Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Minning Guðjón Guðbrands- son frá Kaldbak Fæddur 4. mars 1900 Dáinn 22. apríl 1994 Því meir sem næstu aldamót nálg- ast fækkar þeim samferðamönnum sem lifðu hin síðustu. Enn færri eru þeir orðnir sem ólust upp við þúsund ára jámaldarmenningu sveitanna, lítt snortna af iðnbyltingu nítjándu aldar og með öllu án tækni hinnar tuttugustu, fóru til vers þegar þeir höfðu aldur til og sóttu sjó á opnum áraskipum. Einn þeirra, Guðjón föð- urbróðir minn frá Kaldbak á Hruna- mannahreppi, lést á Ljósheimum, Selfossi, föstudaginn fyrstan í sumri, svo notað sé það orðalag sem honum var tamast. Hann hét fullu nafni Guðjón Krist- inn og fæddist á Kaldbak 4. mars 1900, þriðji svonur hjónanna Guð- brands Brynjólfssonar og Jónínu Gestsdóttur; eldri voru Brynjólfur, sem fluttist ungur norður í Þingeyj- arsýslu og bjó síðast á Húsavík, d. 1936, og Kristmundur, bóndi á Kald- bak, d. 1954. Yngstur bræðranna var Gestur, sem bjó á Kluftum og síðar lengi búsettur á Selfossi, d. 1987. Hálfsystir þeirra, sammæðra, var Gestrún Markúsdóttir húsfreyja á Framnesi á Skeiðum, d. 1958. Það virðist hafa verið nokkuð al- geng árátta margra hinna eldri Kaldbaksmanna að vilja búa nærri afrétti og óbyggðum. Brynjólfur Guðnason, fóðurafi Guðjóns, og fyrri kona hans, Kristrún Brandsdóttir, hófu búskap á Lambastöðum, hjá- leigu frá Kaldaðamesi í Flóa, um 1860 en fluttust þremur árum síðar með þrjár dætur sínar í frum- bemsku, sína á hveiju ári, að Hruna- krók. Það var heiðarbýli inn undir Laxárgljúfri, klukkustundar lesta- ferð fyrir innan Kaldbak og fast við afrétt Flóamanna — enda venja þeirra í fjallferðum að koma við á Hmnakrók og þiggja gistingu og góðgerðir. Árið 1874 fluttust þau reyndar að Kaldbak, þar fæddist yngsti sonur þeirra um sumarið og höfðu þau þá eignast tíu böm (svo sögðu afkomendur þeirra, ég hef aðeins fundið níu í kirkjubókum en sjö náðu fullorðinsaldri). Kristrún, amma Guðjóns, dó skömmu eftir barnsburðinn en Brynjólfur kvæntist aftur frænku sinni, Kristínu Jóns- dóttur frá Hörgsholti, og átti með henni fjögur börn. Er margt manna komið af þessum langafa mínum sem setti það ekki fyrir sig þótt veturinn væri harðari og vorið ólíkt seinna á ferðinni en í Kaldaðarnesi, ef hann gat komið kindunum sínum — og fólkinu — í það umhverfi sem hann taldi öllu öðru vistvænna. Þetta skýrir e.t.v. þá kynfylgju ýmissa Kaldbaksmanna að þeir una sér óvíða betur en á heiðum uppi og í afréttum, sækjast eftir fjallferðum og eru eftirsóttir í þær. Að sama skapi láta þeir lítið að sér kveða í margmenni, hlutast til um það eitt sem þeir eru að kvaddir og bera sig þá að haga svo orðum og gjörðum að um áreiðanleik þurfi enginn að efast. Það sem nú var talið átti í ríkum mæli við um Guðjón frænda minn. Hann var eftirsóttur afréttar- og eftirleitarmaður um langt skeið, þaulkunnugur öllu sem laut að erf- iðum fjárbúskap til fjalla, fremur hlédrægur og fáskiptinn en þeim mun betur kynntur að orðvendni og orðheldni. Þrátt fyrir tengsl sín við innlönd og afrétti fór Guðjón ungur til sjós Frændi minn, h KRISTJÁN JÓNSSON, Laugarnesvegi 85, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 26. apríl. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. maí kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Viktoría Daníelsdóttir. '1 Föðurbróðir okkar, h BENEDIKT ÞORLEIFUR BENEDIKTSSON, Hafnargötu 124, Bolungarvfk, lést á heimili sínu 28. apríl sl. Garðar Halldórsson, Kristín Jóna Halldórsdóttir, Anna Þórunn Halldórsdóttir. J Faðir minn, afi okkar og bróðir, h ÓMAR ÖRN KRISTVINSSON, er andaðist 26. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. maí kl. 13.30. Sigurður Ómarsson og synir, Svana Kristvinsdóttir, Lórens Kristvinsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON vélstjóri, Hjarðarhaga 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánu- daginn 2. maí kl. 13.30. Guðrún Á. Ingvarsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Hjördís Smith, Sigrún Sigurðardóttir, Brynjólfur Gíslason, Ásgeir Sigurösson, Arndís Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. og reri frá Grindavík á opnum ára- skipum tvær vertíðir, 1920 og 21. Síðan var hann um skeið í vinnu- mennsku en um 1926 fór hann til Vestmannaeyja og var þar fjórar vertíðir, fyrst á vélbátum en varð að fara í land vegna sjóveiki sem hann hafði ekki fundið til á opnu árabátunum í Grindavík. Næstu sex vertíðir var hann svo landmaður í Keflavík en eftir það ól hann aldur sinn að mestu í Hrunamannahreppi. Foreldrar hans brugðu búi á Kaldbak árið 1930 og tóku þá foreldrar mín- ir við. Hjá þeim átti Guðjón áfram heimili og vann því ætíð milli þess sem hann stundaði sjó eða vinnu- mennsku, m.a. flest sumur sem kaupamaður, þar til hann kvæntist og fór að búa árið 1945. Hann lét sér mjög annt um heimilið og okkur systkin öll en einna nánast var þó samband hans og Guðbrands bróður míns eins og síðar kom enn betur fram. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Guðlaug Matthíasdóttir frá Fossi í Hrunamannahreppi. Þau bjuggu í Hörgsholti 1945-48 og síðan á Bjargi, fyrst ein 1948-57 en þá réð- ust til bús með þeim fyrmefndur Guðbrandur og kona hans, Sigrún Guðmundsdóttir frá Högnastöðum. Eldri hjónin minnkuðu þá við sig en bjuggu þó sér með lítið fjárbú. Árið 1990 brugðu þau Guðbrandur og Sigrún búi og fluttust að Selfossi en þau Guðjón og Guðlaug í íbúð fyrir aldraða á Flúðum. Guðjón og Guðlaug vom mjög samhent og bjuggu góðu búi. Það skyggði á hamingju þeirra að þeim varð ekki bama auðið sem lifðu, og var það raunar harmsefni allra sem til þekktu, svo nærfærin og barngóð sem bæði voru. Þess nutu börn og unglingar sem hjá þeim dvöldu í sveit en einkum þó börn Sigrúnar og Guðbrands sem þau tóku miklu ástfóstri við. Guðjón naut lengst af góðrar heilsu en undir ævilokin þurm kraft- ar hans svo að hann varð að flytjast á hjúkrunarheimili, fyrst að Blesa- stöðum á Skeiðum en síðar að Ljós- heimum á Selfossi. Hann hélt minni sínu og hugsun til hins síðasta en heyrn hans sljóvgaðist svo að hann átti erfitt með að blanda geði við ókunnuga. Hann varð því að sætta sig við einveru sem hann tók af þolgæði, innilega þakklátur þeim sem til hans litu, ekki síst Guð- brandi og fjölskyldu hans sem fylgd- ust með honum frá degi til dags. Með Guðjóni frænda mínum er genginn vandaður maður til orðs og æðis; hann er kvaddur með þökk af þeim sem kynntust tryggð hans, raungæðum og skilyrðislausri fylgd við alla sem minna máttu sín, hvort heldur menn eða málleysingja. Fyrir hönd okkar systkina frá Kaldbak þakka ég honum alla umhyggju og bið Guðlaugu farsældar og góðra stunda. Kristinn Kristmundsson. Guðjón Guðbrandsson fæddist 4. mars árið 1900 á Kaldbak í Hruna- mannahreppi. Hann var skilgetið afkvæmi bændamenningarinnar gömlu sem nú er liðin undir lok. Líf hans og ævistarf einkenndist af þeim möguleikum sem ungir menn áttu þá. Hann fór snemma í vinnumennsku og til sjávar, áður en hann gerðist bóndi. Árið 1944 giftist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Guðlaugu Matthíasdóttur frá Skarði í Gnúp- veijahreppi. Þau bjuggu um tíma í Hörgsholti í Hrunamannahreppi, en 1948 fluttu þau að Bjargi í sömu sveit. Árið 1957 hófu foreldrar okk- ar búskap á þeirri jörð einnig. Árið 1990 fluttu gömlu hjónin í íbúðir fyrir aldraða á Flúðum. Guðjón frændi, eins og við kölluð- um hann, var fastur hluti af tilveru okkar alla tíð. Þar áttum við traust og styrk og fýlgdist gamli maðurinn með okkur og bömum okkar af áhuga og velvild. Frændi okkar bjó við góða heilsu lengst af langri ævi en tæplega níræður fór hann fyrst á sjúkrahús og eftir það fór að halla undan fæti. Síðustu misserin urðu honum erfíð í baráttunni við ellina, sem ætíð hefur betur. Hvfld- in varð honum því kærkomin. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kæri frændi, við minnumst þín með virðingu, hlýju og þakklæti. Systkinin frá Bjargi. í fáeinum orðum langar mig að minnast Guðjóns Guðbrandssonar föðurbróður míns — í kveðjuskyni og þakklætis fyrir umönnun og umhyggju fyrir mér og fjölskyldu minni meðan við lifðum báðir. Guð- jón lést á Ljósheimum hér á Sel- fossi 22. apríl sl., 94 ára að aldri, og verður jarðsettur í Hruna í dag, 30. apríl. Það er mikið sagt að einhver sé öðrum sem annar faðir, en það er varla ofmælt um þennan frænda minn að svo hafí hann reynst mér. Hann var fæddur og uppalinn á Kaldbak á Hrunamannahreppi og þar átti hann heimili hjá foreldrum mínum öll mín uppvaxtarár, dvald- ist þar löngum og var heimilinu styrk stoð. Eg mun hafa verið hon- um nokkuð fylgispakur sem bam og þá myndast með okkur þau frændsemisbönd sem entust. Samfylgd okkar frænda var svo tekin upp í nýrri mynd árið 1957 þegar ég fluttist ásamt fyölskyldu minni að Bjargi í Hrunamanna- 'hreppi og réðst þar til bús með Guðjóni og konu hans, Guðlaugu Matthíasdóttur. Við bjuggum þröngt saman í litlum en þægilegum bæ þeirra fyrstu árin en aldrei fund- um við til þess að okkur þætti of- aukið. Börn okkar Sigrúnar áttu hjá þeim athvarf og skjól, hvert eftir sinni þörf og hvenær sem var. Og mér var nú efst í huga þakk- læti til frænda míns fyrir allt sem hann miðlaði þeim — og okkur öll- um — af lífsreynslu sinni og þekk- ingu með einum eða öðrum hætti. Hann var um margt sérstæður, ekki allra og fremur fáskiptinn. En í háttum hans og dagfari var þeim mun fleira til fyrirmyndar ungum sem öldnum. Umhyggja hans, hlýr hugur og samviskusemi kom m.a. fram í natni hans og kostgæfni við skepnur og hirðingu þeirra. Hann var ekki margmáll, en orðfæri hans var bæði vandað og skýrt. Hann gætti þess vel að segja það eitt er hann taldi satt og rétt. Og hvert orð hans stóð eins og stafur á bók, jafnt í stóru sem smáu. Þegar við hjón brugðum búi fyrir fjórum árum og fluttumst hingað að Selfossi stóð Guðjón á níræðu og var enn við bærilega heilsu þótt nokkuð væri hann farinn að kröft- um og heymin biluð til baga. Þau Guðlaug settust þá að í íbúð fyrir aldraða á Flúðum. Að því kom ekki löngu síðar að hann þurfti frekari umönnun og fékk þá fyrst vist á Blesastöðum en síðar á Ljósheim- um. Við vomm þá svo lánsöm að geta verið nálæg honum og fylgst reglulega með líðan hans. Hann hlaut góða aðhlynningu, og erum við sérlega þakklát starfsfólki, bæði á Blesastöðum, Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi og ekki síst starfs- fólki Ljósheima fyrir allt það sem fyrir hann var gert. Mér er að sjálfsögðu um megn að þakka þeim Guðjóni og Guðlaugu öll samskipti okkar á liðnum ára- tugum eins og vert væri. En við hjónin og börn okkar öll kveðjum Guðjón, rík af kærum minningum og þakklátum huga. Guðbrandur Kristmundsson. Magnús Indriða- son — Minning Fæddur 21. september 1903 Dáinn 18. apríl 1994 Mig langar að minnast örfáum orðum þess sómamanns og fyrrum góða granna sem eftir nokkra sjúk- dómslegu er nú alíur. Magnús Ind- riðason, Maggi Indriða, eins og við kölluðum hann, var hófsamur og ákaflega dagfarsprúður maður. En hann var félagslyndur og það var stutt í glaðværðina og brosið. Hann hafði gaman af að gera að gamni sínu og hlátur hans var smitandi. Maggi var einn af þessum mönn- um sem allt virðist leika í höndunum á, og gat smíðað alla hluti hvort sem var úr málmi eða tré. Við strák- amir úr nágrenninu höfðum líka gaman af að líta við í skúrnum hjá honum og sjá hvað hann var að fást við þar. Hann var barngóður og amaðist ekki við slíkum heim- sóknum. Enda þótt þær hafí eflaust truflað smíðar hans. Mér er minnisstæð veiðiferð með þeim feðgum, Magnúsi og Sigurði, að Kleifarvatni að sumarlagi í góðu veðri. Ég á ánægjulegar minningar um ferðina, ekki vegna afla, heldur vegna umhverfísins og glaðlyndis Magnúsar. Með foreldrum mínum og Magga og Rósu var ætíð mikil vinátta og samgangur. Lóðir húsanna liggja saman og á bernskuámm mínum var girðingin á milli þeirra flarlægð og plantað þar tijám. Þarna óx með tíð og tíma upp mikið limgerði sem síðar óx úr sér og var fjarlægt. Þótt eflaust sé rétt að garður sé granna sættir, þá þurfti engan slík- an á meðan þau sæmdarhjón bjuggu í húsi sínu, og óhugsandi hefði verið að ósætti hefði leitt af íjarvem slíks garðs á milli húsanna. Síðar fluttu þau hjón á annan stað í Keflavík og eftirlétu syni sín- um hús sitt. Vinátta þeirra og móð- ur minnar hélst ætíð, en langt er síðan ég hitti þau þótt ég hafi haft spumir af þeim í gegnum móður mína. Það er mikil eftirsjá að fólki eins og Magga Indriða, sem ætið gerir gott í kringum sig. Ég á um hann góðar minningar og kveð hann með virðingu nú þegar hann er til moldar borinn. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.