Morgunblaðið - 30.04.1994, Page 40

Morgunblaðið - 30.04.1994, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRIL 1994 Svört kómidia um sérvitringinn Johnny, andhetju niunda áratugarins sem kemur til Lundúna og heim- sækir gömlu kærustuna, henni til mikilla leiðinda. Hann sest að hjá henni, á i ástarsambandi við með- eiganda hennar og gerir þar með líf allra að enn meiri armæðu. Einnig blandast inn I þessa ringulreið sadískur leigusali, sem sest einnig að í ibúðinni og herjará kvenpeninginn með afbrigðilegum kynórum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Nýr greiðslumáti í kvikmyndahúsum. Háskólabíó riður á vaðið - þú átt góða mynd VÍSA Snilldarmynd um ungan snilling. Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Joe Mantegna, Sýnd kl. 2.50, 5 og 7 ADDAMS FJOLSKYLDUGILDIN Óskarsverð- launamynd vinsælasta leikstjóra allra tíma. Sýnd kl. 3 Breiðholtshverfi Sjálfstæðis- menn opna nýtt fél- agsheimili FÉLAG sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi sem varð 20 ára fyrr á þessu ári opnar ásamt félögum Sjálfstæðismanna í Hóla- og Fella-, og Skóga- og Selja- hverfi nýtt félagsheimili sjálfstæðismanna í Breið- holti, Alfabakka 14a, laug- ardaginn 30. apríl kl. 14. í fréttatilkynningu segir að stofnendur félagsins séu sér- staklega velkomnir en auk þeirra muni m.a. heiðra af- mælið sem sérstakir gestir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og for- sætisráðherra, Friðrik Soph- usson, varaformaður og fjár- málaráðherra, Árni Sigfússon, borgarstjóri í Reykjavík, borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins, formenn sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík og stjórnir sjálfstæðisfélaganna í Breið- holti. Hinn landskunni harm- onikuspilari Grettir Björnsson mun leika fyrir gesti eins og honum er einum lagið. Gest- gjafi er Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar. Félag sjálfstæðismar.na í Hóla- og Fellahverfi verða 20 ára á þessu ári og mun félag- ið halda sérstaklega upp á það síðar. Frá starfsemi Björgunarsveitarinnar Ingólfs, v jÆ ÉLirWr........ Zíiú&fSSÍPiti Vt Merkjasala Björgnnar- sveitarinnar Ingólfs BJÖRGUNARSVEIT Ingólfs í Reykjavík verður 50 ára á þessu ári og mun halda upp á það með margvíslegum hætti. Meðal ann- ars er útgáfa sérstaks afmælismerkis sem verður selt í hinni ár- Iegu merkjasölu sveitarinnar um þessa helgi. Sölubörn á aldrinum 10 til 12 ára munu ganga í hús í Reykjavík og bjóða merkið til sölu á 200 krónur. Merkjasalan er mikilvægur þáttur í fjáröflunum sveitarinnar og eru Reykvíkingar beðnir um að taka sölubörnunum vel, segir í frétt frá Ingólfi. Björgunarsveit Ingólfs er ein af 90 björgunarsveitum Slysa- vamafélags íslands og eina Reykjavíkursveitin sem sinnir bæði sjó- og landútköllum. Á síð- asta ári var sjóflokkurinn kallaður út 23 sinnum og land- og bíla- flokkur 25 sinnum. Þessi útköll voru margvísleg, þar á meðal leit- ir að fólki á landi og sjó og óveður- útköll sem komu á öllum tímum sólarhringsins. Þessum útköllum sinna u.þ.b. 50 virkir félagar, sem allt eru sjálfboðaliðar. Þar sem Björgunarsveit Ingólfs er bæði land- og sjóbjörgunarsveit þarf sveitin að eiga búnað til beggja starfa. Þetta er mikill kostnaður fyrir sveitina og er því merkjasalan mikilvæg starfi sveit- arinnar. Því er leitað til Reykvík- inga um að styrkja björgunarsveit sína um þessa helgi. SÚRSÆTUR SVEITASÖNGUR Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Leikstjóri John G. Avildsen. Handrit Monte Merrick. Kvik- myndatökusljóri Victor Ham- mer. Tónlist Bill Conti. Aðal- leikendur Luke Perry, Cynthia Geary, Stephen Baldwin, James Rebhorn, Carrie Snodgress, Red Mitchell. Bandarísk. New Line Cinema 1994. Það má segja að þessi glænýja mynd um keppnismenn í bolareið sé enn eitt tilbrigði leikstjórans Avildsens við Rocky, sína bestu og þekktustu mynd. Maðurinn lætur freistast. Er að gera fjórðu myndina um karatestrákinn, tvær liggja um Rocky, að auki snúast Power of One (s-afrískur undir- málssnáði lærir að beija frá sér í hringnum) og Lean on Me (Morg- an Freeman gerir afburðanemend- ur úr krakkaskríl) um sama þem- að. Manndómsraunir, þar sem lítil- magninn fær gjarnan uppreisn æru. Átta sekúndur segir sanna sögu af sveitastráknum Lane Frost (Luke Perry) og baráttu hans við að ná heimsmeistartitli í bolareið. Fyrir þá sem lítið þekkja til þessar- ar sjálfsagt göfugu íþróttar, felst þetta vinsæla karlmennskupróf í því hver getur setið í það minnsta 8 sekúndur (berbakt) nautpening sem vegur á annað tonn. Með aðeins aðra hönd á tudda. Frost ferðast á milli keppna vítt og breitt um Bandaríkin ásamt vinum sín- um Tuff (Stephen Baldwin) og Cody (Red Mitchell). Á ferðum sínum kynnist hann knapanum Kellie (Cynthia Geary) og enda þau í hnappheldunni. Nú taka við erfiðir tímar. Hjónin eru mikið fjarvistum svo brestur í hjóna- bandinu um sinn og eftir því sem Frost verður frægari verður hann uppteknari af sjálfum sér. En þeg- ar frægðarljóminn skín, FVost orð- inn heimsmeistari, og hamingjan blómstrar, er kippt í tauminn. Ekki viðamikil mynd en hún lumar á snefil af sannleika og sakleysi sem er svo sannarlega vandfundinn í kvikmyndum sam- tímans. Sjálfsagt flokka einhveijir þetta undir væmni, en þessum til- finningum er gert hátt undir höfði hér og Luke Perry kemur svo sannarlega á óvart með leik sem er trúverðugur og tilgerðarlaus. Gott ef Hollywood hefur ekki eign- ast nýjan Rock Hudson (!). Per- sónusköpunin er einnig dágóð og Stephen Baldwin fer vel með hlut- verk harðnaglans Tuff og Red Mitchell sómir sér vel sem skáldið Cody. Veiki hlekkurinn er Cynthia Geary sem er á köflum ósköp velluleg. 8 sekúndur er fjarri því að vera nokkur stórmynd og kemst ekki með tærnar þar sem Rocky og The Karate Kid (I) hafa hælana. Engu að síður býr hún yfir fáséð- um, hrekklausum einfaldleik og slær stöku sinnum á rétta strengi. Afgreiðir venjulegt fólk á sann- ferðugan og yfirlætislausan hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.