Morgunblaðið - 05.05.1994, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Marmaraverk eftir Sól-
veigu Baldursdóttur
Listaverk
unniní
marmara
SÓLVEIG Baldursdóttir mynd-
listarmaður opnar í dag sýn-
ingu á verkum sínum í Bruss-
els Art Gallery, Langehaagstr.
4 í Brussel og stendur sýningin
til 6. júní. Verkin eru eingöngu
unnin í marmara.
Fyrirhuguð er önnur sýning
á verkum Sólveigar á Ítalíu í
júní og verður hún haldin í
Forte dei Marmi í nágrenni
Carrara.
Sólveig Baldursdóttir nam
við Handíða- og myndlistar-
skólann hér heima og við Lista-
akademíuna í Óðinsvéum í Dan-
mörku. Hún hefur dvalist fjög-
ur undanfarin ár á Ítalíu. Sýn-
ingin í Brussel er fyrsta einka-
sýning hennar.
Vorsýning
Myndlista-
og hand-
íðaskólans
VORSÝNING útskriftamema
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands verður opnuð laugardag-
inn 7. maí kl. 14. Að þessu sinni
útskrifast 47 nemendur frá skól-
anum, 31 nemandi úr skorum
myndlistardeildar og 16 nem-
endur úr skorum listiðna- og
hönnunardeildar. Á vorsýning-
unni eru sýnd lokaverkefni nem-
endanna.
Sýningin verður haldin í Lista-
háskólahúsinu í Laugamesi og
stendur frá laugardeginum 7.
maí til sunnudagsins 15. maí og
er opin frá kl. 14-19 alla dagana.
Opnunardapnn,' 7. maí kl.
14.15, mun hljóðgjömingur
verða framinn utanhúss við
Listaháskólahúsið. Leikinn verð-
ur flautukonsert á bifreiðar.
Aðrir gjömingar verða væntan-
lega framdir á sýningunni.
Auðvelt
að mála
SÝNING á verkum eftir Hall-
grím Helgason myndlistar-
mann stendur nú yfir í Galerie
Alain Gutharc (47 rue de
Lappe) í París. Sýningunni lýk-
ur 11. júní nk.
Listamaðurinn hefur af
þessu tilefni gefið út yfirlýsingu
þar sem hann leggur áherslu á
vanda þess að viðurkenna
hversu auðvelt sé að mála.
Hann líkir því að setja máln-
ingu á striga við að smyija
brauð eða bera krem í andlitið:
„Eina sem þú þarft að muna
er að vera ekki of örlátur á
smjörið og kremið."
Á mörkum framúrstefnu
MYNDLIST
Nýlistasafniö
Ráðhildur Ingadóttír - Eygló
Harðardóttir - Opið alla daga
14-18, 30. aprfl til 15. maí. Að-
gangur ókeypis.
■ í neðri sölum Nýlistasafnsins
sýnir Ráðhildur Ingadóttir ný verk
eftir sig, en hún hefur tekið sér-
stöku ástfóstri við þennan stað og
hefur haldið allar stærri sýningar
sínar í húsakynnunum. Er líkast
sem allstór hópur af yngri kynslóð
telji að aðrir staðir henti honum
ekki og að þetta sé þeirra sérstaka
athvarf, en það er mikill miskiln-
ingur og öllum er hollt að sjá verk
sín sem víðast og við ólíkar aðstæð-
ur.
Þannig verður t.d. alls ekki séð,
að hin stærri verk á jarðhæð og í
þró eigi sérstakt erindi þangað,
því þau njóta sín vægast sagt ekki
vegna mikillar speglunar. Hin sér-
stöku kringlóttu form inn í mynd-
unum hverfa þannig alveg, en við
sértækari birtu ættu þau einmitt
að birtast og ef ekki strax þá
smám saman. Kannski stafar það
í og með af of miklum háglans á
myndunum eða að femisinn sé ein-
faldlega of nýr. Þó mætti frekar
draga þá ályktun, að hér sé um
ranga áferð að ræða og vísa má
til þess að ameríski málarinn Ad
Reinhardt notaði mjög matta og
jafna áferð í sínar dökku myndir,
en fomiin skiluðu sér smám sam-
an. Myndir hans eru mjög
skemmtilegar í viðkynningu og
málaðar af afburða þekkingu á
miðlinum.
Ráðhildur málar einnig vel og
vandvirknin virðist henni eðlislæg,
en það er einfaldlega ekki nóg í
þessu tilfelli.
Allt annar handleggur eru
myndirnar frammi, en form þeirra
eru hrein og klár og speglunin
engin. Þó saknar maður einhvern
veginn meiri átaka í þeim og út-
koman verður full skreytikennd.
Hringirnir á veggjunum eru engin
nýstárleg viðbót að mínu mati og
áhersluþunginn fer fyrir ofan garð
og neðan, þannig að útkoman verð-
ur líkust skringilegri uppákomu,
sem er undirstrikuð með dóti á
gólfí. Kannski á það að minna á
hvunndaginn mitt í fagurfræðinni,
en virkar þó frekar sem línudans
milli ólíkra viðhorfa í listinni t.d.
„peinture pure“ og „moyens pauvr-
es“. Að öllu samanlögðu finnufy
maður lítinn samhljóm í þessum
leik, en hins vegar ríka þörf lista-
mannsins fyrir að vera framúr-
stefnulegur og ögrandi.
Að þjóna lögmálum framúr-
stefnu og ögrunar virðast einmitt
vera meginásarnir í myndlist Ey-
glóar Harðardóttur, sem sýnir á
palli og í svonefndum SÚM-sal.
Eitt verka Ráðhildar Ingadóttur.
gjornmgum
glóar,
svo
Verk Eyglóar Harðardóttur.
Held ég að þetta sé fyrsta einka-
sýning hennar, en hún hefur tekið
þátt í ýmsum samsýningum og
vakti framlag hennar á sýningu í
Hafnarborg á sl. hausti athygli
margra.
Eygló er nefnilega ótvírætt
gædd sköpunargleði og væri
kannski réttara að orða það „of-
hlaðin sköpunargleði“ því ákafínn
leiðir hana oftar en ekki út í marg-
víslegar ógöngur, sem hún eins
og kemst ekki úr, en gerir sitt
besta til að krafsa sig frá.
Á palli hefur Eygló komið fyrir
röð sannverðugra litljósmynda af
augnasvip kvenna er hafa nýlokið
við að fæða. Þær eru vel útfærð-
ar, en ef ekki kæmu til miðarifr-
ildi undir myndunum þar sem einn
bókstafur fylgir hverri mynd og
saman mynda setninguna „Þær
hafa rétt fætt“, þá væri erfítt að
spá í þær. Augnasvipirnir afhjúpa
margvísleg geðbriði og gætu allt
eins framkallast við aðrar aðstæð-
ur. Bréfsnifsin gera heildarsvipinn
eitthvað svo fátækan og snautleg-
an og eiga ekki við jafn mikilfeng-
lega athöfn, en gæti vísað til ýmis-
legs á heimspekilegum grundvelli.
Og það virðist
dijúg heimspeki
í myndrænum
Ey-
jafnvel
mikil, að
hún ruglar
skoðandann svo
að hann er sem
staddur í völ-
undarhúsi fár-
ánleikans og
veit hverki hvort
hann sé að
koma eða fara.
Þannig mun
mörgum innan-
bijósts á efstu
hæðinni, þ.e.
SÚM- , salnum,
en þar ægir öllu saman. Gerandinn
nefnir þetta kortlagninu fullkomn-
unarinnar, en þetta virkar frekar
sem kortlagning fáránleikans, en
kannski er fullkomleikann einmitt
að fínna í fáránleikanum. Alla
vega lít ég vísindalega nákvæmni
öðrum augum en það sem við blas-
ir í þessari margræðu innsetningu,
sem er eins og ferð án fyrirheits
eða rökræða sem hefur lent í
hvirfli. Kannski er grind raunveru-
leikans samsett af hverfulum ein-
ingum fáránleikans og rökræn
kortlagning tilverunnar einungis
möguleg með tilviljunarkenndum
meðölum, þar sem eins og glittir
í vitræn hugsanatengsl.
En hvað um það er við hæfí að
ljúka þessari rýni með tilvitnun í
listakonuna sjálfa: „Leiðin innfrá
út í heim, andartak, sem skilur á
milli. Upphaf, spor, umhverfí, far.
Teikning sem rofnar í hnitpunkt-
um. Frá áfangastað til annars.
Hin hráa grind raunveruleikans,
sem allt hangir á, í senn falin og
sýnileg, innaní, útúr, ofaní, uppúr,
gegnum ...
Bragi Ásgeirsson
Ars Fehnica 1994
Æðstu mynd-
listarverð-
laun Norður-
landa
VEITING Ars Fennica mynd-
listarverðlaunanna fer fram í
Helsinki í dag. Verðlaunin sem
eru æðstu myndlistarverðlaun
á Norðurlöndum og þótt víðar
væri leitað eru 200.000 fínnsk
mörk skattfíjáls auk þess sem
gefíð er út kynningarrit um
verðlaunahafann og verk hans
sýnd í finnskum listasöfnum.
Tíu listamenn frá Finnlandi
og Eystrasaltslöndum keppa
um verðlaunin. Þeir eru Kri-
staps Gelzis frá Lettlandi, Reijo
Hukkanen frá Finnlandi, An-
drei Khlobystin frá Pétursborg,
Leonhard Lapin frá Eistlandi,
Deimantas Narkevicius frá Lit-
háen, Timur Novikov frá Pét-
ursborg, Jiiri Okas frá Eist-
landi, Nina Roos frá Finnlandi,
Olegs Tillbergs frá Lettlandi og
Gediminas Urbonas frá Lithá-
en.
Ars Fennica verðlaunin eru
veitt í fjórða sinn í ár. í fyrra
fékk Daninn Per Kirkeby þau.
-----» ♦ ♦
Þjóðleikhúsið
Kæra Jelena
snýr aftur
ÞJÓÐLEIKHÚ SIÐ hefur
ákveðið að taka aftur til sýning-
ar leikritið Kæru Jelenu eftir
Ljudmilu Razumovskaju, sýn-
ingu sem sló öll sýningarmet á
Litla sviðinu leikárið ’91-’92.
Aðeins er um örfáar sýningar
að ræða.
I fréttatilkynningu segir:
„Kæra Jelena þótti með bestu
leiklistarviðburðum þess leikárs
og var það alls sýnt 161 sinn-
um, að leikferðum meðtöldum.
Leikritið var fyrst sýnt á Litla
sviðinu en leikárið ’92-’93 var
það einnig tekið til sýningar á
Stóra sviðinu. Þrátt fyrir það
komust færri að en vildu og
hefur því verið ákveðið að sýna
verkið á nýjan leik.
Leikarar í Kæru Jelenu eru:
Anna Kristín Arngrímsdóttir, í
hlutverki Jelenu, Ingvar E. Sig-
urðsson, Baltasar Kormákur,
Hilmar Jónsson og Halldóra
Bjömsdóttir. Leikstjóri er Þór-
hallur Sigurðsson.
Sem fyrr segir verður Kæra
Jelena aðeins sýnd í örfá skipti
á Litla sviðinu. Fyrsta sýning
er þriðjudaginn 17. maí og verð-
ur sýnt flest kvöld í þeirri viku.
Auk þess verða fáeinar sýning-
ar í júní.
Tónleikar í Listasafni Signrjóns
Leikið á óbó og píanó
Frumflutt verk
eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson
MATEJ Sarc óbóleikari og Stein-
unn Birna Ragnarsdóttir píanó-
leikari halda tónleika í Listasafni
Siguijóns, sunnudaginn 8. maí kl.
17. A tónleikunum verða leikin
verk eftir Schumann, Mihalovici,
Poulenc, Pasculli og frumflutning-
ur á verki eftir Þorkel Sigurbjörns-
son. Þetta eru „début“-tónleikar
Matej Sarc á ís-
landi.
Matej Sarc nam
óbóleik hjá Bozo
Rogelja í Ljublj-
ana, Slóveníu og
hjá Heinz Holliger
við tónlistarhá-
skólann í Freiburg,
Þýskalandi. Matej
hefur tekið upp á
geisladiska óbó-
konserta Albinonis
og konserta Tele-
manns fyrir óbó
d’amore. Hann
Steinunn Birna
Matej Sarc
hefur komið fram sem einleikari
og leikið kammertónlist víðs vegar
um heiminn. Nýlega mátti heyra
einleik Matejs með hljómsveit út-
varpað beint um 15 lönd Evrópu
á vegum samstarfsverkefnis Euro-
radio-tónleikaraðarinnar.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir-
stundaði nám við Tónlistarskólann
í Reykjavík og lauk þaðan kenn-
araprófí árið 1979 og einleikara-
prófí einu ári seinna, undir leið-
sögn Árna Kristinssonar. Hún lauk
meistaragráðu sem einleikari frá
New England Conservatory árið
1987, en kennari hennar var Leon-
ard Shure. Hún starfaði á Spáni
um tíma sem einleikari og þátttak-
andi í kammertónlist. Þar hlaut
hún „Gran Podium" verðlaun veitt
af „Juventus del Musicals“ í Barc-
elona og kom fram á tónleikum
víða um Spán, þar á meðal á aljóð-
legum tónlistarhátíðum.