Morgunblaðið - 03.05.1994, Side 48

Morgunblaðið - 03.05.1994, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 KON. Háskólabíó SffllNDÉÍSI Leikstjórl Steven Spielberg Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5.15 og 9 L./TL.I BUDDA, HASKOLABIO SÍMI 22140 ROBOCOP er mættur aftur í nýrri, hraöri og haröri mynd sem þykir mesta bomban í seríunni. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9 og 11.10 >■ jtjormn alleikarinn Nýr greiöslumáti í kvikmyndahúsum. Háskólabíó ríöur á vaðiö 8 - þú átt góða mynd VÍSA STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. Svört komidia um sérvitringinn Johnny, andhetju niunda áratugarins sem kemur til Lundúna og heim- saekir gömlu kærustuna, henni til mikilla leiðinda. Hann sest að hjá henni, á i ástarsambandi við með- eiganda hennar og gerir þar meó lif allra að enn meiri armæöu. Einnig blandast inn i þessa ringulreið sadiskur leigusali, sem sest einnig að i ibúðinni og herjar á kvenpeninginn með afbrigðilegum kynorum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 16 ára. / NAFN/ FÖÐURINS HH PRESSAN Ö.M. TÍMINN • A.I. MBL ★ ★★★ ftk. EINTAK Sýnd kl. 9.10. B.i. 14. BLAR SV.Mbl. Stórmynd fra Bertolucci leik- stjóra Siðasta keisarans. AÐALHLUTV.. KEANU REEVES, BRIDGET FöNDA OG CHRIS ISAAK. Sýnd kl. 5 Sióustu sýningar . Rás 2 „Þetta einstaka listafólk hefur skilað afar tregafullri en engu að síður einni bestu mynd ársiris." *** S v. MBL Sýnd kl. 5 og 7 Adalhlutv. River Phoenix og Samantha Mathis. Sýnd kl. 9 og 11.10. Síðustu sýningar Smlldarmynd um ungan snilling. Adalhlutverk: Ben Kingsley, Joe Mantegna, Sýnd kl. 5 og 7 Siðustu sýningar UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Ástæða þótti til að kæra 55 ökumenn, sem ekki gátu virt leyfileg hámarkshraða- mörk um helgina. Á sunnu- dagskvöld þurfti t.d. að færa ökumann á lögreglu- stöðina eftir að hafa mælst á 147 km/klst. á Vestur- landsvegi. Auk þeirra, sem kæra þurfti fyrir of hraðan akstur, þurfti að kæra 17 aðra og veita 26 skriflega áminningu. Á sama tíma voru lögreglumenn 31 sinni kvaddir á umferðaróhappa- vettvang. í einu tilfellanna var um meiðsli á fólki að ræða. Stúlka varð fyrir bif- reið á gatnamótum Grettis- götu og Rauðarárstígs á föstudag. Hún meiddist á höfði og á fæti, en meiðsli hennar voru ekki talin al- varlegs eðlis. Sex ökumenn eru grun- aðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Einn þeirra hafði lent í óhappi áður en til hans náðist. Nokkuð bar á ölvun um helgina og þá ekki síst hjá þeim fullorðnu, þ.e. fyrir- myndum þeirra yngri. Þannig eru bókfærð 58 til- vik þar sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af ölvuðu fólki vegna háttsemi þess, 15 öðrum vegna hávaða og ónæðis innan dyra, 3 vegna heimilisófriðar, 7 vegna skemmdarverka, 8 vegna rúðubrota og 9 vegna lík- amsmeiðinga. Bókfærð eru 11 innbrot og 12 þjófnaðir. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um viðskiptavin í lyfjaverslun vera að reyna að svíkja út lyf á falsaðan lyfseðil. Maðurinn var hand- tekinn og færður á lögreglu- stöð. Líkamsmeiðingarnar voru flestar eftir slagsmál eða ryskingar á milli ölvaðs fólks. Þannig stöðvuðu lög- reglumenn slagsmál í Fisc- herssundi skömmu eftir miðnætti á föstudag án eft- irmála. Maður var fluttur á slysadeild eftir slagsmál í Austurstræti við Lækjar- götu og ástæða þótti til að láta líta á annan eftir slags- mál á Laugavegi við Stjörnubíó. Skömmu eftir miðnætti á laugardag voru menn skildir að eftir slags- mál í Austurstræti, einn aðili var fluttur á slysadeild eftir ryskingar á Hverfis- götu við Þjóðleikhúsið, tveir menn töldu sig hafa orðið fyrir atlögu eins á Lauga- vegi við Tvo vini, stúlka var lamin í andlitið með glasi á Gauki á Stöng og handtaka þurfti þrjá aðila og flytja einn á slysadeild eftir slags- mál á Laugavegi við Frakkastíg undir morgun á sunnudag. Aðfaranótt mánudags þurfti að hand- taka tvo menn eftir að hafa veist að öðrum á Höfða- bakka við Feita dverginn. í flestum tilvikanna var um minni háttar meiðsli að ræða. Samstarfshópur lögregl- unnar á Suðvesturlandi kom saman á föstudag. Ákveðið var að næsta sameiginlega umferðarátak lögreglunnar verði dagana 12.-18. maí og þá verði athyglinni sér- staklega beint að umferð ogbúnaði hjólreiðafólks. 15. maí verður sérstakur hjól- reiðadagur fjölskyldunnar í tengslum við alþjóðlegan fjölskyldudag Sameinuðu þjóðanna. Síðasta um- ferðarátak þótti hafa tekist vel og er ástæða til að þakka ökumönnum sérstaklega fyrir að virða almennt regl- ur um leyfilegan hámarks- hraða. Hinir fá á næstu dögum senda heim gíróseðla með þeim sektarupphæðum, sem þeir unnu til. Vonandi er að sem flestir haldi áfram eftir sem áður að virða regl- ur um leyfileg hámarks- hraðamörk því lögreglan mun halda áfram að fylgjast með þeim þætti umferðar- málanna. Unglingaathvarfið var opið í miðborginni um helg- ina. Svo mun og verða næstu helgar. Þeir ungling- ar 16 ára og yngri, sem verða í miðborginni eða ná- grenni hennar aðfaranætur laugardaga og sunnudaga verða færðir í athvarfið og sóttir þangað af foreldrum sínum. Sunnudaginn 1. maí, frí- dagur verkamanna, var ró- legur. Fjölmenni var í kröfu- göngum og fólkið meðtók boðskap leiðtoganna á úti- fundi á Ingólfstorgi með jafnaðargeði á meðan vind- ar blésu um viðstadda. Sambíóin sýna Kon- ung hæðarinnar SAMBÍÓIN sýna um þessar mundir myndina Konung hæðarinnar, „King of the Hill“. Myndin gerist í kringum 1930 og fjallar um 12 ára dreng, Aron að nafni. Foreldr- ar hans eru aðframkomnir sök- um fátæktar. Móðir hans er heilsutæp og faðirinn með en- demum óheppinn. Þau hafa neyðst til að koma yngri syn- inum, Sullivan, fyrir hjá ætt- ingjum og sjá sér ekki annað fært en fara betlandi hús úr húsi. Aron þarf að standa á eigin fótum og treysta á sitt eigið hyggjuvit. Hann er stað- ráðinn í að finna einhver ráð til að fjölskyldan megi samein- ast á ný. Leikstjóri er Steven Soder- bergh en með helstu hluverk fara Jesse Bradford, Jeroen Krabbe og Elizabeth McGo- vem. Atriði úr myndtnni Konungur hæðarinnar. UPPGJOR VIÐ LÍFIÐ Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Trylltar nætur („Les nuits fauves“). Sýnd í Regnböganum. Leik- stjórn og handrit: Cyril Collard. Aðalhlutverk: Collard, Romane Bo- hringer, Carlos Lopez. Franska verðlauna- myndin Trylltar nætur eft- ir Cyril Collard er ansi ólík annarri mynd, Fíladelfíu, sem einnig fjallar um sjúk- dóminn eyðni. Hún er fyr- ir það fyrsta ekkert nánd- ar nærri eins pempíuleg og bandaríska myndin og höfundur hennar og aðal- leikari, Collard, var sjálfur með sjúkdóminn þegar hann gerði hana og lést úr honum fljótlega eftir að myndin var frumsýnd. Það gefur henni óneitan- lega aukna vikt en Trylltar nætur er uppgjör hans við líf sem er að renna honum úr greipum. Þetta er þó ekki niður- drepandi sjúkdómasaga með alltof fyrirsjáanlegum endi. Þegar maður fer að hugsa út í það skipar eyðnin engan verulegan sess í myndinni og þótt örli aðeins á eftirsjá er ekkert pláss fyrir vor- kunnsemi. Þvert á móti er þetta mynd sem er full af lífi og átökum og' hraða. Hún gefur einkar forvitni- lega lýsingu á næturlífi Parísar og er eldheit og rómantísk ástarsaga að hætti Frakka. Vandamálið sem aðal- persóna myndarinnar, en það er kvikmyndagerðar- maður sem Collard leikur sjálfur, stendur frammi fyrir er að hann er tvíkyn- hneigður og getur ekki gert upp við sig hvort hann vill vera með karl- mönnum eða konum. Helst er eins og hann kysi algert frelsi en það er ein- mitt slíkt frelsi og óheflað- ur lífsmáti sem gert hefur hann dauðvona. Þessi vandi kristallast í sam- bandi hans við tvær aðal- persónurnar í lífi hans, ungum íþróttamanni og gersamlega ástsjúkri unglingsstúlku, sem er frábærlega leikin af Ro- mane Bohringer. Frásögnin er hröð og oft átakamikil með óvænt- um klippingum en Collard stefnir á mjög raunsanna frásögn og helst sem næsta raunveruleikanum í einskonar cinéma vérité- stíl. Myndin er öll tekin með handstýrðri myndavél þar sem kvikmyndatöku- maðurinn heldur á mynda- vélinni og eltir persónurn- ar úti og inni og hún er tekin í húsakynnum sem ekki er að finna í neinum myndverum. Mikið af henni er tekið úti á götum Parísar og leikurinn ein- kennist af spuna og innlif- un. Stærsta uppgötvun myndarinnar er hin korn- unga leikkona Romane Bohringer, dóttir leikar- ans Richard Bohringers. Hún sýnir óvenju kraftm- ikinn leik í hlutverki vin- konu leikstjórans og á ekki sístan þátt í því að gera Trylltar nætur að mjög athyglisverðri mynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.