Morgunblaðið - 03.05.1994, Page 35

Morgunblaðið - 03.05.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 35 Samtök dagmæðra eftir Selmu Júlíusdóttur Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Samtaka dagmæðra síðastliðið eitt og hálft ár, óska ég eftir að koma eftirfarandi á framfæri. í des- ember 1992 lét ég af formennsku í samtökunum. 5. janúar 1993 skil- aði ég öllu af mér og afhenti lykla að félagsheimili samtakanna ásamt öllu bókhaldi frá upphafí samtak- anna. Gjaldkeri var með bókhald fyrir 1992 og afhenti það til þess viðskiptafræðings sem annaðist rekstrar- og efnahagsreikninga fé- lagsins frá 1990. Var það tilbúið til samþykktar á aðalfundinum í mars 1993 en rétt áður bað formaðurinn um bókhaldið og neitaði síðan gjaldkera um að leggja það fram á fundinum. Var gjaldkeri orðinn það örinagna af öllum þeim leiðindum og rógburði sem hafði verið viðhafður af Höllu Hjálmarsdóttur fonnanni að hann gafst upp. Bókhaldið var því ekki lagt fram til samþykktar. Stjórnin sagði öll af sér á þessum fundi nema formaðurinn. Nokkrum dögum eftir aðalfund þennan fáum við Guðrún gjaldkeri skeyti þar sem við fáum frest til 26. mars til að yfirfara allt bókhald frá 1990 þar sem það sé ekki full- nægjandi. Bókhald 1990 og 1991 var samþykkt á aðalfundum en 1992 ekki vegna ofangreindra skýringa. Það var búið að rugla öllu í möpp- unum árin 1990 og ’91 og þurfti að hvolfa úr þeim og vinna allt upp á nýtt og einnig voru nótur frá 1988 og ’89 í þessum möppum. Minna hafði verið fíktað í 1992. Tekið skal fram að allar fj'árreiður fóru fram í gegnum ávísanareikning svo mjög auðvelt var að rekja bók- haldið þar og í gegnum tölvuskrán- inguna. Það komu ekki allar nótur fram en þá var farið í bankann og hann gaf Ijósrit af ávísanaúttekt. Var síðan skilað aftur bókhaldi þessara ára endurendurskoðuðu af viðskiptafræðingi okkar. Bókhald 1991 og 1992 14. apríl 1992 og bókhaldi 1990 26. apríl. 8. júlí fáum við bréf frá lögfræði- skrifstofu Tryggva Agnarssonar sem sagði að samkvæmt bókhalds- endurskoðun Freys Magnússonar, ófagiærðs bókhaldara núverandi stjórnar samtakanna, vantaði 613.052,43 kr. í sjóð samtakanna dráttarvextir væru 152.432 inn- heimtukostnaður 55.204 og virðis- aukaskattur 13.525. Fyrst og fremst væri þetta vegna ársins 1990. Stjórnin hefði ekki haft heimild til stjórnunar á flestu sem hún gerði og nótur væru ekki að hans mati fullnægjandi. Ef við greiddum ekki þetta fé innan tíu daga færi málið fyrir dóm- stóla og opinber rannsókn færi fram á bókhaldinu. Innkoma ársins 1990 var 785.031 og hagnaður fluttur á höfuðstól frá þessu ári var 34.158 þúsund kr. Stjórn samtakanna stóð einhuga að öllum rekstri og aldrei var gert neitt í stjórnun þessi ár án heimild- ar allrar stjórnarinnar. Fengum við, gjaldkeri og ég, lögfræðing í okkar mál og tók Bergur Guðnason mál okkar að sér. Lagði hann þá tillögu fram að óvilhallur löggildur endur- skoðandi væri fenginn til að yfirfara bókhaldið en því neitaði stjórn Höllu og sagðist senda málið rannsóknar- lögreglu ef við borguðum ekki innan fimm daga. Við sáum þá enga ástæða til annars en að rannsóknarlögreglan færi yfír málið. Halla Hjálmarsdótt- ir notfærði sér fjölmiðla mikið á Selma Júlíusdóttir „Við allar í fyrrverandi stjórn samtaka dag- mæðra þökkum Onnu K. Jónsdóttur fyrir samstarfið síðastliðin öllum stigum málsins í rógsherferð sinni og lýsti okkur Guðrúnu gjald- kera þjófa og skjalafalsara hvað eftir annað. Rannsóknarlögregla ríkistns fékk málið í hendur 23. september 1993. Við höfum aldrei kynnst áður vinnu- brögðum rannsóknarlögreglu og ég held að hinn almenni borgari hræð- ist eins og við þetta embætti þar sem erfitt er að sætta sig við að verða ákærður opinberlega þótt sak- laus sé að eigin mati. Rannsókn- arlögreglan sýndi frá upphafi mikla kurteisi og failega framkomu. Hún vann mjög vandvirknislega að þessu máli og fór yfír öll gögn málsins frá upphafi. í hugarangri okkar voru það kynni okkar við þetta opinbera embætti sem fyllti okkur aftur trausti á réttlæti í meðferð þessa máls. Við óskum rannsóknarlög- reglu ríkisins góðrar starfsaðstöðu í framtíðinni. Þar sem ekkert sak- næmt fannst á mig og Guðrúnu gjaldkera var kæran á okkur dregin til baka 23. mars 1994. Aldrei hefur bókhald fyrir árið 1992 verið lagt fram til samþykktar á aðalfundi en samt hafa bókhalds- reikningar fyrir árið 1993 verið lagðir fram til samþykktar. Inntekt félagsins 1992 var 1.061.164 kr. í lok árs voru 151.526 kr. í sjóði, útistandandi skuld frá leikfangasafninu 6.199 kr. sem borguð var 1993 og eignir metnar á 460.519 kr. Inntekt fyrir 1993 í tíð stjórnar Höllu er 950.180, rekstrargjöld 1.627.969. Eignir voru keyptar fyr- ir 151.117, bókhaldsaðstoð kostaði 123.507 kr. og lögfræðiaðstoð 568.246 kr. Skuldir eru gefnar upp 725.651 kr. Við Guðrún þökkum innilega öll- um sem studdu okkar á þessum martraðartímum. Öll stjórnin stóð einhuga við hiið okkar. Allir okkar vinir og góðkunningjar stóðust þessa raun og ættingjar okkar gáfu aldrei eftir. Leikfangasafn dagmæðra í Reykjavík flæktist inn í þessi mál og fór það fyrir dagvistarstjórn. Anna K. Jónsdóttir formaður hennar þekkti vel til allra mála og fékkst ekki til að taka þátt í að vera með í þessari eyðileggingarher- ferð og Sveinn Andri kynnti málin vel og vann heiðarlega að lausn mála. Ólína Þorvarðardóttir og aðrir í dagvistarstjórn notuðu þetta mál til að ráðast á formann sinn stjórn- málalega og fór hún ekki varhluta Sundlaug i Árbæ Breytt lóð og hönnun juku kostn- aðum41% BREYTINGAR á hönnun og stækkun lóðarinnar við nýju sundlaugina í Arbæ hækkuðu áætlaðan byggingarkostnað um 41% frá upphaflegri kostnaðar- áætlun. Heildarkostnaður er áætlaður um 630 milljónir en upphafleg kostnaðaráætlun frá apríl 1990 var 380 milljónir á verðlagi þess tíma en framreikn- uð er hún um 445 milljónir. í greinargerð embættismanna til borgarráðs kemur fram að í maí 1990 var samþykkt að breyta stað- setningu laugarinnar vegna sprungu sem kom í ljós þegar jarð- vinna hófst. Við það stækkaði lóðin um 10 þús. fermetra og kostnaður jókst um 40 millj. í október 1990 kom fram hjá vinnuhópi, sem stýrði frumhönnun laugarinnar, að áætlaður kostnaður yrði um 545 millj. Þá var tæplega 20% hönnunar lokið. í sama mánuði var samþykkt að taka tilboði í hvolf- þak og útvegg úr gleri sem kostaði með viðbótarsamningi 63,3 millj. í júní var samið við verktaka að taka að sér framkvæmdir og var samið um 415 millj., sem að við- bættum kostnaði við jarðvinnu, hvolfþak, búnað og hönnun svaraði til 600 millj. Við opnun laugarinnar var kostnaður 630 millj., og í grein- argerð embættismannanna til borg- arráðs, er skýringin sögð sú að frumáætlun hafi verið lág, einkum hvað varðar hvolfþak, lagnir, búnað og innréttingar og að kostnaður hafi hlotist af stækkun lóðar og færslu hússins. SOKKABUXURNAR SaQpellegrino ERIl NÚ FÁANLEGAR í ÖLLUM VERSLUNUM NÚATÚNS NÓATIJNI 17, ROFABÆ 39, LAUGAVEGI 11 6, HRINGBRAUT 1g1, HAMRABORG, FURUGRUND 3.ÞVERHOLTI 6. af rógburðinum sem fylgdi þessu öllu. Við hörmum að heiðarleiki Önnu skyldi skapa henni mikla erf- iðleika. Við allar í fyrrverandi stjórn samtaka dagmæðra þökkum Önnu K. Jónsdóttur fyrir samstarfið síð- astliðin ár. Hún vann ötullega að uppbyggingu dagvistunar á einka- heimilum og er það ekki síst henni að þakka að dagvistunin er viður- kennd löglega í dag. Ég kveð nú þetta mál og við reyn- um að jafna okkur eftir þessa lífs- reynslu. Ég vona að öflug umræða verði í þjóðfélaginu um þann leiða róg- burð sem svo víða virðist gróa og hefur valdið miklum skaða og sár- indum. Fjölmiðlar eru því miður oft meðsekir í að ófrægja mannorð fólks. Höfundur er fyrrverandi formaður Samtaka dagmædra í Reykjavík. Bílamarkadurinn Nissan Micra GL ’91,5 g., ek. 45 þ. Topp eintak. V. 590 þús. v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 571800 Nissan Sunny 1.6 SLX hlaðbakur ’91, rauður, 5 g., ek. 53 þ., álfelgur, spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 890 þús. Renault 21 GTX Nevada 4x4 station 90, dökkgrænn, 5 g., ek. 61 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód. MMC Lancer EXE '92, hlaðbakur, dökk- blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1160 þús., sk. á ód. BMW 520 IA '90, grásans, sjálfsk., vél nýuppt., rafm. í rúðum o.fl. V. 1790 þús. Tilboðsverð kr. 1590 þús. Tilboðsverð: Range Rover 4ra dyra '84, hvítur, sjálfsk., ek. 129 þ., sóllúga o.fl. Selst á kr. 630 þús. stgr. Toyota Double Cab SR5 '92, hvítur, ek. 43 þ. Gott eintak. V. 1830 þús. MMC Galant CTi ’89, drapplitaður, 5 g., ek. 84 þ., rafm. í rúöum, sóllúga, álflegur, spoiler o.fl. V. 1190 þús., sk. á ód Nissan Sunny SLX 4ra dyra '91, grásans, sjálfsk., ek. 45 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 890 þús. MMC Colt GLXi '91, blásans, sjálfsk., ek. 62 þ., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 960 þús. Daihatsu Charade CS '88, rauður, 5 dyra 4 g., ek. 75 þ. V. 390 þús. MMC Lancer GLX 4x4 station '88, silf- urgrár, 5 g., ek. 70 þ. V. 750 þús., sk. á ód. MMC Colt GLi '93, rauður, 5 g., ek. að- eins 2 þ. km. V. 1040 þús. Lancer EXE '92, sjálfsk., ek. 31 þ., rafm. í rúðum, central læsing o.fl. V. 1090 þús sk. á Ód. MMC Colt GTi '89, rauöur, 5 g., ek. 90 Honda Civic DX '89, 3ja dyra, sjálfsk., ek. 70 þ. V. 620 þús. stgr. MMC Pajero V-6 langur '91, sjálfsk., ek. 39 þ. V. 2350 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '90, 5 g., ek. 82 þ. V. 1370 þús., sk. á ód. Saab 900i 5 dyra '86, sjálfsk., ek. 160 þ. TilboðsverÖ 395 þús. stgr. Cherokke Laredo '88, sjálfsk., ek. 81 þ., m/öllu. Óvenju gott eintak. V. 1580 þús. Honda Civic LSi Sedan '92, rauður, sjálfsk., ek. 36 þ., rafm. í rúðum, 2 dekkjag. o.fl. V. 1290 þús. Fjörug bílaviðskipti Vantar góSa bila á sýningarsvæiið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.