Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRIL 1994 Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn rými sem í húsinu verður fyrir notendur bókasafnsins og ætti ekki síst að bæta mjög námsaðstöðu háskólanema. Þá verður safninu ætlað að stuðla að fræðslu- og menningarstarfsemi, meðal annars með því að standa að fyrirlestrum, sýningum og öðrum menningarvið- burðum. Fjárframlag frá ríki og Háskóla Gjöf til bókaþjóðar eftir Olaf G. Einarsson Ný lög um Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn hafa ver- ið samþykkt á Alþingi. A sama tíma er framkvæmdum við bygg- ingu Þjóðarbókhlöðu að ljúka og verður hún vígð 1. desember næst- komandi. Gamall draumur þjóðar- innar er að rætast en nærfellt 37 ár eru síðan Alþingi lýsti fyrst vilja sínum um sameiningu þess- ara tveggja helstu vísindabóka- safna landsins og bráðum aldar- fjórðungur frá því að þingið álykt- aði um byggingu þjóðarbókhlöðu til að hýsa bæði söfnin. Er það vel við hæfi að þessi ósk þjóðarinn- ar sé uppfyllt á 50 ára afmælisári lýðveldisins. Suðurveá Stigahlíð 45, sími 34852 Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar Aukið fé til byggingar bókhlöðu í ráðherratíð minni hef ég unnið að því að efla rannsóknir og þróun- arstarf hér á landi en leit að þekk- ingu og nýjum lausnum er nauð- synleg forsenda fyrir framþróun þjóðarinnar. Það er alkunn stað- reynd meðal þjóða sem standa framarlega á sviði vísinda að fátt er jafn nauðsynlegt fyrir menntun rannsóknarmanna og vel búið bókasafn. Skömmu eftir að núver- andi ríkisstjórn var mynduð ákvað hún að beita sér fyrir auknu fjár- framlagi svo ljúka mætti við bygg- ingu Þjóðarbókhlöðu á kjörtímabil- inu. Fjárframlag var hækkað til muna og tryggt var að sérstakur eignaskattsauki samkvæmt lögum frá 1989 rynni óskiptur til Þjóðar- bókhlöðu. Framtak ríkisstjómar- innar hefur tryggt að hin glæsilega bygging, Þjóðarbókhlaðan, sem verða mun borgarprýði, stendur fullgerð innan skamms. Góð samstaða ríkti um frum- varpið á Alþingi. Helsta breytingin sem gerð var á því í menntamála- nefnd þingsins var fólgin í breyt- ingu á nafni safnsins en nefndin taldi fara betur á því að kalla safn- ið Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn heldur en Þjóðar- bókhlöðu, þar sem það væri heiti byggingarinnar sem hýsa mun hið nýja safn. Hin nýju lög gera ráð fyrir að um sjálfstæða háskóla- stofnun sé að ræða, sem ætlað sé að vera í senn þjóðbókasafn og háskólabókasafn og heyri það und- ir menntamálaráðherra. Safninu Sýning um helgina! Opið frá kl. 13-17 Sólstofur Svalahýsi Rennihurðir Rennigluggar Fellihurðir Útihurðir o. m. fl. Ekkert viðhald Islensk framleiðsla Gluggar og Garöhús hí Dalvegi 2A, Kópavogi, Sími 44300 Ólafur G. Einarsson „Þannig hefur það ver- ið eitt af helstu stefnu- málum mínum að lokið yrði við byggingu Þjóð- arbókhlöðu sem fyrst.“ er samkvæmt þessu í senn ætlað að sinna þjónustu við almenning og efla rannsóknir og starfsemi háskólamanna og er mikilvægt að bæði þessi hlutverk verði rækt af kostgæfni. Dagleg stjórn stofnunarinnar verður í höndum landsbókavarðar, sem skipaður verður til sex ára að fenginni rökstuddri umsögn stjórnar bókasafnsins. Fimm manna stjórn bókasafnsins mun sinna stefnumörkun og hafa eftir- lit með starfsemi safnsins, meðal annars með aðild að gerð starfs- og fjárhagsáætlana. Fræðsla og menningar- starfsemi Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn verður rannsókna- bókasafn og verður sú starfsemi sem fram fer innan veggja safnsins afar fjölbreytt. Eitt meginmarkmið bókhlöðunnar verður að halda uppi fjölbreyttri upplýsingaþjónustu á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs. Þrátt fyrir að til bókasafnsins sé stofnað með sam- einingu tveggja safna sem fyrir eru, þá er hinni nýju stofnun ætlað að verða annað og meira en söfnin tvö samanlögð. í bókhlöðunni verð- ur búið í haginn fyrir mun fjölþætt- ari og öflugri starfsemi og þjón- ustu en kostur er á við núverandi skilyrði í Landsbókasafni og Há- skólabókasafni. Þar er meðal ann- ars um að ræða þætti í tengslum við nútíma upplýsingatækni sem valdið hefur gjörbreytingu á starfs- skiiyrðum bókasafna. Einnig ber að hafa í huga það mikla vinnu- Að því er fjármögnun á rekstri og starfsemi safnsins lýtur er ætl- að að auk beinna fjárveitinga úr ríkissjóði njóti það árlegs framlags frá Háskóla Islands samkvæmt sérstöku samkomulagi milli safns- ins og háskólans. Einnig er í lögum um safnið heimild til að bjóða út ákveðna stoðþjónustuþætti eða semja við aðrar stofnanir um að annast verkefni á vegum bóka- safnsins. Þá er gert ráð fyrir að bókasafnið geti tekið gjald fyrir ýmsa sérhæfða þjónustu sem ekki varðar almennan aðgang að safn- kostinum. Miðstöð mennta og vísinda Ég hef talið það afar brýnt að sem fyrst yrði hægt að taka í notk- un þessa helstu miðstöð mennta og vísinda í landinu, sem Þjóðar- bókhlaðan mun hýsa. Þannig hefur það verið eitt af helstu stefnumál- um mínum að lokið yrði við bygg- ingu hennar sem fyrst. Þetta stefnumál er nú að verða að veru- leika og mun safnið standa full- gert að mestu og tilbúið til starf- semi 1. desember 1994. Óhætt er að segja að safn sem koma mun til með að uppfylla menntunarþarf- ir Islendinga um ókomna tíð sé væn gjöf til bókaþjóðar á afmælisári lýðveldisins. Höfundur er menntamála- ráðherra. Erum við að heltast úr velferðarlestinni? eftir Pál Theodórsson I leiðara Morgunblaðsins 9. apríl sl. var rætt um vísindi, tækni og nýsköpun. Um menntun segir þar: „Reynslan sýnir að þær þjóðir sem verja hvað mestum íjármun- um til menntunar fólks, almennrar og sérhæfðrar, til vísinda, rann- sókna og þróunar, ekki síst í þágu atvinnulífsins, skila mestum verð- mætum á hvern vinnandi einstakl- ing og búa þar af leiðandi við bezt atvinnuöryggi." Daginn eftir hlustaði ég á út- varpsviðtal sem Ævar Kjartansson átti við Jón Orm Halldórsson. Umræðan beindist þar að sama efni, en þá í alþjóðlegu samhengi. Jón Ormur sagði að á komandi árum yrði það góð menntun sem mundi skilja milli fátækra og ríkra þjóða frekar en náttúrulegar auð- lindir. Hann benti síðan á að nýleg úttekt á skólakerfi okkar hefði leitt í ljós að við veijum hlutfallslega mun minna fé til skólamála en flestar nágrannaþóðir okkar. Ég hlustaði á síðasta hluta þessa út- varpsviðtals í bifreið minni á leið til Fjölbrautaskólans í Breiðholti, þar sem starf skólans var kynnt þennan dag. Þegar ég gekk inn í þennan stóra skóla fór ég að velta því fyr- ir mér hvort fyrmefnd úttekt gæfi í raun rétta mynd af skólakerfi okkar. Getur það verið að við reis- um vegleg skólahús en vanrækjum síðan innra starfið? Eftir að hafa skoðað lauslega nokkrar deildir skólans beindi ég athygli minni að þeirra grein sem ég þekki best, eðlisfræði. Á rúmum og vistlegum gangi fyrir framan raungreinastof- urnar voru skápar þar sem kennslutæki voru geymd á bak við Páll Theodórsson „Hvar voru stafrænu mælarnir og tæki með nýrri kynslóð mæli- nema? Og hvar voru tölvurnar? Sárafá tæki voru nýleg, þrátt fyrir að bylting- hafi orðið í framleiðslu mæli- tækja.“ gler. Þarna blasti við safn traustra eðlisfræðitækja, fá þeirra voru reyndar nýleg. En greinilegt var að skólinn hafði verið vel búinn tækjum til verklegu kennslunnar í upphafi. Þetta voru vönduð tæki ætluð til fjölbreytilegra viðfangs- efna. Ég gekk síðan inn í eðlis- fræðistofuna. Þar voru uppsett tæki sem sýndu nokkur eðlisfræði- leg fyrirbæri. Þetta var snyrtilega og fagmannlega unnið. Var ekki nokkuð vel að kennslunni búið? Nú fór ég að leita að nýlegri tækjum og tók að skoða betur í skápa og hillur. Hvar voru staf- rænu mælarnir og tæki með nýrri kynslóð mælinema? Og hvar voru tölvurnar? Sárafá tæki voru nýleg, þrátt fyrir að bylting hafi orðið í framleiðslu mælitækja. Meginhluti þeirra hlaut að vera frá fyrstu árum skólans, um fimmtán ára gömui. En þá hefur skólinn verið ágætlega búinn tækjum. Ég heyrði tölu nefnda sem raungreinar skól- ans fengju samanlagt árlega til viðhalds og endurnýjunar tækja. Þessa tölu þori ég ekki að nefna, ég trúi henni varla. Það þætti ekki góður útgerðar- maður sem léti togara sinn notast við gömlu tækin ein, gömlu fisk- sjána og gömlu talstöðina, en án nútíma staðsetningartækis, án far- síma og án tölvu. Er skólinn kannski án útgerðarmanns sem fylgist með tólum og tækjum og tryggir endurnýjun þeirra? Um þessar mundir er mikið rætt um margvísleg skyndiátök til að draga úr atvinnuleysi. Hætt er við að slíkar ráðstafanir skili okkur skammt til lengri tíma litið. Ég vil enn vitna í fyrmefndan leiðara Morgunblaðsins: „Vegurinn til framtíðarsældar er varðaður menntun, þekkingu, vísindum. og rannsóknum. Þær þjóðir sem ekki halda vöku sinni í þessum efnum heltast einfaldlega úr velferðarlestinni.“ Erum við ekki að heltast úr lest- inni? Og hver er útgerðarmaður framhaldsskólanna? Höfundur er efllisfræðingur og starfar við Raunvísindastofnun liáskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.