Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 15 verulega aflann við landið. Ef vel tekst til má síðan stórauka þessar seiðasleppingar. Ennfremur er hugs- anlegt að hagkvæmt sé að ala þorsk- inn upp í sláturstærð eins og gert er við lax, silung og fleiri físktegund- ir. Kostnaðinn við þennan sjávarbú- skap verður ríkið að greiða fyrstu árin en síðar væri eðlilegt að ríkið innheimti veiðileyflsgjald sem greiðir kostnaðinn niður enda eru flskistofn- arnir sameign þjóðarinnar. Þar sem þessar tilraunir hafa al- þjóðlega þýðingu og árangur þeirra kemur öllum þjóðum heims að gagni er heppilegt að yflrumsjón þeirra sé í höndum FAO (Food and Agricult- ure Org.) sem greiði þá stóran hlut af kostnaðinum enda er hlutverk þeirrar stofnunar m.a. að auka mat- vælaframleiðslu úr hafínu. Vegna einstakrar reynslu Norðmanna af fiskirækt og eldi á þorskseiðum er mikilvægt að þeir séu hafðir með í ráðum. Þetta verkefni getur orðið mikil lyftistöng fyrir íslenskar fiskirann- sóknir og skapað fjölmörg störf fyr- ir sjávarlíffræðinga og aðra vísinda- menn, svo ekki sé talað um sjómenn og fiskverkafólk sem hagnast mest. Lokaorð Nú er rétti tíminn til að rífa ís- lensku þjóðina upp úr þeim drunga og vonleysi sem lamar þjóðfélagið í dag. Ríkisstjórnin verður að hafa þor og dug til að fara nýjar leiðir og breyta áratugsstöðnun í lífskjör- um í nýja framfarasókn. Stórauka þarf framlög til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í atvinnulífi og gera íslendinga að virkum þátttakendum í ört vaxandi markaði fyrir tónlist, kvikmyndir, hugbúnað og hverskyns hönnun. Nú er að koma á vinnumarkaðinn glæsileg kynslóð af þróttmiklu, vel menntuðu, ungu fólki. Það er hlutverk ykkar forystu- mannanna í stjórnmálum að virkja þessa krafta. Ef það tekst eru bjart- ir tímar framundan fyrir íslenska þjóð. Með bestu kveðjum. Höfundur er verkfræðingur. --------» ♦ ♦-------- Tónlistarskólinn í Grafarvogi Styrkur vegna húsnæðis- kaupa BORGARRÁÐ hefur samþykkt að greiða Tónlistarskólanum í Grafarvogi fyrirfram 5 milljóna króna styrk vegna launakostnað- ar og gera skólanum þar með kleift að festa kaup á húsnæði. Styrkurinn kemur til frádráttar framlagi úr borgarsjóði á næstu fimm árum. í greinargerð framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar segir að Reykjavíkurborg taki þátt í rekstri átta annarra tónlistarskóla í borginni. Tveir þeirra séu í hús- næði í eigu borgarsjóðs og Tón- menntaskólinn í Reykjavík sé til húsa í húseign Reykjavíkurborgar við Lindargötu 51. Skólinn greiði ekki húsaleigu en annist á eigin kostnað viðhald innanhúss. Borgar- sjóður kostar utanhússviðhald og samkvæmt reikningum fyrir árið 1992 var greidd rúmlega 1,1 millj. kr. til viðhalds á húsnæðinu en rúm- ar 3,1 árið 1993. Tónlistaskólinn í Grafarvogi hyggst festa kaup á 145 fermetra húsnæði og er lagt til að borgarsjóð- ur greiði fyrirfram styrk vegna launakostnaðar, sem komi til frá- dráttar á næstu fimm árum. Miðað við óbreyttar 125 kennslustundir á viku fengi skólinn rúma 8,1 millj. í styrk á næstu fimm árum. ÁFRAM HAFNARF JÖRÐUR - TIL SIGURS eftir Ingvar Viktorsson Það er alltaf gaman að vera Hafnfirðingur, en þessa dagana er gleðin meiri en endranær. Frá- bærir handknattleiksmenn úr Hafnarfirði eru þessa dagana bún- ir að næla í tvo bikara af þeim þremur sem eru í boði og nú hillir undir þann þriðja. Við sem stöndum í forystu bæjarmála í Hafnarfirði höfum lagt mikla áherslu á uppbyggingu íþróttastarfs og ekki síður íþrótta- mannvirkja. Okkur til mikillar gleði er uppskeran í samræmi við það. Ingvar Viktorsson FH-ingar, sem hafa náð frábær- um árangri á undanförnum árum, urðu bikarmeistarar fyrir skömmu og nokkru síðar bættu Hauka- menn um betur, þegar þeir tryggðu sér deildarmeistaratitil íslandsmótsins. Enn eitt gleðiefnið á þessu sviði er frábær gangur íþróttafélags Hafnarfjarðar, ÍH, sem tryggði sér rétt til að leika í fyrstu deildinni í handknattleik. Þrjú lið í fyrstu deild er árangur sem við Hafnfirð- ingar erum allir stoltir af. Framundan eru hörku baráttu- leikir milli Hauka og Vals um sjálf- an íslandsmeistaratitilinn í hand- bolta. Þar stöndum við Hafnfirð- ingar allir sem einn að baki Hauk- um og setjum stefnuna á þriðja bikarinn. Áfram Haukar — Áfram Hafnarfjörður. Höfundur er bæja.rstjóri í Hafnarfirði. Höföar til fólks í öllum starfsgreinum! ilvlIiliSld IIiÍSKi I JL. flt jSft áPSs § __8| iSiitfli m sk ísa illflP fiðPÍlf 81 £88 Ciiil llilliTil tsilf llll.2llli íÍi fe-iS? OH mmm tf ijif iii ÍlfSÍÍlfiflH B SiW B&MM ma *4 y y. VJ '■ „ Of langt yrði að telja upp öll þau svið þar sem Macintosh LCIII kemur að notum, því þessi tölva hentar í næstum alla tölvuvinnslu. Hún er með mikla stækkunar- möguleika. Vinnsluminni má auka í 36 Mb og án aukabúnaðar má tengja við hana ýmiss konar jaðartæki, s.s. prentara, mótald, harðdisk, mynd- skanna og geisladrif. Macintosh LCIII er, eins og aðrar Macintosh-tölvur, með innbyggt net- tengi og því má með sáralidum til- kostnaði tengja hana við aðrar Macintosh-tölvur og á þann hátt vinna í sameiginlegum gögnum, senda skjöl upplýsingar og skilaboð á milli tölva, auk þess að samnýta t.d. prentara. Og svo er stýrikerfi Macintosh- tölvanna auðvitað allt á íslensku ! Aukalega máfáApple CD300-geisladrif á 13.579,- kr. eða aðeins 12.900,- kr. stgr. ogeinnig Apple StykWriter II-bleksprautu- prentara með 360 x 360 punkta upplausn á 39-000,- kr. eða aðeins 37.050,- kr. stgr. Sértilboð'á Macintosh LCIII- tölvunni er 113.684,- kr. eða aðeins 108.000, kr. stgr. Innifalið í verði tölvunnar: 4 Mb vinnsluminni, 80 Mb harðdiskur, hljóðúttak, hljóðhemi, SCSl-tengi, nettengi, prentaratengi, mótaldstengi, 14” Performa Plus-litaskjár, hnappaborö, mús, ritvinnsluforrit og 5 skemmtilegir leikir. Umboðsmenn: Haftækni, Akureyri Póllinn, ísafirði -umboðið hf. Skipholti 21, slmi: (91) 624800 Fax: (91) 624818

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.