Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 56
 Nefnd alþingismanna Eðlilegi að Jiefja hval- veiðar í at- vinnuskyni NEFND alþingismanna telur eðli- legt að Islendingar hefji á ný hval- veiðar í atvinnuskyni, og í fyrstu verði leyfðar takmarkaðar veiðar á hrefnu. Gætt verði heildarhags- muna Islands með tilliti til stöðu landsins á alþjóðavettvangi, mark- aða fyrir hvalaafurðir og áhrifa hvalveiða á aðra útflutningsmark- _aði landsmanna. Nefndin telur ekki rétt að ísland leiti eftir inn- göngu í Alþjóðahvalveiðiráðið meðan það standi í vegi fyrir sjálf- bærri nýtingu hvalastofna. Allir þingflokkar áttu fulltrúa í nefndinni, sem skipuð var af sjávar- útvegsráðherra í haust til að gera tillögur um stefnu íslendinga í hvala- málum. I skýrslu sinni segja nefndar- menn að halda eigi fast við það sjón- armið að allar lifandi auðlindir sjávar séu nýtanlegar, enda séu veiðar stundaðar á sjálfbæran hátt þannig aö ekki sé farið fram úr veiðiþoli hvers stofns til langs tíma litið. Nefndin telur skynsamlegt að leyfa aðeins í fyrstu takmarkaðar veiðar á hrefnu og miða í upphafi við sölu afurðanna innanlands, jafnframt því sem möguleikar á sölu hrefnuafurða í útlöndum verði kannaðir. Samráð við NAMMCO Morgunblaðið/Björn Blöndal Birgðir af salti iins hf. á Reykjanesi, e Islenska saltfélagið og móðurfélag þess hf. óska eftir gjaldþrotaskiptum MIKLAR birgðir af salti eru nú á lóð Islenska saltfélagsins hf. á Reykjanesi, en sljórn þess hefur nú óskað eftir gjaldþrotaskiptum og starfsemi verið hætt. Nefndin segir að við veiðamar skuli haft eðlilegt samráð við aðrar þjóðir innan viðeigandi alþjóðastofn- unar. Norður-Atlantshafssjávarspen- dýraráðið, NAMMCO, sé eðlilegur vettvangur fyrir slíkt samráð við ríkj- andi aðstæður. Nefndin skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra í gær og verður IfSýrsla hennar væntanlega rædd á ríkisstjómarfundi í dag. I nefndinni voru Matthías Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem var formaður, Guðjón Guðmundsson þingmaður Sjálfstæðisflokks, Sigbjörn Gunnars- son þingmaður Alþýðuflokks, Hjör- leifur Guttormsson þingmaður Al- þýðubandalags, Ingibjörg Pálma- dóttir þingmaður Framsóknarflokks og Kristín Einarsdóttir þingmaður Kvennalista. Heildarskuldir fyrirtæk- isins 600 milljónir króna HEILDARSKULDIR íslenska saltfélagsins hf. á Reykjanesi og móðurfélags þess, Saga Food Ingredients A/S (SFI) nema um 600 milljónum króna, en stjórnir félaganna hafa óskað eftir því að félögin verði tekin til gjaldþrotaskipta. Eru eignir félaganna nær allar bundar í saltverksmiðjunni á Reykjanesi. Ollum starfsmönnum verksmiðjunnar hefur verið sagt upp, 40 að tölu, og fengu þeir ekki greidd laun um mánaðamótin. Aðalsteinn Hauksson, trúnaðar- maður starfsmanna, segir að gjald- þrotabeiðnin hafi komið starfs- mönnunum algerlega á óvart. Ekk- ert hefði bent til þess að fyrirtækið yrði lýst gjaldþrota á næstunni. Starfsmenn verksmiðjunnar héldu í gær fund með fulltrúum Verkalýðs- og sjómannafélags Þrír létust af slys- förum um helgina TVEIR menn létust eftir vélsleðaslys á Skjaldbreið sl. laugardag, tæplega 29 ára íslendingur og 41 árs Belgi. Þá fannst 39 ára gamall skoskur ferðamaður, sem var gestkomandi í Bláa lóninu, látinn í lóninu á sunnudag. Slysið á Skjaldbreið varð með þeim hætti að vélsleði, sem menn- irnir voru á, fór fram af blindhæð, lenti ofan í gjótu og kastaðist á hamravegg. Belganum tókst að gera viðvart um slysið, en þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn var íslendingurinn, sem ók sleðanum, látinn. I fyrstu var talið að Belginn væri lítt meiddur, en við skoðun á sjúkrahúsi kom í ljós að hann hafði hlotið mikil innvortis meiðsli. Hann lést aðfaranótt . sunnudagsins. Fannst látinn í lóninu Við Bláa lónið var hópur ferða- manna í tveimur rútum. Þegar hópurinn fór úr lóninu kom í Ijós að einn ferðamann vantaði. I ljós kom að föt hans voru í búnings- klefa baðhússins. Eftir að starfs- fólk þar hafði grennslast fyrir um manninn án árangurs var haft sam- band við lögregluna í Grindavík sem kom ásamt félögum í björgun- arsveitinni. Maðurinn fannst látinn á botni lónsins um klukkan 17 eða fjórum klukkustundum eftir að hans var saknað. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins en að sögn Sigurðar Agústssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Grindavík, vinnur rannsókn- arlögreglan að rannsókn málsins. Nöfn hinna látnu íslendingurinn sem lést á Skjald- breið hét Ivar Arnórsson, fæddur 2. júní 1965. Ivar var bifreiða- smíðameistari og rak bílaverkstæði í Kópavogi ásamt föður sínum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þijár dætur. Belgíumaðurinn hét Pierre van de Merlen. Hann var fæddur 14. febrúar 1953. í gær fengust ekki Ivar Arnórsson. upplýsingar um fjölskylduhagi hans. Skoski ferðamaðurinn hét Stephen W. Wincent. Hann var fæddur þann 11. apríl 1955 og var því 39 ára gamall. Hann var frá Edinborg en ekki tókst að afla upplýsinga um fjölskylduhagi hans. Keflavíkur þar sem farið var yfir stöðuna. Aðalsteinn sagði að þar hefði komið fram að í raun gætu starfsmenn ekkert gert nema lýsa kröfum í búið. Hann segir að starfsmennirnir muni nú vinna að því að ganga frá verksmiðjunni þannig að hægt verði að setja hana af stað aftur og býst hann við að það muni taka allt að tvær vikur. Vildu breytta kornstærð og eðlisþyngd Helsta framleiðsluafurð verk- smiðjunnar er heilsusalt sem hol- lenska fyrirtækið AKZO hefur keypt, en það á einnig meirihluta i fyrirtækinu. í apríl neitaði AKZO að greiða fyrir það salt sem því var selt vegna krafna um breytingar á kornastærð og eðlisþyngd sem SFI gat ekki orðið við. Fyrirtækið ósk- aði í framhaldi af því eftir greiðslu- stöðvun þann 25. apríl þegar það var komið í greiðsluþrot. I greinargerð sem framkvæmda- stjóri Islenska saltfélagsins hf. og fulltrúar minnihlutaeigenda í stjórn fyrirtækisins hafa sent frá sér kem- ur fram að fulltrúar þeirra eru ósáttir við niðurstöðuna. Þeir lýsa allri ábyrgð á gjaldþrotinu á hendur meirihlutaeigenda í stjórn fyrirtæk- isins vegna þess tjóns sem fyrir- varalaus stöðvun á greiðslum kann að valda fyrirtækinu, lánardrottn- um og starfsmönnum þess. Sjá: „íslenska saltfélag- ið...“á bls.22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.