Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 29 Sameining sveit- arfélaga í Norður Isafjarðarsýslu eftir Örn Friðjónsson Forystuhlutverk ísafjarðar ísafjarðarkaupstaður hefur um áratugaskeið gegnt forustuhlut- verki byggða á Vestfjörðum og gegnir því vonandi um ókomna tíð. Til þess liggja bæði sögu- og landfræðilegar ástæður. Byggð efldist mjQg á ísafirði fyrir og eft- ir aldamótin síðustu fram á miðja 20. öld, en þá náði íbúatalan há- marki. Bæjarlífið tók stakkaskipt- um, stofnuð voru margvísleg félög og prentsmiðja með fjölþættri útf- áfustarfsemi. ísafjörður varð eitt aðalvígið í stjórnmálabaráttu landsmanna og orðinn næstur á eftir Reykjavík að stærð. Skólar voru stofnsettir, bankar reistir og hafnarframkvæmdir efldar, út- gerðinni til hagsbóta. ísfirðingar höfðu forystu um stofnun Fjórð- ungssambands Vestfjarða sem ætlað var að sameina sýslu- og bæjarfélög um menningar- og hagsbótamál. ísfírðingum hafði, á nokkrum áratugum, tekist að gera kaupstað sinn að miðstöð verslun- ar, útgerðar, iðnaðar, þjónustu, stjómsýslu, fjár- og stjómmála. Með bættum samgöngum Enn hafa ísfírðingar forystu- hlutverki að gegna. Með bættum samgöngum við nágrannabyggð- arlögin aukast skilyrði til sam- vinnu fískvinnslufyrirtækja og út- gerða um nýtingu sjávarfangs, stækkun atvinnusvæðis, eflingar þjónustu og iðnaðar og samnýt- ingu stjómsýslu. Þetta mun auka hagsæld íbúanna, spara fjármagn og efla samtakamátt byggðarlag- anna. Við opnun jarðganga mun taka um tuttugu mínútur að aka frá nærliggjandi byggðum til ísa- fjarðar eða svipað og frá ystu hverfum Reykjavíkurborgar niður í miðbæ hennar. Annan þankagang Sú heimóttarlega hugsun að einhveijir kunni að missa spón úr aski sínum er og verður dragbítur á alla framþróun. Hún minnir ill- þyrmilega á umræðuna um aðild Islendinga að EFTA á sínum tíma og núna á aðild íslendinga að ESB. Aukið svigrúm til athafna Stjómsýsla sameinaðs sveit- arfélags, í hinu glæsilega stjóm- sýsluhúsi á Isafírði, mun spara mikið fjármagn sem nýtast mun íbúum til eflingar og framþróunar í nýsköpun atvinnulífsins. Hver staður gæti sérhæft sig í full- vinnslu ákveðins sjávarfangs og framleitt þannig verðmætari vöru. Sérhæfíng, fullvinnsla, nýsköpun og samvinna eru leiðir sem efla munu byggðirnar og spoma við þeirri miklu blóðtöku sem Vest- fírðingar hafa mátt horfa upp á hin síðari ár. Spymum við atgervisflótta, sameinum krafta okkar Fólksfækkunin á Vestfjörðum hlýtur að vera mönnum áhyggju- efni og hvatning til róttækra að- gerða er eflt gætu okkar harðbýlu svæði. Stærri sveitarfélög hafa meira bolmagn gegn fjárhagslegum áföllum en smærri, þetta ættu menn að hugleiða nú þegar breyt- Örn Friðjónsson „Fólksfækkunin á Vest- fjörðum hlýtur að vera mönnum áhyggjuefni og hvatning til rót- tækra aðgerða er eflt gætu okkar harðbýlu svæði.“ ingar hafa orðið á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, meiri ábyrgð í menntamálum kallar á aukið fjármagn og stærri fjár- skuldbindingar en áður. Það er því mikið kappsmál að Mar í nærbyggðum Isafjarðar geri sér grein fyrir nauðsyn sam- einingar og gangi til hennar af heilum hug. Samvinna á sem flest- um sviðum er alltaf til hagsbóta en sundrung og einangrun vísust leið til hnignunar. Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum. Höfundur er sjúkraþjálfi og skipar 3. sæti á iistaAIþýðuflokks til bæjarstjómar á ísafirði. Forvarmr - fjár- festing fyrir alla eftir Þorberg ^ Aðalsteinsson Íþróttalíf er blómlegt í Reykja- vík, en íþróttir eru ekki aðeins keppni, heldur hluti af nauðsyn- legri uppbyggingu einstaklingsins til að gera honum betur kleift að takast á við það sem að höndum ber hveiju sinni. Því koma þær að gagni hjá öllum aldurshópum og rannsóknir sýna að íþrótta- og heilsubótarstarf styrkir ekki aðeins og eflir unglingana í námi sem starfí heldur beinir þeim á braut jákvæðni og bjartsýni og er mjög mikilvægur þáttur í forvamar- starfi. Sjálfstæðismenn hafa verið meðvitaðir um gildi þessarar starf- semi og sýnt hug sinn í verki í borginni. Akveðið hefur verið að ráðast í ýmsar framkvæmdir varð- andi íþrótta- og tómstundamál á komandi kjörtímabili og sjálf- stæðismenn vilja hér eftir sem hingað til hugsa til framtíðar með hag borgarbúa að leiðarljósi. Iþróttafélög styrkt Reykjavíkurborg undir styrkri stjórn sjálfstæðismanna hefur styrkt íþróttafélög borgarinnar eft- ir ákveðnu skipulagi, sem hefur mælst vel fyrir hjá þeim, en fyrir vikið hafa styrkhæf félög getað komið upp þeirri aðstöðu, sem þau hafa talið mikilvægasta. A síðasta kjörtímabili' voru reist mörg íþróttamannvirki í borginni og má þar nefna íþróttahús Víkings og Austurberg, íþróttamiðstöð í Grafarvogi, auk tveggja húsa sem eru í byggingu hjá Fram og Fylki, gervigrasvöll hjá Leikni, tennisvelli hjá Þrótti og áhorfendastúku á KR-velli. Á komandi kjörtímabili verður ,m.a. ráðist í byggingu Þorbergur Aðalsteinsson „Um 1,3 milljónir manns sóttu sundlaug- ar Reykjavíkur á síð- asta ári og um mánaða- mótin verður vígð sund- laug í Arbæ, sannkall- aður vatnsgarður.“ íþróttahúss fyrir KR og eins fyrir Þrótt, en auk þess verður uppbygg- ingu haldið áfram á íþróttasvæði Fjölnis og ÍR. Þess ber að geta að íþróttaiðkun er lang umfangs- mesta tómstundastarf unglinga og samkvæmt könnun Þórólfs Þór- lindssonar á viðhorfum og þátttöku ungs fólks í íþróttum æfa um 49% drengja í 8. bekk oftar en tvisvar í viku hjá íþróttafélagi og samsvar- andi tala hjá stúlkum er 41%. Breyttur og betri Kópavogur eftir Guðmund Gíslason Undirritaður átti sæti í uppstill- inganefnd Framsóknarfélaganna í Kópavogi fyrir síðustu bæjar- stjómarkosningar, en þá lá það fyrir að Skúli Sigurgrímsson sem veitt hafði bæjarstjórnarlista Framsóknarflokksins forustu um nokkurt skeið gaf ekki kost á sér til þess lengur. Fór þá fram almenn skoðana- könnun meðal félagsbundinna framsóknarmanna í Kópavogi um vai á lista og hlaut Sigurður Geir- dal flest atkvæði. Var því leitað til hans að veita listanum forustu, sem hann að vel athuguðu máli samþykkti, þrátt fyrir miklar annir í starfi sínu sem framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, en áður en hann tók við því starfí var hann framkvæmdastjóri Ung- mennafélags íslands um langt skeið. Undirritaður telur að það hafi verið happafengur að fá Sigurð til forustustarfa fyrir Framsóknar- flokkinn í bæjarmálum Kópavogs á þessum tíma, þar sem margir af frambjóðendum voru þá að þreyta sína prófraun á þessum vettvangi og því ekki vanþörf á að hafa reynsluríkan félagsmála- mann með viðskiptafræðimenntun til að leiða starfíð. Eftir síðustu kosningar fékk flokkurinn einn mann kjörinn í bæjarstjórn, þar sem nokkur at- kvæði vantaði uppá að tveir menn næðu kjöri. Að kosningum loknum var myndaður meirihluti Framsóknar- flokks með einn bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokks með fímm bæj- arfulltrúa. Sigurður var ráðinn pólitískur bæjarstjóri og gegndi jafnframt fulltrúastarfí í bæjarstjóm og bæjarráði. Á líðandi kjörtímabili hefur margt færst til betri vegar hér í bænum. Staðið hefur verið við gefín loforð um endurbyggingu lélegra gatna, lokið byggingu Listasafns Gerðar Helgadóttur og skapaðir möguleikar til enn frek- ari uppbyggingar íbúðahúsnæðis, atvinnuhúsnæðis og unnið að margháttuðum framkvæmdum á sviði skóla, dagvistunar og íþrótta- mála. Auk þess að gengið hefur verið frá samkomulagi við Reykja- víkurborg um skipulag og nýtingu Fossvogsdals. Ekki síst ber að nefna umbylt- ingu í skipulagi stjórnunar og á fjármálum bæjarins, þannig að dráttarvaxtakostnaður af skamm- tímaskuldum hefur nær horfíð og rekstrarkostnaður bæjarfélagsins lækkað um á annan tug % m.v. tekjur hvers árs, eða úr um 80% niður fyrir 70%. Undirritaður hefur oft undrast hversu mikla starfsorku Sigurður hefur, en oftar en ekki hefur það borið við þegar undirritaður hefur reynt að ná sambandi við bæjar- stjórann utan hefðbundins starfs- tíma, að hann hefur verið að sinna ýmsum embættisverkum, meðal annars að veita liðveislu sína ýms- „Undirritaður veit af fenginni reynslu hvers vænta má af Sigurði ef hann verður áfram í forustusveit bæjarfé- lagsins, en betra er að róa báti ef tveir halda um árar en einn og því er hvert atkvæði sem bætist í safn Framsókn- arflokksins ávísun á öfl- ugra starf.“ um samtökum er vinna að íþrótta, æskulýðs og velferðarmálum. Set- ið á skrifstofu sinni og spáð í spil- in með tilliti til þess hvernig nýta mætti betur fjármuni okkar skatt- borgaranna, eða verið úti að trimma. Á ári fjölskyldunnar telst slík vinnusemi vafalaust ekki til eftir- breytni, en lýsir samt áhuga og eljusemi mannsins að vinna verk sitt af kostgæfni. Nú nálgast kosningar á nýjan leik og Sigurður leiðir lista Fram- sóknarflokksins í Kópavogi í ann- að sinn, reynslunni ríkari, ásamt mörgum mætum mönnum og þá verður það hlutverk hins almenna kjósanda að leggja mat sitt á verk þau sem unnin hafa verið og hverj- um þeir treysta til að vinna áfram að jákvæðri uppbyggingu bæjarfé- lagsins. Undirritaður veit af feng- Guðmundur Gíslason. inni reynslu hvers vænta má af Sigurði ef hann verður áfram í forustusveit bæjarfélagsins, en betra er að róa báti ef tveir halda um árar en einn og því er hvert atkvæði sem bætist í safn Fram- sóknarflokksins ávísun á öflugra starf. Starf sem meðal annars þarf að beinast að útrýmingu hins hræðilega vágests sem atvinnu- leysi er og þjakað hefur þjóð vora og drepið hana í dróma undanfar- in misseri. Höfundur er starfsmaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Landssamtaka sláturleyfishafa. Óskum íbúa mætt Stór hluti borgarbúa iðkar lík- amsrækt og hafa sjálfstæðismenn lagt áherslu á að mæta óskum íbú- anna með bættri aðstöðu og skipu- * lögðum útivistarsvæðum í Reykja- vík. Bláfjallasvæðið er einn af un- aðsreitum fjölskyldunnar á ve- turna. Vélfryst skautasvell í Laug- ardal, sem verður yfirbyggt á næsta kjörtímabili, nýtur mikilla vinsælda allra aldurshópa. Um 1,3 milljónir manns sóttu sundlaugar Reykjavíkur á síðasta ári og um mánaðamótin verður vígð sund- laug í Árbæ, sannkallaður vatns- garður. Innan tveggja ára ætla sjálfstæðismenn að ljúka við gerð göngu- og hjólreiðastígs, sem ligg- ur frá Seltjamamesi meðfram ströndinni, fyrir enda flugbrautar, inn í Fossvogsdal, upp Elliðaárdal og inn í Heiðniörk, auk þess sem unnið verður að tengingu borgar- hverfa með göngu- og hjólreiða- stígum. Hafnar em framkvæmdir við 18 holu golfvöll við Korpúlfs- staði og fjölskyldugolfvöllur er á dagskrá í Grafarvogi. Haldið áfram á sömu braut Sjálfstæðismenn leggja áherslu á almenna heilsubót og hafa unnið ötullega að uppbyggingu almenn- ings- og keppnisíþrótta í Reykja- vík, en rúmlega 10% af ráðstöfun- arfé borgarinnar hefur verið lagt í íþrótta- og tómstundastarf. Verk- in tala sínu máli og með því að veita sjálfstæðismönnum brautar- gengi í komandi kosningum er tryggt að haldið verður áfram á sömu braut. Þitt er valið. Höfundur er þjálfari og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.