Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 23 Milligöngumenn reyna að afstýra átökum í norðurhluta Bosníu Vilja samninga um vopnahlé sem fyrst Sar^jevo, New York. Reuter. VESTRÆNIR og rússneskir milligöngumenn ræddu við leiðtoga Bosníu-Serba í gær til að hvetja þá til að semja um vopnahlé við stjórn Bosníu og afstýra því að átök blossuðu upp í norðurhluta landsins. Milligöngumennirnir voru undir forystu bandaríska sendiherrans Charles Redmans og Aleksejs Níkíforovs, sendimanns rússnesku stjórnarinnar, og þeir ræddu við serbneska leiðtoga í Pale, skammt frá Sarajevo. Þeir neituðu að ræða niðurstöðu fundarins við blaða- menn. Daginn áður fóru milligöngu- mennirnir á fund Alija Izet- begovics, forseta Bosníu, sem sagði að stjórn sín vildi bráða- birgðasamning um vopnahlé í -tvo til þijá mánuði svo hægt yrði að leysa deilur hennar við Serba um skiptingu landsvæða í Bosníu. Ser- barnir, sem hafa náð 70% land- svæðanna á sitt vald, vilja hins vegar semja strax um varanlegt vopnahlé. Milligöngumennirnir kappkosta að tryggja vopnahlé sem allra fyrst þar sem óttast er að harðir bardag- ar blossi upp að nýju í norðurhluta Bosníu. Serbar eru sagðir vera með mikinn viðbúnað í grennd við Brcko, þar sem þeir eru veikastir fyrir á landsvæði sem tengir yfir- ráðasvæði þeirra í Vestur- og Austur-Bosníu. Jeltsín fordæmir Serba Borís Jeltsín, forseti Rússlands, fordæmdi Bosníu-Serba þegar hann var spurður um þjóðernis- hreinsanir þeirra í viðtali við bandaríska sjónvarpið ABC. „Ég fordæmi Serba vegna þess að þeir hafa svikið loforð sín. Þetta er algjör villimennska," sagði Jeltsín, sem skýrði ennfremur frá því að hann hygðist gegna forsetaemb- ættinu „að minnsta kosti þangað til í júní 1966“. Þá rennur kjör- tímabil hans út. Jórunn Eyfjörð Jórunn flutti á fundinum erindi, sem hún nefndi „Stutt yfirlit yfir erfðafræðilegar aðferðir og fram- tíðarmöguleika", en á fyrra degi ráðstefnunnar var aðallega rætt um vísindaleg efni en siðfræðileg álita- mál á þeim síðari. í nefndinni sitja auk vísindamanna heimspekingar, læknar og lögfræðingar, það er að segja fulltrúar þeirra stétta, sem þessum málum tengjast óhjá- kvæmilega, og lögðu þeir sitt af- mörkum til umræðunnar. Aldrich Ames dæmdur í lífstíðarfangelsi HaUmælti leyniþjón- ustunni fyrir rétti Alexandra, Washing^ton. Reuter. The Daily Telegraph. ALDRICH Anies, sem sakaður hefur verið um einar mestu njósn- ir Bandaríkjamanns í þágu Sovétmanna og síðar Rússa, þáði sem svarar 160 milljónum í laun fyrir njósnir. Ames játaði á fimmtu- dag njósnir og skattsvik og var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hall- mælti hann leyniþjónustunni í yfirlýsingu sem hann Ias upp fyrir rétti og sagði hana m.a. aðeins starfa í eigin þágu. Með játningu Ames kemst CIA hjá vandræðalegum réttarhöldum, sem víst er að hefðu beint athyglinni að því hversu áfátt eftirliti var innan stofnunarinnar. Ames játaði m.a. að hafa boðist til að gefa Sovétmönnum upp nöfn á að minnsta kosti tíu sovéskum borgurum sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn en talið er að flestir þeirra hafi verið teknir af lífi. Hlaut hann tvær milljónir dala fyrir greiðann. Rosario, hin kólumbíska eigin- kona Ames, grét þegar hún játaði á sig sakir. Dómsuppkvaðningu yfir henni hefur verið frestað um hálft ár þar til Ames hefur gefið fullnægjandi upplýsingar um það hvernig liann kom gögnum til Rússa. Sýni frú Ames samstarfs- vilja fær hún líklega aðeins fímm ára fangelsi. Nokkrir þingmenn hafa gagnrýnt harðlega, hversu stuttan dóm hún muni líklega fá en hún hefur ekki viðurkennt að hafa aðstoðað við að koma gögn- um til Sovétmanna, síðar Rússa. Þrátt fyrir að Ames viðurkenndi að honum þætti leitt hvað njósnir hans hefðu kallað yfir eiginkonu hans og son, var ekki að sjá eða heyra að hann bæri neinn hlýhug til stofnunarinnar, sem hann vann hjá í áratugi. í yfirlýsingu, sem Ames las upp réðist hann ennfrem- ur á bandarísk yfírvöld og leyni- þjónustu. „Ég tel ekki að að gerð- ir mínar hafí skaðað þjóðarhags- muni okkar verulega, eða verið Sovétmönnum og Rússum til mik- ils góðs.“ Niðurstaða þingnefndar í Brandenburg Manfred Stolpe var ekki á vegum Stasi Berlín. Frá Hrönn Marinósdóttur, fréttaritara Morgunblaósins. MEIRIHLUTI þingnefndar í Brandenburg í Þýskalandi sem rannsak- að hefur tengsl Manfreds Stolpe, forsætisráðherra sambandslands- ins, við fyrrum öryggislögreglu Austur-Þýskalands, Stasi, hefur úr- skurðað að hann sé saklaus af ásökunum um að hafa unnið fyrir hana. f Stolpe var lögfræðingur og for- maður kirkuráðs Austur-Þýskalands en til kirkunnar leituðu ásjár margir andstæðingar ríkjandi stjórnskipu- lags. Fyrir rúmum tveimur árum var Stolpe fyrst ásakaður um að hafa starfað sem leynilegur uppljóstrari frá miðjum sjöunda áratugnum og fram til ársins 1989. Þá var rann- sóknarnefnd þingsins í Brandenburg sett á laggirnar og hefur hún starf- að óslitið síðan. í ítarlegri lokaskýrslu Lothars Bisky, formanns nefndarinnar en hann er þingmaður PDS, arftaka fyrrum kommúnistaflokks A-Þýska- lands, kemur m.a. fram að starfs síns yegna hafi Stqlpe þurft að hafa samskipti við yfirmenn Stasi en hann hafi aldrei skaðað neinn með þeim samskiptum. Hvort Stolpe hafi þegið heiðursorðu Stasi telur Bisky sig ekki geta dæmt um. Niðurstaða nefndarinnar hefur verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að kosningabaráttan hafi sett mark sitt á niðurstöðuna en kosið verður til landsþings Brand- enburg 5 september. SUMARTIMI Páfinn fótbrotn- aði í baði Róni. Reuter. JÓHANNES Páll páfi gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í Róm eftir að hafa fótbrotnað í baðherbergi sínu í Páfa- garði. Hann missti fótanna þegar hann var að fara úr baðkarinu með þessum afleiðingum. Að- gerðin tók fjórar klukkustundir og talsmaður páfagarðs sagði að hann væri við „mjög góða heilsu“. Talið er að páfi verði í tíu daga á sjúkrahúsinu. Þetta er í sjötta sinn sem hann fer á sjúkrahús frá því hann var varð páfi árið 1978. Skrifstofa RKI á Rauðarárstíg 18 verður opin kl. 8.00-16.00 frá 1. maí til 1. september. RAUÐI KROSS ÍSLANDS HELIVAC - snígildælur Eigum mikið úrval af ýmsum gerðum og stærðum af dælum. Við seljum aðeins dælur sem standast kröfur flokkunarfélaga. Viðgerðarþjónusta / Vatnagörðum 16, • s. 686625 og 686120. FAGOR UPPÞVOTTAVELAR 12 manna 7 þvottakerfi Hljöölát 40dB Þvottatími 7-95 mín Sjálfv.hitastillir 55-65'C Stillanlegt vatnsmagn Sparnaðarrofi Hitaþurrkun HxBxD: 85x60x60cm Án topp-plötu: 82x60x58cm MUNALÁN, VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 U T I Ð <y//rnœ/itioeiti/a 1954 var veitingarekstur hafinn í Naustinu. í tilefni 40 ára afmælisins bjóðum við þríréttaða máltfð fyrir aðeins 1954 kr. 0%H*/*éttÍr Rækjukokkteill með ristuðu brauði og smjöri Þrjár tegundir af síld með brauði og smjöri Gratineruð frönsk lauksúpa 'úfalréttif' Steikt skarkolaflök „Bangkok" með rækjum, ananas, hrísgrjónum og karrísósu Djúpsteiktur körfúkjúklingur Naustsins með hrásalati og frönskum kartöflum Lambageiri með grilluðum tómati og sveppasósu ir/iirrétíi/' Djúpsteiktur camembert með kexi Perur „Bella Helena" Jit/idt /ónW c/ér<) urh’i/i.s' t(C)S4 An Veitíngahúsiá Naust - i 9 9 4 / B o rð apatit an ir í stma 17759

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.