum nasista.
Honum blöskraði hins vegar
svo hrikalega meðferð nas-
ista á gyðingum, að hann
hóf að bjarga gyðingum úr
fangabúðunum með því að
auka framleiðslu sína og
búa til lista með nöfnum
gyðinga sem hann taldi
nauðsynlega til starfa í
verksmiðjunni. Þeir sem
komust á lista Schindlers
voru hólpnir, hinna beið
dauðinn.
UR DAGBOK
LÖGREGLUNIUAR í REYKJAVÍK:
11.-14. mars 1994
Bókfærð eru 402 atvik
á tímabilinu. Þar af var 41
ökumaður kærður fyrir of
hraðan akstur og 32 aðrir
fyrir önnur umferðarlaga-
brot. Þá voru 23 ökumenn
áminntir vegna ýmissa
umferðarlagabrota, 12
ökumenn eru grunaðir um
að hafa ekið undir áhrifum
áfengis.
Um miðjan dag á sunnu-
dag var tilkynnt að maður
á vélsleða hefði fallið fram
af 9-10 metra hárri hengju
í Skálafelli og hafnað niður
í gili. Meiðsli mannsins
virðast hafa verið minni en
talið var í fyrstu.
Seinni partinn á sunnu-
dag var tilkynnt um tvo
menn að ráðast á einn á
Laugavegi við Snorrabraut
og ræna af honum pening-
um. Mennirnir flúðu síðan
upp Snorrabraut, en lög-
reglan handtók þá skömmu
síðar og færði í fanga-
geymslu. Annar þeirra hef-
ur margsinnis komið við
sögu hjá lögreglu.
Snemma á sunnudags-
morgun varð harður
árekstur með tveimur bif-
reiðum á gatnamótum
Frakkastígs og Grettis-
götu. Áreksturinn var mjög
harður því báðar bifreiðim-
ar köstuðust talsverða
vegalengd og höfnuðu á
húsi við gatnamótin. Flytja
þurfti þrennt á slysadeild,
en meiðsl þeirra voru talin
minniháttar. Á þessu svæði
er leyfður hámarkshraði
30 km/klst.
Um helgina var tilkynnt
um 19 árekstra og 5 um-
ferðarslys. í liðinni viku var
alls tilkynnt um 83 umferð-
aróhöpp og 20 umferðar-
slys til lögreglunnar í
Reykjavík. Auk þess eru
ökumenn grunaðir um að
hafa verið undir áhrifum
áfengis í þremur óhöppp-
um öðrum. Líklega má telja
að umferðaróhöppin hafi
orðið a.m.k. 200 á tímabil-
inu, því u.þ.b. 60% allra
óhappa er tilkynnt beint tij
tryggingafélaganna. í
þessum óhöppum hafa
skemmst meira og minna
nálægt 400 ökutækjum.
Af lögregluskýrslum má
sjá að allflesta árekstrana
og slysin má rekja til að-
gæsluleysis, glannaskapar
og sofandaháttar öku-
manna. Þeir virðast' ekki
aka eftir aðstæðum, veita
ekki gerðum annarra at-
hygli og virðast jafnvel
ekki vita hvað þeir sjálfir
eru að gera. Þeir geta ekki
brugðist við ef eitthvað
óvænt kemur upp á.
Slys í umferðinni geta
alltaf orðið, en að þau skuli
verða svo mörg á svo
skömmum tíma í jafn góðri
færð og hefur verið er með
ólíkindum.
Lögreglan vill hvetja
ökumenn og aðra vegfar-
endur til þess að fara var-
lega, draga úr stressinu,
hafa hugann við það sem
þeir eru að gera og umfram
allt; haga ferð sinni miðað
við aðstæður á hverjum
tíma, því „gott er heilum
bíl heim að aka“.
Sameiginlegt umferð-
arátak lögreglunnar á Suð-
vesturlandi hefst nk. mið-
vikudag. Athyglinni verður
að þessu sinni sérstaklega
beint að stöðvunarskyldu
og akstri um umferðar-
ljósastýrð gatnamót auk
þess sem vegfarendum
verða afhentir umferðar-
könnunarseðlar þar sem
þeim verður gefinn kostur
á að segja til um forgangs-
röðun umferðareftirlits-
verkefna hjá lögreglu.