Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 33 jfWeööur r a morgun r—^ ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukaffi Snæfellinga og Hnapp- dæla ettir messu. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Heimsókn barna og ung- linga frá Akranesi. Guðsþjónusta kl. 13.30. Athugið messutfmann. Lögreglumenn annast alla þjón- ustu messunnar. Hans M. Haf- steinsson lögreglumaður prédik- ar. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Fyrir altari þjóna fyrrum lögreglu- menn sr. Sigurður Kr. Sigurðsson, sr. Kjartan Orn Sigurbjörnsson og sr. Pálmi Matthíasson. Altaris- ganga. Kaffi á vegum eiginkvenna lögreglumanna eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir í þessa messu, sem helguð er málefnum lögreglunnar. DOMKIRKJAN: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syng- ur. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Athugið breyttan messu- tíma. Prestur sr. Halldór S. Grön- dal. Organisti Árni Arinbjarnar- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa með altarisgöngu kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Guðrún Hrund Harðardóttir leikur á lágfiðlu. Organisti Hörður Áskelsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng. Tón- leikar Listvinafélags Hallgríms- kirkju kl. 17. Jósef Ognibene leikur á horn og Hörður Áskelsson á orgel. Leikin verða barrokverk og frönsk orgeltónlist. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Orgel- og kórstjórn Pavel Mana- sek. Sr. Helga Soffía Konráðsdótt- ir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Kór- skóla Langholtskirkju sér um söng og hljóðfæraleik. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Bjöllusveit, drengjakór og Kór Laugarneskirkju taka þátt í mess- unni, sem verður síðasta messa sóknarprestsins að sinni. Sr. Jón D. Hróbjartsson. NESKIRKJA: Árlegt ferðalag barnastarfsins í dag. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 11. Farið verður í Kaldársel, grillað og skemmt sér við leik og störf. Guðsþjónusta kl. 11. Athugið breyttan tíma. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Ingólfur Guð- mundsson. Ræðuefni: „Sá sem hefur tvö störf..." Barnastarf á sama tíma. ÁRBÆJARKIRKJA: Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Barnakórinn syngur stól- vers, Helga Þórarinsdóttir leikur á lágfiðlu. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Lok barna- starfsins, barnakórarnir syngja. Guðspjall dagsins: (Jóh. 16.) Sending heil- ags anda. Guðsþjónusta ísfirðingafélagsins í Reykjavík kl. 14. Prestur er sr. Örn Bárður Jónsson. Organisti Daníel Jónasson. Vorferðalag barnastarfsins, brottför frá Breið- holtskirkju kl. 13.30. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Barnaguðsþjónsta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram og Ágústs Steindórsson- ar. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutfma. Hilmar Guðlaugsson Grafarvogsbúi prédikar. Organisti Ólafur Finnsson. Barnakór Graf- arvogs syngur við guðsþjónustu í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, kl. 14 undir stjórn Sigurbjargar Helga- dóttur organista. Sr. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson. Kór Hjallakirkju syngur. Aðalheiður Magnúsdóttir syngur stólvers. Organisti Oddný J. Þor- steinsdóttir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Organisti Örn Falkner. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Rvík: Guðsþjónusta kl. 11. Skaftfellingakórinn syngur vorlög í byrjun guðsþjónustunnar. Stjórnandi Violeta Smid. Organisti Pavel Smid. Skráning í vorferðalag barnanna 8. maístenduryfir í síma 14579. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. SÍK, KFUM og KFUK, KSH: Sam- koma kl. 20 í Kristniboðssalnum. „Uppvaktir með Kristi" (Kól. 3,1). Sr. Sigurður Pálsson prédikar. Upphafsorð hefur Árni Geir Jóns- son. Munið samkomur 7. og 8. maí með gestum frá Norðurlönd- unum. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelf- ía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mik Fitzgerald. Barnasamkoma á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgun- arsamkoma og sunnudagaskóli kl. 11. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Brigader Ingibjörg og Óskar Jóns- son stjórna og tala á samkomum dagsins. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. VEGURINN, kristið samfélag: Fjölskyldusamvera kl. 11. Almenn samkoma kl. 20. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Kirkjukórinn syng- ur undir stjórn Veru Gulázsiová, organista safnaðarins. Kaffiveit- ingareftir messu. Þórsteinn Ragn- arsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Jón Þorsteinsson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Nemendur úr Álftanes- skóla og Félag heyrnarlausra taka þátt í athöfninni. Bragi Friðriks- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Gunn- þór Ingason. VÍÐISTAÐASÓKN: Laugardag: Vorferð barnastarfsins kl. 10. Komið heim kl. 13. Sunnudag: Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13. Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víðistaðakirkju syngur. Organisti Úlrik Ólason. Ólafur Jó- hannsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Sr. Ein- ar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 árd. Stund fyrir börnin í upphafi, sem síðan fara yfir í safnaðarheimilið. Guð- rún Ölafsdóttir, formaður Verka- kvennafélags Keflavíkur og ná- grennis, og Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis, lesa lexíu og pistil dags- ins. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti og söngstjóri Einar Örn Einarsson. Prestarnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir messuna. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 11. Aðalfundur safnaðarins verður haldinn í kirkjunni mánudag kl. 20. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Fermdur verður Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Reykjabraut 14, Þor- lákshöfn. Altarisganga. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Ólafsvallakirkju á Skeiðum kl. 14. Guðsþjónusta á Blesastöðum á eftir. Sóknarprest- ur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um. Almenn guðsþjónusta kl. 10 og sunnudagaskóli á baráttudegi verkalýðsins. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga flytja ritningar- lestra. Heitt á könnunni að messu lokinni. Unglingafundur KFUM og K kl. 20.30. HVAMMSTANGAKIRKJA: Barna- samvera kl. 11 í umsjá Lauru Ann- Howser barnafræðara. Hafinn verður undirbúningur að vorferða- lagi sunnudagaskólans, sem verð- ur í maí. Kristján Björnsson. MELSTAÐAKIRKJA í Miðfirði: Fermingarmessa kl. 11. Fermd verða börn úr Staðarbakka-, Mel- staðar-, Hvammstanga- og Tjarn- arsókn. Kristján Björnsson. AKRANESKIRKJA: Vorferð barna- starfsins til Reykjavíkur kl. 9. Barnastarf Bústaðakirkju heim- sótt. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Ferming- arguðsþjónusta í Akrakirkju kl. 10.30. Fermingarguðsþjónusta í Álftaneskirkju kl. 13. Sóknarprest- ur. Aðalfundur Borgarnessafnað- ar verður haldinn í Samkomuhús- inu miðvikudaginn 4. maí nk. kl. 20.30. Sóknarnefnd. Minning Astrún Jónsdóttir frá Brúnastöðum Fædd 20. mars 1938 Dáin 1. apríl 1994 Laugardaginn 16. apríl var jarð- sungin frá Bessastaðakirkju systir mín Ástrún Jónsdóttir, að viðstöddu miklu fjölmenni. Það var yndislegt veður, sólin sendi hlýja geisla sína og það var vorilmur í lofti. Þetta átti svo vel við hana Rúnu, það fylgdi henni alltaf svo mikil hlýja og birta. Hún var öllum svo kær, sem hana þekktu, sannur vinur vina sinna. Það var að kvöldi föstudagsins langa, að Haukur mágur minn hringdi og flutti mér þá sorgarfrétt að hún Rúna væri dáin. Hún Rúna, sem við elskuðum og virtum svo mikið. Kallið kom alltof snemma. Hún hafði átt við veikindi að stríða síðastliðið ár, en hver heldur ekki í vonina um bata, það gerði ég, fram á síðasta dag, og var farin að hlakka til endurfundar að sumri. Þegar ég lít til baka hrannast upp minningar frá bernskuárum okkar systra, þegar við vorum litlar telpur á Brúnastöðum. Minningar um leik og starf, gleði og sorg. Minningar, sem við áttum einar og enginn getur tekið frá okkur. Minn- ingar um Fljótin okkar, þessa fal- legu sveit, sem okkur þótti svo vænt um og varð svo tíðrætt um, þegar við hittumst. Um fólkið, sem var okkur samtíða, svo samhent sem ein stór fjölskylda. Á veturna, þegar Fljótin, með öllu sínu litrófi, nánast hurfu í snjó og engum var fært nema fuglinum fljúgandi, tókum við fram skíðin okkar og brunuðum niður brekk- urnar. Sumrin í Fljótunum voru hrein Paradís. Við systurnar áttum okkur bú, með hornum, leggjum og fallega rósóttum glerbrotum. Á þau settum við brúnar kökur skreyttar sóleyjum og fíflum, og efa ég ekki, að þar steig Rúna sín fyrstu spor í matargerðarlist. Leggina höfðum við fyrir hesta, og þeyttumst á þeim um holt og hæðir. Rétt við túnfót- inn var allt þakið bláberjalyngi með gómsætum aðalblábeijum. Þar und- um við okkur og tíndum í föturnar okkar, eða bara í þetta botnlausa ílát. Við vissum upp á hár hvar mestu berin var að finna og áttum okkur sérstakar beijalautir. Besti silungur í heimi, sem Rúna fékk, var úr Miklavatni og var allt- af reynt að hafa hann á borðum, þegar hún kom í heimsókn. Hún var íjórum árum eldri en ég og er mér ekki grunlaust um að stundum hafi henni leiðst að hafa þessa ærslafullu, litlu systur sína alltaf á hælunum, en hún hafði alveg ein- staka þolinmæði. Rúna var ekki langskólagengin, eftir barnaskóla fór hún í Gagn- fræðaskólann á Siglufirði og einn vetur í Húsmæðraskólann á Blöndu- ósi, síðan lá leiðin suður. Fyrir tæp- um 35 árum hitti hún draumaprins- inn sinn, Hauk Dór myndlistar- mann. Þau gengu í hjónaband og héldust í hendur gegnum súrt og sætt. Ævintýraþráin togaði í þessi ungu hjón. Þau bjuggu erlendis um nokkur ár við nám og störf. Þegar heim kom fundu þau sér lítið, lágreist hús, Marbakka. Það var hlaðið úr steini með fallega bláu þaki. Nú var brett upp ermum. Það var byggt, breytt og bætt og þegar upp var staðið líktist það litlu ævin- týrahúsi jafnt utan sem innan. Veggir og borð piýdd listaverkum unnum af þeim hjónum og ljósin á kertunum hennar Rúnu, sem hún byijaði að steypa í eldhúsinu sínu, vörpuðu rómantískri birtu um húsið og allt varð svo notalegt. Ekki spillti ilmurinn úr eldhúsinu, hann var svo lokkandi. Rúna var alveg frábær kokkur, allur matur hjá henni var veislumatur, listilega fram borinn, og enginn gat sest með sútarsvip að matborðinu hennar. Að Mar- bakka var notalegt að koma, þang- að kom ég oftast af þeim stöðum, sem þau bjuggu á. Þar fæddist hugmyndin að kertunum hennar Rúnu og leirinn hjá Hauki tók á sig nýja mynd og breyttist í fal- lega, nytsama hluti. En brátt varð húsið of lítið. Þau réðust í að byggja sér hús á Arnarnesi og völdu sér annan sjávarbakka, með einstak- lega fallegu útsýni. Þau stöldruðu þó ekki lengi við þar og einn góðan veðurdag pökkuðu þau saman, seldu húsið og héldu á önnur mið. Þau dvöldu í Bandaríkjunum í nokkur ár og fluttu þaðan til Dan- merkur. Á Norður-Sjálandi komu þau auga á gamlan, úr sér genginn herragarð. Hann urðu þau að eign- ast og teningunum var kastað. Þau festu kaup á þessum gamla garði, breyttu honum, eins og hendi væri veifað, í glæsilegan veitingastað. Þar nutu gestir góðra veitinga, sem Rúna og Haukur höfðu veg og vanda af. Eftir tvö erilsöm ár hættu þau veitingarekstri og fluttu inn til Kaupmannahafnar, þar átti Rúna sitt síðasta heimili. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau ættleiddu tvær falleg- ar stúlkur frá Suður-Kóreu, Tinnu 1973 og Tönju 1975. Þær eignuð- ust góða foreldra, sem vöfðu þær umhyggju og ástúð. Eg minnist systur minnar sem glæsilegrar konu með fallegt bros, sem yljaði manni um hjartarætur. Hún var orðvör, en glettin, eilítið dul og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Mér er efst í huga síðasta heim- sókn hennar til mín norður í Skaga- íjörð. Við áttum saman notalega kvöldstund hjá móður okkar á Hólmagrundinnr. Daginn eftir heimsóttum við Fljótin og nutum þess að eiga góðan dag með ætt- ingjum. Þetta var síðasta ferð okk- ar systra saman í fallegu sveitina okkar. Rúna mín, ég þakka þér alla elsku og hlýju, sem þú veittir mér og fjölskyldu minni. Elsku Haukur, Tinna og Tanja. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og hugga um ókomin ár. Jóna Jónsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælis- fréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegasl er að fá greinarnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.