Morgunblaðið - 03.05.1994, Page 24

Morgunblaðið - 03.05.1994, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 Morgunbiaðið/Rúnar Þór JÓNAS Jónsson búnaðarmálastjóri afhendi Ingi- HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra var björgu Sigurðardóttur verðlaun en hún hlaut viðstaddur útskriftina og ávarpaði kirkjugesti. hæstu einkunn á búfræðiprófi. Búfræðingar brautskráðir frá Bændaskólanum á Hólum Stúlkur fleiri en piltar í fyrsta sinn í sögu skólans í FYRSTA skipti í sögu Bænda- skólans á Hólum voru stúlkur í meirihluta við brautskráningu búfræðinga sem fram fór við hátiðlega athöfn í Hóladóm- kirkju síðastliðinn sunnudag að viðstöddum landbúnaðarráð- herra Halldóri Blöndal. AIIs voru brautskráðir 23 búfræðingar við athöfnina, 11 piltar og 12 stúlkur og þá lauk einn piltanna einnig stúdentsprófi frá skólanum. I máli Jóns Bjamasonar skóla- stjóra Hólaskóla við athöfnina kom fram að sú breyting hefði verið gerð á búfræðináminu að það er nú tekið á einu ári í stað tveggja áður og munu fyrstu búfræðing- arnir brautskrást eftir þvi kerfi síð- sumars. Hvarvetna væri hvatt til aukinnar hagræðingar í starfí án þess að dregið væri úr gæðum og afköstum og hefði skólinn brugðist við með því að taka upp heilsárs- nám. Það stóryki nýtingu mann- virkja, búnaðar og afkastagetu stofnunarinnar jafnframt því að skapa henni svigrúm til að takast á við ný verkefni. Námið væri hið sama en það tæki skemmri tíma og yrði ódýrara. Hólaskóli leggur áherslu á að bjóða alla almenna grunnþætti búnaðamámsins en að auki býður hann upp á sérhæfðar brautir. Vaxandi áhugi er á starfsnámi í fiskeldi og er á Hólum miðstöð rannsókna á silungi auk þess sem skólinn tekur þátt í samstarfsverk- efni um könnun á lífríki íslenskra vatna. Undirbúningur er hafínn að stofnun rannsóknarmiðstöðvar fyr- ir hross að Hólum en hrossaræktar- braut skólans nýtur mikilla vin- sælda og þá má nefna ferðaþjón- ustu sem er ein sérgreina skólans. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- Búfræðingar við Hólakirkju í FYRSTA skipti í sögu Hólaskóla voru stúlkur fleiri en piltar í hópi nýútskrifaðra búfræðinga en alls voru 23 búfræðingar braut- skráðir frá skólanum við hátíðlega athöfn í Hólakirkju siðasta sunnudag. herra flutti ávarp við brautskrán- inguna og ræddi m.a. um mikil- vægi rannsókna varðandi bleikju- eldi sem fram færi við skólann og það mikla starf sem unnið væri á sviði hrossaræktar laðaði að er- lenda nemendur og styrkti skólann. Tiyggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, flutti einnig ávarp við athöfnina og sagði skólann sem ætti upphaf sitt að rekja til Hólaskóla vilja eiga við hann gott og aukið samstarf. Færði hann skólanum að gjöf sögu Menntaskólans á Akureyri. Einar Ingi Siggeirsson, gamall Hólasveinn, og eiginkona hans Kristín Friðriksdóttir færðu skól- anum 47 bækur úr safni sínu en í þeim er m.a. að fínna greinar um fiskisjúkdóma. Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri afhenti Ingibjörgu Sigurðar- dóttur frá Viðinesi viðurkenningu en hún hlaut hæstu einkunn á bú- fræðiprófi að þessu sinni. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir besta námsárangur einstakra greina og hlaut Helga Haraldsdóttir viður- kenningu fyrir góðan árangur í bústjórnargreinum, Ingibjörg Sig- urðardóttir fyrir besta árangur í verknámi og jarðræktargreinum, Ester Pálmadóttir fyrir besta árangur í sauðfjárrækt, Knútur Rafn Ármann fyrir besta árangur í hrossarækt og Pálína S. Halldórs- dóttir fyrir besta árangur í hrossa- kynbótum. Tvær norskar stúlkur, Gro Övland og Helene Berthelsen, luku búfræðiprófí frá Hólaskóla nú og hlutu þær viðurkenningu einnig og þá afhenti skólastjóri Hanne Korsgard sem stundaði starfsnám við skólann viðurkenningu. Að end- ingu hlaut Erlingur Guðmundsson sem laauk stúdentsprófi frá Hóla- skóla viðurkenningu. Séra Bolli Gústafsson vígslubisk- up annaðist helgistund við athöfn- ina og dóttir hans Gerður Bolla- dóttir söngkona söng nokkur lög. Um 300 konur á landsmót saumaklúbba Reyna með sér í kökukeflakasti og hnyklakörfubolta TÆPLEGA 300 konur í yfir 35 saumaklúbbum hafa tilkynnt um þátttöku í landsmóti saumaklúbbanna sem hefst á Akureyri næst- komandi föstudag. Yfirskrift landsmótsins er Landið og miðin. Landsmótið verður sett í íþrótta- höllinni á Akureyri kl. 20.00 föstu- dagskvöldið 6. ma\ og verður þá þegar hafist handa við að prjóna trefil sem ganga mun á milli saumaklúbbskvenna meðan á skemmtidagskrá stendur og er markmiðið að gera hann sem lengstan. Á meðal skemmtiatriða er íþróttakeppni saumaklúbbanna og má nefna að m.a. verður keppt í kökukeflakasti og hnyklakörfu- bolta. Saumaklúbbskonur sjálfar koma með atriði og þá verður fjöldasöngur og margt fleira á dagskránni. Síðari landsmótsdaginn verður gestum boðið í Sundlaug Akur- eyrar og þá munu Folda og ístex kynna þeim nýjungar í pijónabandi og efna til tískusýningar. Skoðun- arferð verður að Laufási og að Grund og loks má nefna að færi gefst á að kynna sér silkimálun hjá Gallerí AllraHanda í Grófargili. Verslanir, m.a. í verslunarmið- stöðinni Krónunni, verða opnar fram eftir laugardegi í titefni af landsmóti saumaklúbbanna. Um kvöldið munu gestir síðan sækja Geirmundarsýninguna Látum sönginn hljóma í Sjallanum. Hjörtur Narfason sem ásamt Sigurði Pétri Harðarsyni hefur undirbúið landsmótið sagði að áhugi væri mikill og konur hvað- anæva af landinu myndu sækja mótið sem haldið er í fyrsta sinn. Hann sagði að miðað við góðar undirtektir saumaklúbbskvenna mætti búast við að framhald yrði á slíkum samkomum. Hjörtur sagði að enn væri möguleiki á að skrá þátttöku og yrði fram að lands- móti á föstudag. Innbrot voru framin í sex hesthús Hnökkum og reið- tygjum var stolið BROTIST var inn í 6 hesthús á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 1. maí. Þremur hnökkum var stolið úr húsunum og reiðtygjum auk þess sem nokkrar skemmdir voru unnar við innbrotin. Hesthúsin sem brotist var inn í eru i Breiðholtshverfi skammt of- an Akureyrar og í Lækjargili en þar var farið inn í ijögur hús. Þrír hnakkar hurfu úr hesthús- unum og úr þeim öllum var stolið reiðtygjum, beislum, taumum og múlum. Nokkrar skemmdir voru unnar við innbrotin en spenntar voru upp hurðir eða gluggar til að komast inn. Málið er óupplýst að sögn Gunnars Jóhannssonar hjá Rann- sóknarlögreglunni á Akureyri en þeir sem orðið hafa mannaferða varir við hesthúsahverfin á um- ræddum tíma eða geta veitt upp- lýsingar eru beðnir að láta rann- sóknarlögreglu vita. FFA auglýsir eftir starfsmanni í 75% starf á skrifstofu félags- ins í júní - ágúst í sumar. Um er að ræða mjög fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Starfsmaðurinn þarf að hafa tungumálakunnáttu og góða þekkingu í landafræði. Einníg hafa bíl til umráða. Umsóknir sendist í pósthólf no. 48,602 Akureyri, fyrir 10. maí. Upplýsingar hjá Sigurði í síma 96-12191 á kvöldin. Listahátíð barna BÖRN á leikskólum og skóladagheimilum á Akureyri ætla að halda listahátíð í vikunni. Tilefnið er ár fjölskyldunnar. Listahátíðin hófst í gær, mánu- - Hátíðinni lýkur 7. maí næstkom- dag 2. maí. Myndlistasýning verður í Deiglunni þar sem verða sýnd listaverk barna frá öllum leikskól- um og skóladagheimilum og er hún opin frá kl. 10-12 og 13-16 virka daga. andi með Ijölbreyttri dagskrá í Deiglunni þar sem fram koma hóp- ar frá hveijum leikskóla og skóla- dagheimilum og sýna stutt atriði s.s. leikrit, söng, leikfimi eða ann- að. Arnarneshreppur Gæsaskytt- ur staðnar að verki ÞRÍR ungir piltar frá Akureyri voru handteknir síðdegis á laugardag en þeir voru að skjóta gæsir sem stranglega er bannað á þessum árstíma. Lögreglu á Akureyri var til- kynnt um skotmennina síðdegis á laugardag en þeir voru staðnir að því að skjóta gæsir á túni við bæ í Arnarneshreppi. Fjórar gæsir skotnar Höfðu þeir skotið fjórar gæsir er að var komið. Hald var lagt á fenginn og einnig tvær byssur sem þeir notuðu til verksins. Piltarnir höfðu ekki byssuleyfi. I MAI: Fimmtudaga, föstudaga, sunnudaga FRÁ JLJNÍ ALLA DAGA Verð frá kr. 3.080 fluqfélaq nordiirlands IiF SÍMAR 96-12100 og 92-11353

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.