Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 2

Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Utanríkisráðherra í blaðasamtali Alþýðuflokkur endur- skoðar afstöðu til ESB JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir í blaðaviðtali að Alþýðuflokkurinn muni taka afstöðu sína til Evrópusambands- ins til gagngerrar endurskoðunar á flokksþinginu sem haldið verð- ur i júní. Hann segist telja mögulegt að Islendingar gætu samið um aðild að Evrópusambandinu og haldið áfram fullum yfirráðum yfir fiskistofnum sínum. Haft er eftir Jóni Baldvin í News from Iceland, sem kom út í gær, að aðildarsamningar Nor- egs, Svíþjóðar og Finnlands við Evrópusambandið hafí breytt myndinni nægilega til að Islend- ingar þurfi að endurskoða afstöðu sína til aðildar að sambandinu. Hann bendir á að Evrópusam- bandið hafí, í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, viður- kennt sérstöðu Islendinga sem Spurt og svar- að um borg- armálefni í TILEFNI borgarstjórnar- kosninga, sem fram fara í lok maímánaðar, mun Morg- unblaðið gefa lesendum sín- um kost á að beina fyrir- spurnum til borgarstjórans í Reykjavík, Árna Sigfús- sonar, um hvaðeina í mál- efnum borgarinnar, sem þeir hafa áhuga á að spyij- ast fyrir um. Hefur borgar- stjóri fyrir sitt leyti sam- þykkt að svara þessum fyr- irspurnum. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt í síma 691100 á milli'kl. 11 og 12 árdegis frá mánudegi til föstudags og lagt spumingar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann og verða svörin birt nokkrum dögum síðar. Einnig má senda spumingar í bréfí til Morgunblaðsins. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang fyrirspyrjanda komi fram. í dag Ofbeldi Unglingar hafa framið margar alvarlegar árásir 16 Tap Landsvirkjun tapaði 3,2 milljörð- um á síðasta ári 17 Læknisfræði Unnið er að mótun samnorr- ænna vinnureglna við leit og greining erfðagalla 22 Leiðari Kosningar í Suður-Afríku 24 i-Bamg ► Böðvar Guðmundsson um ísl Ameríkubréf - Bjarki Jó- hannesson um bætt umhverfí í borgum - Rannsóknir: Sigurð- ur Greipsson um melgresi - Þórður í Skógum um safn- varðaför norður ær° ► Uppáhaldsmyndböndin Erlendur dómur um bók Ólafs Jóhanns - Ung finnsk listakona - Skúli áttræður - Tónleikar helgarinnar fískveiðiþjóðar. í aðildarsamning- um við Norðmenn hafí sambandið breytt reglum sínum til að tryggja hagsmuni þeirra. „Ráðherrann telur það mögu- legt að ísland gæti samið um að- ild en haldið allt að 100% yfírráð- um yfír fískveiðikvótum sínum,“ segir í News from Iceland. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg' Steingrímur hættir sem formaður „NÚ ÆTLA ég að afhenda Halldóri flokkinn," sagði Steingrímur Hermannsson að lokinni yfirlitsræðu sinni á miðstjórnarfundi framsóknarmanna í gær. Fundarmenn stóðu á fætur og þökkuðu Steingrími með langvinnu lófataki en Steingrímur og Halldór Ásgrímsson varaformaður flokksins tókust í hendur ________________ þegar Steingrimur afsalaði sér formennskunni í hendur Halldóri. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi Kosningar fari fram í haust vegna viðræðna við ESB STEINGRÍMUR Hermannsson lét af formennsku í Framsóknarflokkn- um á miðstjómarfundi í gær. Halldór Ásgrímsson varaformaður tók við formennsku fram að flokksþingi sem haldið verður í haust. í yfir- litsræðu sinni á fundinum í gær sagði Steingrímur að íslendingar stæðu nú á miklum tímamótum. Varaði hann mjög við aðild að Evrópusam- bandinu og sagði að ísland yrði þá aldrei annað en útkjálki. I ræðu sinni sagði Halldór Ásgrímsson að meginverkefnið framundan væri að ná samningum við Evrópusambandið og sagði eðlilegt við þessar aðstæður að kosningar færu fram á komandi hausti. í samtali við Halldór Ásgrímsson í Morgunblaðinu í dag segir hann m.a. að hann telji þá ákvörðun ranga að afnema skattafslátt gegn því að fólk leggi áhættufé í fyrirtæki. Ríkis- valdið verði að vera með hvetjandi aðgerðir til þess að koma atvinnulíf- inu á skrið og það verði m.a. gert með því að tryggja atvinnulífinu auk- ið fjármagn bæði frá einstaklingum og Íífeyrissjóðum, sem að hans mati eigi að vera skattfijálst. Sjá miðopnu: „Það skortir..“ og bls. 16: „Steingrímur..." Halldór sagði eitt mikilvægasta verkefni næstu mánaða vera að ganga til samninga við Evrópusam- bandið um framtíðarskipan í sam- skiptum Islendinga við það. Islend- ingar þyrftu að ná meira tollfrelsi á Evrópumarkaði. „Við þurfum jafn- framt að vinna að því að hafa áhrif innan Evrópusambandsins. Það get- um við gert bæði í gegnum norrænt samstarf og með því að fara fram á áheymaraðild og tillögurétt í þeim nefndum og ráðum sem skipta okkur mestu máli,“ sagði Halldór. Hann sagði líklegt að viðræðumar við ESB kæmust á skrið næsta haust og vet- ur og því væri eðlilegt að alþingis- kosningar færu fram í haust. Steingrímur Hermannsson sagði að Framsóknarflokkurinn ætti stóran hlut í framförum undanfarinna ára- tuga. Unnið hefði verið í anda bland- aðs hagkerfís og skapast hefði gott jafnvægi milli einkaframtaksins, samvinnuhreyfingar og ríkisvalds. „Ætíð sami framsóknarmaðurinn“ Steingrímur sagðist láta af for- mennsku þegar allt léki í lyndi innan Framsóknarflokksins og samstaða mikil innan flokksins. Hann sagðist hafa ákveðið að verða við hvatningu forsætisráðherra og viðskiptaráð- herra að sækja um starf seðlabanka- stjóra. „Ég vona svo sannarlega að ég geti unnið þarft starf, þar sem ég verð og það vil ég segja ykkur, að ég verð ætíð sami framsóknar- maðurinn,“ sagði Steingrímur. Lödur í lögsögnnni? „VIÐ reynum eftir fremsta megni að fylgjast með því hvort Rúss- amir losa sig við bilhræin innan 200 mílna lögsögu okkar, því þær sögur hafa heyrst að þeir hirði varahluti úr bílunum og hendi restinni í sjóinn," sagði Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við Morgunblaðið. Eins og kunnugt er af fréttum eru rússneskir sjómenn iðnir við að kaupa aflóga bíla hér á landi, oftast Lödur. Þær sögur hafa gengið að þeir hirði varahluti úr bílunum á heimstíminu og kasti hræunum svo í sjóinn. Eftirlitsflug „Við höfum beðið hafnarverði að láta okkur vita þegar rússnesk- ir togarar með svona bílafarma leggja úr höfn,“ sagði Helgi. „Við fljúgum svo yfír skipin og fylgj- umst með hvort hræin hverfa af dekkinu. Við höfum enn engar sannanir fyrir að bílum sé hent í sjóinn, en ætlum okkur að fylgj- ast með málinu áfram, því við kærum okkur lítið um slíkan ófögnuð innan efnahagslögsög- Friðrik Sophusson gagnrýnir skýrslu Ríkisendurskoðunar um SR-mjöl Alvarlegar áhyggjur af trú- verðugleika stofnunarinnar FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði á Alþingi i gær, að hann hefði alvarlegar áhyggjur af því að skyrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöIi væri svo illa unnin að hún gæti skaðað stofnunina stórlega. Það væri afar slæmt fyrir Alþingi sem þyrfti á því að haida að Ríkisendurskoðun starfi þannig að um trúverð- ugleika sé að ræða hjá stofnuninni. Óskað eftir endur- upptöku SR-málsins RÍKISLÖGMAÐUR, Gunnlaugur Claessen, hefur óskað eftir því við Héraðsdóm að mál Haralds Haraldssonar í Andra gegn sjávarútvegsráð- herra og fleirum verði endurupptekið. Vill lögmaðurinn eiga kost á að leggja fram skýrslu Rikisendurskoðunar um söluna á hlutabréfum SR-mjöIs í málflutningi sínum fyrir dóminum. Gunnlaugur Claessen hrl. vill að grundvelli sömu sönnunargagna á málið verði tekið til munnlegs flutn- ings að nýju og þá aðeins um þennan afmarkaða þátt. Telur ríkislögmaður ekki fulinægjandi að leggja skýrslu Ríkisendurskoðunar eingöngu fyrir Hæstarétt og vill að dæmt verði á báðum dómstigum eftir því sem kost- ur sé. Þórunn Guðmundsdóttir hrl. og Aðalsteinn E. Jónasson hdl. hafa tekið undir ósk ríkislögmanns fyrir hönd sinna umbjóðenda. Friðrik sagði áhyggjur sínar stafa af því að hann hefði séð gögn sem lögð hefðu verið fram frá aðilum málsins. En á ríkisstjórnarfundi í gær voru lagðar fram greinargerðir frá Verðbréfamarkaði Islandsbanka hf., sem sá um söluna og frá söluhópi sjávarútvegsráðuneytisins. Friðrik sagðist ekki vilja fella dóm um það hvort skýrsla Ríkisendurskoðunar væri afleit eða ekki en mjög nauðsyn- legt væri að Alþingi fjallaði um þetta mál fýrir frestun, þar sem allur sann- leikurinn í málinu þyrfti að koma fram. Stuðningur dreginn til baka Ummæli Friðriks féllu í umræðu um frumvarp um að breyta Lyfja- verslun ríkisins í hlutafélag. Efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis hef- ur fjallað um frumvarpið og skilaði nefndin sameiginlegu áliti þar sem fallist var á frumvarpið. í gær kom hins vegar fram nýtt nefndarálit frá Kristínu Ástgeirsdóttur þingmanni Kvennalista og Steingrími J. Sigfús- syni þingmanni Alþýðubandalags, þar sem þau lýsa því yfir að þau dragi stuðning sinn við málið til baka. Vísa þau meðal annars til þess að reynslan af einkavæðingaráformum ríkis- stjómarinnar sé með þeim hætti að Alþingi hljóti að segja hingað og ekki lengra, og ríkisstjóminni beri að hætta við fyrirhuguð áform um frek- ari einkavæðingu. í því sambandi vitna þau til skýrslu Ríkisendurskoð- unar um söluna á SR-mjöli hf. en þar komi fram hörð gagnrýni á hvemig staðið hafí verið að þeim málum, auk þess sem þau mál séu nú fyrir dóm- stólum. Svavar Gestsson þingmaður Al- þýðubandalags mótmælti yfirlýsingu fjármálaráðherra og sagðist ekki telja hana smekklega nema fjármálaráð- herra hefði látið forseta Alþingis vita áður um þá skoðun sína að ríkisendur- skoðandi væri tæplega starfi sínu vaxinn. Ríkisendurskoðun heyrir beint undir Alþingi. Sjá bls. 26: „Ríkisendurskoðun dregur...“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.