Morgunblaðið - 03.05.1994, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994
I-
Morgunblaðið/Sverrir
Útför Hans G. Andersen
ÚTFÖR Hans G. Andersen, sendiherra, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Bragi Friðriks-
son jarðsöng, Dómkirkjukórinn söng við athöfnina, Gunnar Kvaran lék á selló og Elísabet Waage söng
einsöng. Samstarfsmenn hins látna úr utanríkisþjónustunni báru kistuna úr kirkju, en þeir voru Róbert
Trausti Árnason, ráðuneytisstjóri, Hörður H. Bjarnason, prótókolstjóri, Sveinn Björnsson, forsetaritari,
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, Pétur Thorsteinsson, sendifulltrúi, Guðmundur Eiríksson, sendi-
herra, Helgi Gíslason, sendifulltrúi, og Benedikt Jónsson, sendifulltrúi.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 3. MAI
YFIRLIT: Skammt noröaustur af landinu er 1005 mb lægð sem hreyfist norðaust-
ur. Yfir suövestanverðu Grænlandshafi er 999 mb lægð sem grynnist. Langt suður
í hafi er vaxandi 990 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur.
SPÁ: Suðaustan kaldi eða stinningskaldi ó landinu. Léttskýjað norðanlands en
skýjað með suður og austur ströndinni. Þar verða skúrir og siðar rigning eða súld.
Með vesturströndinni verða einnig skúrir. Hiti á bilinu 6 til 12 stiga víöast hvar
að deginum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Fremur hæg austlæg átt. Súld eða rining víðasi hvar
um landið austanvert en skýjað með köflum vestanlands. Hiti verður á bilinu 7 —
HORFUR Á FIMMTUDAG: Nokkuð hvöss austan átt. Suðaustanlands verður súld,
rigning sunnan til ó Suðvesturlandi en annars skýjað með köflum. Afram verður
HORFUR Á FÖSTUDAG: Nokkuð hvöes austanótt norðan til á landinu en hœg-
ari suðlæg átt sunnan til. Súld eða rigning víöast hvar. Áfram veröur hlýtt íveðri.
O <Sk
Heiðskirt Léttskýjaö
/ / / * / *
/ / * /
f f f f * /
Rigning Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skýjað
V $
Skúrír Slydduél
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og f|aðrimar vindstyrk,
Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.^
* 10° Hitastig
V V Súld
Él = Þoka
j
FÆRÐA VEGUM: (Kt. 17.30 ígær)
Vegir á landinu eru greiðfærir. Nú er hafinn vormokstur á nokkrum vegum, sem
yfirleitt eru lokaðir allan veturinn. Má þar nefna Strandveg á milli Bjarnarfjarðar
og Trékyllisvíkur. Þá er Snæfjallastrandarvegur, fyrir Kaldalón orðinn fær og sama
er að segja um Vestfjarðaveg á milli Reykhólasveitar og Vatnsfjarðar, hann et einn-
ig orðinn fær en vegna aurbleytu er umferð um hann fyrst um slnn miðuð við litla
bíla. Verið er að moka veginn yfir Eyrarfjall í isafjarðardjúpi.
Upplýsingar um færð eru velttar hjá Vegaeftlrllti í síma 91-631500 og f grænni
línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavík
hiti veður
9 skýjað
7 skýjað
Bergen 9 léttskýjaö
Heleinki 7 hétfskýjað
Kaupmannahöfn 13 léttskýjað
Narssaresuaq 2 snjókoma
Nuuk +2 snjóél
Óaló 12 léttskýjað
Stokkhólmur 9 léttskýjað
Þórshöfn 8 léttakýjað
Algarve 24 léttskýjað
Amslerdam 11 léttskýjað
Barcelona 21 Iétt8kýjað
Berlín 13 léttskýjað
Chicago 6 heiðskirt
Feneyjar 19 heiðskírt
Frankfurt 14 léttskýjað
Glasgow 14 alskýjað
Hamborg 12 léttskýjað
Landon 15 skýjað
Los Angeles 13 alskýjað
Lúxemborg 15 heiðskírt
Madríd 28 skýjað
Malaga 22 léttskýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Montreal 5 léttskýjað
New York 9 léttskýjað
Orlando 23 þokumóða
Parla 17 skýjað
Madelra 20 hálfskýjað
Róm 19 þokumóða
Vín 12 alskýjað
Washington 9 léttskýjað
Winnipeg 2 heiðskfrt
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspé kl. 16.30 (gær)
v
íDAG kl. 12.00
Ólafur G. Einarsson menntamálaráð-
herra um byggingarmál Þjóðminiasafnsins
Byggt verði sýning-
arhús við Suðurgötu
ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra segist vilja að sú stefna
verði mörkuð að byggt verði nýtt sýningarhús fyrir Þjóðminjasafnið
og að í núverandi húsakynnum safnsins verði eingöngu skrifstofur
°g geymslur. Hann segir að endurbætur á núverandi húsakynnum
safnsins og bygging sýningarhúss kosti uni einn milljarð króna.
Byggingarnefnd Þjóðminjasafns-
ins hefur sett fram þijá kosti varð-
andi framtíðaruppbyggingu safnsins.
Fyrsti kosturinn er að byggja nýtt
hús undir skrifstofur Þjóðminja-
safnsins og nota gamla húsið áfram
undir sýningar. Annar kosturinn er
að byggja sérstakt sýningarhús og
nota gmala húsið undir skrifstofur,
geymslur og fleira. Þriðji kosturinn
er að semja við Háskólann um að fá
Félagsstofnun stúdenta og Gamla
garð til afnota fyrir Þjóðminjasafnið.
Olafur G. sagðist þegar vera búinn
að útiloka síðasta kostinn. „Ég spái
því að annað hvort verði mörkuð sú
stefna að byggja nýtt sýningarhús
eða nýbygging fyrir skrifstofur,
geymslur og fleira. Ég hallast að
sýningarhúsi," sagði menntamála-
ráðherra.
Taiað er um að nýtt sýningarhús
vérði byggt vestan Suðurgötu, við
hlið eða suður af Þjóðarbókhlöðu.
Háskólinn á lóðina sem um ræðir,
en stjórnendur skólans hafa tekið vel
í hugmyndir um að Þjóðminjasafnið
fái hana.
Fyrri tillögur lagðar til hliðar
Fyrri byggingarnefnd setti fram
tillögur árið 1990 um að byggja við
Þjóðminjasafnið á lóð safnsins. Hluti
nýbyggingarinnar átti að vera neðan-
jarðar. Ólafur G. sagði að þessar
hugmyndir hafi nú verið lagðar til
hliðar. Hann sagði að ýmsar ástæður
séu fyrir því, m.a. að erfitt sé með
aðkomu að safninu.
„Ég lít á þetta sem mjög mikil-
vægt verkefni. Núverandi húsnæði
er engan veginn forsvaranlegt til
þess að geyma þessi verðmæti. Það
er unnið að því að endurbæta húsið,
en endurbygging þess fer að nokkru
leyti eftir því hvernig það verður
notað i framtíðinni."
Ólafur G. sagði að allir þeir kostir
sem menn séu að skoða í þessu
dæmi geri ráð fyrir að framkvæmdir
við Þjóðminjasafn kosti um einn
milljarð króna og er þá bæði verið
að tala um endurbætur á gamla hús-
inu og nýbyggingu. Á þessu ári er
um 80 milljónum varið til viðgerða
á safninu.
Umboðsmaður um kvörtun veitingamanna
Endurskoða þarf gjald-
töku vegna löggæslu
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að endurskoða verði gjaldtöku vegna
löggæslukostnaðar af skemmtunum. Mismunur sé milli lögsagnarum-
dæma á framkvæmd gjaldtökunnar og núverandi lagaframkvæmd
tryggi ekki nægiiega að gjaldtaka sé samræmd.
Umboðsmaður kemst að þessari
niðurstöðu eftir að hafa fjallað um
kvörtun aðila, sem laut að því að
greiðsla löggæslugjalds hefði verið
sett sem skilyrði fyrir veitingu
skemmtanaleyfis. Með slíkri gjald-
töku væri atvinnurekstri á þessu
sviði mismunað eftir landshlutum.
Fram kom, að veitingastaður þess
aðila sem kvartaði hafði greitt nær
800 þúsund krónur í gjald fyrir
kostnað vegna löggæslu á skemmt-
unum árið 1992, en á sama tíma
hafi sambærilegir skemmtistaðir í
Reykjavík og á Akureyri ekki þurft
að greiða nein slík gjöld.
Jafnræðis verði gætt
í niðurstöðu umboðsmanns kemur
fram, að dóms- og kirkjumálaráð-
herra skipaði nefnd í febrúar 1993
til að gera tillögur að nýjum reglum
um greiðslu þessa löggæslukostnað-
ar. Sú nefnd hafi komist að þeirri
niðurstöðu, að mismunandi væri,
hvernig staðið væri að innheimtu
kostnaðar vegna löggæslu á
skemmtunum. Byggði nefndin álit
sitt á upplýsingum, sem ráðuneytið
aflaði frá lögreglustjórum haustið
1992. Umboðsmaður segir að með
tilliti til þeirra gagna, sem fyrir hann
hafí verið lögð, sé það niðurstaða
hans, að núverandi lagaframkvæmd
tryggi ekki nægilega, að gjaldtaka
vegna löggæslukostnaðar af
skemmtunum sé samræmd, þannig
að jafnræðis sé gætt af stjórnvöldum
við þá stjórnsýsluframkvæmd. Það
séu því tilmæli sín, að ráðuneytið
taki umrædda gjaldtöku til endur-
skoðunar, að því leyti að ekki liggi
fyrir málefnaleg og frambærileg
sjónarmið til grundvallar þeim mis-
mun, sem sé á framkvæmd hennar
milli lögsagnarumdæma.
Bflar með veðböndum
seldir til Rússlands
ANDRI Árnason lögfræðingur sagði að færa megi fyrir því rök að
verið sé að stunda veðsvik í þeim tilvikum þar sem verðsettir bílar
hafa verið seldir til Rússlands. Veðið falli ekki niður þó bílinn sé seld-
ur úr landi, en í flestum tilvikum sé verið að gera veðhafa ókleift að
nýta sér veðréttinn þegar bílar séu seldir alla leið til Rússlands.
Nokkuð hefur verið um að rúss-
neskir sjómenn hafi keypt gamlar
veðsettar Lödur hér á landi og flutt
þær með sér til Rússlands. í fæstum
tilvikum er hér um að ræða háar
veðsetningar. Andri sagði að oftast
sé ekki neitt kveðið á um það í
skuldabréfum að ekki megi selja við-
komandi bíl úr landi. Veðið fylgi því
bílnum sé hann seldur úr landi og í
sjálfu sér sé ekkert því til fyrirstöðu
að veðhafi sæki viðkomandi bíl út
fyrir landsteinana standi skuldari
ekki í skiium. Hann sagði hins vegar
að ef bíll væri seldur alla leið til
Rússlands án þess að kaupandinn
væri nokkurs staðar skráður megi
færa fyrir því rök að verið ‘sé að
gera veðhafanum ómögulegt að nýta
sér veðið. Staða veðhafans sé þá
svipuð og ef bílnum hefði verið farg-
að.
Á sumum þeirra bíla sem seldir
hafa verið til Rússlands hafa hvílt
opinber gjöld, s.s. bifreiðagjöld.
Andri sagði að þau fymist ekki þó
bíllinn sé seldur úr landi. Ríkissjóður
geti innheimt bifreiðagjöld þó að bíll-
inn sé ekki til staðar.
------♦ ♦ ♦-----
Borgarstjóri
veitir ekki tóbak
ÁRNI Sigfússon borgarstjóri veit-
ir ekki tóbak í boðum á vegum
Iteykjavíkurborgar.
Árni sagði í samtali við Morgun-
blaðið að reykingar gesta hjá borg-
inni séu ekki óheimilar en hann líti
svo á að menn eigi að koma með
sifct tóbak sjálfir.
fc
fc
i
fc
I
í
I
*
fc
I
i
i
i
l
i
I
i
fc
fc