Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Reykjavíkurlistinn — Lykill að kvenfrelsi Aðalsteinn Leifsson Baldur Stefánsson Bergþór Bjarnason Eiríkur Bergmann Gígja Svavarsdóttir Ingibjörg Davíðsdóttir Jóhanna Þórdórsdóttir Magnús Árni Magnússon Málfríður Gísladóttir Ólafur Haraldsson Ragnhildur Helgadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Óstjórn í fjármálum eftir Ingibjörgu Davíðsdótt- ur, Gígju Svavarsdóttur, Baldur Stefánsson, Aðal- stein Leifsson, Ragnhildi Helgadóttur, Bergþór Bjarnason, Eirík Bergmann, Magnús Árna Magnússon, Sigríði Ingibjörgu Inga- dóttur, Málfríði Gísladóttur, Jóhönnu Þórdórsdóttur og Ólaf Haraldsson Við stuðningsfólk Reykjavíkurlist- ans fögnum þeim kvenfrelsisáhuga sem alls ellefu ungar sjálfstæðiskon- ur deildu með lesendum Morgun- blaðsins hinn 26. apríl síðastliðinn. Það er vissulega gleðilegt að vita af samhug þeirra og samstöðu um þetta mikilvæga baráttumál okkar allra. Eðliiega undrumst við þó að kon- umar ungu skuli hafa valið að heyja baráttu sína fyrir bættum kjörum kvenna innan Sjálfstæðisflokksins, flokks sem ekki hefur borið gæfu til að treysta konum fyrir ábyrgðarstöð- um oftar en raun ber vitni. Ungu konurnar í Sjálfstæðisflokknum beiða vopna sem bíta í baráttunni. Engu að síður hafa þær kosið að vinna með stjómmálaafli sem hvorki kann að forgangsraða fólki né fjár- munum. Ónýtt tækifæri Sjáif- stæðisflokksins í áratugi hefur Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík haft tækifæri til að bæta stöðu kvenna í borginni, hlúa sérstaklega að'málefnum fjöiskyld- unnar, og gera konur í sínum röðum sýnilegri og áhrifameiri. Flokkurinn hefur klúðrað því tækifæri. í flestum málaflokkum sem koma konum og fjölskyldum til góða hefur Sjálfstæð- isflokkurinn dregið fæturna. Ekkert sveitarfélag á landinu greiðir starfs- fólki sínu eins lág laun. Sú stefna bitnar vitanlega verst á konum, því þær eru jafnan fjölmennastar á botni launaskalans. Ekki skipa þær hóp æðstu embættismanna borgarinnar, svo mikið er víst. Atvinnuleysi í borg- inni hefur einnig farið vaxandi, og reykvískar konur hafa ekki farið varhluta af því. Á árunum ’93 og ’94 fjölgaði atvinnulausum konum i Reykjavík um u.þ.b. 500. Sú þróun heldur áfram, á meðan atvinnuleysi meðal karla hefur dregist saman að undanförnu vegna átaksverkefna borgarinnar sem einkum nýtast körl- um. Að stjórna lífi ungs fólks Afstaða Sjálfstæðisflokksins til ungra kvenna og möguleika þeirra til að nýta menntun sína og reynslu kristallast e.t.v. best í þeirri for- gangsröðun á núverandi kjörtfmabili að byggja bílastæðahús um borg og bí (1,1 milljón kr. stofngjald á hvert stæði) í stað þess að drífa í að upp- fylla hina miklu þörf ungra borg- arbúa fyrir leikskólapláss (650 þús. kr. stqfngjald á hvert barn á leik- skóla). Dæmið ætti að vera einfalt fyrir markaðshyggjuflokkinn: Það snýst um framboð og eftirspum. Útreikningurinn mistókst hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn rekur gamal- dags ijölskyldupólitík, þar sem gert er ráð fyrir að annað foreldrið vinni aðeins úti hálfan daginn, ef marka má dagvistunarstefnu flokksins. Stefnan einkennist af skömmtun og höftum, því flokkurinn telur sig líka geta ákveðið að foreldrar vilji "hvorki né þurfi dagvistun fyrir börn sín fyrr en þau eru orðin tveggja ára gömul (eins pg fram kemur í nýjustu tillög- um Árna Sigfússonar). Raunveru- leikinn er auðvitað aliur annar. Fjöldi fólks þarf að redda málum sínum fyrir hom á degi hveijum, og tæta börnum sínum milli ættingja, vina, leikskóla og dagmæðra vegna stefnu Sjálfstæðsflokksins, sem telur sig þess umkominn að stjórna lífí fólks. Þessar staðreyndir hljóta að vera sjálfstæðiskonunum ungu vel kunn- ar, ef þær á annað borð hafa fylgst með borgarmálunum síðustu misser- in. Þeim ætti líka að vera kunnugt að þrátt fyrir loforð Sjálfstæðis- flokksins í ár um að bæta aðstöðu fjölskýldna í borginni með því að útrýma biðlistum á leikskóla, einsetja grunnskólana og stórauka þjónustu við aldraða, sker hann fjárframlög til þessara málaflokka niður um 450 milljónir. Velvilji ungu kvennanna til flokks- ins og afdrifa hans í komandi kosn- ingum er kannski skiljanlegur, en það á síður við um trú þeirra á að honum sé treystandi fyrir hagsmun- um ungra kvenna í borginni. Gengið framlyá konum í pólitísku starfi sínu hefur Sjálf- stæðisflokkurinn kosið að skipa kon- um í sæti meðstjómenda frekar en verkstjóra. Við spyrjum flokkskon- umar hvers vegna þær mótmæltu ekki í Morgunblaðinu þegar gengið var framhjá eins frambærilegum full- trúa flokksins og Katrínu Fjeldsted við kjör borgarstjóra árið 1991? Við spyijum þær líka hvers vegna hvorki heyrðist frá þeim hósti né stuna þeg- ar þessi sama kona var gagnrýnd af forystumönnum flokksins fyrir að tilkynna starfslok sín í borgarstjórn skömmu fyrir prófkjör — og það á þeim forsendum að þannig gerði hún öðrum konum sem áhuga hefðu á að taka sæti á listanum erfitt fyrir? Hvar var samstaða þeirra sjálfstæð- iskvenna og réttlætiskennd þá, eða í þau fjölmörgu önnur skipti sem konur hafa verið hunsaðar í vali á forystu flokksins? Það þarf að breyta forgangsröðun fólks og fjármuna í þessari borg; auka hlut kvenna í stjórnkerfi borg- arinnar, styrkja og auka starf dag- mæðra, leikskóla og grunnskóla, ná „Ungu konurnar í Sjálf- stæðisflokknum beiða vopna sem bíta í barátt- unni. Engu að síður hafa þær kosið að vinna með stjórnmálaafli sem hvorki kann að for- gangsraða fólki né fjár- munum.“ samkomulagi um að hækka lægstu launin, o.s.frv. Fordæmi og ferill flokka skiptir auðvitað máli, en ekki síður fólkið sem ætlað er að framfylgja stefn- unni. Því er furðulegt að ungu kon- umar sem kjósa að vinna að jafnrétt- ismálum innan Sjálfstæðisflokksins skuli ekki minnast á þá staðreynd að í fyrsta sinn í sögunni býðst Reykvík- ingum að kjósa konu sem borgar- stjóra — og það konu sem hefur stað- ið í fylkingarbijósti íslenskrar kvennabaráttu í hartnær tuttugu ár. Og hún er ekki sú eina á Reykjavík- urlistanum sem hefur lagt kvenfrels- isbaráttunni lið eins og sést ef litið er yfír listann. Þess vegna teljum við Reykjavíkurlistann eina raunhæfa kostinn fyrir þá sem vilja vinna af heilum hug að hagsmunum ungs fólks í borginni. Höfundar styðja kvenfrelsis- baráttu Reykjavíkurlistans. eftir Sigrúnu Magnúsdóttur Þegar sjálfstæðismenn reyna að útskýra geysilega skuldasöfnun borgarsjóðs á þessu kjörtímabili, bera þeir því við að lánin hafi verið tekin til atvinnuuppbyggingar. Þetta er ekki rétt. Lánin hafa þeir þurft að taka vegna vanáætlana og óráðsíu. Bréf embættismannanna Þegar leið á árið 1992 var Ijóst að gífurleg skuldasöfnun átti sér stað á yfirdráttarreikningi í Landsbank- anum. 17. nóvember 1992 rita Jón G. Tómasson, borgarritari, og Egg- ert Jónsson, borgarhagfræðingur, borgarráði bréf þar sem beðið er um heimild til að taka erlent lán að upp- hæð 2,5 milljarðar króna og átti helmingur að greiðast út 1992 en afgangurinn 1993. „Með lántökunni er stefnt að því að brúa bil tekna og gjalda borgar- „Þetta var umfram- eyðsla og röng áætlana- gerð og ég hef það á tilfinningunni að sjálf- stæðismenn áætli tekj- ur vísvitandi hærri í upphafi árs til þess að láta fjárhagsáætlanir líta betur út.“ sjóðs á yfirstandandi ári og koma í veg fyrir að framkvæmdir á vegum borgarinnar dragist saman á næsta ári”, segir í bréfi embættismann- anna. Staðreyndir koma í ljós Þegar uppgjör ársins 1992 lá fyrir kom í Ijós að tekjur urðu 731 milljón króna undir áætlun og rekstrargjöld urðu 429 milljónum kr. hærri en fjár- Sigrún Magnúsdóttir Ekkert má nú eftir Sigurð Sveinsson Sigrún Magnúsdóttir, pólitískur leiðtogi R-listans, hefur farið ham- förum í fjölmiðlum síðustu daga vegna hátíðar við Þróttheima á sumardaginn fyrsta. Sérstaka at- hygli hefur vakið hversu greiða leið hinn pólitíski leiðtogi á að ríkis- fjölmiðlunum með áróður og óhróð- ur sinn. Mér, sem gömlum Þróttara, íþróttamanni og íbúa í Þróttheima- hverfinu, kemur það sérkennilega fyrir sjónir að mega ekki taka þátt í smágagnrýni og glensi á mínu gamla félagssvæði án þess að úr því sé reynt að gera pólitískt mold- „Þessi óhróður frá R-listanum og pólitísk- um leiðtoga hans, kem- ur ekki síst á óvart.“ viðri. Og þessi óhróður frá R-listan- um og pólitískum leiðtoga hans, kemur ekki síst á óvart þar sem listinn hefur misnotað aðstöðu sína víða um borg m.a. með því að halda pólitíska áróðursfundi í grunnskóla- húsnæði. Sigrúnu Magnúsdóttur leiðist greinilega í kosningabaráttunni, hún fær sem pólitískur leiðtogi list- ans lítið að vera í sviðsljósinu fyrir borgarstjóraefninu og reynir því að Sigurður Sveinsson nota hvert tækifærið með leiðindum og „R-eiði“ að koma sér í kastljós fjölmiðlanna. Hins vegar skilur maður vel sár- indi Sigrúnar út í starf í kringum Þrótt og Þróttheima, því þar hefur hún hvergi komið nærri og ekki lagt neitt af mörkum í borgarstjórn til íþrótta- og æskulýðsmála í Lang- holts- og Vogahverfi þrátt fyrir að hún sé íbúi í hverfinu. En á öllu má nú greinilega eiga von á frá fulltrúum „R-(eiða)“ list- ans sem meira að segja eru farnir að líkja borgarstjóranum okkar við skepnu. En varðandi skemmtunina við Þróttheima, sem tókst frábærlega vel, verð ég nú bara að segja, ekk- ert má nú fyrir framsóknarmad- dömunni á Hellustöðum. Höfundur skipar 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. hagsáætlun gerði ráð fyrir. Þetta bil, 1.160 milljónir króna, var það sem brúa þurfti með lántökunni 1992. Þetta var umframeyðsla og röng áætlanagerð og ég hef það á tilfinn- ingunni að sjálfstæðismenn áætli tekjur vísvitandi hærri í upphafi árs til þess að láta fjárhagsáætlanir líta betur út. Því miður eru allar horfur á að þegar lokauppgjör ársins 1993 liggur fyrir, endurtaki sagan frá 1992 sig og er það kvíðvænlegt. Lokauppgjör- ið verður ekki sýnt fyrr en eftir kosn- ingar. Sjálfstæðismenn geta ekki stað- hæft endalaust að stóra erlenda lán- ið hafi allt verið tekið til atvinnuupp- byggingar, það er ekki rétt. Stóra lánið var tekið vegna óstjórnar og óráðsíu en ekki til at- vinnuuppbyggingar. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 1. sæti Rcykjavíkurlistnns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.