Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 17 ein kvarta oftar en hin yfir höfuð- verk, magaverk og því að þau hafi miklar áhyggjur af einhveiju. Börn, sem eru alein heima og horfa oft á myndbönd, hafa meiri áhyggjur en önnur börn. Margt fleira umhugsunarvert kom fram í könnun þessari. Samfélagið þarf að gefa meiri gaum að líðan barna bæði á heimilum og í skólum, því að vellíðan barna er grunnurinn að því að eðlilegur þroski og nám eigi sér stað. Hafa ber í huga að sumir þættir uppeldis eins og til- finningar barnsins verða aldrei ræktaðir annars staðar á sama máta og innan fjölskyldunnar. Hins vegar getur fjölskyldan af einhverjum ástæðum verið ófær um að sinna barninu og þá mega stuðningsstofnanir eins og skólinn ekki bregðast börnunum. Hagsmunir foreldra, barna þeirra og kennara fara saman og því hljóta þeir að eiga samleið í baráttunni fyrir bættum uppeldis- skilyrðum æskunnar. í raun eru það fyrst og fremst foreldrarnir sem ættu að setja á oddinn kröfu til samfélagsins um betri og gjör- breytta leik- og grunnskóla, því að þeir eru sífellt að kalla á aukna þjónustu frá skólunum. Kröfur um skóla sem hafa bæði rými, tíma og starfsfólk til að sinna á fagleg- a n máta hinu aukna og vandasama hlutverki uppeldis og fræðslu. Fólk á ekki að sætta sig við neinar skyndi- eða bráðabirgðalausnir. Þetta er mál málanna. Öll börn eiga rétt á að fara til vinnu sinnar — í skólann að morgni dags og fá hádegisverð eins og hinir full- orðnu fá á sínum vinnustað. Skapa verður umhverfi til að líkamlegum slysum á börnum fækki, en þau eru langtum fleiri en gerist meðal nágrannaþjóða okkar. En við þurf- um ekki síður að koma í veg fyrir hin andlegu og tilfinningalegu slys, sem eru einnig alltof mörg, þótt þau séu oft ekki eins sýnileg. Við eigum góðan efnivið þar sem íslensk æska er. En, ef vel á til að takast, þurfum við ekki síð- ur að skeyta um bömin okkar en plönturnar í garðinum, ef þær eiga ekki að fara á kaf í illgresi. Verum minnug þess að uppeldið er skuld nútímans við framtíðina. Höfundur er fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis. Weetahix $ Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og starfsgleði í erli dagsins. ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU. Anna Björgmundsdóttir. „Það hlýtur á hinn bóg- inn að vera krafa sam- félagsins á tímum sam- dráttar að nýta þekk- ingu og starfskrafta sjúkraliða þar sem þess er kostur.“ ráðherra var hvattur til að leggja frumvarpið sem fyrst fram. Þegar þessir listar með á þriðja þúsund nöfnum voru afhentir tilkynnti ráðherra að hann myndi leggja frumvarpið fyrir ríkisstjórnarfund 18. mars. Þegar þetta er skrifað í lok mánaðarins hefur frumvarpið ekki enn verið lagt fram. Aukin gæði heilbrigðisþj ónustu Þá bregður einnig svo við að þriðja grein frumvarpsins mætir andstöðu, en hún tryggir sjúkralið- um rétt til þessara sjúkraliða- starfa. Hygg ég að það sé eins- dæmi að ef t.d. ófaglærður starfs- maður aflar sér starfsmenntunar gæti það valdið því að hann fengi ekki starf að því loknu vegna þess að annar ófaglærður starfsmaður hefði verið ráðinn. Ég vil líkja þessu við t.d. kennarastéttina. Hér á Vestfjörðum bjuggum við við mikinn kennaraskort og var þá stór hópur leiðbeinenda við störf en ég hef ekki heyrt neinn deiia um það að ráða skuli menntaðan kennara sé þess kostur, sama hversu góður leiðbeinandinn er. Við erum ekki að vanmeta störf þeirra sem unnið hafa um árarað- ir við þessar stofnanir og margir öðlast mikla og góða reynslu en sjúkraliðar verða í harðnandi sam- keppni um störfin. Þeir verða eins og aðrir að standa vörð um störf sín og sína stöðu. Lögin eru í þessu sambandi að okkar mati lífsspurs- mál þessarar stéttar og liður í auknum gæðum heilbrigðisþjón- ustu í landinu. Höfundur er formaður Vestfjarðadeildar Sjúkraliðafélags íslands. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 91-880900, 880901,880902. Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Ármúlaskóla, virka daga kl. 10-12,14-18 og 20-22. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamlega látið okkur vita um alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k. Reykjavik €> ORKURÍKT ( EINNIG Á SUNNUDÖGUM ) TREFJARÍKT FITUSNAUTT HOLLT OG GOTT ÖRKIN 1012

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.