Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 5 Ný verðskrá tekur gildi hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Verð á innfluttum bjór lækk- ar að meðaltali um 3,5% NÝ verðskrá gekk í gildi hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í gær. Samkvæmt henni hækkar verð á víni og sterkum drykkjum um 1% en verð á innfluttum bjór lækkar að meðaltali um 3,3%. Verð á íslenskum bjór er óbreytt og verð á tóbaki hækkar að meðaltali um 2,5%. Lækkunin á innfluttum bjór kem- ur til af 15% lækkun gjalds sem hingað til hefur verið sett á inn- kaupsverð á erlendum bjór inn- lendri framleiðslu til verndar. Er það nú 35%. Verðhækkun á víni og sterkum drykkjum, sem er 1% að meðaltali, kemur til af verðbreyt- ingum erlendis og gengisbreyting- um samkvæmt upplýsingum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Tóbak hækkar um 2,5% að meðal- tali og stafar verðhækkunin einnig af breyttu gengi og breyttu inn- kaupsverði í erlendri rnynt, til dæm- is hefur bandaríkjadalur hækkað um 4,8% frá því vet'ð tóbaks var ákvarðað síðast samkvæmt upplýs- ingum frá ÁTVR. Sem dæmi unr Bensínið hækkarum eina krónu OLÍUFÉLÖGIN hækkuðu bensín um eina krónu síðast- ljðinn sunnudag eða um 1,5%. Ástæða verðhækkunarinnar er hækkun á innkaupsverði, en verð á bensíni hefur verið að hækka síðustu vikurnar á alþjóðlegum mörkuðum. Dollarinn hefur á sama tíma verið að lækka og dregur það úr áhrifum hækkunarinnar hér á landi. Olíufélögin hækkuðu bensín- ið um eina krónu, öll á sama tíma. Talsmenn þeirra þvertaka fyrir að um samráð sé að ræða. Þeir segja að fyrirtækin bregð- ist einfaldlega skjótt við ákvörðunum hvers annars vat'ðandi verðlagningu á bens- íni. Bensínverð hækkar að jafn- aði á alþjóðlegum mörkuðum á vorin þegar eftirspurn eftir bensíni eykst. Verðið hefur síð- an tilhneigingu til að lækka aftur þegar líður á árið. Tals- ntenn olíufélaganna segja of snemmt að spá fyrir unt hvort bifreiðaeigendut' mega eiga von á lækkun síðar á árinu. Það fari m.a. eftir því hvernig gengi dollars þróast. verðbreytingar má nefna 50 króna lækkun á sex 33 cl flöskum af Heineken-bjór, sem fer úr 930 krón- um í 880. Piat de Beaujolais-rauð- vín, 750 ml flaska, lækkar um 10 krónur í 920. Absolut-vodka, 700 ml, hækkar um 60 krónur og fer í 2.260, pakki af Winston-sígarettum hækkar um 7 krónur í 267 en verð á London Docks-vindlum helst óbreytt. Innfluttur bjór lækkar Innfluttur flöskubjórKippan 900 „„„ DDn„„„ kostar nu j J§0 660 860 850 850 verði Flöskubjór framleiddur innanlands Beck’s 6x35,5cl Bitburger 6x33 cl Holsten 6x33cl Pripps 6x35,5cl Viking Löwenbráu Tuborg 6x33cl 6x33cl 6x33cl Egils gull 6x33cl Fékk þýskt seguldufl í vörpuna SKUTTOGARINN Þuríður Hall- dórsdóttir GK fékk þýskt segul- dufl í botnvörpuna þar sem það var að veiðum um 20 sjómílur suðut' af Stafnesi aðfaranótt mánudags. Skipið kom með dufl- ið að landi í Sandgerði snemma í gærmorgun. Þar tók Landhelg- isgæslan við því og eyddi duflinu í Sandvík. „Svona dufl eru viðkvæm fyrir hnjaski," segir Gylfi Geirsson hjá Landhelgisgæslunni. í duflinu var sprengiefni sem samsvarar um hálfu tonni af dýnamíti. Þegar það þornar kristallast sprengiefnið og verður viðkvæmt, segir hann. Gylfi segir að duflið hafi verið stærra en gengur og gerist. Það væri síðan úr seinni heimsstytjöld- inni og hafi það virkað j)annig að það skynjaði segulsvið skipa sem framhjá því sigldu. Sá búnaður sé fyrir löngu ónýtur. í gegnum tíðina segir hann að fundist hafi um 20 slík dufl við landið. Við tökum gamla bílstólinn sem 2000 lcr. upp i nyjan Framundan er mesta ferðasumar allra tíma. Við hjá Skeljungi viljum leggja okkar af mörkum til að auka öryggi bama í umferðinni. Þess vegna tökum við notaða bílstóla óháð tegund, aldri og ásigkomulagi upp í nýjan og öryggisprófaðan Britax-stól. Kynntu þér Britax-úrvalið og komdu með gamla stólinn í Skeljungsbúðina Suðurlandsbraut 4, Skeljungsbúðina Keflavík, Skeljungsbúðina Akureyri, Skeljungsbúðina Vestmannaeyjum eða á bensínstöðvar Skeljungs uin allt land - og skiptu. Skeljungur og Britax setja öryggi barnanna ofar öllu ö Skógrækt meó Skeljungi Bensínstöðvar Skeljungs Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4 • Sími 603878 Opið mán. - fös. kl. 9.00-18.00, laug. kl. 10.00-14.00 • Ath. einn nolaður stóll upp í hvern nýjan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.