Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994
BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI
HVAR VAR ARNI?
eftir Guðrúnu
Ögmundsdóttur og
Pétur Jónsson
Þegar borgararnir kjósa mann til
að gegna æðstu ábyrgðarstörfum í
samfélagi sínu spyija þeir ekki síst
um það hvort frambjóðendur til starfa
hafi þá framsýni, heiðarleik og stað-
festu sem þarf til að skapa trúverð-
uga stefnu og veita trausta forystu.
Ámi Sigfússon, fyrsti frambjóð-
andi D-listans, Sjálfstæðisflokksins,
hefur hafíð kosningabaráttu sína með
fullyrðingum, yfírlýsingum og fyrir-
heitum um málefni Reykvíkinga eins
og Sjálfstæðisflokkurinn hafí hvergi
komið nærri stjórn höfuðborgarinnar
undanfama áratugi. Árni sjálfur hag-
ar sér eins og hann sé saklaus af
öllum athöfnum sjálfstæðismanna í
borgarstjóm undanfarin átta ár.
Samt vita allir að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur haldið um völdin í borg-
inni nær samfellt eins langt aftur og
elstu menn muna. Og Árni Sigfússon
hefur verið borgarfulltrúi undir stjóm
Davíðs Oddssonar og Markúsar Árn-
ar Antonssonar í tvö heil kjörtímabil,
allt frá árinu 1986.
Ein af yfírlýsingum Árna Sigfús-
sonar í kosningabaráttunni nú er að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki í
hyggju að koma fleiri sameiginlegum
fyrirtækjum borgarbúa í einkavæð-
ingu. Einkavæðingin eigi ekki rétt á
sér, sagði Ámi á regnhlífarfundinum
á Ægissíðu, nema þá á þeim sviðum
þar sem hið opinbera er í samkeppni
við einkaaðila. Með þessu tekur Árni
undir skoðanir sem undanfarin ár
hafa verið fluttar af stjórnmálamönn-
um, fræðimönnum og venjulegu fólki
þegar menn hafa í nafni heilbrigðrar
skynsemi mótmælt stórtækum einka-
væðingaráformum Sjálfstæðisflokks-
ins bæði hér í borginni og um allt
land.
Batnandi mönnum er best að lifa.
En er Árni heiðarlegur? Er hann stað-
fastur? Er hann trúverðugur?
Markús Örn: Einkavæðum
orkufy rirtækin
í janúar 1992 — fyrir aðeins rúm-
um tveimur árum — boðaði borgar-
stjórinn Markús Örn Antonsson
helstu fjölmiðla landsins á sinn fund
til að kynna þeim helstu framtíðar-
áætlanir sínar eftir fyrsta misserið í
starfi. Morgunblaðið birtir frásagnir
Markúsar 16. janúar með fyrirsögn-
inni „Stórfelld einkavæðing á döfínni
hjá Reykjavíkurborg". Þar segir
borgarstjórinn meðal annars frá því
að allt það haust hafí meirihluti borg-
arstjórnar lagt á ráðin um einkavæð-
ingu, ekki síst á sviði orkufyrirtækja
borgarinnar, bæði Rafmagnsveitunn-
ar og Hitaveitunnar. Markús segir
orðrétt:
„Menn eru þá fyrst og fremst með
það í huga að Rafmagnsveita Reykja-
víkur verði gerð að hlutafélagi, ann-
aðhvort algjörlega í eigu borgarinnar
eða tneð það að markmiði að selja
hluta á almennum markaði. Þetta eru
stórar pólitískar ákvarðanir og breyt-
ing í þessa átt yrði mjög í anda þeirr-
ar stefnu sem ríkisstjómin hefur
mótað og stefnuskrár Landsfundar
Sjálfstæðisflokksins. “ (Leturbr.
greinarhöf.)
í sjónvarpsviðtali 14. janúar sagði
Markús Öm ennfremur að formbreyt-
ing Rafmagnsveitunnar væri til þess
hugsuð að „selja hlut úr henni þegar
fram sækir“ og átti einkavæðingin
einnig að ná til Hitaveitunnar „ef að
Rafmagnsveita og Hitaveita samein-
uðust í einu öflugu orkufyrirtæki á
Reykjavíkursvæðinu".
Sjálfstæðisflokkurinn:
Einkavæðing án samkeppni!
í lok nóvember árið 1992 — fyrir
einu og hálfu ári — hélt Sjálfstæðis-
flokkurinn borgarmálaráðstefnu í
Reykjavík. í frásögn Morgunblaðsins
2. desember segir m.a. svo frá niður-
stöðum sjálfstæðismanna í borgar-
stjóm í einkavæðingarmálum að til
að efla efnahagskerfið þurfí víðtæka
tilfærslu verkefna frá hinu opinbera
til einstaklinga. Síðan er vitnað orð-
„Batnandi mönnum er
best að lifa. En er Arni
heiðarlegur? Er hann
staðfastur? Er hann
trúverðugur?"
rétt í samþykkt borgarmálaráðstefnu
Sjálfstæðisflokksins:
„Rétt er að einkavæðing borgar-
fyrirtækja í samkeppni við einkafyr-
irtæki hafí forgang en einnig er
hægt að einkavæða ýmsan þjónustu-
rekstur borgarinnar sem ekki er í
beinni samkeppni við einkaaðila á
markaðnum.“ (Leturbr. greinarhöf.)
Ekki er annað að sjá en að þessi
samþykkt hafí verið einróma á ráð-
stefnu sjálfstæðismanna, enda er í
hliðstæðum samþykktum ráðstefn-
unnar hvatt til þess að sem flest fyrir-
tæki Reykjavíkur verði gerð að hluta-
félögum í átt til einkavæðingar, og
einnig hvatt til þess að einkavæða
rekstur félagsmiðstöðva fyrir ungt
Guðrún Ögmundsdóttir
fólk og koma þjónustumiðstöðvum
aldraðra einnig í einkavæðingu.
Hvar var Arni?
Tók Ámi Sigfússon afstöðu gegn
grundvallarályktun ráðstefnunnar í
nóvember 1992 um einkavæðingu án
samkeppni? Mótmælti Ámi Sigfússon
ummælum Markúsar Amar Antons-
sonar borgarstjóra í fjölmiðlum eða
á vettvangi borgarstjórnar í janúar
1992? Greiddi Arni Sigfússon at-
kvæði gegn stefnuskrá landsfundar
Pétur Jónsson
Sjálfstæðisflokksins um einkavæð-
ingu? Var Ámi Sigfússon ekki sam-
mála hinni opinberu afstöðu Sjálf-
stæðisflokksins um einkavæðingu í
höfuðborginni? Hvar er staðfesta
Áma Sigfússonar? Hvar er heiðarleiki
hans? Er Ámi Sigfússon trúverðugur?
Hvar var Árni Sigfússon eiginlega
árið 1992?
Höfundar skipa 3. og 4. sæti
Reykjavíkurlistans.
Er Sjálfstæðisflokk
urinn hræddur?
Svar við grein Einars K. Guðfinnssonar „Kvennalistinn
gegn Vestfjörðum“ í 3. tbl. „Vesturlands“
eftirJónu Valgerði
Kristjánsdóttur
Nú er kosningaskjálfti sjálfstæðis-
manna farinn að beinast að þingkon-
um Kvennalistans. Það kemur fram
í boðskap Einars Guðfinnssonar í
Vesturlandi, blaði sjálfstæðismanna
Hafnarfjörður - vax-
andi ferðamannabær
eftir Helgu Ragnheiði
Stefánsdóttur
Ferðaþjónusta er ein þeirra greina
atvinnulífsins sem hvað mestar vonir
eru bundnar við að bætt geti lífskjör
okkar á næstu árum. Mikil fjölgun
ferðamanna hefur átt sér stað á síð-
ustu árum og má nefna að á síðasta
ári komu 160 þúsund ferðamenn til
landsins. Þetta er há tala sé það haft
í huga að um 25 erlendir ferðamenn
skapa eitt starf á íslandi. Þótt ekki
séu til neinar heildartölur um ferða-
mannastraum til Hafnarfjarðar má
fullyrða að bæjarbúar hafa notið
góðs af auknum áhuga ferðamanna
á landinu. Raunar er nú svo komið
að þjónusta við þá skiptir fjölmarga
Hafnfirðinga veralegu máli. Við
hafnfírskir sjálfstæðismenn gerum
okkur svo sannarlega grein fyrir
mikilvægi ferðamannaþjónustunnar
fyrir afkomu bæjarbúa og munum
við gera allt sem í okkar valdi stend-
ur til að auka hana, náum við meiri-
hluta í bæjarstjórnarkosningunum í
vor.
Þó að þjónusta við ferðamenn
byggist í grundvallaratriðum á ein-
staklingsframtaki teljum við sjálf-
stæðismenn að bæjarfélagið geti lagt
sitt af mörkum til að laða þá til
bæjarins. Eitt það mikilvægasta er
að huga að umhverfi bæjarins, sem
með sarini má segja að sé sú auðlind
sem ferðamannaþjónustan byggist
á. Nauðsynlegt er að tryggja gott
. aðgengi og auðvelda ferðamönnum
‘ að komast yfír upplýsingar um at-
„Við hafnfirskir sjálf-
stæðismenn gerum okk-
ur svo sannarlega grein
fyrir mikilvægi ferða-
mannaþjónustunnar fyr-
ir afkomu bæjarbúa og
munum við gera allt sem
í okkar valdi stendur til
að auka hana, náum við
meirihluta í bæjarstjórn-
arkosningunum í vor.“
hyglisverða staði og helstu náttúru-
perlur í landi bæjarins. Bæjarfélagið
getur skipulagt útivistarsvæði með
það fyrir augum að auka fjölbreytni
og möguleika á móttöku ferða-
manna. Þá getur bæjarfélagið einnig
stuðlað að samræmingu kynningar-
starfs og eflt annað samstarf aðila
í ferðaþjónustu.
I Hafnarfírði er margt að sjá fyrir
innlenda ferðamenn ekki síður en þá
útlendu og má þar nefna athyglis-
verð söfn eins og sjóminjasafnið,
póst- og símaminjasafnið og byggða-
safnið. Þá eigum við menningarmið-
stöðina Hafnarborg, eram með sýn-
ingaraðstöðu í Smiðjunni, Portinu og
að Straumi. Við eigum sundstaði og
góðan golfvöll í fögru umhverfí á
Hvaleyri með nýjum og glæsilegum
golfskála og tjaldstæði í fögru um-
hverfi við Víðistaði.
Þjónusta við ferðamenn, hvaðan
Helga Ragnheiður Stefánsdóttir
sem þeir koma, er hagur Hafnfírð-
inga. Þeir njóta þess ekki aðeins í
fegurra og líflegra mannlífi, heldur
einnig í formi alls kyns þjónustu svo
sem hjá hinum fjölskrúðugu og róm-
uðu veitingastöðum sem starfa víða
um bæinn. Nái Sjálfstæðisflokkurinn
meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar munum við sjálfstæðismenn leggja
okkur fram við að laða ferðamenn
til bæjarins því að fjölgun ferða-
manna er hagur okkar allra.
Höfundur er húsmóðir og skipar
10. sæti á framboðslista
SjálfstiEðisflokksins / Iiafnarfirði
í bæja rs tjórnn rkosninghn urn.
á Vestfjörðum nú nýlega. Heldur er
nú áróðurinn lítilfjörlegur og rökin
máttlaus. Telur þingmaðurinn að
tvær þingkonur Kvennalistans séu
orðnar svo fjandsamlegar lands-
byggðinni að hætta geti stafað af.
Það er auðvitað gott til þess að vita
að þingflokkur Kvennalistans skuli
vera svo áhrifaríkur og sterkur í
málflutningi að það geti ráðið úrslit-
um um gang mála. En Einar K. Guð-
fínnsson ætti kannske frekar að hafa
áhyggjur af málflutningi eigin flokks-
manna.
Þingmaður sjálfstæðisflokksins
óttast að Ingibjörg Sólrún muni reyna
að breyta gildandi reglum um fram-
kvæmdir í vegamálum til að auka
framkvæmdir í Reykjavík. Raunar
segir hann síðar í greininni að um
þær framkvæmdir gildi ákveðnar
skiptireglur milli kjördæma og þarf
í raun ekki að svara því frekar. Undir-
rituð á sæti í samgöngunefnd Alþing-
is og þar eru ekki á döfinni neinar
breytingar á þessum reglum. Réttara
væri hjá sjálfstæðismönnum að gera
grein fyrir hvernig standa á við lof-
orð Árna borgarstjóra um auknar
vegaframkvæmdir í Reykjavík. Ekki
er annað að sjá en það eigi að ger-
ast með framlagi af vegafé.
Síðan hefur þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins miklar áhyggjur af því að
Kristín Ástgeirsdóttir geti haft þau
áhrif í efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis þar sem hún á sæti að felld-
ar verði tillögur ríkisstjórnarinnar um
sértækar aðgerðir fyrir Vestfírði. í
þeirri nefnd eiga sæti fjórir sjálfstæð-
ismenn, einn krati, tveir framsóknar-
menn, einn alþýðubandalagsmaður
og ein kvennalistakona. Þar er ríkis-
stjórninni því í lófa lagið að koma
sínum málum fram, ef hennar þing-
menn greiða málum hennar atkvæði.
Kristín Ástgeirsdóttir hefur lýst því
að hún skilji hina erfiðu stöðu Vest-
firðinga en telur að þessar 300 millj-
ónir segi lítið til að bæta ástandið. í
sama streng tóku margir aðrir þing-
menn í umræðum um málið og lögðu
jafnframt áherslu á erfiðleika í at-
vinnulífi annarra staða en Vestfjarða.
Það má m.a. nefna að sjálfstæðis-
mennirnir Tómas Ingi Olrich og Árni
Johnsen höfðu báðir uppi gagnrýnis-
raddir. Tómas Ingi taldi ráðstöfunar-
afla á Vestfjörðum hafa minnkað
minna en annarsstaðar á landinu.,
önnur iandssvæði, t.d. Akureyri,
þyrftu að fást við meira atvinnu-
leysi. Eiiinig að slík aðstdð sém hér
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
„Réttara væri hjá sjálf-
stæðismönnum að gera
grein fyrir hvernig
standa á við loforð
Arna borgarstjóra um
auknar vegafram-
kvæmdir í Reykjavík.“
væri fyrirhuguð skekkti samkeppnis-
stöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Árni
Johnsen taldi þurfa að skilgreina
vandann betur á Vestfjörðum. Vest-
fírðingar hefðu ekki brugðist rétt við
minnkandi veiði og skipulagt veiðar
og vinnslu, heldur klárað þorskinn á
undan öðram. Sérstaða Vestfjarða
væri ekki fyrir hendi og allir ættu
að sitja við sama borð um aðstoð.
Þannig töluðu flokksbræður Einars
Guðfínssonar og hygg ég að hann
ætti frekar að beita sínum fortölum
til að sannfæra eigin flokksmenn um
nauðsyn sértækra aðgerða fyrir Vest-
firði, en reyna að gera þingkonur
Kvennalistans ábyrgar fyrir af-
greiðslu á frumvörpum ríkisstjórn-
arinnar. Þingkonur Kvennalistans
hafa fulian skilning á hinni erfiðu
stöðu landsbyggðarinnar sem stafar
ekki síst af sjávarútvegsstefnu þeirri
sem sjávarútvegsráðherra Sjálfstæð-
isflokksins er málsvari fyrir og
hyggst viðhalda með lítilsháttar
breytingum.
Höfundur crþingkonn
Kvcnnnlistáns á Vcsifjörðum.