Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 VIÐSKIFn AIVINNULÍF Sjávarútvegur Grandi býður út nýtt 80 millj. kr. hlutafé Samþykkt á aðalfundi að greiða 8% arð SAMÞYKKT var á aðalfundi Granda hf. í gær að selja nýtt hlutafé í fyrirtækinu fyrir allt að 80 miHjónir króna til þess að styrkja fjárhags- stöðu fyrirtækisins. Þá var samþykkt að greiða 8% arð og hækka hluta- fé um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Hagnaður af rekstri Granda á síðasta ári nam 108 milljónum króna sem er um 3,7% af rekstrartekj- um. Eru það mikil umskipti frá árinu á undan þegar tap var á rekstrin- um upp á 156 milljónir sem nam um 6,3% af rekstrartekjum. Sýning Vörukynn- ing Golden Products GOLDEN Products er í dag með vörusýningu á Hótel Loftleið- um. Þar verða sýndar fram- leiðsluvörur fyrirtækisins og markaðssetningarkerfi þess kynnt. Forseti Golden Products á Norðurlöndum, George Ca- sale, mun segja frá starfsemi fyrirtækisins. Golden Products selur hrein- lætisvörur, heilsufæði og snyrtiv- örur. Sölukerfi þess byggir á ein- staklingum sem halda vörukynn- ingar og selja framleiðsluvörur fyrirtækisins. Sýningin er opin frá klukkan 10 til 17 í dag. Á morgun fer fram þjálfun fólks sem vill selja vörur Golden Products, að því að fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Ámi Vilhjálmsson, stjómarfor- maður Granda hf., sagði á aðaifund- inum að sölu á nýju hlutafé væri ætlað að styrkja fjárhagsstöðu fyrir- tækisins almennt, því þótt það væri bærilega sett fjárhagslega veitti ekki af auknu eigin fé, þar sem ráðist hefði verið í verulegar fjárfestingar sérstaklega með kaupum á frystitog- aranum Þerney. Um reksturinn á yfirstandandi ári sagði hann að ætl- unin væri að stórauka sóknina í út- hafskarfa. Rekstraráætlun gerði ráð fyrir að hreinn hagnaður verði um 220 milljónir króna og er þá miðað við úthlutað verði sömu fiskveiði- heimildum og á jrfírstandandi físk- veiðiári og að verð á landfrystum afurðum fari heldur lækkandi. Bókfærðar eignir Granda námu 4.348 milljónum samkvæmt efna- hagsreikningi og hækkuðu um rúmar 500 milljónir frá árinu áður. Heildar- skuldir námu 2.826 milljónum sam- anborið við 2.367 árið áður og eigið fé var 1.522 milljónir króna saman- borið við 1.467 milljónir árið áður. Rekstrartekjur á árinu 1993 voru 2.895 milljónir króna samanborið við 2.466 milljónir árið 1992. Rekstrar- gjöld voru 2.128 milljónir og hagnað- ur án afskrifta og fjármagnskostnað- ar tæpar 767 milljónir króna. Af- skriftir námu 355 milljónum og fjár- VEIÐIFELAG ELLIÐAVATNS Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (12-16 ára) og ellilífeyr- isþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið af- hent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns. HEILSU (a) LINDIN NÝBÝLAVEGI24 ^ SÍMI46460 5 ára afimæU Opið hús í dag frá kl. 13.00-16.00. ★ Boðiö upp á nudd, ljós, líkamsrækt og tölvufitumælingu gestum að kostnaðarlausu. ★ Skráning í trimmhóp, tveir flokkar, byrjendur og lengra komnir, æfingar 2 sinnum í viku. 1. mánuður með fitumælingu við upphaf og lok námskeiðs kr. 2.900,-. ★ Clæsileg afmælistilboð á ljósum - nuddi og líkamsrækt. Kaffiveitingar. Nýir og gamlir viðskiptavinir velkomnir. Uþplýsingar í síma 46460. magnsgjöld 109 milljónum króna og því var hagnaður af reglulegri starf- semi rúmar 302 milljónir króna. Gengistap nam tæpum 160 milljón- um króna og tap dótturfélaga var rúmar 68 milljónir króna. Eiginfjár- hlutfall í árslok var 35% en var 38% árið áður. Arðsemi eigin fjár var já- kvæð um 7% samanborið við að hafa verið neikvæð um 10% árið áður. Veltufé frá rekstri var 685 milljónir króna en var 1992 370 milljónir. Hlutafé í árslok var 995 milljónir sem var óbreytt frá árinu áður og hluthaf- ar 590 og fjölgaði um 118 milli ára. Grandi gerði út átta skip á síðasta ári, tvö frystiskip, þrjá ísfisktogara sem aðallega sigla með afla sinn á Þýskalandsmarkað og þijú skip sem landa meginhluta afla síns hér landi, auk nýs frystitogara sem bættist í flotann í lok október. Utanríkisviðskipti VÖRUSKIPT4N % 1994 breyting á mars föstu gengi* VIÐ ÚTLÖND^ Verðmæti vöruút- og innflutnin í mars 1993 og 1994 1993 (fob virði í milljónum króna) mars Útflutningur alls (fob) 8.905,4 12.065,2 23,4 Sjávarafurðir 7.673,6 10.099,9 19,9 Ál 605,2 953,4 43,5 Kísiijárn 50,4 165,9 Skip og flugvélar 34,7 62,2 63,3 Annað 541,5 783,8 31,8 Innflutningur alls (fob) 6.879,9 6.768,9 -10,4 Sérstakar fjárfestingarvörur 228,6 9,0 -96,4 Skip 161,0 - Flugvélar - 0,5 Landsvirkjun 67,6 8,5 Tilstóriðju 658,2 273,8 -62,1 íslenska álfélagið 621,1 213,8 fslenska járnblendifélagið 37,1 60,0 Almennur innflutningur 5.993,1 6.486,1 -1,4 Olía 6,3 71,0 Matvörur og drykkjarvörur 649,5 874,1 22,6 Fólksbílar 427,6 266,0 -43,3 Aðrar neysluvörur 1.619,5 1.789,1 1,1 Annað 3.290,2 3.476,9 -3,8 Vöruskiptajöfnuður 2.025,5 5.296,3 Án viðskipta íslenska álfélagsins 2.041,4 4.556,7 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska jámblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 2.222,0 4.397,6 ’ Miðað er við meðalgengi á viðskiptavog; á þann mælikvarða var ipeðalverð eriends gjaldeyris 9,8% hærra í mars 1994 en á sama tima árið áður. Vöruskiptajöfnuður hag- stæður um 5,3 milljarða Verðmæti vöruútflutningsins á fyrsta ársfjórðungi 18% meira en í fyrra VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var hagstæður um 5,3 milljarða króna í marsmánuði en sama mánuð í fyrra voru vöruskiptin hag- stæð um 2,2 milljarða króna. Fyrstu þijá mánuði ársins voru vöru- skiptin við útlönd hagstæð um 8,6 milljarða króna samanborið við 3,7 miljjarða króna fyrsta ársfjórðunginn í fyrra á föstu gengi. í frétt frá Hagstofu íslands segir að verðmæti vöruútfiutn- ingsins á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 18% meira en í fyrra á föstu gengi og verðmæti sjáv- arvöruútflutningsins, sem er 79% af heildarútflutningnum, 15% meira en í fyrra á sama tíma. Verðmæti vöruinnflutn- ingsins var 4% minna en sama tímabil í fyrra á föstu gengi. Að frátöldum innflutningi á sér- stakri fjárfestingarvöru, olíu- innflutningi og innflutningi til stóriðju sem er jafnan mjög breytilegur frá einum tíma til annars var annar innflutningur 3% minni en fyrsta ársfjórðung í fyrra. Þar af dróst bflainn- flutningur saman um fjórðung, innflutningur á mat- og drykkj- arvöru óx um 6%, innflutningur annarrar neysluvöru var 5% minni en sama tímabil í fyrra og innflutningur annarrar vöru 2% minni. Útflutningurinn í marsmánuði nam 12,1 milljarði króna og inn- flutningurinn 6,8 milljörðum þannig að verðmæti útflutn- ingsins var nær helmingi meira en innflutningsins. Fyrstu þijá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 26;9 milljarða en inn fyrir 18,3 milljarða króna. laETTHimSf Hlutabréf seldust fyrir 15 milljónir LÍFLEG viðskipti voru með hlutabréf í íslandsbanka á Verðbréfaþingi íslands í gær annan daginn i röð og seldust hlutabréf fyrir samtals rúmar 15 milljónir króna. Framan at' degi hélt gengi hlutabréfanna Diplomat flgölva alvöru 486 Uppfæranleg 25-B6 MIIz HockingStation BOÐEIND- Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 áfram að hækka eins og daginn áður, en Iækkaði svo aftur er á daginn leið og síðustu viðskipti dagsins að nafnverði 1,5 millj- ónir voru á genginu 0,89, sem er 0,05 stigum lægra en var í upphafi dagsins og 0,10 stigum hærra en gengið var áður en bréfin fóru að hækka. Lítið var um viðskipti með hlutabréf í öðrum félögum. Gengi hlutabréfanna var 0,96 við upphaf viðskipta í gærmorgun en hækkaði síðan í 0,99 og fór síðan hæst í 1,03 í tvennum við- skiptum fyrir samtals rúmar 700 þúsund krónur að nafnverði. Gengið lækkaði síðan aftur í 0,97 og 0,96 og seldust samtals hluta- þ) ins vóru síðan á gehgínu 0,90 og' Gengi hlutabréfa í íslandsbanka I gær • ' 1,10 Gengi við lokun á fimmtudag 0,85 FOSTUDAGUR Kl. 9:00 10 11 12 13 14 15 16 17 0,89 og seldust hlutabréf að nafn- virði 1,5 milljónir í hvort skipti. Á fimmtudag seldust hlutabréf fyrir samtals 11,4 milljónir í ís- laiyisbanka pg hækkaði gengið úr 0,79 í upphafi víðskipta á Verð- bréfaþingi í 0,96 við lök viðskipta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.