Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 Spennandi nýjungar í sjúkraliðamenntun eftir Guðrúnu ídu Stanleysdóttur Ríkisstjórnin mun á næstunni leggja fram frumvarp til laga um sjúkraliða. Eins og margir vita hef- ur vægi menntunar sjúkraliða auk- ist á síðustu árum og er nú svo komið að menntun þeirra er ámóta og menntun hjúkrunarfræðinga var fyrir 18-20 árum eða svo. Þar sem heilbrigðiskerfið tekur á okkar tím- um hraðstíga breytingum eru sjúkraliðar mikilvægir i þeim breyt- ingum. „Vissulega gæti falist verulegur sparnaður fyrir þjóðarbúið í því að heilbrigðisstofnanir gætu nýtt sér betur störf sjúkraliða í stað mun dýrara vinrtuafls.“ Aukið verksvið sjúkraliða í gömlu lögunum var gert ráð fyrir því að sjúkraliðar væru ein- vörðungu starfandi undir stjórn hjúkrunarfræðinga á hjúkrunar- sviði en þróunin hefur fyrir löngu sprengt þennan gamla lagaramma af sér. Nefndin sem vann að gerð frum- varpsins náði ekki samstöðu en meirihluti hennar leggur til að auka verulega verksvið sjúkraliða, þeim verði t.d. heimilt að starfa á lækn- ingasviði undir stjórn lækna og sér- fræðinga auk starfanna á hjúkrun- arsviði. Hjúkrunarfræðingar telja margir að þeir missi vægi við þessa breytingu og fulltrúar þeirra í frum- varpsnefndinni stóðu ekki að meiri- hlutaáliti hennar. í meirihlutaálitinu er lagt til: 1) Að sjúkraliðar hafi fortaks- lausan rétt til sjúkraliðasiarfa og aðeins verði heimilt að ráða ófag- lærða starfsmenn tímabundið í að- hlynningarstörf fáist ekki sjúkraliði til starfa. 2) Að verksvið sjúkraliða verði breytt og aukið, þeim verði heimilt að starfa á lækningasviði undir stjórn læknis eða annars sérfræð- ings, til viðbótar því að starfa á hjúkrunarsviði. 3) Að grunnnámi sjúkraliða verði breytt frá og með skólaárinu 1994 og raki mið af auknu verksviði þeirra á lækningasviði. 4) Að komið verði meiri festu á viðbótarnám sjúkraliða, með það að markmiði að sjúkraliðar auki hæfni sína til að takast á við aukin verkefni. 5) Að endurskoða verði hvort hyggilegt sé að leggja niður launað nám sjúkraliða, endurskipuleggja það og gera starfsnámið markviss- ara. 6) Að stofnað verði til samráðs menntamálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, landlæknis og Sjúkraliðafélags íslands um að hafa eftirlit með námi sjúkraliða. Sparnaður fyrir þjóðarbúið Það má segja að verið sé að bijóta blað í menntunarmálum heilbrigðis- stétta um leið og með formlegum hætti er viðurkennt hver þróunin hefur orðið. Vissulega gæti fylist verulegur sparnaður fyrir þjóðar- 1 búið í því að heilbrigðisstofnanir gætu nýtt sér betur störf sjúkraliða í stað mun dýrara vinnuafls. Svo spyija margir hvernig hægt sé fyrir ófaglært starfsfólk sem áhuga hefur á að halda starfi að tryggja starfsréttindi sín með aukn- um réttindum. Viðbótarnám fyrir ófaglærða Nú hefur framkvæmdastjórn i Sjúkraliðafélags íslands leitað eftir ■ fjárhagsstuðningi frá starfs- I menntaráði félagsmálaráðuneytis- ins til að undirbúa og skipuleggja nám fyrir starfsfólk sem unnið hef- í ur um tiltekið árabil við aðhlynn- Guðrún ída Stanleysdóttir ingu og hjúkrun. í frumhugmynd- um er reiknað með því að námi ljúki með prófum sem veiti viðkomandi rétt til að starfa sem sjúkraliði og með því heiti. Við þekkjum þetta úr atvinnulíf- inu þegar réttindanám hefur verið skipulagt með hliðstæðum hætti svo sem fólk þekkir frá dæmum um kennara, skipstjóra, vélstjóra og fleiri faghópa. Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir að framkvæmd námsins verði í höndum íjölbrauta- og verkmennta- skóla um land allt, með það fyrir augum að koma til móts við þarfír landsbyggðarinnar. Alkunna er að víða utan Reykjavíkur hafa elli- og hjúkrunarheimilin verið mönnuð ófaglærðum starfsmönnum að verulegu leyti. Nú gefst tækifæri til að bæta úr menntunarmálum. Er það ekki hagsmunamál fyrir alla faghópa í heilbrigðiskerfinu? Og vissulega ætti það að koma sjúkl- ingum og þjóðarbúinu öllu til góða. Höfundur er sjúkraliði. V ÁTAK 6E6N UMFRAMÞYN6D FYRIR BYRJENDUR r BURT MEÐ ÓÞARFA FITU! Öruggur árangur í baráttunni viö aukakílóin Nýtt árangursríkt námskeid sniðið að þörfum þeirra sem vilja fræðast og ná markvissum árangri. Við leggjum áherslu á hreyfingu og rétt matarræði, það ásamt öruggri handleiðslu reyndra þjálfara tryggir góðan og varanlegan árangur. Framhaldsnaniskeiö: Atak gegn umframþyngd Vegna fjölda áskorana ánægðra viðskiptavina verður nú boðið upp á fram- haldsnámskeið í þessu árangursríka námskeiði. Fjölbreytt heyfing fimm sinnum i viku, þolfimi, tækjasalur, ganga eða skokk. Framhaldsnámskeiðið viðheldur árangri í baráttunni gegn óþarfa fitu. Afmæli Valgerður Friðriks- dóttir - 105 ára Valgerður Friðriksdóttir verður 105 ára í dag, 3. maí. Hún fæddist á Hánefsstöðum í Svarfaðardal 1889. Hún fluttist til Akureyrar nokkru eftir aldamótin og bjó þar alla tíð með manni sínum Jónasi Franklín sem lést árið 1956. Þau áttu tvö börn, Jóhann Franklín, bakarameistara, og Þóru Franklín, húsmóður. Þau eru bæði látin. Val- gerður og Jónas bjuggu lengst af í Aðalstræti 5, en sl. 20 ár hefur Valgerður dvalið á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Fyrstu ár sín á Akureyri vann Valgerður hjá Pétri Péturssyni, kaupmanni í Gránu, Onnu og Hend- rik Sehiöth bankagjaldkera og á I sumrum hjá Gísla útvegsbónda frá I Svínárnesi sem gerði út frá Þor- geirsfirði. Valgerður tók allmikinn þátt í félagsmálum svo sem Slysa- varnafélagi íslands, Kvenfélaginu Framtíðinni og Góðtemplarareglu I íslands. ) Valgerður er allvel frísk, fylgist vel með og hugsar vel til allra sinn afkomenda. Hún klæðist á hveijum degi. Ævar Karl Ólafsson. Saab 9000 CS, árg. ’92, rauður, ek. 30 þ. km., beinsk., central læs., cruise control, álfelgur, rafm. í rúðum og speglum, spoiler. Verð kr. 1830 þús., sk. á ód. MMC Lancer 4x4 GLX, árg. ’89, hvítur, ekinn 87 þús. km., sumar/vetrardekk. Verð 820 þús. Sk. ód. Toyota 4Runner V-6, árg. ’89, svartur, ek. 70 þ. km., álfelgur, 33“ dekk, mjög snyrtileg- ur bíll. Verð 1.650 þús. Sk. á ód. Cherokee Laredo 4,0L, árg. ’88, grásans., ek. 102 þ. km., álfelgur, 30" dekk, dráttar- kúla. Verð 1.550 þús. Ath. skipti. Mercedes Benz 1617, árg. ’84, blár, ek. 350 þús. km., er með föstum palli, 6 m löng- um (fáanlegur með sturtum), loftpúðar, vél með túrbínu, 170 hö. Verð 1.425 þús. . BÍILASALAN, lH3z s r!T«Tj~ A 3, S [£2Œ3Œ 333

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.