Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 27 Hvað er að marka fiskifræðinga II eftir Einar Júlíusson Að margra mati er ekki mikið að marka fiskifræðinga og tillögur þeirra óskiljanlegar eins og rætt var í fyrri grein. Tillögur Alþjóða hafrannsóknaráðsins Ef tiltrú manna á fiskifræðing- um minnkar er helst að spyija útlenda sérfræðinga ráða, sem var reyndar gert 1992. Ráðgjafanefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins ályktaði þá að áframhald núver- andi sóknar mundi valda hruni þorskstofnsins og lagði til veiðar upp á 150 þús. tonn 1993, 180 þús. tonn 1994 og 200 þús. tonn 1995. En íslenskir fiskifræðingar fullyrtu að þó að fullri sókn væri haldið áfram væru ekki nema 30% líkur á hruni stofnsins og lögðu í raun til 55 þús. tonnum meiri afla 1993 en þeir erlendu. Auðvitað hefur ráðherra farið í kringum allar þessar tillögur og sókn sí- stækkandi flotans var semsagt haldið áfram og þorskstofninn er að hrynja sem og efnahagslífið. Hvað leggja fiskifræðingar til næst? Væru fiskifræðingar sjálfum sér samkvæmir þá þyrftu menn ekki að bíða svo spenntir eftir til- lögum þeirra nú. Þeir hafa þegar komið fram með tillögur sínar, gerðu það 1992 fyrir 1993-1995, og við vitum nákvæmlega hvað eftir er af þeim kvóta. Hvaða ástæða er til að auka kvótann? Það voru lögð til 530 þús. tonn þá og það hefur alls ekkert komið fram sem gefur tilefni til að auka þann kvóta. Öllu heldur hafa kom- ið fram fleiri afleitir árgangar, og sterkari sannanir fyrir því að léleg hrygning þorskstofnsins sé smæð hans og aldursamsetningu um að kenna. Sá árgangur sem kemur inn í veiðistofninn 1995 þ.e. ár- gangurinn frá 1991 er vissulega ekkert stærri en þessir útlendu fiskifræðingar reiknuðu með 1992 þegar þeir voru að reyna að hafa vit fyrir íslendingum, bjarga þeim frá sjálfum sér og segja þeim hve mikið þeir mættu veiða. Þvert á móti verður nýliðun veiðistofnsins árið 1995 minni en hún hefur mælst nokkurt ár síðan mælingar hófust fyrir 70 árum. En flotinn hefur ekkert minnkað undir „fisk- veiðistjórn". Flotinn stækkar stöð- ugt, sjálfsagt hefur sóknargeta hans tvöfaldast og hann heimtar stærri kvóta. . Eru íslendingar ekki sjálfbjarga? Vitanlega ættum við sjálfir að sjá sóma okkar í því að taka ekki allan þann hámarkskvóta sem Al- þjóða hafrannsóknaráðið heimilaði á forsendum sem hafa ekki stað- ist. Við höfum alls engan rétt til þess að stela svo blygðunarlaust frá afkomendunum, enda er ávinn- ingur okkar örlítill og skammvinn- ur miðað við það tap sem þeir mega þola. Hefðum við komið á alvöru stjórnun og byggt þorsk- stofninn upp strax hefði það kost- að nokkra skerðingu á fyrstu árum fiskveiðistjórnunarinnar. En við værum síðan búnir að vinna það upp og fá a.m.k. mestallan þann afla sem fengist hefur með minni tilkostnaði þannig að tekjur væru vafalaust þegar orðnar meiri. Það kostar hinsvegar. sjálfsagt a.m.k. 400 milljarða króna að byggja upp þorskstofninn nú eins og fyrir ; honum er komið. Þetta er það sem „fiskveiðistjórnun“ sem hefur enga stjórn á fiskveiðunum og skipakaupunum kostar okkur. Það er ekkert hægt að komast hjá því að greiða fyrr en síðar þessa 400 milljarða og reikningurinn hækkar hratt eins og aðrar vanskilaskuld- ir. Er ofveiðin eitthvað að minnka? Segjum samt í bili að við höldum okkur við tölu ráðsins, 530 þús. tonn fyrir árin 1993-1995. Hvað er búið að veiða mikið af þessum 530 þús. tonnum og hvað er mikið eftir til að taka 1995? Það er ljóst hve mikið hefur verið veitt en hitt virðist jafnvel ekki fiskifræðingum jafnaugljóst að það er ekki sama hvenær þessi 530 þús. tonn eru tekin. Það átti að taka 150 þús. tonn 1993 samkvæmt ráðlegging- um dr. Popes og Alþjóða hafrann- sóknaráðsins sem lögðu ríka áherslu á tafarlausa uppbyggingu hrygningarstofnsins í 400 þús. tonn til að forða hruni. En veiðarn- ar fóru hvorki meira né minna en 108 þús. tonn eða rúmlega 70% fram úr tillögum þeirra og það slær öll fyrri met. Ofveiðin er ekk- ert að minnka, flotinn er enn á fullu og stækkar jáfnhratt og þorskstofninn minnkar. Fiskur í sjóerféávöxtum ' Það ætti þá að vera einfalt að draga þau 108 þús. tonn frá 200 þús. tonna kvótanum 1995, en reikna verður samt með vexti þorsksins. Hve mikið þessi 108 þús. tonn hafa rýrt kvótann 1995 fer í fyrsta lagi eftir vexti og dánartölu þorsksins sem fer aftur eftir aldurssamsetningu stofnsins 1993-1994 en allar upplýsingar um þessa þætti er að finna í skýrslu Hafró. Samband nýliðunar og stofnstærðar Það fer í öðru lagi eftir því hvað stofnstærðin hefur mikil áhrif á nýliðunina en skýrsla Hafró segir ekkert beint um það. Ef stofnstærðin hefur alls engin áhrif á nýliðunina, þá svara 108 þús. tonn 1993 til um 135 þús. tonna 1995. En það er útilokað að minnkun stofnstærðarinnar minnki ekkert nýliðunina og reyndar var samband nýliðunar og stofnstærðar uppgötvað þegar árið 1989. Nú er því hægt að spá fyrir um meðalnýliðun og stærð þorskstofnsins marga áratugi fram í tímann. Meðalnýliðun eftir 1985 er innan við 120 milljónir fiska en meðalnýliðunin á árunum 1945-1973 var yfir 240 milljónir fiska enda þorskstofninn þá þre- falt stærri og golþorskar tuttugu sinnum fleiri þá en nú á hrygn- ingaslóð. Hrygningarstofninn var líka þrefalt til sjöfalt stærri þá þrátt fyrir það mótspil þorsk- stofnsins við þessari ofsókn að verða nú kynþroska yngri og yngri. Sjálfsagt svara 108 þús. tonn 1993 því til a.m.k. 150 þús. tonna 1995. Veit einhver hver aflinn verður í ár? Halda mætti að aflakvótakerfi geti sagt fyrir um aflann, en því hefur þó farið fjarri hingað til. íslendingum var ráðlagt að veiða 180 þús. tonn 1994. Úthlutaður kvóti er að vísu aðeins 165 þús. tonn en þar við bætist kvóti hag- ræðingasjóðs og annar kvóti frá fyrra ári, veiðar út á næsta árs kvóta, tvöföldun línuaflans, van- metinn afli smábátanna, undan- skotinn afli og úrkast og e.t.v. eitthvað meira, jafnvel viðbótark- vóti að kröfu Vestfirðinga. Lang- flest skip verða vafalaust búin með kvótann í þessum mánuði (mars), en verður varla lagt strax og hvað á þá t.d. að gera við aukaaflann, þorskinn sem slæðist í netin þó ekkert sé verið að veiða þorsk? Ætli það verði ekki veidd ein 40 þús. tonn eða meira framyfir til- lögu ráðgjafanefndarinnar því afl- inn er enn síst minni en í fyrra. Það samsvarar þá hátt í 50 þús. tonnum 1995. Þannig veiðum við sennilegast 200 þús. tonn af kvót- anum 1995 á þessu og fyrra ári. Þar við bætast svo þau 15 þús. tonn sem farið var framyfir 1992 eftir að tillögur ráðsins lágu fyrir og það reiknaði ekki með. Þau ættu að jafngilda hátt í 25 þús. tonnum 1995. Alls yrði þá í lok fiskveiðiársins búið að veiða hátt í 225 þús. tonn af 1995 kvótanum. Og hvað mundi þá mikið eftir af þeim 200 þús. tonna kvóta sem Alþjóða hafrannsóknaráðið úthlut- aði okkur fyrir árið 1995? Minna en alls ekki neitt. Veit einhver hver sóknin er nú? Það má reikna þetta öðru vísi og nákvæmar. Tillaga fiskifræð- inga 1992, sem gekk skemur en tillaga Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins var um sókn (dánartölu) upp á 1,39 (0,53 + 0,46 + 0,40) þessi 3 ár 1993-1995. Þá var þó reikn- að með sókn 0,77 árið 1992 en hún var aukin í 0,88 þannig að eftir standa sóknartillögur upp á 1,28 fyrir árin 1993-1995. Því miður er ekkert fylgst með sókn fiskiskipaflotans, hvað þá að henni sé eitthvað stjórnað. Fiskifélagið skráir að vísu togtímana og út- haldsdagana en það er ekkert unnið úr þeim tölum eða t.d. skoð- uð vörpustækkunin og þróunin í fiskleitartækninni. Ekkert leitað að sambandi sóknar og dánartalna svo hægt sé að fýlgjast með því hvort náttúrulega dánartalan hafi eitthvað breyst. Það er ekki auð- velt að fá Vísindasjóðstyrk til slíkra rannsókna og það hefur víst lítið verið litið á sóknina síðan Jón Jónson gerði það fyrir daga VP greiningarinnar fyrir 30 árum og uppgötvaði þar með bæði Græn- landsgöngurnar (sem heyra nú sögunni til) og náttúrulegan dán- arstuðul þorsksins (sem gæti hafa breyst síðan). Þess verður því að bíða í nokkur ár að lesa megi ná- kvæmar sóknartölur út úr aldurs- aflagreiningu fiskifræðinganna. En sóknin er vafalaust ekkert að minnka og sóknin 1993 og 1994 mun alveg örugglega reynast meiri en 1,28 etv. allt að 2,0 þeg- ar upp er staðið. Enda gefur síð- asta skýrsla Hafró og þorskaflinn 1993 sókn upp á 0,95 fyrir það ár og sú tala gæti enn hækkað. Það er þá minna, líklegast miklu Einar Júlíusson „Ég óttast að fiskifræð- ingar leggi samt til tals- verðan þorskafla á fisk- veiðárinu 1995 sem hefst reyndar strax 1. september nk. Þá taka þeir ekki mark hvorki á sjálfum sér, né heldur Alþjóða hafrannsókna- ráðinu.“ minna, en ekki neitt eftir af sókn- artillögu fiskifræðinga fyrir 1995. Ekki verður feigum forðað Ég óttast að fiskifræðingar leggi samt til talsverðan þorskafla á fiskveiðárinu 1995 sem hefst reyndar strax 1. september nk. Þá taka þeir ekki mark hvorki á sjálfum sér, né heldur Alþjóða hafrannsóknaráðinu né páfanum sjálfum og geta ekki vænst þess að aðrir taki mark á þeim. Auðvit- að ber þeim að taka í taumana, en þeir hafa látið spila með sig í hálfan annan áratug af stjórn- málamönnum sem eru ekkert að stjórna því sem þeir em kjörnir til að stjórna. Það er komið á leið- arenda og ef fiskifræðingar leggja til áframhaldandi þorskveiðar hljóta þeir að teljast bera mikla ábyrgð á yfirvofandi hruni ís- lenska efnahagslífsins. Hvernig á að stöðva þorskveiðarnar? Það er ekki mál fiskifræðing- anna en það nægir ekki að stöðva kvótaúthlutunina. Það verður að stöðva flotann, sem er ekkert allur á aflamarki og gæti einnig veitt mikinn aukaafla af þorski við aðr- ar veiðar. Það er líka ástæða til að stöðva aðrar veiðar því flestir fiskstofnar eru að hrynja. Botn- fiskaflinn í heild fyrir utan þorsk er t.d. fjórðungi minni það sem af er þessu fiskveiðiári en í fyrra og lúðan, verðmætasti fiskurinn, er alveg horfin af dragnótarmið- um. En telur ekki útgerðin aflabrögð með ágætum? Það getur vel verið, en árvissar upphrópanir Vestfirðinga um stór- kostlegt vaninat Hafró á þorsk- stofninum og gríðarlegt fiskmagn út af Vestfjörðum (t.d. DV 15/7/92) hafa alltaf verið hraktar og því er heldur ekki minnsta mark á þeim takandi nú. Auk þess safnast fiskarnir saman og það er ekkert hægt að gefa sér fyrir- fram um áhrif stofnminnkunar á aflabrögðin. Nema þá veiðar séu alltaf stundaðar eins svo sem í togararallinu. Þetta er samt engin afsökun fyrir því að fylgjast ekki betur með sókn flotans og auðvit- að er möguleiki að fiskifræðingar hafi einhversstaðar vantalið eða oftalið einhveija þorska. Það er algjört aukaatriði hér eða aðeins spurning um tíma. Þótt nú kæmi risaganga frá Grænlandi eða úr Barentshafi geturliún hvorki rétt- lætt fyrri ofveiði né bjargað neinu til frambúðar. Methrygning má sín einskis móti ráðherrum sem taka alltaf meira en jafnstöðuafla. Slík fiskveiðstefna getur aðeins endað á einn veg. Aðalatriðið er að sjáv- arútvegsráðherrar hafa alltaf bar- ist gegn alvöru fiskveiðistjórnun þ.e. auðlindaskatti og hafa hver og einn verið fúsir til stækka flot- ann og taka margfaldan kjörafla og meira en jafnstöðuafla úr þorskstofninum á hveiju einasta ári alla sína ráðherratíð. Þessu verður að linna því þótt íslensk fiskveiðistjórnun sé eins og sú færeyska aðhláturefni fýrir hag- spekinga GATT-samkomulagsins er hún dauðans alvara fyrir íslend- inga. Af hverju er hér allt á niðurleið? Við höfum ekki aðeins sóað auðlindum okkar heldur beinlínis safnað skuldum til þess að eyði- leggja þær á ineðan framsýnni og þróaðri þjóðir eins og t.d. írakar í Kúveit safna innstæðum til að lifa af þegar olían þrýtur óhjá- kvæmilega. Ekki getum við heldur borið okkur saman við Færeyinga sem hafa helmingað togaraflota sinn á sama tíma og íslenskir út- gerðarmenn flytja inn togara hver í kapp við annan. Auðvitað hlýtur efnahagur þjóðarinnar að hrynja niður á menntunar- og menningar- stig hennar. í hvaða öðru landi mundu ómenntaðir togarasjómenn sem framleiða alls engin verðmæti heldur eyðileggja einungis auð- lindina hver fýrir öðrum fá marg- falt hærri laun en heimskunnir háskólaprófessorar og skattaaf- slátt að auki? Enda eru vísinda- menn Háskólans, hagfræðingar Seðlabankans og fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar hundsaðir en hlaupið er eftir kröfum útgerð- ar um stærri kvóta, fleiri skip, ný lán og niðurfellingu gamalla skulda, styrki _og ókeypis auðlind til að selja. Á því verður e.t.v. engin breyting í bráð en fari ráð- herra ekki eftir tillögum fiskifræð- inga nú fremur en endra nær, þá bera fiskifræðingar a.m.k. ekki sömu ábyrgð á afleiðingunum sem hljóta að verða skelfilegar og gera ísland að fátækasta elliheimili álf- unnar. Menn geta þá lítið annað gert en að reyna að koma eigum sínum í verð meðan þær hafa eitt- hvert verð og forða sér burt með- an fært er. Höfundur er eðlisfræðingur. Fermingar sunnudaginn 1. maí Ferming í Kristskirkju, Landa- koti, kl. 10.30. Fermd verða: Ana Milena Delgado Aponte, Rauðarárstlg 20. Anna Li)ja Oddsdóttir, Bollagötu 6. Berglind María Jóhannsdóttir, Víkurströnd 8, Seltj. Hjördís Hjörleifsdóttir Kvaran, Nesvegi 55. Karólína Karlsdóttir, Fannafold 78. Nína Margrét Jónsdóttir, Vífilsstöðum, Starfsmannah. L. Ólöf H. Einarsdóttir Amalds, Bugðulæk 6. eei Ragna Kjartansdóttir, Austurgerði 6, Kóp. Rakel Ósk Þórhallsdóttir, Sogavegi 158. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, Sólvallagötu 32. Theodóra Jóhanna Gunnarsdóttir, Dalseli 34. Ferming í Brautarholtskirkju, Kjalarnesi kl. 14. Prestur sr. Gunnar Kristjánsson. Fermd verða: Kata Gunnvör Magnúsdóttir, Gili. Kolbrún Ásta Jónsdóttir, Esjugrund 49. Kristján Ragnarsson, Esjugrund 84. Kristján Valgeir Þórðarson, Esjugrund 36. Olga Ellen Þorsteinsdóttir, Esjugrund 5. Ólafur Geir Ottósson, Naustanesi. Ómar Bjöm Ragnarsson, Esjugrund 84. Sveinbjörn Kári Haraldsson, Esjugrund 31. Þórunn Björk Einarsdóttir, Álfsnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.