Morgunblaðið - 30.04.1994, Page 22

Morgunblaðið - 30.04.1994, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Formaður utanríkismálanefndar Al- þingis um kosningarnar í Suður-Afríku Andrúmsloftið ein- kennist af bjartsýni og miklum væntmgum BJORN Bjarnason, formaður utanríkisnefndar Alþingis, segir mikla bjartsýni vera ríkjandi í Suður-Afríku vegna kosninganna þar í landi og berí menn miklar væntingar til framtíðarinnar. Hann segir að mikilvægasta verkefni nýrra valdhafa að loknum kosningum verði að tryggja frið í landinu enda sé það forsenda efnahagslegra fram- fara. Björn fylgdist með framkvæmd kosninganna fyrir hönd Evrópu- ráðsins. „Upphafið að þessu öllu var í febr- úar 1990 þegar de Klerk lýsir því yfir að hann ætli að afnema aðskiln- aðarstefnuna. Viðræður helstu flokka leiddu til þess að menn kom- ust að sameiginlegri niðurstöðu varð- andi kosningar og stjóm landsins næstu fímm árin.“ Sagði Björn að það hefði ekki síst tekist vegna sam- starfs de Klerks og Mandela en eins konar bandalag þeirra hefði verið við lýði frá því Mandela var sleppt úr haldi. Hann sagði kosningabaráttuna vera háða innan þess ramma, sem um hefði verið samið, og myndi þjóð- stjóm, þar sem ættu sæti fulltrúar allra stjómmálaflokka sem fengju meira en 5% atkvæða í kosningunum, taka við stjóm landsins. 27 flokkar buðu fram í kosningunum og er búist við að Afríska þjóðarráðið og Þjóðar- flokkurinn fái flest atkvæði. „Það er innan þessa ramma sem stjómmálaþróunin í Suður-Afríku á sér stað og markar þáttaskil í stjóm- málum í heiminum öllum. Við vitum að ástandið hér undir minnihluta- stjóm hvítra hefur verið þannig að það hefur haft áhrif á alla stöðu heimsmálanna. Þessi sögulegu um- skipti hér em ekki einungis fyrir þetta land heldur fyrir allan heim- inn,“ segir Bjöm Bjamason. Svartir íbúar Suður-Afríku eru 74,8% þjóðarinnar og hvítir 14,1%. Þá býr nokkur fjöldi Asíubúa og lit- aðra i landinu. „Það em þessi 14,1% sem hafa stjómað öllum hinum frá 1948. Svertingjar fá nú að kjósa í fyrsta sinn og Nelson Mandela er nú til dæmis að kjósa í fyrsta sinn, þannig að það er engin furða að þetta hafí verið mikið tilfínningamál. Það er enginn ósnortinn sem hefur verið að fylgjast með því sem er að gerast hér. Bæði hefur þetta gífur- legt pólitískt gildi utan Suður-Afríku og ekki síður em menn nú að losa um fjötra á þessum tæplega þrjátíu milljónum manna, sem hafa verið í þeim í 350 ár en með þessum skýra og stranga hætti frá því aðskilnaðar- stefnan kom til framkvæmda árið 1948.“ Bjöm segir að deilur stjómmála- flokkanna snúist ekki um grundvall- arþætti stjórnarskrárinnar enda sé þegar búið að semja um slík mál. Fyrst og fremst hafí verið deilt um efnahagsmál. Hann segir að upp á framtíðina skipti mestu máli hvemig tekst til með að draga úr ofbeldi í landinu. Ofbeldi hafí til þessa verið mikið í Suður-Afríku, jafnt af hálfu stjórn- arinnar til að halda svertingjum niðri sem og vegna innbyrðis deilna svert- ingja. „Það verður prófsteinninn eft- ir að ANC hefur háð stjómmálabar- áttu utan stjómarskrár á undanförn- um áratugum hvemig til tekst í þess- um efnum. Mun ANC og Mandela takast að halda þannig á málum að það skapist forsendur fyrir efnahags- legum framfömm í friðsamlegu þjóð- félagi? Þama er komið að mjög stórri spumingi því ofbeldi og glæpir eru hér meiri en nokkurs staðar annars staðar. Atvinnuleysi meðal svertingja er um 60% og það er því mikið verk fyrir höndum að skapa hér friðsam- legar aðstæður. Þetta var líka einnig hugsanlega helsta ástæðan fyrir ákvörðun de Klerks á sínum tíma. Hann skynjaði að það var ekki leng- ur hægt að viðhalda þessu þjóðfélagi óbreyttu. Landið sjálft og efnahag- skerfið var komið í slíkar skorður að ekki var lengur hægt að halda á sömu braut.“ Bjöm segir að dagarnir tveir sem aðalkosningamar stóðu yfir hafí ver- ið þeir friðsamlegustu um langt skeið. Það ætti þó eftir að koma í ljós hvort þetta markaði upphafið að nýju tímabili í samskiptum manna eða hvort þetta væri einungis vegna kosninganna. Mikil bjartsýni ríkti í landinu og fólk hefði miklar vænting- ar. Sumir óttuðust jafnvel að vænt- ingar margra svertingja væru óraun- hæfar. Það myndi taka langan tíma áður en hægt yrði að uppfylla þær væntingar og forsenda þess væri að friður ríkti í landinu. „Ég held að enginn geti verið hér án þess að fá það staðfest að það eru miklar vonir bundnir við kosningarnar og enginn ótti ríkjandi." Reuter Teygjustökk í Oporto NÁMSMENN við Lusiada-háskólann í Oporto í Portúgal gerðu tilraun til þess í fyrradag að slá heimsmetið í teygjustökki og stukku úr krana, sem jcomið hafði verið fyrir uppi á brú í borginni. Reyndist stökkið 110 metrar en hvort það nægði 4*1 að-setja nýtt met er ekki vitað. Reuter Ungverjar í kosningaham UNGVERSKUR drengur gengur framhjá einu af fjölmörgum kosningaspjöldum í höfuðborginni, Búdapest, en 8. maí nk. fer fram fyrri umferð þingkosninga í Ungveijalandi. Hér hefur Davíðsstjarnan verið krotuð yfir andlit eins frambjóðendanna, Ivans Patos, formanns fijálsra demókrata. Leit o g greining erfðagalla í heilbrigðum einstaklingum Unnið að mótun sam- norrænna vmnureglna LEIT og greining erfðagalla í heilbrigðum einstaklingum var um- ræðuefnið á ráðstefnu eða fundi, sem haldinn var í Osló nú í vik- unni. Var hann á vegum einnar nefndar Norðurlandaráðs, sem fjall- ar um þau siðfræðilegu álitamál, sem upp kunna að koma við erfða- fræðilegar rannsóknir, en fulltrúar íslands í nefndinni eru þau Jór- unn Erla Eyfjörð erfðafræðingur og Erlendur Jónsson heimspeking- ur. Auk þess sat fundinn að þessu sinni Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á fæðingardeildinni. Að sögn Jórunnar snerust umræðurn- ar annars vegar um leit í fjölskyldum og hins vegar um það hvort leita mætti þeirra, sem hættast er við einhveijum erfðasjúkdómi, innan stórra hópa eða jafnvel heilla samfélaga. „Tilgangurinn með leit að erfða- göllum í fólki er að sjálfsögðu von- in um, að unnt verði að koma í veg fyrir eða draga úr einkennum sjúk- dómsins kemi hann upp. Til dæmis væri þá hægt að ráðleggja þeim, sem greindust með galla, ákveðinn lífsstíl, annað mataræði svo dæmi sé nefnt, en stundum getur verið um að ræða samspil við ákveðna umhverfisþætti. Verið getur, að ein- hveijir þoli alls ekki reykingar án þess að eiga mikið á hættu að fá lungnakrabbamein þótt aðrir geti reykt til níræðs eins og Churchill. Sumum er hættara við ristilkrabba- meini eða hjartasjúkdómum en öðr- um. Áhættan er einfaldlega mis- mikil eftir fjölskyldum," sagði Jór- unn Eyfjörð. Jórunn segir, að hér á landi hafi farið fram leit að erfðagöllum innan fjölskyldna, ýmist að eingena- eða fjölgenasjúkdómum. í fyrra tilfell- inu er um að ræða, að sjúkdómur- inn erfíst beint vegna gallaðs gens en í því síðara er fyrir hendi gallað- ur erfðaþáttur, sem eykur líkur á, að viðkomandi fái sjúkdóminn þótt engin vissa sé fyrir því. „Á fundinum voru flutt mörg erindi um þessi mál og síðan fjallað um ýmsar spurningar eða vanda- mál, sem upp geta komið. Loka- spurningin, sem við glímdum við að þessu sinni, var hvort unnt væri að móta samnorrænar vinnureglur á þessum vettvangi. Var komist að eins konar samkomulagi um hvað skipti mestu máli í því efni en þeirri vinnu er þó ekki lokið," sagði Jór- unn. Tímamótaúrskurður stjórnlagadómstólsins í Þýskalandi Slakað á fíkniefnalögnnum Bonn. The Daily Telegraph. EKKI er rétt að ákæra þá, sem teknir eru með lítið magn af hassi eða maryúana til einka- nota. Komst sfjórnlagadómstóll- inn, æðsti dómstóll í Þýska- landi, að þeirri niðurstöðu í fyrradag. Eftir sem áður verður þó bannað að eiga þessi fíkni- efni en lögreglunni var ráðlagt að kæra ekki væri um lítið magn að ræða og ekki talið, að öðrum stafaði hætta af. Dómurinn var kveðinn upp eftir að Wolfgang Nescovic, dómari við áfrýjunardómstól í Liibeck, úr- skurðaði, að það færi í bága við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinn- ar að leyfa borgurunum að eiga áfengi en banna kannabisefni. Sagði Nescovic, að einn eða tveir kannabisvindlingar væru ekki hættulegri en dagleg áfengis- neysla eða einn pakki af venjuleg- um vindlingum og benti á, að ár- lega drægi áfengið 40.000 manns til dauða í Þýskalandi. Þetta mál er mjög viðkvæmt í Þýskalandi vegna þess hve auð- velt er að komast yfir fíkniefni í slaka neitt á í baráttunni gegn Hollandi og Helmut Kohl kanslari þeim. Jafnaðarmenn vilja hins ogkristilegirdemókratarviljaekki vegar kanna að leyfa sum þeirra. Papandreou rek- ur sj ónvarpsstj óra Aþenu. Reuter. YFIRMAÐUR gríska ríkissjónvarpsins hefur verið rekinn úr emb- ætti að kröfu Andreas Papandreous forsætisráðherra. Er ástæðan sú, að útför fyrrverandi efnahagsmálaráðherra stjórnarinnar þótti ekki gerð nógu góð skil í sjónvarpsfréttunum. Dimitris Katsimis sjónvarps- stjóra var tilkynnt í fyrradag, að hann væri hér með rekinn en sl. þriðjudag krafðist Papandreou „mannfóma" vegna þess, að frá- sögn af útför George Yennimatas efnahagsmálaráðherra hefði ekki verið fýrsta fréttin í sjónvarpinu. „Þessi afgreiðsla hefur aukið mjög á harm minn vegna fráfalls Yenni- rnatas," sagði Papandreou og bætti því við, að ríkissjónvarpið væri „ekki í takt við tilfioningar Grikkja“. í dagblöðum stjómarandstöð- unnar er Papandreou sakaður um nota þetta tækifæri til að ná fram pólitískum hefndum á ríkissjón- varpinu en hann var kunnur fyrir að ráðskast með rfkisfjölmiðlana á fyrri valdaárum Sósíalistaflokksins 1981-’89. :r,r|í'1 -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.