Morgunblaðið - 05.05.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.05.1994, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson telur að ekki verði gengið lengra í skattheimtu Hærri skattar kalla fram samdrátt og lækka tekjur ríkisins HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ekki verði gengið lengra í skattheimtu hér á iandi og áfram verði þörf á verulegu aðhaldi í ríkisbúskapnum. Frekari hækkun skatta muni verða til að kalla fram samdrátt og hefta verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Þegar hafi t.d. verið gengið of langt varðandi skattlagningu ferðaþjón- ustu og meiri skattheimta ríkisins verði til þess að tekjur ríkisins drag- ist saman en aukist ekki. „Við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka framleiðsluna til þess að vinna okkur út úr vandanum og þá má ekki ganga svo langt í skattheimtu að framleiðslustarfsemi verði beinlínis kyrkt,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. ■ \ • . • . . v' ' . - 'ÆjgNmr'i'S:. 3. Morgunblaðið/RAX V atnsskortur? ÞEIR voru í áköfum samræðum, þessir herramenn sem ljósmynd- arinn rakst á við Skógafoss. Hæpið er þó að vatnsöflun slökkvi- liðsins hafi verið umræðuefni þeirra á þessum stað. Meirihluti félagsmálanefndar Alþingis Námsmenn fái rétt til húsaleigubóta Halldór sagðist á þessu stigi ekki vera með neinar ákveðnar tillögur varðandi ríkisbúskapinn. „Ég geri mér grein fyrir því, að fjárlagagerð- in í haust verður mjög erfið og þar þarf áreiðanlega að halda vel á og ég á því miður von á, að þar þurfi að koma til aðhaldsaðgerða, en ég hef ekki fengið gögn um það svo ég geti tjáð mig nægilega vel um það.“ Aðspurður hvort vænta mætti frá honum tillagna um skattalækkanir á næstunni sagðist Halldór Ás- Bruggað í Breiðholti LÖGREGLUMENN af Breið- holtsstöð lögðu hald á brugg- tæki og gambra í íbúð við Yrsu- fell á mánudag. Þá voru brugg- tæki einnig tekin í íbúð við Vest- urberg á þriðjudag. Þegar lögreglan kvaddi dyra í Yrsufellinu kom ölvaður hús- ráðandinn til dyra. í eldhúsi hans var 20 lítra eimingartæki, fullt af glærum vökva og í svefn- herbergisskáp var 120 lítra tunna með gambra. Lögreglan tók_ allt í sína vörslu. Á þriðjudag fór lögreglan svo í íbúð við Vesturberg og lagði þar hald á bruggtæki heimilisins. grímsson ekki vera svo bjartsýnn, að telja að menn gætu vænst mik- illa skattalækkana. „En ég tel að það hafi verið gengið of langt í sambandi við skattlagningu ferða- þjónustunnar á viðkvæmu vaxtar- tímabili núna. Ég er þeirrar skoðun- ar að ferðaþjónustan hefði þurft að hafa það virðisaukaskattfrelsi sem hún hafði, án þess að ég vilji úti- loka það fyrir alla framtíð. Það er okkar helsta von, að við getum aukið hér allmikið störf á næstunni með vaxandi ferðamannastraumi. Við erum með mun minni aukningu en meðaltalið er í OECD-löndunum á undanförnum árum og ég held, að skýringin sé helst sú, að verðlag sé of hátt.“ Halldór sagðist einnig hafa verið þeirrar skoðunar, að virðisauka- skattshlutfall hefði verið orðið of hátt og þess vegna hefði þurft að lækka almenna hlutfallið til sam- ræmis við það sem gerist í löndun- um í kringum okkur. „Við erum með eitt hæsta virðisaukaskatts- hlutfall sem þekkist í Evrópu og ég taldi það vera rétt skref, að lækka J)að en ekki að taka upp tvö þrep. Ég tel að það verði að endur- skoða þá ákvörðun í ljósi reynslunn- ar og minni á, að Ríkisendurskoðun er að vinna að ítarlegri skýrslu um það mál og vona að hægt verði að varpa ljósi á ýmsar fullyrðingar sem ég hef sett fram um þetta mál og bíð spenntur eftir þeirri niður- stöðu,“ sagði Halldór Ásgrímsson. MEIRIHLUTI félagsmálanefndar Alþingis leggur til að námsmenn, sem stunda nám fjarri heimabyggð fái rétt til húsaleigubóta verði frumvarp um þær að lögum. í frumvarpi félagsmálaráðherra um húsaleigubætur er það gert að skilyrði fyrir húsaleigubótum að við- komandi eigi lögheimili þar sem hann býr. Félagsmálanefnd Alþingis hefur fjallað um frumvarpið og legg- ur meirihluti hennar til að náms- mönnum, sem stunda tímabundið nám ijarri heimabyggð, verði veitt undanþága frá þessu. Þeir verða þó að sækja um bætur til þess sveitarfé- lags þar sem þeir eiga lögheimili. Meirihluti félagsmálanefndar leggur einnig til að bætur vegna ungmenna greiðist þar til þau ná 18 ára aldri, en frumvarpið miðar við 16 ára aldur. Tekinní bílmeð kíló af hassi 35 ÁRA maður var handtekinn í fyrrinótt og við leit á honum fannst tæpt kíló af hassi innan- klæða. Maðurinn kom með fiugi frá Amsterdam á þriðjudag. Þá var leitað á honum, enda á hann langan feril í fíkniefnaafbrotum að baki. Ekkert fannst viðJeitina og var manninum sleppt. í fyrri- nótt stöðvaði lögreglan svo för leigubíls í austurbæ Reykjavík- ur, en maðurinn var farþegi í bílnum. Hann var fluttur á lög- reglustöðina og leitað á honum að nýju og nú brá svo við að hann var með tæpt kíló af hassi á sér. Samkvæmt upplýsingum fíkniefnalögreglunnar er óvíst hvort maðurinn kom með hassið til landsins á þriðjudag. Enn brotist inn í bíla INNBROT í bíla eru daglegt brauð í Reykjavík. Frá þriðju- degi þar til síðdegis í gær var lögreglu tilkynnt um innbrot í 6 bíla. Oftast sækjast þjófarnir eftir hljómtækjum eða radarvörum og sú var raunin þegar brotist var inn í bíl við Frostafold og annan við Einholt. Þá var farið inn í bíl við Ugluhóla og þrjá við Vesturberg, sömu erinda. Hundar drápu kettling TVEIR hundar réðust á tveggja mánaða kettling í fjöru á Kjal- arnesi á mánudag og drápu hann. Kona var með hundana tvo, sem eru af Scháffer-kyni, á gangi í fjörunni fyrir neðan Klé- bergsskóla á Kjalarnesi á mánu- dag. Annar hundurinn reif sig lausan frá konunni og fékk hún ekki við neitt ráðið, heldur missti einnig taum hins hundsins. Hundarnir réðust að kettlingn- um, sem var í fjörunni og í sam- einingu drápu þeir hann. Eigandi kattarins sneri sér til lögreglunnar í Reykjavík vegna málsins. Lögreglan sendir hreppstjóra Kjalarneshrepps málið, en hann fer með yfirum- sjón hundahalds í hreppnum. Kona og barn fyrir bíl KONA og fjögurra ára barn urðu fyrir bíl á Miklubraut skömmu fyrir hádegi á þriðju- dag. I fyrstu var óttast að meiðsli þeirra væru mikil, en svo reyndist ekki vera. Konan og barnið voru á leið yfír Miklubraut á gangbraut á móts við Tónabæ, þegar ekið var á þau. Við rannsókn á slysa- deild kom í ljós að þau höfðu bæði hlotið innvortis meiðsli, sem reyndust þó mun minni en í fyrstu var óttast. Slapp lltið meiddur ÖKUMAÐUR slasaðist lítillega í hörðum árekstri á mótum Rétt- arholtsvegar og Sogavegar á þriðjudag. Bílarnir tveir skemmdust mik- ið. Annar ökumannanna slapp ómeiddur, en hinn var fluttur á slysadeild. Hann reyndist lítt meiddur. Taufas^ LANGHOLTSVEGUR 128 ÍBÚÐ SÝND í DAG LÆKKAÐ VERÐ 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Inngangur frá lóð. Gott geymsluris yfir íbúðinni, en þar hafa verið innréttuð tvö herbergi. Nýtt rafmagn og nýtt gler í stofu. Endurnýjað baðherbergi. Svalir og garður. Frábært lækkað verð kr. 5.590 þús. Sölumaður okkar verður á staðnum kl. 17.00 í dag Blómabúð til sölu! Vél staðsett verslun við milíla umferáagötu og fjölmenn kverfi. Miklir möguleifear á velt uaufeningu með litlum tilfeosnaði. Gott tæfeifæri fyrir feugmynJarífea aðila. Ymis greiðslufejör og sfeipti feoma til greina. Upplýsingar ekki veittar í gegnum síma. FYRIRTÆKI OG FIÁRMÁL _—\ 0 FYRIRTÆKJASALA, LEIGUMIDLUN, INNHEIMTUR Borgarferinglan 3 - fe æ ð • Símar 887750 og 887751 SímUði 984-60088 • Fax 887751 Veitingastaður til sölu! Um er að ræða góðan rótgróin sfeyndifeitastað sem er vel tæfejum feúinn með góða veltu og mifela fejórsölu. Ymis greiðslufejör feoma til greina fyrir góða kaupentlur. Upplýsingar ekki veittar í gegnum síma. FYRIRTÆKI OG FIÁRMÁL 0 FYRIRTÆKJABALA, LEIGUMIDLUM, INNHEIMTUR Borgarkringlan 3-liajð • Sími Símfeoði 984-60088 r 887750 o g 887751 Fax 8.8 7 75 1 Hinstakt tækifæri! Til sölu feefefet fe eildverslun á feerra og clömufatnaði. Góá viðsfeiptasamfeöncl, feeimsfræg vörumerfei og fjöldi fyrirtæfeja í föstum viásfeiptum. Ýmis greiðslukjör fyrir trausta feaupendur. Upplýsingar ekki veittar í gegnum síma. FYRIRTÆKI OG FJÁRMÁL FYRIRTÆKJASALA, LEIGUMIDLUN, INNHEIMTUR Borgarkringlan 3 - li * 6 Símar 887750 og 887751 Síintoði 984-60088 • Fax 887751 Snyrtivöruverslun til sölu! Verslunin er stórglæsi leg í nýlegum verslunarkjarna, með góð snyrtivörumerki og mi feið af gj afavöru, einnig með eigin innflutning. Gott tæfe ifæri til að sfe apa sér atvinnu. Upplýsingar ekki veittar í gegnum síma. FYRIRTÆKI OG FfÁRMÁL FYRIRTÆKJASALA, LEIGUMIDLUN, INNHEIMTUR Borgartringlan 3-hœð • Símar 8S7750 og 887751 SlmUði 984-ÓO0S8 ■ Pa* 887761

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.