Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Árni Mathiesen
um Ríkisútvarpið
Brýntað
gerð verði
úttekt á
fjárhag
og rekstri
ÁRNI M. Mathiesen alþingis-
maður hefur lagt til við Sig-
björn Gunnarsson, formann
fjárlaganefndar, að nefndin
fari þess á leit við Ríkisendur-
skoðun að hún framkvæmi
stjórnsýsluskoðun hjá Ríkisút-
varpinu.
Skrifar fjárlaganefnd
í bréfí sem Ámi ritaði Sig-
bimi um málið er vitnað til
laga um Ríkisendurskoðun nr.
12/1987. í 9. grein þeirra sé
fjallað um að stofnunin geti
framkvæmt stjórnsýsluendur-
skoðun hjá ríkisfyrirtækjum
og í 11. grein segi að fjárlaga-
nefnd geti haft fmmkvæði að
athugun skv. 9. grein laganna.
Með vísan til þessa leggur
Árni til að fjárlaganefnd fari
fram á það við Ríkisendur-
skoðun að hún framkvæmi
stjórnsýsluendurskoðun hjá
Ríkisútvarpinu líkt og gert var
árið 1988.
Nefnd um nýja löggjöf
í bréfínu segir að á undan-
förnum mánuðum hafí málefni
Ríkisútvarpsins verið til um-
fjöllunar á opinberam vett-
vangi. Þá hafí verið starfandi
nefnd á vegum menntamála-
ráðherra til að semja nýja lög-
gjöf um stofnunina og hafi
hún lokið störfum. „Umræðan
og störf nefndarinnar hafa
ekki nema að mjög takmörk-
uðu leyti fjallað um fjárhag
og rekstur Ríkisútvarpsins.
Af þeim sökum tel ég brýnt
að gerð verði sérstök úttekt á
stjómskipulagi, rekstri og
fjárhag Ríkisútvarpsins," seg-
ir ennfremur í bréfínu.
Verkefni næsta leikárs í Borgarleikhúsinu ákveðin að mestu
Fyrsta leikrit Ólafs
Jóhanns í athugun
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR hef-
ur ákveðið að mestu verkefnaval
sitt á næsta leikári, en að sögn
Sigurðar Hróarssonar leikhús-
stjóra, verða ekki færri en sjö verk
tekin til sýningar, þar af þrjú á litla
sviði Borgarleikhússins. Meðal
þeirra leikverka sem eru í athugun
hjá leikhúsinu, án þess að ákvörðun
liggi fyrir, er fyrsta leikrit Ólafs
Jóhanns Ólafssonar, rithöfundar og
framkvæmdastjóra hjá Sony. Verk-
ið hefur einnig verið lagt fyrir Þjóð-
leikhúsið til umsagnar. í athugun
er hvort heppilegra sé að færa það
upp í sjónvarpi en í leikhúsi, og
jafnvel óvíst að leikhúsuppfærsla
verði fyrir valinu.
Að sögn Sigurðar era æfíngar
þegar hafnar á tveimur verkum
fyrir næsta leikár. Annað þeirra
er Leynimelur 13, hálfrar aldar
gamall gamanleikur eftir Þrídrang,
en bakvið það dulnefni stóðu Har-
aldur Á. Sigurðsson, Emil Thorodd-
sen og Indriði Waage. Frágengið
sé einnig, að áramótasýning leik-
hússins verði söngleikurinn Kaba-
rett, í leikstjórn Guðjóns Pedersen.
I áþekkri sviðsmynd
Fyrsta verk leikársins á litla
sviðinu er Galdra-Loftur eftir Jó-
hann Siguijónsson, en í kjölfar
þess verða sýnd nýtt íslenskt
barnaleikrit og fyrsta leikverk Þórs
Tulinius, leikara og leikstjóra. Sig-
urður segir að af rekstrarlegum
ástæðum verði verkin þijú á litla
sviðinu sýnd í sambærilegri leik-
mynd eftir sama hönnuð. Einnig
hafí verið athugað, að setja upp
Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns-
son, en 30 ár eru liðin frá andláti
skáldsins á þessu ári og 100 ár frá
fæðingu hans á næsta leikári.
Jákvæð viðbrögð
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fjallar verk Ólafs Jóhanns
Ólafssonar um fjóra aldurhnigna
einstaklinga og er hugleitt að skipa
það þjóðkunnum leikurum, sem
hafa fyllt sjötugt. „Hugmyndin er
nokkurra ára gömul en það var
síðan seinasta haust sem við nafn-
arnir ræddum hana alvarlega,"
segir Ólafur Ragnarsson útgef-
andi. Ákvað Ólafur Jóhann að
vinna úr hugmyndinni og koma
henni í leikritsform áður en hann
sneri sér að nýrri skáldsögu, sem
er í bígerð. „Hann hefur unnið
verkið með öðru í vetur, og meðan
handritið var á vinnslustigi, send-
um við sameiginlegum kunningja
okkar í leikhúsheiminum það til
umsagnar. Hann lagði það fyrir
ráðamenn í öðra leikhúsinu til skoð-
unar, án þess að upplýsa um höf-
undinn. Viðbrögðin voru sérstak-
lega jákvæð og í kjölfarið lagði
Ólafur Jóhann lokahönd á verkið.
Þeirri vinnu lauk fyrir um viku og
þá gátum við sýnt ieikhúsunum það
í endanlegri mynd til að leita frek-
ari viðbragða án þess að víst sé
að leikhúsleiðin verði fyrir valinu,“
segir Ólafur.
Morgunblaðið/RAX
Aflakló í Hafnarfirði
HAFNARFJÖRÐUR hefur verið mikill útgerðarstaður lengur en elstu menn muna og ekki er
ósennilegft að forfeður þessa sjómanns sem ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði á mynd við lönd-
un, hafi einnig stundað sjóinn og fært þjóðarbúinu tekjur og landsmönnum ferskan fisk í soðið.
Smárahvammsland
Hluti lóðar-
innar aug-
lýstur til
umsóknar
BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi
hafa auglýst lausa til umsóknar
hluta af fyrram lóð Hagkaups,
IKEA og Byko í Smárahvamms-
landi. Lóðin er á mótum Smára-
hvamms og Fífuhvamms. Að sögn
Gunnars Birgissonar forseta bæjar-
stjórnar er gert ráð fyrir að þar
rísi verslunarkjarni, heilsugæslu-
stöð, bensínstöð og skyndibitastað-
ur. Gert er ráð fyrir að framkvæmd-
ir við heilsugæslustöðina hefjist á
þessu ári og að hún verði tekin í
notkun á næsta ári.
Gunnar segir, að lóðirnar sem
auglýstar hafí verið taki yfír um
fjórðung þess lands sem fyrirtækin
þijú keyptu. „Það hafa margir sýnt
þessu áhuga,“ sagði Gunnar. „En
lóðirnar verða ekki seldur heldur
verður þeiin úthlutað á venjulegan
hátt til byggingamanna."
Þá er verið að vinna deiliskipulag
að þeim hluta landsins sem eftir
er og verða þær lóðir auglýstar
bráðlega.
Framkvæmdastj óri Sambands veitinga- o g gistihúsa vegna bjórverðs
Krár hérlendis
reknar eins og
skemmtístaðir
SAMKEPPNISSTOFNUN gerði nýlega könnun á bjórverði á veitingahús-
um þar sem fram kemur að bjórverð hefur lækkað að meðaltali um 1%.
Á sama tíma hefur bjór farið lækkandi hjá ÁTVR og tii dæmis hefur
Beck’s bjór lækkað um 5% á skömmum tíma. Segir Ema Hauksdóttir
framkvæmdastjóri Sambands veitinga og gistihúsa ekki rétt að einblína
á bjórverð á krám, til dæmis hafí bjórverð lækkað á mörgum matsölustöð-
um. Auk þess séu margar krár reknar eins og skemmtistaðir hérlendis
og borgi því gjöld til ríkisins í samræmis við það.
Verð á Löwenbráu og Budweiser 1989-94
Verð á kippu af Löwenbráu dósa-
bjór hefur samkvæmt verðskrá frá
ATVR hækkað um 120 krónur frá
árinu 1989 og kippa af Budweiser
hefur hækkað um 180 krónur á
sama tíma. Ef upphaflegt verð er
framreiknað tii dagsins í dag kemur
hins vegar í ljós að Löwenbráu hef-
ur lækkað um 118 krónur og Bud-
weiser um 48.
Erna segir að krárnar bjóði upp
á ýmiss konar dagskrá líkt og tíðk-
ist á skemmtistöðum án þess að
krefjast aðgangseyris. Þess vegna
þurfí að borga fyrir lifandi tóniist
og skemmtikrafta með áfengisverð-
inu. Einnig kosti meira að hafa
opið til þijú um heigar. „Til þess
að geta haft opið svo lengi þárf
staður að hafa framlengingarleyfi
sem kostar 300.000 ef það er keypt
til 4 ára. Það er keypt aukalega
ofan á veitingaleyfi, sem kostar
50.000 til eins árs ef verið er að
byija rekstur. Vínveitingaleyfið
kostar 100.000 ef það er veitt til
2-4 ára. Síðan þarf að borga eftir-
litsgjöld, sem fer eftir leyfílegum
gestafjölda, líklega 5-6 milljónir á
ári sem skipt er niður á staði eftir
stærð og borga STEF-gjöld,“ segir
Erna.
Biðraðlr við krár
Hún segir ennfremur að þróunin
sýnist frekar vera í þá átt að bjór-
inn sé að lækka á matsölustöðum.
„Maður er farinn að sjá bjórglas
kosta allt niður í 250 krónur á ódýr-
ustu veitingastöðunum," segir Erna
sem bætir við að ekki sé skrýtið
að bjórverð lækki ekki þegar fólk
bíði fyrir utan í langri röð eftir því
að komast inn og drekka á þessu
verði. „Auðvitað höfum við öll
áhyggjur af því hvað áfengi er dýrt,
það.er ólíðandi að almenningur og
veitingamenn, sem kaupa áfengið
á sama verði, skuli þurfa að borga
svo hátt verð. Áfengi kostar til
dæmis helmingi minna hjá sænsku
einkasölunni," segir hún loks.
Hverf'amiðstöð
Gert er ráð fyrir að þarna verði
fyrst 9g fremst hverfamiðstöð,
matvöraverslun, afgreiðsla pósts og
síma, banki, ÁTVR og heilsugæslu-
stöð fyrir íbúanna. „Heilsugæslu-
stöðin ýtti við okkur með kaup á
lóðinni, þar sem samningar við rík-
ið um byggingu hennar eru langt
á veg kornnir," sagði Gunnar. „Um
er að ræða nýja heilsugæslustöð
fyrir Kóavog en eins og stendur er
ein heilsugæslustöð fyrir 17.500
manns í- miðbæ Kópavogs, sem
gengur ekki lengur."
íbúar í nýju hverfunum í Kópa-
vogsdal vestan Reykjanesbrautar
verða um 3.500 til 4.000. Þá hefur
verið úthlutað í Fífuhvammi lóðum
fyrir um 1.000 manna byggð en
þar mun verða byggð fyrir 5.000
til 6.000 manns í framtíðinni.
Fyrst og fremst IKEA
Gunnar segir að samið hafi verið
um að Kópavogsbær keypti lóðina
eftir að augljóst hafí verið að ekki
kæmi til framkvæmda á næstunni.
Meiningin hafí verið fyrst og fremst
að byggja yfir IKEA og ætlunin
hafí verið að ráðast í þá framkvæmd
fljótlega eftir að lóðin var seld árið
1990. „En framkvæmdir hófust
aldrei og síðar sneru þeir sér að
Miklagarði,“ sagði Gunnar. „Þeir
hafa ekki talið grundvöll fyrir versl-
unaraðstöðu í Kópavogi en við urð-
um að fá þjónustu fyrir hverfið
þannig að það varð að samkomu-
lagi að við keyptum landið til baka.“