Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 11 Eitt verka Aðalheiðar Skarphéðinsdóttur. Tréristur ______Myndlist__________ Bragi Ásgeirsson Listhúsið Úmbra opið 13-18 nema mánudaga Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, til 11. maí. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir telst einn okkar efnilegu lista- manna á sviði grafíklistar og mun trúlega fleirum en mér minnis- stæð ágæt sýning hennar í Sverr- issal Hafnarborgar á sl. ári. Nú sýnir hún í annað skipti á höfuðborgarsvæðinu, en hún sýndi einmitt á sama stað síðast 1985, en þá var hann kenndur við (Hallgerði) Langbrók. Það sem einkenndi sýningu Aðalheið- ar í Sverrissal voru einkum sam- skipti karls og konu í saklausri og undirfurðulegri túlkun svo og hugleiðingar um lífið, hvunnda- ginn og ástina. Og enn leggur hún út af sama myndefni í svart-hvítum trérist- um, sem hún af og til málar í með vatnslit, en þá oftast aðeins einn flöt eins og til áherslu og munúðarauka. Verur hennar eru eins og í biðsal ástarinnar, einhvetju óræðu tilhugalífi handan tíma og rúms þar sem þögnin og eilífðin virðast ráða ríkjum. Skurðurinn er staðlaður og harður og virkar eins og flæði um allan myndflöt- inn og honum er ekki skipt í ein- ingar áherslu né blæbrigða og virkar því einhæfur, stendur ekki fullkomlega fyrir sínu sem sér- tæk grafísk tjáning. Þannig séð hafa myndir Aðalheiðar oftar en ekki meiri svip af myndlýsingum eða beinni frásögn en sjálfstæð- um grafíkverkum. Mikil listaverk eru auðvitað einnig gerð við lýsingu einhvers fyrirbæris í umhverfinu og skal ekki skoða þetta sem beina gagn- rýni, en það leggst á mig að Aðalheiður mætti færast meira í fang hvað sjálfan miðilinn áhrær- ir, og að hún hafi góða möguleika á að blómstra á því sviði. Einnig gæti hún náð langt við lýsingar bóka og ljóða og væri æskilegt að hún fengi verðug og átaka- mikil verkefni á því sviði. En að öllu samanlögðu er þetta eftirtektarverð sýning, og Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir stað- festir vissulega færni og hæfi- leika á sviði strembnasta miðils grafíklistarinnar. Kínverskir tónleikar í Háskólabíói _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Islands Kínverskur stjórnandi kínverskur píanóleikari kínversk viðfangsefni 28. apríl 1994 Chen Yi heitir tónskáld (kona) og átti fyrsta verkið á efnis- skránni, Sprout fyrir strengja- sveit. Chen Yi er þessarar aldar tónskáld en strengjasveitarverkið hefði getað verið frá miðri síð- ustu öld eða fyrr, og það frá Vesturlöndum. Höfundur sýndi þó að hún kann að skrifa fyrir strokhljóðfæri, en forvitnilegt var verkið ekki, nema þá fyrir að vera kínverskt, þótt kínverskt yfirbragð eða innihald hafi verið víðs fjarri. Miklu áhugaverðara og um leið kínverskara var annað kínverskt verk á efnisskránni, Hljómsveitarleikhús heitir það, Ton Dun heitir höfundur þess og sagður hafa alþjóðlega viður- kenningu sem tónskáld og býr í Bandaríkjunum sem og Chen Yi. Ton Dun leikur sér með alls kon- ar stemmningar og hljóð úr kín- versku þjóðlífi og reyndi hér tölu- vert á leik hljóðfæraleikaranna í hljómsveitinni, en einnig máttu þeir gefa frá sér búkhljóð ýmis- konar og varð úr þessu töluvert kínverskur óður, merkilegur eða ekki merkilegur en aldrei leiðin- legur. Ting Zhou er 19 ára píanó- leikari, margverðlaunaður, en er þó ennþá við nám í Bandaríkjun- um. Rackmaninoff píanókonsert- inn nr. 2 var ieikur í höndum hans. Grannan tón á píanó minn- ist ég ekki að hafa heyrt talað um, en var þó það sem ég fékk sterkt á tilfinninguna meðan á leik Ting Zhou stóð, sem átti í erfiðleikum með að ná í gegn um hljómsveitina, sem spilaði reynd- ar oft mjög vel en kæfði líka oft leik píanistans sem eðlilega hefur ekki enn náð styrk fullþroskaðs hljóðfæraleikara. Spurning er einnig hvort endurkastsflekarnir allir í kring um hljómsveitina á sviðinu hafa ekki magnað óeðli- lega upp hljómmagn sveitarinnar, svo fannst fleirum en undirrituð- um. Svo var einnig í síðasta verk- inu á efnisskránni, hljómsveitars- vítu op.. 32 eftir Tsjajkovskíj, hvar hljómsveitin sýndi mjög góð- an leik, en þar sannaði hljóm- sveitarstjórinn sig, sýndi mjög góða tækni og magnaði hljóm- sveitina upp í eftirminnilegt spil, og ekki var það hljómsveit eða stjórnanda að kenna að svítan verkar langdregin í lokin. Sýning í Listasafni ASI1. maí í ár ákvað Alþýðusamband íslands að efna til samkeppni um gerð 1. maí-merkisins meðal nemenda í Myndlista- og handíðaskóla íslands, sem leggja stund á grafíska hönnun, í samstarfi við stjórn- endur MHÍ. í samkeppninni var fylgt þeim reglum sem skólinn hefur mótað og var umsjón með henni í höndum Gísla B. Björns- sonar, auglýsingateiknara og kennara við MHÍ. Samkeppnin fór þannig fram, að nemendur höfðu 5 daga til að vinna frumhugmyndir að merkj- um. Föstudaginn 25. mars voru Zhou Ting fæddist 1975 og hóf píanónám fimm ára gamall. Árið 1986 var hann valinn ásamt fleir- um ungum kínverskum listamönn- um til tónleikaferðar til Bandaríkj- anna. Árangurinn varð slíkur að hann fékk inngöngu í Tónlistarhá- skólann í Shanghai án inntöku- prófs. Þótt ungur sé hefur Zhou Ting unnið til fjölda verðlauna. Sem dæmi má nefna „Grand Prix Ivo Pogogrelich" í alþjóðlegri píanókeppni i Bandaríkjunum. Dómnefndinni fannst svo mikið til valdar á annan tug tillagna til frekari úrvinnslu. Fimmtudaginn 7. apríl valdi dómnefnd síðan 1. maí-merkið fyrir árið 1994. hæfileika hans koma að honum var boðið að koma fram á sér- stakri hátíð í Evrópu sem kennd er við Ivo Pogogrelich. Hann stundar nú nám við Oberlin-tón- listarháskólann í Ohio. Zhou Ting kemur hingað til lands fyrir tilstilli KÍM, kínversk- íslenska menningarfélagsins, í til- efni 40 ára afmælis þess. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Beethoven, Brahms, Ravel og Liszt og kínverska tón- skáldið Wang Jianzhong. Dómnefndina skipuðu: Af hálfu MHÍ, Gísli B. Björnsson, Friðrika Geirsdóttir og Finnur Malmquist. Af hálfu ASI, Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir og Halldór Grönvold. Verðlaunaafhending vegna gerðar 1. maí-merkisins fyrir árið 1994 mun fara fram í húsnæði Listasafns ASÍ á 1. maí kl. 16.30. Fyrsti varaforseti ASÍ, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, mun þar af- henda öilum þeim nemendum MHÍ, sem áttu tillögur sem valdar- voru til frekari úrvinnslu, bók í viðurkenningarskyni. Þá verða af- hent verðlaun fyrir þá tillögu sem valin var og Myndlista- og hand- íðaskólanum veittur styrkur í efn- is- og tækjasjóð skólans. I tengslum við verðlaunaaf- hendinguna 1. maí verður sýning í Listasafni ASÍ á þeim tillögum sem valdar voru til frekari úr- vinnslu. Sýningin verður opin frá 16-19. Jafnframt verður boðið upp á léttar kaffiveitingar. IIlli Flisar á HHfyrirtæki og ESsMl stofnanir ALFABORG f KNARRARVOGI 4 • » 686755 Kínverskur píanóleik- ari í Islensku óperunni PÍANÓTÓNLÉIKAR verða haldnir í íslensku óperunni í dag klukk- an 17. Þar kemur fram kínverski píanóleikarinn Zhou Ting. Tón- leikarnir eru á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Núer Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.