Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
45
!
I
I
I
I
I
(
<
<
<
(
j
I
i
í
i
i
i
i
i
l
i
Gaspur í sjónvarpi
Frá Gunnlaugi M. Sigmundssyni:
Nýlega var fluttur í sjónvarpinu
umræðuþáttur sem fjalla átti um
vanda íslensks atvinnulífs. Efnið til
umfjöllunar er mikilvægt og margt
sem kryfja þarf. Það voru því von-
brigði að þátturinn var með afbrigð-
um lélegur. Þátttakendur voru þrír
auk stjórnanda. Dr. Pétur Blöndal
stærðfræðingur og frumkvöðull, Þór-
arinn Þórarinsson starfsmaður VSI
og starfsmaður hjá Eimskip. Eftir
þáttinn verður manni betur Ijóst hvað
gera verður miklar kröfur til þeirra
sem taka að sér þáttagerð í sjón-
varpi. Stjómendur verða ekki ein-
ungis að halda þátttakendum við
efnið heldur velja sér þátttakendur
með það í huga að viðkomandi hafi
eitthvað fram að færa. Dr. Pétur var
sá eini sem hafði eitthvað að segja
um mál sem við kom efni þáttarins.
Dr. Pétur er ætíð ferskur og frumleg-
ur í hugsun auk þess að þekkja vanda
íslensks atvinnulífs og nýsköpunar
af eigin raun. Það litla sem konan
frá Eimskipi sagði var í lagi en hún
Gagnasafn
Morgimbladsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
þagði reyndar mest allan tímann og
umsjónarmaður gætti þess ekki að
koma henni að heldur lét manninn
úr Garðastrætinu geisast um víðan
völl. Var með ólíkindum sú vella sem
ollið gat upp úr Þórami. Fæst af því
sem hann sagði kom í reynd umræðu-
efninu nokkuð við. Hvaða erindi átti
löng ræða Þórarins um verkfall
meinatækna eða „gamalla hjúkrun-
arfræðinga" inn í þessa umræðu. Eða
þá lýsing hans á meintum þrautum
forstjóra Ríkisspítalanna. Eða um-
fjöllunin um þingmenn. Allt sundur-
laust hjal út og suður. Eitt af því fáa
sem starfsmaður VSÍ hafði að segja
um vanda atvinnulífsins var að Hall-
dór Laxness hefði með Atómstöðinni
gert landsmenn andsnúna atvinnu-
rekendum. Þvílíkt og annað eins
bull. Þáttagerðarmenn verða að velja
fólk til þátttöku sem hefur raunveru-
lega reynslu af því efni sem fjalla á
um. Hvetjum dytti t.d. í hug að fá
embættismann úr stjómarráðinu til
að fjalla um stjómmálaviðhorfið?
Hvernig á maður að geta skilið vanda
atvinnulífsins í víðara samhengi sem
varið hefur starfsaldri sínum í að
þrefa við ASÍ um vaktaálag, kaffí-
tíma og launaprósentur?
Eg vona að við fáum að heyra
meira um atvinnumál og nýsköpun
frá dr. Pétri. Það er alltaf gaman
að hlusta á greinda menn. En í öllum
bænum hlífíð þjóðinni við uppþembd-
um göspurum og amatörum í sjón-
varpinu. Fjölskylduboð verða áfram
að vera vettvangur slíkra manna til
að viðra skoðanir sínar.
GUNNLAUGUR M.
SIGMUNDSSON,
Þverárseli 20,
Reykjavík.
YELVAKANDI
30 ÓSKILADÝR í
KATTHOLTI
SIGRÍÐUR í Kattholti bað Vel-
vakanda að koma á framfæri
fyrir sig að hún ætlar að vera
í Kattholti í dag, laugardag, og
taka á móti fólki sem vill koma
og leita að köttunum sínum.
í Kattholti eru nú um 30 kett-
ir og hafa sumir hveijir verið
þar mjög lengi. Biður hún nú
alla þá sem týnt hafa köttum
að koma við í Kattholti á laugar-
daginn og athuga vort þeir
kannist við einhver dýr. Húsið
verður opið frá kl. 14-16.
Einnig langar Sigríði að
þakka þeim hjónum, .Helgu
Finnsdóttur dýralækni og Sig-
urði Erni Hanssyni, fyrir hvað
þau brugðust fljótt við þegar
hún hringdi til þeirra snemma
morguns í leit að aðstoð.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Hjól tapaðist
BLÁTT 26“ fjallahjól, 21 gírs,
með svörtum yrjum, af gerðinni
Icefox, tapaðist frá íþróttahús-
inu við Kaplakrika sl. miðviku-
dag. Upplýsingar í síma 654653.
Fundarlaun.
Týnt veski
SVART peningaveski merkt ís-
landsbanka tapaðist í Tjamar-
bíói á skemmtun Söngsmiðjunn-
ar. í veskinu voru öll skilríki.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 611865.
Úr tapaðist
ÚR MEÐ leðuról, grænni skífu
og hvítum stöfum og vísum tap-
aðist sl. laugardag, sennilega í
nágrenni Elliðaárhólmans eða á
Bústaðavegi. Finnandi er beðinn
að hafa samband í síma 36846
eftir kl. 18.
Gleraugu töpuðust
GYLLT kvenmannsgleraugu
með gylltri festi töpuðust í eða
við Neskirkju sl. sunnudag.
Einnig er mögulegt að þau hafí
týnst á leiðinni frá kirkjunni upp
á Hagamel og að Reynimel 88.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 21598.
Barnaarmband tapaðist
BARNAAMBAND úr gulli með
plötu sem á stendur Jason og á
bakhlið 28.01. ’90 tapaðist fyrir
nokkru. Armbandið hefur mikið
tilfínningalegt gildi fyrir eigand-
ann. Finnandi vinsamlega hringi
í síma 611273 eða vinnusíma
813277. Fundarlaun. Fanney.
Seðlaveski tapaðist
SVART seðlaveski, merkt ís-
landsbanka, tapaðist að kvöldi
mánudagins 25. apríl sl. við
Klukkuberg 16, Skátaheimilið,
eða við Bæjarhraun 2 í Hafnar-
firði. Litlir sem engir peningar
voru í veski, en öll skilríki, ávís-
anahefti og greiðslukort.
Greiðslukortin og ávísanablöðin
hafa verið ógilt. Skilvís finnandi
vinsamlega hafi samband í síma
654513 eða komi veskinu á lög-
reglustöð.
GÆLUDÝR
Týndur högni
SVARTUR högni með hvítar
loppur og bringu, rúmlega árs-
gamall, tapaðist frá Gunnars-
braut þriðjudaginn 26. þ.m.
Hann er eyrnamerktur R-3102.
Fólk í Norðurmýri er beðið að
athuga í bílskúrum og kjöllurum
eftir honum. Geti einhver gefið
uppl. um hann vinsamlega
hringið í síma 614008.
Týndur köttur
GULUR ómerktur högni tapað-
ist frá Leifsgötu sl. helgi. Þeir
sem hafa orðið ferða hans varir
eru beðnir að láta vita í síma
15616
Margt
smátt gerir
eitt stórt
Frá Sr. Sigurði Jónssyni:
. í liðinni viku knúði neyðin
dyra hér í sveitinni, eins og fram
hefur komið í fréttum, þegar
bærinn í Svínhaga á Rangárvöll-
um brann til kaldra kola. Giftu-
samleg björgun húsmóðurinnar
ásamt tveimur börnum hennar
gerði okkur öllum rórra um sinn.
Eignatjón er alltaf bætanlegt á
einhvern hátt, þótt tilfinnanlegt
sé. En manntjón verður aldrei
bætt. Guði sé því lof, að ekki fór
verr.
En fjölskyldan í Svínhaga
stendur uppi allslaus. Engu af
eigum hennar varð bjargað úr
eldinum, svo brátt bar hann að.
Að vonum er velviljað fólk, nær
og fjær, boðið og búið að leggja
lið og rétta fram hjálparhönd.
Góðir grannar hafa reitt til hús-
næði til bráðabirgða, fatnaður
hefur borist úr ýmsum áttum
og opnaður hefur verið söfnun-
arreikningur í Búnaðarbankan-
um á Hellu. Númer hans er
0308-26-4455.
Ég vil með bréfí þessu skora
á alla þá, sem tök hafa á, að
leggja þessari söfnun lið með
fjárframlagi. Með því munu drög
verða lögð að bjartari framtíð
fólksins í Svínhaga. Þar mun og
sannast hið gamalkveðna, að
margt smátt gerir eitt stórt.
Með óskum um gleðilegt sumar.
SIGURÐUR JÓNSSON,
sóknarprestur,
Odda.
LEIÐRÉTTINGAR
Nafn misritaðist
í frétt um endumýjun Fáskrúðar-
bakkakirkju í Miklaholtshreppi sl.
miðvikudag var rangt farið með nafn
Kristjönu Bjömsdóttur móður systr-
anna Ingveldar og Ástu Láru Jó-
hannsdætra. Einnig var Gústav
ívarsson, Söðulsholti, rangtitlaður en
hann er trésmíðameistari. Morgun-
blaðið biður hlutaðeigendur velvirð-
ingar á þessum mistökum.
8 tónleikar
í frétt á bls. 10 í Morgunblaðinu
í gær segir í tilefni tónleika Kórs
Lanholtskirkju, sem eru í dag, að í
utanferð kórsins muni kórinn halda
tvenna tónleika með íslenzkri tónlist
og eina með H-moll messu Bachs.
Hið rétta er að tónleikarnir með ís-
lenzkri tónlist verða 7 talsins, þannig
að samtals heldur kórinn 8 tónleika
í ferðinni. Beðizt er velvirðingar á
þessu.
Bassinn lifir
í minningargrein um Jóstein Konr-
áðsson á blaðsíðu 36 í Morgunblaðinu
í gær var því haldið fram að með
fráfalli Jósteins hefði þagnað „síð-
asta söngröddin úr Smárakvartett
Akureyrar". Þetta er ekki rétt.
Magnús Sigurjónsson, sem söng ann-
an bassa í þessum vinsæla kvartett,
lifir enn. Hann er 96 ára að aldri
og býr á Akureyri.
Kjölur fyrstur
í frétt Morgunblaðsins í gær af
strandi trillunnar Egils út af Kjalar-
nestöngum var sagt að björgunarbát-
urinn Jón E. Bergsveinsson hefði
komið fyrstur á staðinn. Hið rétta
er að björgunarsveitin Kjölur kom
fyrst á staðinn, 10 mínútum eftir að
tilkynnt var um strandið, en Jón E.
Bergsveinsson var hins vegar fyrri
til á staðinn af tveimur björgunarbát-
um Ingólfs í Reykjavík.
Kór Langholtskirkju
Tónleikar Kórs Langholtskirkju
verða í kirkjunni í dag og hefjast
þeir klukkan 17. í frétt um þá í blað-
inu í gær láðist að geta timans. Beð-
ist er velvirðingar á þvi.
hjáANDRESI
Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta.
Ný sending af jakkafötum, verð kr. 14.900 og 16.900.
s Ný sending af stökum buxum, verð frá kr. 2.900 - 5.900.
* Galla- og flauelsbuxur í úrvali, verð kr. 1.790 - 5.600.
VANDAÐUR FATNAÐUR Á GÓÐU VERÐI
Úrval sokkabuxna í yfirvídd.
HUDSON sM,b uxur
í yfirvídd í sérstöku stærðarkerfi.
» 20denkrep
*• 30denkrep
Nýtt! « GLAMOUR 20 den Lycra þrádur
HUDSON Á SOKKABUXUR SEM HENTA ÞÉR!
Davíd S. Jánsson 8 Co. h f . sími 91-24333