Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 48
siMnlmimislitRnÉl^catisi, 'pósthólf'soio''/ akureyki: hafnarstræti 85 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Eldur kviknaði í verksmiðju dótturfyrirtækis SÍF í Jonzac í Frakklandi Börðust við eld- inní 12 tíma ELDUR kviknaði í verksmiðju dótturfyrirtækis Söiusambands íslenskra fiskframleiðenda, Nord Morue í Jonzae í Frakklandi, um áttaleytið í fyrrakvöld að íslensk- um tima. Eldsupptök eru ekki ljós en að sögn Bjarna Sívertsen hjá SÍF er ekki unnt að gera sér nákvæma grein fyrir afleiðingum brunans sem stendur. Stóð slökkvistarf yfír í um hálfan sólarhring að hans sögn. Eldurinn kviknaði í eldri hluta verksmiðjunnar Eldurinn kviknaði í eldri hluta * erksmiðjunnar þar sem reykklefar, umbúðalager og kæligeymslur eru staðsettar. Tókst slökkviliði að forða kæligeymslunum frá skemmdum en eldurinn komst hvorki í vinnusali né skrifstofuhús- næði. Hætt er við að skemmdir á birgð- um geti verið talsverðar af völdum reyks og segir Bjarni að nákvæmar upplýsingar þar um liggi ekki fyrir fyrr en eftir helgi. Barist við eldinn SLÖKKVILIÐSMENN í Jonzak börðust við eldinn í Nord Morue í meira en hálfan sólarhring. Tókst þeim að forða kæli- geymslum frá skemmd- um en eldurinn komst hvorki í vinnslusali né skrifstof uhúsnæði. Sud-Ouest. Félags- ráðgjaf- ar semja FÉLAGSRÁÐGJAFAR undirrit- uðu nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg og ríkið í gær- kvöldi. Samningurinn er á þjóð- arsáttarnótunum að sögn for- manna beggja samningsaðila. Fé- lagsráðgjafar höfðu boðað verk- fall hjá þeim sem starfa hjá Reykjavíkurborg 2. maí, en verk- fallinu hefur nú verið aflýst. Félagsráðgjafar og samninga- nefndir ríkis og borgar hafa verið á samningafundum alla þessa viku og á áttunda tímanum í gærkvöldi var nýr kjarasamningur undirritaður eft- ir um 10 tíma samningafund. Kristjana Sigurðardóttir, formað- ur samninganefndar féiagsráðgjafa, vildi ekki segja annað um samning- inn en að hann byggðist á forsendum þjóðarsáttarsamninganna. Hún færðist undan því að svara spurningu um hvort hún væri ánægð með samn- inginn, en sagðist vera ákaflega óánægð með þá launapólitík sem rekin sé í landinu. Hún sagði að 50 félagsráðgjafar hefðu tæplega bol- magn til að bijótast út úr henni. Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagðist vera ánægður með að samningar skuli hafa náðst og verkfalli forðað. Hann sagði að samningurinn væri svipaður öðrum samningum sem gerðir hafa verið á síðustu mánuðum. Félagsráðgjafar taka afstöðu til samningsins eftir heigina. Enn einn árangurslaus fundur meinatækna og viðsemjenda Hlutur meínatækna úti á landi deiluefni ÞRIGGJA stunda samningafundi meinatækna og viðsemjenda þeirra lauk kl. 18 í gær. Edda Sóley Óskarsdóttir, formaður Meinatæknafé- lags íslands, sagði að meinatæknar í Reykjavík hefðu boðið hálftíma lengingu vinnudags í skiptum fyrir kjarabót í Reykjavík og á lands- byggðinni. Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að meinatæknum í Reykjavík hefði verið boðin launahækkun á þeirri forsendu að þeir hefðu dregist aftur úr sambærilegum stétt- um í launum. Engar forsendur væru hins vegar fyrir launahækkun meinatækna á Iandsbyggðinni, enda hefðu þeir ekki dregist aftur úr í launum. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Ovenjumikil sala var í verslunum ATVR ÓVENJUMIKIL sala var á áfengi í vinbúðum ÁTVR í gær. Þegar leið á daginn var víða troðið út úr dyrum. Nokkrir þættir eru tald- ir valda þessari iniklu sölu. í kvöld fer söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva fram, á morgun er 1. maí, í gær voru greiddar út barna- bætur og margir fengu greidd Iaun í gær. Jón Baldursson vann í París Eins og að verða meistari aftur JÓN Baldursson vann ein- menningsmót í brids sem lauk í París í gærkvöldi, en margir þekktustu bridsspilarar heims voru meðal þátttakenda. „Þetta er eins og að verða heimsmeistari aftur," sagði Jón Baldursson við Morgunblaðið. Mótið er haidið af Bridssambandi Evrópu og tryggingasamsteyp- unni Generali og er því Evrópu- mót í einmenningi og jafnframt óopinbert heimsmeistaramót. Jón náði forustunni í mótinu í annarri lotu af fjórum, en var í 2. sæti þegar lokalotan hófst í gær. Hann tók forustuna aftur í annarri umferð og hélt henni til loka þótt mjótt væri á mununum og aðeins munaði 2,5 stigum á honum og næsta manni. Þakkaði öllum makkerunum í einmenningi spilar hver þátt- takandi við alla hina keppend- urna. Jón sagði við Morgunblaðið að hann hann hefði náð ágætu sambandi við meðspilara sína í sögnum, og sjaldan lent í slæm- Jón Baldursson um samningum, en erfiðara hefði verið að forðast villurnar í vörn. Við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi flutti Jón ávarp og þakkaði sérstaklega öllum makk- erum sínum fyrir stórkostlega frammistöðu. Þátttakendur í mótinu voru alls 52 og var aðeins boðið þang- að spilurum sem hafa unnið heims-, Evrópu-, Ameríku- eða Asíumeistaratitil. Evrópubúar skipuðu efstu sætin. í öðru sæti varð Frakkinn Christian Mari og þriðji varð Jaan Westerhof, einn nýbakaðra heimsmeistara Hol- lendinga í sveitakeppni. Fjórði varð Roudinesco frá Frakklandi og í fimmta sæti varð Alfredo Versace frá Ítalíu og Brasilíu- maðurinn Gabriel Chagas varð í 6. sæti. Sigurvegari í kvenna- flokki varð Nicola Smith frá Bretlandi og Pitsi Flodqvist frá Svíþjóð varð í 2. sæti. „Það er langt síðan salan hefur verið svona mikil hjá okkur. Það var algerlega fullt út úr dyrum eft- ir klukkan 4,“ sagði Birgir Axels- son, útsölustjóri i vínbúðinni Heið- rúnu á Stuðlahálsi, stærstu búð ÁTVR. Hann sagði að sala væri að jafnaði mjög góð á föstudögum, en sala í gær hefði hins vegar verið mun meiri en á venjulegum föstu- degi. Hann var ekki kominn með sölutölur yfir daginn þegar Morgun- blaðið talaði við hann í gær. Mikilsalaábjór Sala í öðrum vínbúðum sem Morgunblaðið hafði samband við var alls staðar mikil, en sums stað- ar sögðu útsölustjórar að salan hefði ekki verið meiri en á venjuleg- um föstudegi. Sala á bjór virðist þó hafa verið áberandi mikil. Edda Sóley sagði að í upphafí viðræðnanna hefðu viðsemjendur lagt áherslu á að meinatæknar í Reykjavík bættu við sig hálftíma vinnu á dag, þ.e. 37,5 stunda vinnuvika yrði gerð að 40 stunda vinnuviku. Meinatæknar hefðu ekki fallist á þessa kröfu fyrr en ákveðið hefði verið að fara að henni til að greiða fyrir samningum í gær. Viðsemjendur hefðu hins veg- ar snúið við blaðinu og slegið á sáttahönd. Vinnuvika meinatækna á landsbyggðinni er 40 stundir. Hafa þungar áhyggjur Hvað afleiðingar verkfalls- aðgerðanna varðaði sagði Edda Sóley að meinatæknar gerðu sér fulla grein fyrir ástandinu á sjúkra- húsunum og hefðu þungar áhyggj- ur af því. Hún neitað því að starf- andi meinatæknar færu sér hægt í verkfallinu. „Við höfum unnið að allri nauðsynlegri bráðaþjónustu eins og okkur ber skylda til að gera. Það eru ekki nema fjórar manneskjur á vaktinni að degi til og ein á nóttu og kvöldin. Auðvitað er takmarkað hvað hver og einn kemst yfir að gera,“ sagði hún. Aðalfundur Meinatæknafélags íslands verður haldinn í dag kl. 15 í sal múrara við Síðumúla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.