Morgunblaðið - 30.04.1994, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.04.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 9 Hvítar, franskar bómullarblússur frá stærð34. TESS IMt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opiðvirka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-14. Bómullarrúmföt Ódýr, hömruð og slétt bómullarrúmföt nýkomin. Tilvalin fyrir sumarhús og gistiheimili. Saumum teygjulök og lök á þunnar yfirdýnur. Póstsendingaþjónusta Njálsgötu 86, sími 20978. Við erum í sumarskapi En pú? Ný meiriháttar sundföt á fráhæru verði kr. 4.450 Opið laugardaga frá kl. 10-16. snyrti- og gjafavöruverslun Miðbæ, Háaleitisbraut. LUTUÐ FURUHUSGOGN NÝKOMIN - MIKIÐ ÚRVAL Furuhornsófar. Verð frá kr. 59.600 stgr. it- Borðstofuskápar m/yfirskáp. Glerskápar. Verð frá kr. 39.500. Verð frá kr. 38.400. OPIÐ I DAG KL. 10-14 □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVfKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 Samkeppnis- hæfni Evrópu hefur dalað Carlos Ferrar, formað- ur UNICE, sagði m.a. á Iðnþingi: „Hlutverk okkar þjá UNICE er að vinna að bættri samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja. Um þessar mundir á iðnaður og efnahagslíf í Evrópu erfitt uppdráttar. Engin teikn eru á lofti um að viðvarandi efnahagsbati sé á næsta leiti. Við þetta bætist að samkeppnis- hæfni Evrópu hefur dalað og atvinnuleysi aukizt. Þessu ástandi fylgir óhjá- kvæmilega þrýstingur um aukna vemdarstefnu og tímabundið fráhvarf frá agaðri hagstjóm. Að mati UNICE er minnkandi samkeppnis- hæfni Evrópu grunnorsök núverandi erfíðleika í efnahagsmálum. Þessi greining vandans hefur fengið hljómgrunn víða og er nú almennt viðtekin skoðun meðal sljómmála- manna, fyrirtælga og stéttarfélaga í Evrópu.“ Hvað veldur miimisam- keppnishæfni Evrópu? „I fyrsta lagi hefur framleiðslukostnaður aukizt meira í Evrópu en í helztu iðnríkjum og er um þessar mundir hærri en í Japan og Bandaríkj- unum. Hvort sem litið er til launa- eða orkukostn- aðar, vaxta- eða skatt- byrði, hafa evrópsk fyrir- tæki þurft að sæta lakari Samkeppnishæfni Evrópu Úr rœðu Carlos Ferrer formanm UNICE l.-vtópu a uitíiJii cn i HuntJartkjsifiutn í>sí >;KVi Ui utl'jaiörunl.! ytn h'cnjtg Japau. «:« 'Lííii tiLi.i3u>>u marV.tt:iDt«:> lil Catiity 1‘vHVT htnn^Xt? UNIÍ'F. Jgt {ICS' í jutðja iayi hchtf íctowwiilnolj fjtr- 4)>nUu v" ck'in sK'tuu rcib fjár | i ttpi'it.U: í»ál< s-m ú iánbttiy.'. aá itu.'k:a i Evjnjxt vyftá <Vst«>)us:Kt <•>£ síðui h;ci> cn tctja skuti ct cc vur|a Carlos Ferrer formaður UNICE. Erfiðleikar Evrópu Hefur samkeppnishæfni Evrópu í atvinnu- og efnahagslífi heims- ins dalað? Því heldur Carlos Ferror, formaður UNICE (Samtaka atvinnu- og iðnrekandi í Evrópu), fram. íslenzkur iðnaður, frétta- bréf Samtaka iðnaðarins, birtir kafla úr ræðu hans á Iðnþingi, sem Staksteinar staldra við í dag. kjöram en fyrirtæki í helztu samkeppnislönd- um. I öðm lagi er framleiðni í Evrópu lakari en í hag- kerfum helztu samkeppn- islanda, þrátt fyrir að framleiðniaukning hafi verið svipuð á síðasta ára- tug. Helzta ástæðan er að sveigjanleiki vinnuaflsins í Evrópu er minni en í Bandaríkjunum og Japan. í þriðja lagi hefur rekstrammhverfi fyrir- tælga í Evrópu verið óstöðugra og síður hlið- hollt atvinnulífi en þekkist meðal helztu samkeppnis- landa. Ennfremur er rekstrarumhverfi fram- tíðarinnar óvissara í Evr- ópu en víða annars staðar. Fyrirtæki í Evrópu hafa þurft að búa við hærri verðbólgu, umsvifameiri opinberan rekstur, meiri halla á búskap hins opin- bera, hærri vexti og sveiflukenndara gengi bæði innan Evrópusam- bandsins og utan.“ Hvemig má bæta samkeppnis- stöðuna? „Til að bæta samkeppn- isstöðuna þarf að koma til aðgerða á sex sviðum. Meðal þess sem þarf til bragðs að taka er að: * auka sveigjanleika & vinnumarkaði; * bæta gæði menntunar og þjálíunar; * auka hagkvæma nýt- ingu tækni og nýjmiga; * auka samkeppni miUi fyrirtækja; * draga úr hiutverki hins opinbera og gera rekstur þess hagkvæmari og rekstrarumhverfi stöð- ugra með viðeigandi hag- stjórn. “ Carlos Ferrer heldur því fram að sveigjanlegri vinnumarkaðuf auki hvat- ann til að skapa ný störf. Sama máli gegni ef dregið verði úr launatengdum gjöldum, sem séu tvöfalt hærri í Evrópu en Banda- ríkjunum og Japan. Hann fullyrðir og að aukin tengsl atvinnulífs og námsefnis í skólum, stöðug endurmenntun og aukin áherzla á rannsókn- ir, þróun og nýjungar séu mikilvægir þættir til að efla atvinnu- og efnahags- líf Evrópuþjóða. Viðvar- andi aðlögnn í efnahags- starfseminni krefst einnig nýrra vara og framleiðslu- ferla, endurbóta á því sem fyrir er, sóknar á nýja markaði og eðlilegrar úr- eldingar, sem allt verður að ganga hindrunarlaust fyrir sig. Og að lokum leggur hann áherzlu á áreiðanlegt efnahagsum- hverfi, stöðugleika í verð- lagi, baráttu gegn verð- Itólguþrýstingi og gegn ríkissjóðshalla, sem sé mikilvæg til að lækka vexti og auka fjárfestingu þegar frarn í sækir. Meira en þú geturímyndaó þér! Málverka- uppboð 1. maí GALLERÍ Borg heldur málverka- uppboð í satnvinnu við Listmuna- uppboð Sigurðar Benediktssonar hf. Uppboðið fer fram á Hótel Sögu sunnudagskvöldið 1. maí kl. 20.30. Að þessu sinni verða boðin upp um eitt hundrað verk. Þar má nefna málverk eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggva- dóttur, Gunnlaug Blöndal, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Brynjólf Þórðarson, Svavar Guðnason, Jón Þorleifsson, Nínu Sæmundsson og Kristján Davíðsson. Þá eru einnig verk eftir, yngri myndlistarmenn eins og Sigurbjörn Jónsson, Tolla, Karó- línu Lárusdóttur, Braga Ásgeirsson, Tryggva Ólafsson, Veturliða Gunn- arsson, Eirík Smith, Einar Hákonar- son, Guðrúnu Ólafsdóttur, Eyjólf Einarsson og Gunnar Inga Guðjóns- son. Uppboðsverkin verða sýnd í Gall- erí Borg við Austurvöll í dag, laugar- dag, og sunnudag 1. maí frá kl. 12 til 18. Þar verður hægt að gera for- boð í verkin og einnig verður hægt að bjóða í þau símleiðis. Uppboðs- haldari verður að venju Haraldur Blöndal. -----» ♦—4---- ■ BJÖRN Þorsteinsson heldur laugardaginn 30. apríl fyrirlestur í Félagi áhugamanna um heimspeki sem nefnist Sérstæð tign heimspek- innar. Hann fjallar um tilraun Im- manuels Kants í Gagnrýni hreinnar skynsemi til að setja notkun skynsem- innar reglur með það fyrir augum að auka veg heimspekinnar í heiminum. DAGBOK /? Ciára afmæli. Á morgun, UU 1. maí, verður sextug Aðalbjörg Albertsdóttir, Bogahlið 12, Reylgavík. Eigin- maður hennar er Torfi Guð- brandsson, fv. skólastjóri. Þau hjónin taka á móti gestum í dag, laugardag, kl. 17-21 í sal Meistarafélags húsasmiða, Skip- holti 70. FÉLAGS- og þjónustumið- stöðin Hvassaleiti 56-58. Mánudaginn 2. maí verður tekið á móti munum á sölusýningu sem verður 7., 8. og 9. maí. Uppl. í s. 679335. KIRKJUSTARF HÁTEIGSKIRK J A: Kirkju- starf barnanna í dag kl. 13. NESKIRKJA: Árlegt ferðalag barnastarfsins verður á morgun, sunnudag. Lagt af stað frá kirkj- unni kl. 11. Farið í Kaldársel, grill og skemmtun. flT Ckára afmæli. í dag, 30. tl\J apríl, er fimmtug Ólöf Ágústa Karlsdóttir, ritari á slysadeild Borgarspítala, Ból- staðarhlíð 50, Reykjavík. Eig- inmaður hennar er Sigurjón Jó- hannsson leikmyndateiknari. pT /\ára afmæli. Mánudaginn UU 2 maí nk. verður fimm- tugur Gylfi Guðjónsson öku- kennari og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Hann og kona hans, Elfa S. Guðmundsdóttir, taka á móti gestum í dag, laugardag, kl. 17-19 í félagsheimilinu Þrúð- vangi, sem er í gömlu Ála- fosskvosinni í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.