Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 KON. Háskólabíó SffllNDÉÍSI Leikstjórl Steven Spielberg Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5.15 og 9 L./TL.I BUDDA, HASKOLABIO SÍMI 22140 ROBOCOP er mættur aftur í nýrri, hraöri og haröri mynd sem þykir mesta bomban í seríunni. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9 og 11.10 >■ jtjormn alleikarinn Nýr greiöslumáti í kvikmyndahúsum. Háskólabíó ríöur á vaðiö 8 - þú átt góða mynd VÍSA STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. Svört komidia um sérvitringinn Johnny, andhetju niunda áratugarins sem kemur til Lundúna og heim- saekir gömlu kærustuna, henni til mikilla leiðinda. Hann sest að hjá henni, á i ástarsambandi við með- eiganda hennar og gerir þar meó lif allra að enn meiri armæöu. Einnig blandast inn i þessa ringulreið sadiskur leigusali, sem sest einnig að i ibúðinni og herjar á kvenpeninginn með afbrigðilegum kynorum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 16 ára. / NAFN/ FÖÐURINS HH PRESSAN Ö.M. TÍMINN • A.I. MBL ★ ★★★ ftk. EINTAK Sýnd kl. 9.10. B.i. 14. BLAR SV.Mbl. Stórmynd fra Bertolucci leik- stjóra Siðasta keisarans. AÐALHLUTV.. KEANU REEVES, BRIDGET FöNDA OG CHRIS ISAAK. Sýnd kl. 5 Sióustu sýningar . Rás 2 „Þetta einstaka listafólk hefur skilað afar tregafullri en engu að síður einni bestu mynd ársiris." *** S v. MBL Sýnd kl. 5 og 7 Adalhlutv. River Phoenix og Samantha Mathis. Sýnd kl. 9 og 11.10. Síðustu sýningar Smlldarmynd um ungan snilling. Adalhlutverk: Ben Kingsley, Joe Mantegna, Sýnd kl. 5 og 7 Siðustu sýningar UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Ástæða þótti til að kæra 55 ökumenn, sem ekki gátu virt leyfileg hámarkshraða- mörk um helgina. Á sunnu- dagskvöld þurfti t.d. að færa ökumann á lögreglu- stöðina eftir að hafa mælst á 147 km/klst. á Vestur- landsvegi. Auk þeirra, sem kæra þurfti fyrir of hraðan akstur, þurfti að kæra 17 aðra og veita 26 skriflega áminningu. Á sama tíma voru lögreglumenn 31 sinni kvaddir á umferðaróhappa- vettvang. í einu tilfellanna var um meiðsli á fólki að ræða. Stúlka varð fyrir bif- reið á gatnamótum Grettis- götu og Rauðarárstígs á föstudag. Hún meiddist á höfði og á fæti, en meiðsli hennar voru ekki talin al- varlegs eðlis. Sex ökumenn eru grun- aðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Einn þeirra hafði lent í óhappi áður en til hans náðist. Nokkuð bar á ölvun um helgina og þá ekki síst hjá þeim fullorðnu, þ.e. fyrir- myndum þeirra yngri. Þannig eru bókfærð 58 til- vik þar sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af ölvuðu fólki vegna háttsemi þess, 15 öðrum vegna hávaða og ónæðis innan dyra, 3 vegna heimilisófriðar, 7 vegna skemmdarverka, 8 vegna rúðubrota og 9 vegna lík- amsmeiðinga. Bókfærð eru 11 innbrot og 12 þjófnaðir. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um viðskiptavin í lyfjaverslun vera að reyna að svíkja út lyf á falsaðan lyfseðil. Maðurinn var hand- tekinn og færður á lögreglu- stöð. Líkamsmeiðingarnar voru flestar eftir slagsmál eða ryskingar á milli ölvaðs fólks. Þannig stöðvuðu lög- reglumenn slagsmál í Fisc- herssundi skömmu eftir miðnætti á föstudag án eft- irmála. Maður var fluttur á slysadeild eftir slagsmál í Austurstræti við Lækjar- götu og ástæða þótti til að láta líta á annan eftir slags- mál á Laugavegi við Stjörnubíó. Skömmu eftir miðnætti á laugardag voru menn skildir að eftir slags- mál í Austurstræti, einn aðili var fluttur á slysadeild eftir ryskingar á Hverfis- götu við Þjóðleikhúsið, tveir menn töldu sig hafa orðið fyrir atlögu eins á Lauga- vegi við Tvo vini, stúlka var lamin í andlitið með glasi á Gauki á Stöng og handtaka þurfti þrjá aðila og flytja einn á slysadeild eftir slags- mál á Laugavegi við Frakkastíg undir morgun á sunnudag. Aðfaranótt mánudags þurfti að hand- taka tvo menn eftir að hafa veist að öðrum á Höfða- bakka við Feita dverginn. í flestum tilvikanna var um minni háttar meiðsli að ræða. Samstarfshópur lögregl- unnar á Suðvesturlandi kom saman á föstudag. Ákveðið var að næsta sameiginlega umferðarátak lögreglunnar verði dagana 12.-18. maí og þá verði athyglinni sér- staklega beint að umferð ogbúnaði hjólreiðafólks. 15. maí verður sérstakur hjól- reiðadagur fjölskyldunnar í tengslum við alþjóðlegan fjölskyldudag Sameinuðu þjóðanna. Síðasta um- ferðarátak þótti hafa tekist vel og er ástæða til að þakka ökumönnum sérstaklega fyrir að virða almennt regl- ur um leyfilegan hámarks- hraða. Hinir fá á næstu dögum senda heim gíróseðla með þeim sektarupphæðum, sem þeir unnu til. Vonandi er að sem flestir haldi áfram eftir sem áður að virða regl- ur um leyfileg hámarks- hraðamörk því lögreglan mun halda áfram að fylgjast með þeim þætti umferðar- málanna. Unglingaathvarfið var opið í miðborginni um helg- ina. Svo mun og verða næstu helgar. Þeir ungling- ar 16 ára og yngri, sem verða í miðborginni eða ná- grenni hennar aðfaranætur laugardaga og sunnudaga verða færðir í athvarfið og sóttir þangað af foreldrum sínum. Sunnudaginn 1. maí, frí- dagur verkamanna, var ró- legur. Fjölmenni var í kröfu- göngum og fólkið meðtók boðskap leiðtoganna á úti- fundi á Ingólfstorgi með jafnaðargeði á meðan vind- ar blésu um viðstadda. Sambíóin sýna Kon- ung hæðarinnar SAMBÍÓIN sýna um þessar mundir myndina Konung hæðarinnar, „King of the Hill“. Myndin gerist í kringum 1930 og fjallar um 12 ára dreng, Aron að nafni. Foreldr- ar hans eru aðframkomnir sök- um fátæktar. Móðir hans er heilsutæp og faðirinn með en- demum óheppinn. Þau hafa neyðst til að koma yngri syn- inum, Sullivan, fyrir hjá ætt- ingjum og sjá sér ekki annað fært en fara betlandi hús úr húsi. Aron þarf að standa á eigin fótum og treysta á sitt eigið hyggjuvit. Hann er stað- ráðinn í að finna einhver ráð til að fjölskyldan megi samein- ast á ný. Leikstjóri er Steven Soder- bergh en með helstu hluverk fara Jesse Bradford, Jeroen Krabbe og Elizabeth McGo- vem. Atriði úr myndtnni Konungur hæðarinnar. UPPGJOR VIÐ LÍFIÐ Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Trylltar nætur („Les nuits fauves“). Sýnd í Regnböganum. Leik- stjórn og handrit: Cyril Collard. Aðalhlutverk: Collard, Romane Bo- hringer, Carlos Lopez. Franska verðlauna- myndin Trylltar nætur eft- ir Cyril Collard er ansi ólík annarri mynd, Fíladelfíu, sem einnig fjallar um sjúk- dóminn eyðni. Hún er fyr- ir það fyrsta ekkert nánd- ar nærri eins pempíuleg og bandaríska myndin og höfundur hennar og aðal- leikari, Collard, var sjálfur með sjúkdóminn þegar hann gerði hana og lést úr honum fljótlega eftir að myndin var frumsýnd. Það gefur henni óneitan- lega aukna vikt en Trylltar nætur er uppgjör hans við líf sem er að renna honum úr greipum. Þetta er þó ekki niður- drepandi sjúkdómasaga með alltof fyrirsjáanlegum endi. Þegar maður fer að hugsa út í það skipar eyðnin engan verulegan sess í myndinni og þótt örli aðeins á eftirsjá er ekkert pláss fyrir vor- kunnsemi. Þvert á móti er þetta mynd sem er full af lífi og átökum og' hraða. Hún gefur einkar forvitni- lega lýsingu á næturlífi Parísar og er eldheit og rómantísk ástarsaga að hætti Frakka. Vandamálið sem aðal- persóna myndarinnar, en það er kvikmyndagerðar- maður sem Collard leikur sjálfur, stendur frammi fyrir er að hann er tvíkyn- hneigður og getur ekki gert upp við sig hvort hann vill vera með karl- mönnum eða konum. Helst er eins og hann kysi algert frelsi en það er ein- mitt slíkt frelsi og óheflað- ur lífsmáti sem gert hefur hann dauðvona. Þessi vandi kristallast í sam- bandi hans við tvær aðal- persónurnar í lífi hans, ungum íþróttamanni og gersamlega ástsjúkri unglingsstúlku, sem er frábærlega leikin af Ro- mane Bohringer. Frásögnin er hröð og oft átakamikil með óvænt- um klippingum en Collard stefnir á mjög raunsanna frásögn og helst sem næsta raunveruleikanum í einskonar cinéma vérité- stíl. Myndin er öll tekin með handstýrðri myndavél þar sem kvikmyndatöku- maðurinn heldur á mynda- vélinni og eltir persónurn- ar úti og inni og hún er tekin í húsakynnum sem ekki er að finna í neinum myndverum. Mikið af henni er tekið úti á götum Parísar og leikurinn ein- kennist af spuna og innlif- un. Stærsta uppgötvun myndarinnar er hin korn- unga leikkona Romane Bohringer, dóttir leikar- ans Richard Bohringers. Hún sýnir óvenju kraftm- ikinn leik í hlutverki vin- konu leikstjórans og á ekki sístan þátt í því að gera Trylltar nætur að mjög athyglisverðri mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.