Morgunblaðið - 30.04.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.04.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 21 50 ára afmæli Iðn- nemasambandsins Ein krafa frá hverju ári í 1. maí göngunni IÐNNEMASAMBAND ís- lands mun standa fyrir veg- legri kröfugöngu 1. maí í tilefni af 50 ára afmæli sam- bandsins. Sambandið tekur þátt í 1. maí hátíðahöldum fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og BSRB og munu iðnnemar bera eina kröfu frá hveiju ári í sögu samtakanna. í frétt frá Iðnnemasam- bandinu segir að margar af þessum kröfum séu enn í fullu gildi. Sumar hafi náðst fram en aðrar væru eilífar. Að auki verður kröfum dagsins haldið á loft. Ganga Iðnnemasambands- ins hefst kl. 13 og verður gengið frá húsnæði Iðnnema- sambands íslands, Skóla- vörðustíg 19, austur Njáls- götu, niður Barnónsstíg og upp Laugaveginn að Hlemmi, þar sem sameinast verður göngu dagsins. Þaðan verður gengið niður Laugaveginn og hefst sú ganga kl. 14. Allir iðnnemar, bæði núverandi og fyrrverandi, eru hvattir til þess að mæta og ganga undir merkjum og kröfum Iðnnema- sambands Islands í tilefni 50 ára afmælis samtakanna. Morgunlaðið/Áageir F. Jóhannsson Reykjavík við stýrið OPNUÐ hefur verið í Geysishúsinu sýningin „Reykjavík við stýrið". Er sýningunni ætlað að minna á þrenn tímamót í samgöngum sem urðu á fimmtán ára tímabili en 90 ár eru frá komu fyrsta bílsins til íslands, 80 ár síðan Eimskipafélag íslands var stofnað og 75 ár síðan fyrst var flogið á íslandi. Af því tilefni hefur verið sett upp bauja á Ingólfstorgi sem minnir á siglingar um Reykjavíkurhöfn. Útifundur á Ingóifstorgi í 1. maí hátíðahöldum í Reykjavík Ögmimdur og Guðmund- ur ræðumenn dagsins ÖGMUNDUR Jónasson formaður BSRB og Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar verða aðalræðumenn 1. maí hátíð- arhaldanna á útifundinum, sem haldinn verður á Ingólfstorgi. Það er Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfs- manna ríkis og bæjar og Iðnnemasamband íslands sem standa saman að hátíðahöldunum. Þá verður fundur gegn kreppu og atvinnuleysi í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 20.30 í frétt frá framkvæmdastjórn segir að hátíðahöldin verði með hefðbundnu sniði. Safnast verði saman við Hlemm kl. 13.30 og leggur gangan af stað kl. 14. Gengið verður niður Laugaveg út Austurstræti að Ingólfstorgi til útifundar. Þar mun Bijánn Jóns- son formaður Iðnnemasambands íslands flytja ávarp að loknum ræðum dagsins. Fundarstjóri verð- ur Þórunn Sveinbjörnsdóttir for- maður Sóknar. Milli ræðumanna leikur Boss- anova bandið og í lok fundar mun Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína ásamt Reyni Jónassyni syngja nokkur lög. Gegn atvinnuleysi Á fundinum gegn kreppu og atvinnuleysi í Þjóðleikhúskjall- KRIPALUJÓGA Ikrlpalujóga lærirþú: * Aðlosaumspennu. ★ Aóupplifatilfinnlngar. * Aðslakavelá. Lærðu að þekkja Ifkama þinn. ByrjendanámskelÖ hefjast 3. og 9. mal. Jógastödin Heimsljós Skellunnl 19,2. hæð, slml 679181 mllll kl. 17 og 19. aranum flytja ávörp þau Guðrún Ágústsdóttir varaborgarfulltrúi, Kosningaskrifstofa Sjálf- stæðisflokksins á Akranesi verður opnuð í dag, laugardag, kl. 15.00 í Sjálfstæðishúsinu við Heiðarbraut 20. Trúbadorarnir Orri Harðarson og Hörður Jónsson koma fram og alþingismennirnir Guðjón Guð- Kristinn H. Einarsson fram- kvæmdastjóri INSÍ og Páll Hall- dórsson formaður BHMR. Tónlist flytja Inga Backman, Reynir Jón- asson, Heiða trúbador, Súkkat, Þorvaldur Örn Árnason og Ragn- heiður E. Jónsdóttir. Upplesarar verða Einar Már Guðmundsson, Eiríkur Brynjólfsson og Eyvindur Erlendsson. mundsson og Sturla Böðvarsson verða á staðnum ásamt frambjóð- endurn. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Skrifstofan verður opin mánu- daga til fötudaga frá kl. 14-18 og 20-22. Laugardaga og'Sunnudaga verður opið frá kl. 14-18. IÐN - 445 fm Til sölu er 445 fm, nýtt, vandað iðnaðarhúsnæði í Skeiðarási 8, Garðabæ. Húsnæðið, sem er helmingur af jarðhæð, er fullfrágengið að utan með málningu og rúmlega fokhelt að innan með ílögðu gólfi, hitaveitu- og rafmagnsinntaki. Loft- hæð er 4,2 metrar og tvær innkeyrsluhurðir, hvor að stærð 4x3,6 (Crawford). Söluverð er 11,9 millj., um 26 þús. á fm. Áhvílandi 14 ára hagstætt veðlán og getur útborgun verið lítil. Teikningar og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Frjáls framtaks hf. í Ármúla 18, efri hæð, kl. 9-17 á virkum dögum og í síma 812300 eða 670284 á kvöldin. Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi Kosningaskrifstofa opnuð Heimsklúbburinn kynnir Austurlönd HEIMSKLÚBBUR Ingólfs og Ferðaskrifstofan Prima verða með opið hús á morgun í hús- næði sínu, Austusrstræti 17, 4. hæð, klukkan 15. í fréttatilkynningu frá Heims- klúbbnum segir að margir þeirra, sem komust ekki á kynningu Heimsklúbbsins á perlum Austur- landa á sumardaginn fyrsta, hafi óskað endurteknirigar á kynning- unni. Því hefur Heimsklúbburinn og Ferðaskrifstofan Prima ákveðið að hafa opið hús á áðurnefndum stað og tíma. Sérstaklega verða kynntar borgirnar Hong Kong, Bankok, Singapore og eyjan Bali, en þar verður dvalist í viku á ferð Heimsklúbbsins til Austurlanda í september. Fararstjóri í ferðinni verður Ingólfur Guðbrandsson for- stjóri. Aðeins fáum sætum er enn óráðstafað í þessa ferð, sem Ingólf- ur kynnir með myndasýningu. „Séráætlun um ferðina liggur einn- ig frammi með ýmsum hagnýtum fróðleik um Austurlönd í hnot- skurn,“ segir í fréttatilkynningu frá Heimsklúbbnum. Nám í Danmörku Því ekki að skella sér til Danmerkur og ná sér í alþjóðlega menntun frá Byggeteknisk Hojskole í Horsens? Skólinn býður upp á eftirfarandi námslínur: - Byggingariðnfræðingur (byggetekniker). - Byggingarfræðingur (bygningskonstruktor). Einnig býðurskólinn upp á fjölþætt sérnám tengdu jarðvegsframkvæmdum, s.s. vega, ganga og hafnagerð (anlægstekniker, anlægskonstruktor). Þú getur sjálf/ur valið um hvort þú vilt taka námið á dönsku, ensku eða þýsku. Nám frá Byggeteknisk Hojskole í Horsens veitir þér góða möguleika á alþjóðlegum frama í arkitekta-, verkfræði- og verktakageiranum. Skólinn hefur nána samvinnu við samsvarandi skóla, m.a. í Englandi, Wales, Irlandi, Þýskalandi, Spáni og Litháen. Hægt er að taka hluta af náminu í framangreindum löndum. Haldinn verður kynningarfundur um skólann á eftirtöldum stöðum: AKUREYRI: Alþýðuhúsinu Akureyri, Skipagötu 14, 4. hæð, 2. mal kl. 20.30. REYKJAVlK: Hótel Sögu 4. maí kl. 19.30. Allir velkomnir. Vil du vide mere, sá send denne kupon til Byggeteknisk Hojskole Dit navn Din adresse Jeg onsker oplysninger om: □ Byggetekniker □ Anlægstekniker □ Bygningskonstruktor □ Anlægskonstruktor T3 c CS Byggeteknisk Hojskole Horsens Polytechnic Slotsgade 11, DK-8700 Horsens, Danmark Telefon +45-7562 5088, fax +45-7562 0143

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.