Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994 13
LANDIÐ
Kvennareið
á vordegi
Miðfirði - Hestakonur í Vestur-
Húnavatnssýslu fögnuðu vorinu
með glæsilegri hópreið um Mið-
fjörð fyrir skömmu. Riðið var
úr Fitjardal í Miðfjörð og til
Laugarbakka, um 15 kílómetra.
Á leiðinni var áð og hressti hóp-
urinn sig á léttum veitingum.
Að loknum reiðtúrnum héldu
makar þeirra og velunnarar
þeim mikla grillveislu við Laug-
arbakkaskóla. Glampandi sól var
og fremur hlýtt, enda allir þátt-
takendur í sólskinsskapi. Alls
tóku þtjátíu og tvær konur þátt
í þessari skemmtilegu vor-
stemmningu og komu þær úr
öllum sveitum sýslunnar. FJÖLMENNI var í vorreið hestakvenna í V-Húnavatnssýslu, úr Filjardal í Miðfjörð og til Laugarbakka.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Landpóstur
hefur störf
Miklaholtshreppi - Landpóst-
ur kom sl. mánudag og er það
Þórður Ingólfsson sem nú
gegnir þessu gamla vinsæla
starfi. Flytur hann póst frá
Borgarnesi, póstleið hans er um
320 km og fer hann þrjár ferð-
ir í viku.
Þórður fer í hluta af Álfta-
nes- og Hraunhreppi, síðan i
Kolbeinstaða-, Eyja- og Mikla-
holtshrepp. Það þótti viðeig-
andi hjá landpóstum að hafa
lúður og blása í hann áður en
komið var heim til bæja til að
láta vita af sér. En þá var líka
þarfasti þjónninn aðalfarkost-
urinn sem bar bæði mann og
pósttöskur en nú er það flottur
bíll sem gegnir því starfi.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
SIRI Bjercke, forseti norska Soroptimistasambandsins var gestur
á fundinum og er hér fyrir miðju ásamt Sigríði Friðjónsdóttur
formanni Sorptimistaklúbbs Suðurnesja (t.v.) og Hildi Hálfdánar-
dóttur fráfarandi forseta landssambandsins sem er til hægri.
Landssambandsfundur Soroptimista
Gáfu 350 þúsund
kr. til tækjakaupa
Akranesbær greiðir 160 milljónir króna á 10 árum
Samningnr um uppbyg'g*-
ingu íþróttamannvirkja
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
FRÁ undirritun samnings ÍA og Akraneskaupstaðar á ársþingi
IA. F.v. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraness, Ingvar Ingvarsson,
forseti bæjarsljórnar Akraness, og Jón Runólfsson, formaður ÍA.
Njarðvík - Um 160 konur víðs
vegar af landinu sátu landssam-
bandsfund Sorptimistaklúbba á ís-
landi sem fram fór í Stapa í Njarð-
vík á dögunum. Fundurinn stóð í
2 daga og var um leið afmælisfund-
ur því samtökin voru stofnuð í júní
1974.
Fráfarandi forseti, Hildur Hálf-
dánardóttir úr Kópavogi, sagði að
metþáttaka hefði verið á fundinum
sem bæri vott um mikla grósku.
Hún sagði að nafnið Soroptimisti
væri komið úr latínu og þýddi besta
systir. Hreyfingin hefði verið stofn-
uð í Kaliforníu árið 1921 og nú
væru starfandi 3.000 klúbbar í 107
löndum með urn 100.000 félaga.
Hugsjón Soroptimista væri að
stuðla að góðvild, skilningi og friði
meðal þjóða. En höfuðmarkmiðið
væri að vinna að betra mannlífí í
hverfulum heimi og fá hið besta
handa konum og hið besta frá kon-
um.
Á landssambandsfundinum í
Njarðvík var skólastóra Dal-
brautarskóla afhentar 350 þúsund
krónur til tækjakaupa, en skólinn
er sérskóli ríkisins fyrir börn og
unglinga sem innlögð eru á barna
og unglingageðdeild Landspítalans
og þjónar öllu landinu. Þá hafa
samtökin tekið virkan þátt í að
styðja mannúðarstarf Þóru Einars-
dóttur í Madras á Indlandi. Nú eru
15 Soroptimistaklúbbar starfandi á
íslandi og eru félagar liðlega 400.
Á fundinum tók Kristín Einarsdótt-
ir úr klúbbnum í Hafnarfirði og
Garðabæ við forsetakeðjunni, en
hún tekur formlega við 1. október.
Akranesi - Akraneskaupstaður og
íþróttabandalag Akraness hafa
undirritað samning um uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja og viðtöku
bæjarins á íþróttahúsi IA á Jaðars-
bökkum sem tekið var í notkun
1987.
Samkvæmt samkomulaginu er
tryggt að Akraneskaupstaður mun
fjármagna uppbyggingu og frágang
Iþróttamiðstöðvarinnar á Jaðars-
bökkum, en þar er ólokið byggingu
búningsklefahúss við íþróttavöllinn
og samkomusalar og auk þess frá-
gangs á aðstöðu í enda íþróttahúss-
ins á tveimur hæðum. Þar mun
verða skrifstofuaðstaða fyrir
íþróttahreyfinguna, líkamsræktar-
salur og gistiaðstaða. Þessi hluti
mannvirkisins mun verða eign
íþróttabandalags Akraness.
Framkvæmdunum á að vera lok-
ið í lok janúar 1996, en íþrótta-
bandalag Akranes mun þá halda
hátiðlegt 50 ára afmæli sitt. Kostn-
aður við þessa framkvæmd mun
nema röskum 70 milljónum króna.
íþróttabandalagið mun hafa fram-
kvæmdirnar með höndum. Þá mun
bærinn taka við skuldum íþrótta-
húss ÍA sem nema 46 milljónum
króna.
Auk þessa eru í framkvæmda-
samningnum uppbygging golfvallar
í 18 holur, bygging íþróttasalar í
kjallara íþróttahússins við Vestur-
götu, endurbygging yfírlags malar-
knattspyrnuvallarins og aðstöðu
fyrir hestaíþróttir og verður varið
í þessar framkvæmdir um 45 millj-
ónum króna. Alls er hér um 160
milljóna króna samning að ræða
sem greiðist með jöfnum afborgun-
urh á næstu 10 árum, eða um 16
milljónir króna árlega.
Auk framkvæmda kveður samn-
ingurinn á um samskipti og rekstr-
armál. Þetta mun vera þriðji stærsti
framkvæmdasamingur sem Akra-
neskaupstaður hefur gert frá upp-
hafi.
Gagnkvæm ánægja
Á ársþingi ÍA á dögunum var
þessi samningur undirritaður með
viðhöfn. Lýstu fulltrúar beggja að-
ila yfír ánægju sinni með þessa nið-
urstöðu og vonuðust eftir að þetta
yrði til þess að efla enn frekar
sterka stöðu íþróttafólks á Akra-
nesi. í máli bæjarstjóra, Gísla Gísla-
sonar, kom fram að með samningn-
um vildi Akranesbær tryggja að
fjármagn sem lagt væri fram til
byggingar íþróttamannvirkja nýtt-
ist sem best öllum þeim fjölda bæj-
arbúa sem stundaði íþróttir sér til
ánægju, heilsubótar eða með keppni
fyrir augum. Jón Runólfsson, for-
maður IA, sagði að með þessum
samningi væri brotið blað í íþrótta-
starfinu og íþróttahreyfingin myndi
kappkosta að gera sem flestum
bæjarbúum kleift að stunda íþróttir
með því að veita þeim gceiðan að-
gang að íþróttafélögum og því starfi
sem fer fram á þeirra vegum.
H.tTTl AB RAIA A MR FOTLEGGINA!
með ONE TOUCH háreyðingarkremunum losar þú þig við óæskileg hár á þægilegan og sársaukalausan hátt
o kreminu er einfaldlega
rúllað á hársvæðið og
skolað af í sturtu eða
baði eftir tiltekinn tíma
(sjá leiðb.)
o húðin verður mjúk
- ekki hijúf
o ofnæmisprófað
egular
fyrir venjulega húð.
Bikini
- fyrir "bikini" svæði.
.1 O 1 V
Sensitive
fyrir viðkvæma húð.
Útsölustaðir:
Hagkaup, apótek
ogflestar snyrti-
vöruverslanir.