Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 17 ARSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR Rckstrarhallinii rúmir 3,2 milljarðar kr. á síðasta ári Annað árið í röð með verulegum rekstrarhalla Morgunblaðið/Júlíus Við upphaf ársfundar HALLDÓR Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar býður Davíð Oddsson forsætisráðherra velkominn til ársfundar fyrirtækisins. REKSTRARHALLI Lands- virkjunar á síðasta ári var 3.250 milljónir króna og er þetta annað árið í röð sem verulegur rekstrarhalli er á afkomu fyrirtækisins eftir rekstrarhagnað í átta ár í röð. Árið 1992 var rekstrarhallinn liðlega 2,1 milljarður króna. Á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í gær sagði Halldór Jónatansson forstjóri fyrirtæk- isins að áætlanir gerðu ráð fyrir að rekstrarhallinn á þessu ári verði mun minni en árið á undan, eða um 805 milljónir króna. Hann sagði rekstrar- hallann í fyrra að verulegu leyti skýrast af því að gengi íslensku krónunnar var fellt um 7,5% í júní síðastliðnum, en við það hækkuðu rekstrargjöld ársins um 1.300 milljónir króna, en auk þess var rekstr- arkostnaður Blönduvirkjunar 1.450 milljónir án þess að tekj- ur hafi hækkað á móti. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði í ávarpi sem hann flutti á ársfundinum að óhagstæð rekstrarafkoma Landsvirkjunar væri tímabundinn vandi sem rekja mætti til þess að afkasta- geta fyrirtækisins væri vannýtt og einnig hefðu ytri aðstæður verið óhagstæðar. En nú hillti undir betri tíð í skjóli stöðugs verðlags og batnandi ástands í heimsbúskapnum. í máli Halldórs Jónatanssonar kom fram að rekstrartekjur Landsvirkjunar námu alls 6.395 milljónum króna á árinu 1993 og rekstrargjöld 9.645 milljónum króna. Vaxtagjöld voru stærsti gjaldaliðurinn eða tæplega 4.553 milljónir króna sem gerir 47,2% af heildargjöidum Landsvirkjunar á árinu 1993. Annar stærsti gjaldaliðurinn var afskriftir sem námu 3.109 milljónum króna eða 32,2% af heildargjöldum. Al- mennur rekstrar- og viðhalds- kostnaður nam 1.983 milljónum króna eða 20,6% af heildargjöld- unum. Framleiðsla jókst um 4,3% Rafmagnsframleiðsla Lands- virkjunar árið 1993 jókst um 4,3% frá árinu á undan og nam 4.369 GWst eða 92,5% af heildarfram- leiðslu landsins. Rafmagnssalan nam hins vegar 4.188 GWst og töp og eigin notkun 181 GWst, eða 4,1% sem er lægra hlutfall en 1992. í heild jókst rafmagns- salan um 4,3%. Rafmagnssalan til almenningsrafveitna jókst hins vegar aðeins um 0,4% á meðan aukning í rafmagnssölu til stór- iðju var 7,8%. Af rafmagnssöl- unni til almenningsrafveitna jókst sala forgangsrafmagns um 0,5% og sala ótryggðs rafmagns og afgangsorku um 0,2%. Halldór sagði að hin litla aukn- ing í rafmagnssölunni til almenn- ingsrafveitna á undanfömum árum hefði að sjálfsögðu leitt til lélegri afkomu hjá Landsvirkjun en orðið hefði ef orkuspár frá því snemma á níunda áratugnum hefðu gengið eftir. Hefði t.d. raf- magnssalan til almenningsraf- veitna aukist í samræmi við spá orkuspárnefndar frá 1981, sem lögð var til grundvallar við ákvörð- un um byggingu og tímasetningu Blönduvirkjunar, mundi raf- magnssala Landsvirkjunar til al- menningsrafveitna á árinu 1993 hafa orðið um 750 GWst meiri en raun varð á og tekjur Landsvirkj- unar rúmlega 1.800 milljónum króna hærri en í reynd miðað við meðalverðið til almenningsraf- veitna sem var rúmlega 2,44 kr. á kWst og hefur lækkað um 41,5% að raungildi síðan 1984. Sagði Halldór að þessi tekjumunur væri mun hærri en bókfærð gjöld vegna Blöndustöðvar 1993. Jákvæð greiðsluafkoma Þrátt fyrir óhagstæða rekstrar- afkomu Landsvirkjunar 1993 reyndist greiðsluafkoma ársins jákvæð, en fé úr rekstri til fjár- mögnunar fjárfestinga og afborg- ana af lánum nam 871 milljón króna. í árslok var eigið fé fyrirtækis- ins 27.159 milljónir króna, eða 33,4% af heildareign sem nam 81.232 milljónum króna. Skuldir fyrirtækisins námu hins vegar alls 54.073 milljónum króna og þar af voru langtímaskuldir 52.718 milljónir króna. Hefur eig- ið fé fyrirtækisins lækkað um 14 milljónir króna frá 1992, en það skýrist þannig að endurmat eigna umfram verðbreytingartekjur hækkar eignirnar um 3.236 millj- ónir króna, en á móti lækkar eig- ið fé um rekstrarhalla ársins að fjárhæð um 3.250 milljónir króna. Ræða dr. Jóhannesar Nordals stjórnarformanns Landsvirkjunar Orkusala um sæstreng gæti leitttil hagkvæniari reksturs TIL umræðu er að Landsvirkjun eigi samvinnu við Reykjavíkur- borg og hollenska aðila sem sameiginlega hafa kannað möguleika á lagningu sæstrengs milli íslands og Hollands, en meðal athugana sem Landsvirkjun hefur unnið að á þessu sviði er sameiginleg könnun með raforkufyrirtæki í Skotlandi á tæknilegri hagkvæmni þess að leggja sæstreng milli orkuveitusvæða Islands og Bretlands. I ræðu sem dr. Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar flutti á ársfundi fyrirtækisins í gær kom fram að frumniðurstöður athugunar hollensku aðilana og Reykjavíkurborgar væru samhljóða þeim skoðunum ráðunauta Landsvirkjunar að um tæknilega fram- kvæmanlegt verkefni sé að ræða. Jóliannes ítrekaði að um frumat- huganir væri að ræða og hefði verið lögð áhersla á að halda kostn- aði Landsvirkjunar af þeim í lágmarki. í ræðu sinni sagði Jóhannes að mörgtæknileg úrlausnarefni þyrfti að leysa áður en lagning sæ- strengs milli Islands og næstu lánda í Evrópu væri tæknilega fýsileg. Hins vegar væri það skoð- un allra færustu sérfræðinga sem Landsvirkjun hefði haft samband við að þau séu leysanleg og myndu leysast á næstu árum. Hann sagði arðinn af tengingu íslenska orku- kerfísins við Evrópu ekki eingöngu felast í tekjum af orkusölu héðan, heldur gæti hún leitt til meiri hag- kvæmni í rekstri orkuvera og auk- ið öryggi varðandi afhendingu orku hér innanlands. Þannig væri jafnvel ástæða til að ætla að ís- land verði álitlegri kostur fyrir staðsetningu orkufreks iðnaðar eftir að það er orðið hluti af sam- tengdu orkukerfí Evrópu. Dr. Jóhannes Nordal Jóhannes gat þess að hug- myndir hefðu verið settar fram um jafnstraumskerfi er tengi alla helstu orkumarkaði Evrópu inn- byrðis og næði alla leið til Is- lands, en tilgangur slíks kerfis væri bæði að ná þeirri hag- kvæmni sem samtenging ólíkra orkukerfa getur haft í för með sér og koma á samkeppnismark- aði fyrir raforku er næði til allrar Evrópu. Ef alþjóðlegt samstarf næðist um flutningskerfi af þessu tagi mætti búast við því að áhersla yrði lögð á að jafna stöðu allra þjóða sem við það myndu tengjast. Sagði Jóhannes að þótt kalla mætti hugmyndir af þessu tagi aðeins framtíðardrauma á þessu stigi málsins væru þær engu að síður dæmi um þær bylt- ingarkenndu breytingar sem framtíðin kynni að bera í skauti sér fyrir orkumál Islendinga. Sófasett Seres leðurlíki 3-1-1 áður 124.000 Nú 85.000 Hornsófi Ledana tauákl. 2H2 áður 124.000 leður/LL Nú 19.900 Gestarúm Legaflex áður 19.800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.