Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 4

Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 íslandsbanki Æfingn frestað ÖRYGGISÆFINGU, sem vera átti eftir lokun í útibúi íslandsbanka við Suðurlandsbraut í fyrrakvöld, var frestað þegar vart varð ferða fréttamanns og myndatökumanna á Stöð 2 fyrir utan bygginguna. Að sögn Sigurveigar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ísiandsbanka, eru öryggisæfingar sem þessi gerðar í útibúum bankans á nokkurra mán- aða fresti. Sigurveig segir að þegar æfingin hafí um það bil verið að heflast hafí menn orðið varir við fréttamanninn n þess að vita hvað hann væri að gera á staðnum. Hún segir augljóst að ekki sé hægt að vera með svona æfíngu að viðstöddu Qölmiðlafólki þar sem óviðkomandi megi ekki vita í hveiju öryggisráð- stafanir bankans séu fólgnar. Þess vegna hafí æfíngunni verið frestað. Stöð 2 var í fyrrakvöld með frétt um gengi hlutabréfa bankans og var útibú hans við Suðurlandsbraut bak- grunnur í hluta fréttarinnar. Morgunblaðið/Gísli Þór Lokaæfingin SIGRÍÐUR Beinteinsdóttir og bakraddasöngvararnir fimm á lokaæfingu í Dyflinni gær. Nætur á SVlðll Dyflinni ÍSLENSKI hópurinn í Dyflinni stígur á svið í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva _ í Evrópu i kvöld. Framlagi íslands að þessu sinni, laginu Nóttum eftir Frið- rik Karlsson, við texta Stefáns Hilmarssonar, hefur verið spáð ágætu gengi í veðbönkum Ira og Breta, en samkvæmt fregnum frá Svíþjóð hafa menn þar minni trú á laginu og telja að það verði ekki á meðal tíu efstu. Bein útsending Ríkissjónvarps- ins frá keppninni hefst kl. 19 í kvöld. Sigríður Beinteinsdóttir og bakraddasöngvaramir fimm eru fimmtu í röðinni, á eftir Svíum, Finnum, írlandi og Kýpur. „Ég get engu spáð um úrslitin, en vona að við verðum sátt við okkar,“ sagði Sigríður í samtali við Morgunblað- ið. Hún kvaðst ekki veðja á eitt lag öðrum fremur, en átti þó von á að pólska söngkonan yrði framarlega. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 30. APRIL YFIRLIT: Yfir A-Grænlandi er 1.025 mb hæð og fró henni hæöarhrygggr suður um island og hreyfist hann hægt austur. 500 km suður af landinu er 1.008 mb lægð sem eyðÍ8t. 700 km suður af Hvarfi er 970 mb viöáttumikil lægð sem þokast norður. SPÁ: Austan- eða suðaustanátt, 3 til 5 vindstig. Þykknar upp á Suður- og Vestur- landi og litils háttar súld eða rigning síðdegis. Norðan- og austanlands verður lótt- skýjað. Hiti á bilinu 3 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Suðaustanátt, nokkur strekkingur suðvestanlands en hægari annars staðar. Skýjað um allt land og rigning um landið sunnanvert. Hiti 4 til 10 8tig. HORFUR Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Hæg suðaustiæg eða breytileg átt og skýjað um mest allt land. Dálltil súid með suður- og austurströndinnl en annars þurrt. Áfram hlýtt. 04 ^ A Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r r r * / * *** f f * f * * f f f f * / *** Rigning Slydda Snjókoma V ^ v Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjðður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka ítig-. FÆRÐA VEGUM: Greiöfært er yfirleitt á öllum aöalþjóðvegum á landinu, en einkum á Norður- og Norðausturlandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 81 línu 99-8315. (Kl. 17.30 ígeer) hálkublottir eru víða, -631500 og í grænni Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær hiti UM HEIM að ísl. tíma veður Akureyri 2 heiðsklrt Reykjavfk 5 hálfskýjað Björgvfn 8 rigningogsúld Helsinki 15 skýjað Kaupmannahöfn 17 þokumóða Narssarssuaq 6 skýjað Nuuk 5 skýjað Ósló 17 skýjað Stokkhólmur vantar Þórshöfn 2 rigning Algarve vantar Amsterdam 20 skýjað Barcelona 20 léttskýjað Berlfn 18 skýjað Chicago 7 skýjað Feneyjar 22 heiðskírt Frankfurt 23 léttskýjað Glasgow 12 skýjað Hamborg 18 léttskýjað London 22 skýjað LosAngeles 11 léttskýjað Lúxemborg 22 léttskýjað Madrid 24 heiðskirt Malaga 21 heiðskirt Mallorca 21 léttskýjað Montreal 6 aiskýjað New York 9 alskýjað Orlando 21 léttskýjað París 24 skýjað Madelra 24 skýjað Róm 22 hálfskýjað Vfn 22 léttskýjað Washington 16 alskýjað Winnípeg vantar Bernard Granotier í 20 daga gæsluvarðhald Vildi ekki tjá sig um sakarefnið BERNARD Granotier. sem grunaður er um að hafa kveikt í húsi Ba- há’í-trúfélagsins, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í 20 daga. Hann kaus að tjá sig ekki um sakarefnið fyrir dómi. Rannsóknarlög- regla ríkisins gerði kröfu um að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarð- hald í 45 daga vegna rannsóknar máisins og að auki gert að sæta geðheilbrigðisrannsókn. Þá kröfu tók dómari ekki til greina. Morgunblaðið/Júlíus Rannsóknarlögreglumenn að störfum við kofann við Elliðavatn þar sem Granotier hafðist við. Bernard Granoti- er, sem var handtek- inn í kofa við Elliða- vatn í gær og dvalist hefur hér í tvö ár, hefur tvívegis verið dæmdur fyrir íkveikjur í heima- landi sínu, Frakk- landi, þar sem hann strauk undan sér- stöku eftirliti og hélt til Noregs árið 1987. Þar hlaut hann árið 1992 dóm fyrir ónæði og ógnanir í garð konu og hótanir í garð opinbers starfsmanns. Var vísað frá en ekki bannað að koma til Norðurlanda í kjölfarið var honum vísað frá Noregi en þeirri brottvísun virðist ekki hafa fylgt endurkomubann til Noregs og annarra Norðurlanda, að sögn Jóhanns Jóhannssonar hjá út- lendingaeftirlitinu, þar sem manninn er ekki að finna á skrá yfir þá sem settir hafa verið í slíkt bann. Við komu til landsins var maður- inn með fullgild ferðaskilríki sem tekin eru gild hér á landi; franskt nafnskírteini en ekki vegabréf. Hann hefur síðar haft dvalarleyfí hér á landi. Formaður FÍA um dóm Hæstaréttar Kemur mönnum verulega á óvart ATVINNUFLUGMENNþurfaaðendurskoðaafstöðusínatilþessaðfljúga til þeirra flugvalla sem eru illa búnir tækjum, að sögn formanns Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Einnig þurfa þeir að endurskoða hvaða upplýsingar þeir veita við gerð slysarannsóknaskýrslna. Flugmenn munu efna til fundar vegna nýlegs dóms Hæstaréttar í máli flugmanns sem lenti flugvél utan brautar í Ólafsfirði. „Dómurinn kemur okkur mjög á óvart,“ sagði Tryggvi Baldursson, formaður Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, um dóm Hæstaréttar. „Við munum halda félagsfund, þar sem þessi mál verða rædd, og athuga réttarstöðu okkar gagnvart skýrsl- ugjöf og ákæruvaldinu.“ Endurskoða skýrslugjöf Tryggvi segir að flugmönnum sé nú gert að fljúga á nokkra flugvelli sem eru vanbúnir tækjum. „Auðvitað vildum við að allir vellir væru sem best búnir, en veruleikinn er annar. Okkur er gert að fljúga við alskonar aðstæður, en við hljótum að endur- skoða það í Ijósi dómsins.“ Tryggvi segir að eftir óhöpp sé gerð slysarannsóknaskýrsla, sem sé fyrst og fremst hugsuð til að koma í veg fyrir að óhöpp endurtaki sig. „Þegar upplýsingar sem fiugmaður gefur til* að forða endurteknum óhöppum eru notaðar sem grundvöll- ur ákæru og síðan sakfellingar, þá hljótum við að íhuga í framtíðinni að gefa einungis láginarksupplýsing- ar við skýrslutöku og þá aðeins í viðurvist lögmanns okkar.“ I I I 1 I i I 1 I I I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.