Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 42

Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 t Móðursystir mín, SÓLVEIG SIGURJÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést í Landspítalanum 2. maí. Jarðarförin ákveöin síðar. Fyrir hönd annarra ættmenna, Guðmundur Þór Pálsson. t Elskuleg systir okkar, MARGRÉT TÓMASDÓTTIR JOHNSEN hjúkrunarkona, Eiríksgötu 35, lést í Borgarspítalanum 1. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Ásta Tómasdóttir og Guðrún Sandvig Pedersen. t Bróðir okkar, HARALDUR GUNNLAUGSSON, Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést í Landspítlanum laugardaginn 30. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Ása Gunnlaugsdóttir, Björn Gunnlaugsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi tollvörður, Álfaskeiði 46, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans að kvöldi 1. maí. Þórdis Steinsdóttir, María Þ. Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Vilborg Sigurðardóttir, Geir A. Gunnlaugsson, Kristin Ragnarsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY SVEINSDÓTTIR, Efstasundi 92, sem andaðist 26. apríl á elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 5. maí kl. 15.00. Sesselja Gísladóttir, Sigurður B. Sigurjónsson, Þórður Gfslason, Guðrún Árnadóttir, Óskar Líndal Jakobsson, Ragna Sólberg og barnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir, föðurbróð- ir og mágur, HALLGRÍMUR ÓSKAR LÚÐVÍKSSON, lést aðfaranótt 1. maí í Kaupmanna- höfn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bjarney Sigurðardóttir, Lúðvík Guðmundsson, Sigurður B. Lúðvfksson, Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir, Hafdís Lúöviksdóttir, Daði Freyr Sigurðsson, Bryndi's Lúðvíksdóttir, Eyþór Atli Sigurðsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÍVAR ARNÓRSSON, Lundarbrekku 16, Kópavogi, lést af slysförum laugardaginn 30. apríl. Jóhanna Steinsdóttir, Silja Katrín og Eva Karen, Betsy Ivarsdóttir, Arnór Pálsson, Páll, Ágúst og Elísabet. Minning Júlíus Friðriksson Júlíus Friðriksson er látinn. Margir syrgja góðan dreng. Sorgin kemur oft til okkar án þess að gera boð á undan sér. Fráfall Júl- íusar kom ekki á óvart en söknuð- urinn verður ekki minni fyrir það. Sérhver syrgjandi þarf að leita að ljósi í myrkri sorgarinnar en hvar finnst ljós sem ekki slokknar þegar kaldir stormar næða? Góður guð sendi ljós í myrkrið. Megi það lýsa. Broddi Jóhannesson lýsir sorg þess sem misst hefur mikið í sög- unni Vor fyrir norðan: Það er myrkrið, þegar himnarn- ir verða þungir og lágir og guðirn- ir gráir og smáir, en hamslaus sál manns streymir út í myrkrið, fyllir það og þenur himnana. Og allt í einu fer eitthvað að hrynja í myrkr- inu, fellur, fellur hægt og mjúkt, fellur svífandi, iðandi og tifandi, fellur úr öllum áttum, fellur í eina átt, á einn stað. Það fer að rigna í myrkrinu; það rignir hvítum rósarblöðum, heilögum, hreinum, án þunga, án sársauka, úr djúpi rísandi myrkurs, úr djúpi sálar. Og í myrkrinu hefst eitthvað í lík- ingu við kórgafl og bjart altari. Blöðin falla yfir þetta altari, hrynja á það, helgast af því, hvílast hjá því. Þetta altari er allt, sem ekki er. Það er nóttin og döggin, dagur- inn og birtan, höndin á vanganum, hárið í blænum, augað án sárs- auka. Eilífð af eilífð mun það skína, yfir öllum himnum, öllu myrkri, öllu hausti. Það sem var er ekki lengur. Ný verðandi hefur tekið við í lífi Beggu — án Júlla. Áður voru þau eitt, Begga og Júlli, nú er hún ein. Minningar úr Mörkinni leita á hugann. Mynd Júlla er björt, jafnt hin ytri sem innri. Lítil stelpa hugs- aði oft um hárið sem var aldrei klippt eins og hárið á hinum körlunum. Hann hafði sinn eigin persónulega stíl. Hann var galdra- karl í augum stelpunnar á efri hæðinni þegar hún fylgdist með honum breyta rafmagnsröri í húlla hopp hring með því að líma það smaan með „ísóleringarbandi". Og þegar hringurinn brotnaði var kominn annar hringur áður en um hann væri beðið. Júlli kveikti ljós hjá mörgum sem sátu í myrkrinu. Kristján Júlíus Friðriksson fæddist 31. janúar 1924 og var elstur af sínum systkinum. Hann fór ungur að vinna fyrir öðrum. Hann bjó yfir listrænum hæfileik- um, eins og yngri bræður hans þeir Snorri Sveinn, Haraldur og Gunnar, sem allir eru þekktir fyrir list sína. Listrænir hæfileikar Júlla Hulda Klara Olafs- dóttir — Minning Fædd 10. september 1933 Dáin 25. apríl 1994 Með nokkrum orðum langar mig að minnast Klöru, mágkonu minnar, er lést á heimili sínu hinn 25. apríl síðastliðinn. Andlát henn- ar bar brátt að. Undanfarna daga hafði hún verið lasin, en engan óraði fyrir hversu mikil alvara var á ferðum. Klara var yngst 14 barna hjón- anna Ólafs Péturssonar, f. 28. júní 1884, d. 11. október 1964, frá Tumakoti í Vogum og Þuríðar Guðmundsdóttur, f. 17. apríl 1891, d. 25. febrúar 1974, frá Bræðra- parti einnig í Vogum. Ólafur og Þuríður bjuggu í Stóra-Knarrar- nesi á Vatnsleysuströnd. Systkini Klöru eru Guðmundur, f. 6. októ- ber 1914, maki Guðrún Eyjólfs- dóttir, d. 1978, Guðrún Ingibjörg, f. 13. febrúar 1916, Ellert, f. 24. apríl 1917, d. 1984, maki Ingibjörg Júlíusdóttir, Guðfinna Sigrún, f. 2. júlí 1918, maki Guðmundur Ing- var Ágústsson, d. 1978, Guðmund- ur Viggó, f. 20. nóvember 1920, maki Fjóla Jóhannsdóttir, Pétur, f. 26. febrúar 1922, Hrefna, f. 16. apríl 1923 maki Ólafur Bjömsson, Margrét, f. 11. nóvember 1924, maki Edvard M. Palmquist Svends- en, d. 1974, Ólafur, f. 6. júní 1926, d. 1940, Guðbergur, f. 7. ágúst 1927, maki Esther Jósefsdóttir, Bjarney Guðrún, f. 17. desember 1928, maki Guðmundur Jasonar- son, Aslaug Hulda, f. 7. júlí 1930, maki Hermann Jóhann Helgason, Eyjólfur, f. 13. apríl 1932, maki Ágústa Högnadóttir. Klara ólst því upp í stórum systkinahópi þó elstu börnin hafi verið farin að heiman til starfa þegar hún fæddist. Klara fór til náms í Húsmæðra- skólanum í Hveragerði. Annars starfaði hún hjá Frystihúsinu í Vogum. Áður en Klara hóf búskap eign- aðist hún son, Matthías Hannes- son, f. 22. desember 1952, er ólst upp hjá Klöru á heimili foreldra hennar. Matthías er búsettur í Sandgerði, kvæntur Pranee Pin- Ngam, og eiga þau fjögur börn. Klara kynntist síðan eiginmanni sínum, Ástvaldi Ragnari Bjarna- syni, f. 6. júní 1930, d. 14. septem- ber 1992, frá Á á Skarðsströnd Minning Sveinn Kristjánsson Fæddur 21. nóvember 1922 Dáinn 13. apríl 1994 Horfinn er af sjónarsviðinu tryggur vinur minn og fyrrverandi tengdafaðir. Mig setur hljóða. Þegar ég lít til baka er svo margt sem kemur upp í huga mér. Minn- ingar um svo margar ljúfar sam- verustundir sem þarfnast ekki orða, enda yrðu þau fátækleg. Mín fyrstu kynni af Sveini eru frá því ég var krakki og sótti allt- af stúkufundi, þar sem hann ásamt fleirum leiðbeindi stórum hópi af krökkum. Ég varð svo seinna tengdadóttir Sveins og Úndínu. Allar þær samverustundir eru Ijúf- ar í minningunni, og ég veit að betri tengdaforeldra gat ég ekki fengið. Þrátt fyrir að leiðir okkar hafa skilið stóð mér heimilið alltaf opið. Úndína mín. Mig langar til að þakka fyrir ljúfa stund sem ég átti með ykkur í desember síðast- liðnum, þar sem tekið var á móti mér með hlýjum og opnum örmum. Ég veit það verður öðruvísi að koma til þín og sjá ekki Svein, en minningin lifir með okkur. Úndína mín, börn og fjölskyld- ur, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi guð geyma ykkur og gefa ykkur styrk. I harmanna helgilundum hugur minn unir sér, ég krýp þar á hveiju kvöldi í kyrrðinni og bið fyrir þér. (Tómas Guðmundsson.) Valdís Albertsdóttir. nutu sín í starfi iðnaðarmannsins og hann nálgaðist lífið á listrænan hátt. Hann gaf sig öðrum með gleði og margir nutu gjafa hans. Mest fékk þó föðursystir mín Bergdís Jónsdóttir, sem var svo lánsöm að eignast kærleiksríkan vin í lífsföru- nauti sínum. Gleði Beggu var gleði Júlla og sársauki hennar, hans sársauki. Nú hefur Begga misst mikið. Sá sem missir hefur mikið átt og fyrir það ber að þakka. Ástvinum öllum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðbjörg Þórisdóttir. og bjuggu þau fyrst hjá foreldrum Klöru í Stóra-Knarrarnesi. Árið 1960 flytja þau síðan í íbúð er þau byggðu sér á Hringbraut 50 í Keflavík. Börn þeirra eru Bjami, f. 27. ágúst 1955, búsettur í Sandgerði, kvæntur Hafdísi Jóhannsdóttur og eiga þau fjögur börn; Margrét Sveinsína, f. 31. maí 1959, d. 15. desember 1979, var gift Ingólfi Sveinssyni og áttu þau tvær dæt- ur; Ólafur, f. 15. mars 1963, ókvæntur, bjó hjá móður í Kefla- vík; Hulda, f. 9. maí 1965, búsett í Vestmannaeyjum, gift ísleifí Arn- ari Vignissyni. Árið 1979 í desember gerðist sá hörmulegi atburður að þau misstu Margréti dóttur sína í bíl- slysi, en hún var einstaklega vel gerð og skemmtileg. Þessi sorglegi atburður markaði fjölskylduna var- anlega. Enn átti fjölskyldan eftir að gangast undir erfiðleika er maður Klöru, Ástvaldur, gekkst undir hjartaaðgerð sumarið 1992, en náði ekki bata og lést í september sama ár. Eftir andlát Ástvalds hefur Klara búið með yngsta syni sínum, Ólafi, og notið umhyggju barna sinna og ánægju af barnabörnum sínum. Klara var mjög dugleg til vinnu og vann oft utan heimilis, ýmis störf við fískvinnslu, en síðustu árin starfaði hún í mötuneyti Aðal- verktaka á Keflavíkurflugvelli þar til síðastliðið haust. Klara var einstaklega glaðleg og kát, oft líf og fjör í kringum hana, en eflaust var hún innst inni allra viðkvæmust þó aðeins hennar nánustu yrðu þess varir. Lífið var henni áreiðanlega erfítt stundum. Hennar verður sárt saknað, þeg- ar fjölskyldan kemur saman í Knarrarnesi, þar sem hún naut þess að spila við ættingja og vini, og lét sig ekki muna um að baka heimsins bestu vöfflur handa öllum hópnum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég og fjölskylda mín vottum börnum, tengdabörnum og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúð. Ágústa Ilögnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.