Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 29 >g viðsemjendur fyrir ðaner því er samninganefnd ríkisins, sem og aðrir sem ábyrgð bera á kjörum þessarar stéttar, hvött til að ráðast að rót vandans og koma fram með a lausnir sem duga til lengri tíma. Landlæknir gagnrýndur Edda Sóley Óskarsdóttir, formað- ur Meinatæknafélagsins, lýsti yfir ánægju sinni með stuðning hjúkrun- arfræðinga þegar rætt var við hana. Hins vegar gagnrýni hún staðhæf- ingu landlæknis í útvarpsviðtali um helgina þess efnis að enginn vafi léki á því að legið hefði við stórslys- um eða alvarlegum slysum í a.m.k. 3 til 4 tilfellum vegna verkfallsins. Hann hefði brotið stjórnsýslulög með því að kanna ekki hjá báðum aðilum hvað hefði verið á seyði. Borin var undir Eddu Sóleyju sú staðhæfing Þorsteins Geirssonar, formanns samninganefndar víkis- ins, að meinatæknar úti á lands- byggðinni hefðu ekki dregist aftur úr í launum og því væri ekki sömu rök fyrir launahækkun þeirra og meinatækna úti á landsbyggðinni. Edda Sólveig sagði staðhæfinguna ranga. Eins og meinatæknar á höf- uðborgarsvæðinu hefðu almennir meinatæknar á landsbyggðinni dregist aftur úr sambærilegum stéttum í launum. Hins vegar mætti ef til vill segja sem svo að meina- tæknar í stjórnunarstöðum úti á landsbyggðinni hefðu viðunandi laun, a.m.k. miðað við aðra meina- tækna. Hún sagði að eftir reynslu samninganefndar á föstudag hefði ekki þótt ástæða til að óska eftir samningafundi í deilunni. jtlgavík Árni Sigfússon að núvirði 90 1991 1992 1993 1994 * Alyktun miðstjórnar Framsóknarflokks Nefnd vinni að sókn í at- vinnumálum og bjartsýni FORSENDA nýrrar framfarasókn- ar í atvinnumálum er aukin sam- vinna ríkisvalds, sveitarstjórna, at- vinnulífs og launþegasamtakanna að því er fram kemur í stjórnmálaá- lyktun miðsljórnar Framsóknar- flokksins sem samþykkt var um helgina. Lagt er til að skipuð verði föst samstarfsnefnd þessai-a aðila til að vinna að sókn í atvinnumálum og auka bjartsýni meðai lands- manna. í stjórnmálaályktuninni segir að á valdatíma núverandi ríkisstjórnar hafi ríkt stöðnun í íslensku atvinnulífi og störf stjórnarinnar markist fyrst og fremst af innbyrðis átökum og sundur- lyndi og því sé ekkert samkomulag um framgang mikilvægustu mála á Alþingi. Þetta komi gleggst fram í þeim átökum sem hafi verið um land- búnaðar- og sjávarútvegsmál. Nauð- synlegt sé að landsmenn sýni hug sinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor með öflugum stuðningi við Frámsókn- arflokkinn svo ríkisstórnin fái þau skilaboð sem dugi til að koma henni frá. Ennfremur segir að stöðugleiki í efnahagsmálum og festa í starfsum- hverfi sé forsenda hagvaxtar og þar með velferðar. Forgangsverkefni séu að vextir lækki meira en orðið sé og að þjónustugjöldum sé stillt í hóf, beina þurfi útgjöldum sveitarfélaga og ríkis þannig að þau skapi sem mesta atvinnu, skattalög eigi að hvetja einstaklinga til að leggja fram áhættuíjármagn í atvinnulífið og framlög lífeyrissjóða til slíkra verk- efna þurfi að vaxa, skólakerfið þurfi í ríkara mæli að sinna þörfum framtíð- arinnar á sviði atvinnumála, opinbera fjárfestingarsjóði eigi að enduskipu- leggja. Þá er lagt til að ríkissjóður leggi til verulegt Ijármagn til áhættul- ána á næstu árum og þegar verði farið fram á tvíhliða viðræður við Evrópusambandið á grundvelli þings- ályktunartlilögu Framsóknarflokksins sem Alþingi hafi samþykkt. Velferðar- og fjölskyldumál Um velferðar- og fjölskyldumál segir að flokkurinn líti þannig á „að aðalatriði fjölskyldustefnu á íslandi sé að útrýma atvinnuleysinu, auka tekjur og skapa þannig grundvöll fyr- ir heilbrigt og hamingjusamt fjöl- skyldulíf. Þótt aðhald og sparnaður í ríkisrekstrinum sé nauðsynlegur mega aðgerðirnar ekki byggja á fljótfærnis- legum ráðstöfunum sem vega að horn- steinum velferðarþjóðfélagsins." Yfirlitsskýrsla Aflvakans hf. um verk- og tæknimenntun Morgunblaðið/Sverrir Karpov dregur númer KARPOV dró fyrstur um sæti á atskákmótinu í gær. Hann dró númer fjögur sem þýddi að hann keppti fyrst með svörtu við Hannes Hlífar. Karpov segir Islendinga vera mestu skákþjóð heims Undrast styrk Fishers og vill tefla við hann ANATOLY Karpov, heimsmeistari FIDE, sagði á blaðamannafundi í gær að hann vildi gjarna tefla við Bobby Fisher, en sagðist ekki vera viss um að hann fengi tækifæri til þess. Hann sagði að sér hefði komið á óvart hversu öfluga taflmennsku Fisher og Spasky sýndu í sinni fyrstu skák í einvígi þeirra í Júgóslavíu fyrir tveimur árum. I heild hefði taflmennska þeirra hins vegar verið misjöfn í einvíginu. Karpov er staddur hér á landi fyrir frumkvæði atskáknefndar Skáksambands íslands og keppti í gærkvöldi á atskákmóti í Ríkissjón- varpinu. Karpov hefur sýnt frábæra tafl- mennsku að undanförnu og náð geysilega góðum árangri. Hann sigraði á skákmóti í Linaris á Spáni fyrir skömmu með fádæma yfir- burðum, fékk 11 vinninga af 13 mögulegum. í öðru sæti varð Kasp- arov með 8,5 vinninga. Flestir fremstu skákmenn heims tóku þátt í mótinu. Karpov er orðinn heimsmeistari að nýju, en hann sigraði hollenska stórmeistarann Timmann í einvígi í fyrra. FIDE svipti Kasparov heimsmeistaratitli eftir að ágrein- ingur kom upp á milli hans og skák- sambandsins. Grunnt hefur verið á því góða með Kasparov og Karpov síðustu ár. Þeir hafa háð marga hildi á skákborðinu, en ekki síður utan þess. Karpov kom inn á þessar deilur á blaðamannafundinum í gær og fór háðulegum orðum um fram- göngu Kasparovs innan alþjóðlegu skákhreyfingarinnar. Hann sakaði Kasparov m.a. um að hafa gert til- raun til að múta rússneskum stór- meisturum gegn því að þeir létu að hans vilja. Hann sagði að stór- meistarasamtökin, sem Kasparov stofnaði eftir að deila hans og for- ystu FIDE kom upp, snérust fyrst og fremst í kringum persónu Kasp- arovs. í samtökunum væru í reynd ekki nema hann, einn og tveir eða þrír aðrir stórmeistarar. Karpov sagði að sér hefði komið á óvart hvað Fisher og Spasky tefldu vel í fyrstu skák sinni í ein- vígi þeirra í Júgóslavíu fyrir tveim- ur árum, ekki síst sé það haft í huga að þeir eru komnir yfir miðjan aldur og Fisher hafði ekkert teflt opinberlega í 20 ár. í heildina hefði taflmennskan í mótinu hins vegar verið misgóð. Karpov sagðist fagna því ef Fisher héldi áfram að tefla. Hann sagði ekki við því að búast að hann gæti haldið sér í fremstu röð skákmanna nema að hann tefldi á stórmót.um við sterka skákmenn. Karpov sagðist undrast út- breiðslu skákíþróttarinnar á ís- landi. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að Islendingar væru mesta skákþjóð heims. Hvergi í heiminúm væri skákiðkun jafn almenn og á íslandi. Á atskákmótinu í gærkvöldi keppti Karpov við íslensku stór- meistarana Helga Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Margeir Pét- ursson. Helgi og Hannes höfðu ekki áður keppt við Karpov, en Margeir tefldi við hann 1989 og tapaði með svörtu mönnunum. Qf niikil áhersla lögð á bóknám YFIRVÖLD sýna verk- og tæknimenntuN takmarkaðan skilning, nem- endafjöldi hefur dregist saman undanfarin 10-15 ár, verk- og tækni- menntun virðist vera þrautarlending þeirra sem gengur illa í grunn- skólum og foreldrar leggja of mikið kapp á að börn þeirra fari í bók- nám. Þetta kemur fram I yfirlitsskýrslu sem Stefán Þór Herbertsson, iðnrekstrarverkfræðingur, gerði nýlega fyrir Aflvaka Reykjavíkur hf. I skýrslunni kemur einnig fram að þetta sé eitthvað að breytast og meðal annars vísað í nýtt frumvarp til framhaldsskólalaga þar sem áhersla er lögð á aukið starfsnám. Einungis um 32% nemenda hér á landi fara í verknám, á meðan hlut- fall þeirra er 70% í nágrannalöndum okkar. Allar tölur benda til þess að fjöldi þeirra sem fer í bóknám fari vaxandi og hugsanleg skýring geti verið að við erum í auknum mæli farnar að sækja í framhaldsnám og þær leita frekar í bóknám. Kynning á verk- og iðnnámi virð- ist vera þokkaleg, en bent er á að hún mætti beinast frekar að foreldr- unum, sem virðast beina börnum sín- um í bóknám. Fjölbreytni er tölu- verði í verknámsgreinum, en nokkuð vantar á námsframboð í mikilvægum greinum eins og t.d. fiskiðnaði. Hvað varðar takmarkaðan áhuga stjórnvalda þá er hugsanleg skýring að bóknám er ódýrara en verknám, og höfðar frekar til stjórnvalda sem beijast við að halda ríkisútgjöldum niðri. Verri einkunnir þeirra sem fara í iðnnám Þegar skoðað var hverjir leituðu í verknám kom fram að meðalein- kunn þeirra sem innritast beint í iðn- nám er mun lakari úr samræmdum prófum en þeirra sem fara í bóknám. Meðaleinkunn þeirra sem innritast í iðnnám er 4,5 úr samræmdu prófun- um, meðaleinkunn allra þeirra sem taka samræmdu prófin er 5,8 og þeir sem innritast í bóknám eru með meðaleinkunnina 6,8. Þess beri þó að geta að Iðnskólinn í Reykjavík væri með fornám fyrir þá sem hafa fallið í grunnskólaprófunum og það gæti verið hluti skýringarinnar. Fjöldi iðnnema takmarkast einnig af því að erfitt er orðið að komast á samning, því sé aldrei um fjölgun að ræða í-greinunum, heldur einung- is um endurnýjun að ræða. Breytingar til batnaðar En þrátt fyrir þessa vankanta bendir ýmislegt til þess að hlutur verkmenntunar sé að aukast. í skýrslunni er bent á að nýtt frum- varp til framhaidsskólalaga leggi áherslu á aukinn hlut hvers kyns starfsnáms. Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafi unnið mikilvægt brautryðjendastarf í skilgreiningu starfsnámsbrauta, vísir að nemendafyrirtækjum lofi góðu, samtök iðnaðarins hafa skipu- lagt heimsóknir grunnskólabarna í ýmsa iðnskóla og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hefur hrint af stað þriggja ára kynningarverkefni í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins um að koma inn markvissri fræðslu um iðnað í skólakerfið. Þá væri nýsköp- unarsjóður menntamálaráðuneylis- ins vísbending um aukinn skilning yfii-valda á vægi verk- og tækni- menntunar hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.