Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994
41
Minning
Helga Hjálmars
dóttir Gandil
sama bekk í skóla. Síðar vorum við
saman til sjós á togaranum Agli
Skallagrímssyni. Þar sýndi Jonni
mikinn kraft og dugnað sem ávallt
einkenndi hann, enda fékk hann
viðurnefndið „kappinn“ og hafði
gaman af.
Jonni lærði bílamálun og vann
við það í mörg ár. Hann taldi ekki
eftir sér að snyrta okkar bíla ef á
þurfti að halda og er þá minnisstæð-
ust sprautun á Blazer-jeppa annars
undirritaðs sem var mjög sérstak-
lega unnin, algjört meistarastykki.
Jonni hafði alla tíð mikinn áhuga
á íþróttum og spilaði handbolta með
meistaraflokki Breiðabliks.
Hann eignaðist tvö börn, þau
Margréti og Guðmund, með unn-
ustu sinni Elsu Þórðardóttur, en þau
slitu samvistir. Hafði Jonni alla tíð
gott samband við börn sín, sem
hafa hlúð að honum í veikindum
hans.
En fyrir u.þ.b. áratug fór Jonni
að fínna fyrir þeim sjúkdómi sem
dró hann til dauða og dvaldi hann
síðustu ár í Hátúni 12 við góða
umönnun. Við viljum votta móður
hans, börnum, systkinum og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Jón Ingi og Skúli.
Látinn er vinur okkar og vinnufé-
lagi Jóhannes Gunnarsson langt um
aldur fram, aðeins fjörutíu 'og eins
árs að aldri, eftir erfiðan sjúkdóm
sem hann barðist við af miklu hug-
rekki og karlmennsku.
Jói var mikill húmoristi og hafði
einstaka frásagnarhæfileika. Sagði
hann okkur margar ógleymanlegar
sögur og ekki gleymist hláturinn
hressilegi sem á eftir fylgdi.
Jói var mikið hraustmenni og
íþróttamaður og lék um árabil
handknattleik með Breiðabliki.
Hann var mikill skákáhugamað-
ur og var skákin það sem létti hon-
um stundir fram á síðasta dag.
Hann var meðlimur í óformlegum
skákklúbbi sem við vinnufélagarnir
stofnuðum og um langan tíma spil-
uðum við fótbolta saman.
Okkar góði félagi, við þökkum
þér samverustundirnar sem seint
gleymast.
Við vottum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Magnús Þorgeirsson,
Þór Hreiðarsson,
Freyr Hreiðarsson,
Kjartan Hilmisson.
Góðum manni fær ekkert grand-
að, hvorki lífs né liðnum. Þessari
setningu skaut upp í huga mér þeg-
ar mér var sagt að Jóhannes væri
dáinn.
Það að hafa kynnst Jóhannesi
fyrir þremur árum og fylgst með
baráttu hans við hinn illkynja sjúk-
dóm sem að lokum dró hann til
dauða, hefur kennt mér meira en
nokkur orð fá lýst. Hugtökin hetja
og stórmenni hafa allt aðra merk-
ingu fyrir mér nú en þá, því að
Jóhannes tók þjáningum stundanna
af ótrúlegri glaðværð, bjartsýni og
æðruleysi.
Það að heyja slíka baráttu fullur
af kjarki og von þrátt fyrir dökkt
útlit bendir manni á hversu óþarft
það er að láta veraldlega smámuni
hversdagslífsins angra sig ef hugur
og heilsa éru óskert.
Minningin um þennan glaðværa
bjartsýnismann mun alltaf standa
ljóslifandi i huga mér og minna
mig á það góða og fallega í lífinu.
Eg votta öllum aðstandendum
Jóhannesar innilega samúð mína
og vona að Guð gefi þeim styrk til
að sætta sig við tilveruna án hans.
Minningin lifir um merkan mann.
Björgvin G. Sigurðsson.
Fædd 24. janúar 1906
Dáin 26. apríl 1994
í dag kveðjum við tengdamóður
mína Helgu Hjálmarsdóttur Gandil
hinztu kveðju. Útför hennar verður
gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði. Helga var fædd 6. janúar 1906
á Ekru í Nesi í Norðfirði, eldri dóttir
hjónanna Bjarnýjar Stefánsdóttur og
Hjálmars Olafssonar verkstjóra.
Systir hennar, Guðrún Ólafía Sig-
urðsson, sem var þremur árum yngri
lést í febrúar sl., svo ekki varð langt
á milli þeirra systranna enda tengsl-
in milli þeirra sterk alla tíð. Fleiri
börn ólust upp á heimilinu, því Bjarný
og Hjálmar tóku í fóstur bræðurna
Randver og Ólaf Bjarnasyni en móð-
ir þeirra lést af barnsförum þegar
Randver fæddist. Nokkrum árum síð-
ar tóku þau þriðja barnið í fóstur,
Maríu Guðmundsdóttur. Randver og
Ólafur eru báðir látnir en María er
gift Magnúsi Má Lárussyni, fyrrver-
andi háskóiarektor. Af þessu má ljóst
vera að heimilið á Ekru stóð opið
þegar þurfti að veita stuðning þar
sem sorgin hafði barið dyra. En þar
upplifði Helga líka margar gleði-
stundir og þar fékk hún það vega-
nesti og þann styrk sem hjálpaði
henni til að takast á við sorg og gleði
í lífinu, en hvoru tveggja kynntist
hún ríkulega. Til að búa sig undir
lífið hleypti Helga heimdraganum og
fór fyrst til Akureyrar þar sem hún
nam einn vetur við Gagnfræðaskól-
ann en næsta ár hélt hún til Reykja-
víkur og settist í Kvennaskólann og
útskrifaðist þaðan árið 1925. Hugur
Helgu stóð til að kynnast framandi
löndum og sama ár hélt hún til Kaup-
mannahafnar þar sem hún lærði
kjólasaum og lauk meistaraprófi í
þeirri grein árið 1929. Helga starf-
aði við það fag bæði í Danmörku og
síðar hér heima og var hún flink og
eftirsótt saumakona alla tíð. Marga
brúðarkjóla og stúdentadragtir
saumaði hún um dagana fyrir utan
ballkjóla og annan klæðnað og marg-
ir viðkiptavinir héldu tryggð við hana
árum saman.
í Kaupmannahöfn kynntist Helga
mannsefni sínu Helge J.P. Gandil,
verslunarmanni og gengu þau í
hjónaband árið 1931. Þau eignuðust
tvö börn en slitu samvistir eftir 15
ára hjónaband. Börn þeirra eru
Hedda Louise f. 17. ágúst 1933, og
Öm (skírður Ernst Wally) f. 17.
mars 1938. Hedda lést 5. júní 1974
langt um aldur fram. Hún var gift
Kristni Sigurðssyni, flugumferðar-
stjóra og eignuðust þau þrjá syni,
Hjálmar, Helga Gunnar og Jóhann
Örn, sem voru 16, 13 og 10 ára
þegar móðir þeirra dó af erfiðum
sjúkdómi. Það var sársaukafullur
atburður i íjölskyldunni sem markaði
djúp spor, ekki síst á drengina henn-
ar sem sáu á bak ástkærri og um-
hyggjusamri móður. Örn, prófessor
við Háskóla íslands, er giftur undir-
ritaðri og eigum við einnig þrjá syni;
Ivar Örn, Hörð Hinrik og Lúðvík.
Barnabarnabörn Helgu eru orðin 10
talsins.
Árin í Kaupmannahöfn urðu 20
og voru viðburðarík í lífi Helgn. Þar
kynntist hún menningu og lifnaðar-
háttum sem voru ólíkir því sem hún
ólst upp við í íslensku sjávarþorpi.
Þar kynntist hún einnig lífi stríðsár-
anna í hernumdu landi en hún flutti
heim til íslands með börnin sín tvö
þegar stríðinu lauk. Eftir heimkom-
una starfaði Helga í verslun Harald-
ar Árnasonar í Reykjavík þar sem
hún stýrði kjólasaumastofunni um
12 ára skeið en rak síðan eigin
saumastofu að Skólavörðustíg 30 og
síðar að Svalbarði 8 í Hafnarfirði.
Helga talaði oft um árin í Haraldar-
búð þar sem hún hún minntist Har-
aldar sem einstaklega styðjandi at-
vinnuveitanda og hann hefur greini-
lega vitað að ánægt starfsfólk vinnur
best og er allra hagur. Þar myndað-
ist samheldinn starfshópur því vin-
konur Helgu frá þessum árum hafa
haldið sambandi og hittust alltaf á
afmælum og tyllidögum meðan
heilsa leyfði. Það var oft gaman að
heyra þær tala um starfið og lífið í
miðbæ Reykjavíkur frá þessum tíma.
Það hefur áreiðanlega ekki verið
auðvelt að vera einstæð móðir með
tvö börn fyrstu árin eftir stríð frekar
en í dag. En Helga hafði mikinn
metnað fyrir hönd barna sinna og
af dugnaði og harðfylgi hvatti hún
þau til mennta og lagði á sig mikla
vinnu til að styrkja þau og styðja svo
þau mættu þroskast og vaxa. Það
álag fékk hún áreiðanlega endur-
goldið því þeim var báðum ákaflega
umhugað um hana eftir að þau fóru
að heiman og stofnuðu eigin fjjöl-
skyldur. Þegar Hedda og Kristinn
byggðu sér hús í Hafnarfirði var
gert ráð fyrir íbúð handa Heigu og
bjó hún þar og starfaði í mörg ár.
Þegar Hedda féll frá lagði hún heim-
ili Kristins og drengjanna lið eftir
mætti og þannig var gagnkvæmur
stuðningur einkennandi fyrir þessa
litlu fjölskyldu alla tíð.
Helga naut þess að ferðast og
þegar börnin voru uppkomin heim-
sótti hún Danmörku árlega meðan
heilsa entist. Danmörk var henni allt-
af ákaflega kær, þar átti hún góða
vini og eftir að heilsan fór að gefa
sig virtist hún fá aukinn þrótt við
það eitt að talið barst að Kaup-
mannahöfn. En hún ferðaðist víðar
og ferðasögurnar hennar frá Ítalíu,
Sviss og Austurríki báru þess vott
að hún drakk í sig fegurð og menn-
ingu þeirra staða sem hún sótti heim.
Hún gleymdi þó ekki æskustöðvun-
um og síðari árin dró hún upp marg-
ar myndir frá uppvaxtarárunum á
Norðfirði sem hún hafði greinilega
geymt í minningunni eins og hvern
annan íjársjóð til að grípa til þegar
hún dvaldi fjarri ættingjum sínum á
erfiðum tímum. Þannig var Helga
rammíslensk en líka mikil heims-
kona. Hún hafði góða frásagnagáfu
og naut sín þegar hún gat miðlað
af reynslu sinni frá viðburðaríkri ævi
sem spannaði vítt svið.
Þótt heilsunni hrakaði síðari árin
hélt Helga andlegri reisn allt fram í
andlátið. Henni var mikið í mun að
þurfa ekki að vera upp á aðra komin
en hún var þakklát fyrir þann stuðn-
ing og umhyggju sem starfsfólk
heimahjúkrunar og heimilishjálpar
Hafnarfjarðar sýndi henni og gerði
henni kleift að búa á eigin vegum
þar til yfir lauk. Nú er lífi hennar
lokið, ég þakka henni samfylgdina,
Guð blessi minningu hennar.
Bjarney Kristjánsdóttir.
Nú þegar amma hefur kvatt þenn-
an heim langar okkur bræðurna að
minnast hennar með nokkrum orð-
um.
Amma ólst upp á Norðfirði en fór
sem ung kona til Kaupmannahafnar
til að læra kjólasaum, þar sem hún
dvaldist fram yfir síðari heimsstyij-
öld. Þessir tveir staðir voru henni
ævinlega mjög hugleiknir og þegar
umræðan barst að þeim gleymdi hún
stund og stað og naut þá hin frá-
bæra frásagnargáfa hennar sín enn
betur en ella. Þrátt fyrir að hún hafi
haft frá mörgu merkilegu að segja
eru okkur minnisstæðastar frásagnir
hennar af Kaupmannahöfn á seinni
stríðsárunum. Þó að frásögn hennar
hafi verið mjög lifandi getur maður
sennilega aldrei gert sér fyllilega í
hugarlund þær hörmungar sem
Kaupmannahafnarbúar þurftu að
búa við á þessum árum.
Það var þó ekki bara um fortiðina
sem hægt var að ræða við ömmu,
hún fylgdist ævinlega með því sem
var efst á baugi hveiju sinni, og tjáði
sig án nokkurrar feimni um skoðanir
sínar á hinum og þessum málefnum
og pólitíkusum. Einnig passaði amma
alltaf upp á að fylgjast með því sem
við í kringum hana vorum að gera.
Okkur þótti ávallt gaman að ræða
helstu íþróttaviðburði við hana enda
hún iðuiega með á nótunum í því sem
þar var að gerast. Amma vildi líka
hafa hlutina á hreinu og gat virkað
mjög stíf og formföst en það var
alltaf stutt í húmorinn hjá henni og
tók hún virkan þátt í öllu glensi,
ekki síst þegar skemmtunin var á
hennar kostnað.
Þó að veikindi hafi sett mark sitt
á hana núna síðustu árin þá var
andleg heilsa hennar óskert fram í
andlátið. Undir það síðasta var Ijóst
að amma var tilbúin að fara, yfir
henni var friður og hún virtist sátt.
Með þakklæti fyrir samverustundirn-
ar kveðjum við ömmu okkar, hennar
verður sárt saknað.__
ívar Örn, Hörður
Hinrik og Lúðvík.
Hún amma Heiga er dáin. Hún
var reyndar amma hans Heiga Gunn-
ars og langamma barnanna okkar,
en öll kölluðum við hana ömmu —
líka ég.
Frá fyrstu kynnum fann ég hve
vel hún vildi öllum þeim sem til henn-
ar leituðu, hve ráð hennar voru góð
og yfirveguð. Þegar amma Helga
talaði lagði maður við hlustir. Öll sú
reynsla, sú þekking og ekki síst skiln-
ingur á mönnum og málefnum sem
hún hafði aflað sér á langri ævi var
hún ævinlega tilbúin að miðla af og
deila með öðrum,_ og þá þurfti ekki
alltaf mörg orð. Eg spurði hana eitt
sinn hvers vegna allt væri svona ein-
falt þegar hún segði það, þá sló
amma Helga á hné sér og hló og
sagði það koma með aldrinum. Síðan
hef ég oft hugleitt þetta svar. Orðin
hennar Helgu eins og orð Björns í
Brekkukoti voru dýr. Þess á milli gat
hún með frásagnargleði sinni farið
með mann í löng ferðalög. Hún veif-
aði hendi og allt í einu vorum við
komin til Ítalíu að vori þegar lífið
lifnar við. Frásögnin og lýsingin var
svo lifandi að maður sá litina, fjöllin
og næstum fann lyktina af gróðrin-
um sem var að springa út — og eins
snögglega og maður fór í huganum
yfir sjó og land var maður kominn
aftur heim í kaldan veturinn er Helga
beitti sömu töfrunum og sagði: Já,
maður á að fara snemma að vori
áður en allt skrælnar í sólinni, þá
er fallegast. Helga kunni ótal sögur,
þulur og ævintýr. Mér er svo minnis-
stætt þegar við Helgi vorum eitt sinn
á ferðalagi og barnabækurnar sem
áttu að vera kvöldlesningin fyrir
börnin gleymdust heima. Eg kunni
bara eina sögu. Helgi Gunnar var
þess fullviss að amma Helga hefði
ekki boðið sér upp á sömu söguna
sjö daga í röð. Hennar sögur voru
gæddar lífi og höfðu boðskap, oft
djúpan boðskap.
Helga var farin að þrá það að fá
að fara. Þegar ég talaði við hana
síðast orðaði hún það einmitt þannig
„að fá að fara“. Þessi lágvaxna,
granna og fíngerða kona sem var
samt svo sterk og virtist styrkjast
við hverja raun fannst hún vera búin
~að ljúka þeim verkefnum sem henni
voru ætluð hér á jörð. Hún var tilbú-
in. En við sem eftir erum og höfum
ekki náð þeim þroska sem hún bjó
yfir erum svo eigingjörn að við vild-
um hafa hana svo miklu lengur, því
það er svo margt sem við ekki enn
skiljum, svo margt sem við áttum
eftir að spyija um, svo margt sem
við eigum ólært. Næst þegar mikið
liggur við verður ekki hægt að biðja
ömmu Helgu auglitis til auglitis um
að hugsa hlýlega til þess sem á þarf
að halda. Framvegis þegar einhver
á afmæli hringir amma ekki fyrir
hádegi til að óska afmælisbarninu
til hamingju með daginn. En hinum
megin í þeirri veröld sem er okkur
hulin er ég þess fullviss að hennar
bíða margir. Við verðum að sleppa
af henni "hendinni og þakka henni
fyrir hennar stóra þátt í því að kenna
okkur um lífið og gera úr okkur
menn. En minningin um þessa ein-
stöku konu, sem með æðruleysi,
dugnaði ósérhlífni og óeigingirni
vann hvern sigurinn eftir annan og
aldrei brast þó lífið legði á hennar
herðar meira en á marga aðra, sú
minnig lifir og á eftir að varða leið-
ina fyrir okkur hin sem enn erum hér.
Elsku amma Helga, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Birna Sigþórsdóttir.
Hún Helga, fyrrum tengdamóðir
mín, elskuleg, er látin. Það kom ef
til vill ekki mikið á óvart, því hún
hafði verið heilsulítil undanfarið. En
það er þó alltaf erfitt að sætta sig
við að missa þann, sem er manni
kær. Hún tók mér afar vel er ég kom
fyrst á heimili hennar í Engihlíðinni
eftir að ég kynntist dóttur hennar,
Heddu, sem síðar varð ástkær eigin-
kona mín. Vorum við alltaf síðan
góðir vinir.
Helga var ættuð frá Norðfirði,
dóttir sæmdarhjónanna á Ekru,
Hjálmars Olafssonar og konu hans
Bjarnýjar Stefánsdóttur. Fór hún
ung að árum til Kaupmannahafnar
til náms í kjólasaumi og varð meist-
ari í þeirri grein. Var hún frábær
verkmaður og mjög eftirsótt sauma-
kona. Hún ílentist í Danmörku, því
þar kynntist hún og giftist Helge
Johan Gandil og eignaðist með hon-
um tvö börn, Heddu Louise og Ernst
(Örn). Helga kom síðan aftur til ís-
lands með börnin með Esjunni, fyrsta
skipi að lokinni heimsstyijöldinni.
Þegar ég kynntist henni veitti hún
forstöðu kjóladeild verslunar Harald-
ar Árnasonar og gerði það með mikl-
um sóma. Henni þótti gott að vinna
í Haraldarbúð. Það myndaðist mikil
vinátta með konunum, sem unnu
þar, og hafa þær alltaf haft mikið
samband síðan.
Helga var mikill vinur vina sinna.
Við Hedda fluttum árið 1959 í einbýl-
ishús, sem við höfðum byggt í Hafn-
arfirði og 1961 flutti hún til okkar,
í ibúð í risinu, og bjuggum við saman
þar til hún_ flutti í íbúð fyrir eldri
borgara, á Álfaskeiði, síðla árs 1979.
Hún hjálpaði okkur gífurlega mik-
ið á heimilinu og var sú hjálp ósér-
hlífin og sjálfsögð. Hún sá um dreng-
ina okkar, Hjálmar, Helga Gunnar
og Jóhann Örn, er við fórum í frí
og saumaði alla kjóla á Heddu. Verð-
ur slíkt seint þakkað.
Helga hélt áfram kjólasaum eftir
að hún flutti til Hafnarfjarðar og var
hún með saumastofu heima. Var hún
mjög eftirsótt og skipti vegalengdin
til Hafnarfjarðar ekki máli. Hand-
bragðið og smekkvísin báru meistar-
anum vitni.
Eftir að Hedda lést 1974, tók
Helga að sér heimilið og sá um það
með miklum ágætum, þar til núver-
andi eiginkona mín, Edda Magndís,
flutti á heimilið með dóttur sína,
Eddu Guðrúnu. Helga tók þeim mjög
vel og hlýlega og var mikill vinskap-
ur milli þeirra ætið síðan.
Langömmubörnunum var hún
mikil og góð amma og sýndi það
bæði í orði og verki.
Elsku Helga mín, ég þakka þér
innilega fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig, drengina mína, Eddu
Magndísi og Eddu Guðrúnu.
Guð blessi minningu þína.
Við sendum Denna, Bjarneyju,
sonum og barnabörnum, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Góður Guð
styrki ykkur í sorginni.
Kristinn Sigurðsson.