Morgunblaðið - 05.05.1994, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Samskíptín við Kína
FYRRIGREIN
í NÝLEGRI för minni til Austur-
Asíu, með viðkomu í Japan, Kína
og Suður-Kóreu, tilkynnti ég kín-
verskum stjórnvöldum að Island
vildi opna þar sendiskrifstofu, og
virða þannig grundvallarregluna
um gagnkvæmni í samskiptum
þjóðanna.
Kína er fjölmennasta þjóð í
heimi, menningarþjóð með langa
og merkilega sögu að baki og upp-
rennandi stórveldi. Árlegur hag-
vöxtur í Kína hefur verið um og
yfir 10% undanfarið og talið er að
efnahagsleg uppbygging landsins
muni halda áfram með svipuðum
hætti á næstu árum.
Á Alþingi var lögð fram þings-
ályktunartillaga á sl. vori um stofn-
un sendiskrifstofu í Peking. Stofn-
un sendiráðs í Peking hefur verið
í opinberri umræðu allt frá 1972
Íiegar Kínveijar opnuðu sendiráð á
slandi.
ísland hefur enga sendiskrif-
stofu í Asíu, en hefur tilnefnt þar
nokkra heiðursræðismenn. í all-
mörg ár hefur verið mikill upp-
gangur í Austur-Asíu, sérstaklega
í drekunum fjórum svokölluðu,
Suður-Kóreu, Taívan,
Hong-Kong og Singa-
púr.
Hvers vegna
sendiráð í Kína?
Helstu röksemdirn-
ar fyrir því að opna
sendiskrifstofu í Pek-
ing eru þessar:
1.
2.
3.
Pólitískar rök-
semdir. Kína er
eina landið með
fast sæti í öryggis-
ráði SÞ þar sem
ísland hefur ekki
sendiráð.
Viðskiptalegar
röksemdir. Kína er
orðið efnahagslegt
stórveldi. Þar búa
tólf hundruð
Jón Baldvin
Hannibalsson
meira um
milljónir manns. 5.
Samkvæmt nýjum reikniaðferð-
um er Kína nú með næst stærstu
landsframleiðsluna í heiminum,
á eftir Bandaríkjunum en á und-
an Japan, áætluð $2.870 millj-
arðar árið 1992, eftir 10% árleg-
an hagvöxt í tvö ár.
Gagnkvæmni. Kínveijar opn-
uðu sendiráð á íslandi árið 1972 6.
(en hafa haft sendifulltrúa í stað
sendiherra frá 1983). Eðlilegt
er að sýna þeim gagnkvæmni í
því efni. Kína, ásamt
Finnlandi, eru nú einu
ríkin með sendiráð á
íslandi sem ísland hef-
ur ekki sendiráð í.
4. Vaxandi mikil-
vægi Suðaustur-
Asíu. Viðskipti ís-
lands við Suðaustur-
Asíu fara vaxandi (sjá
töflu). Tímabært er
orðið fyrir ísland að
hafa opinberan full-
trúa á þessu svæði.
Staðsetning hans í
Kína er að mörgu leyti
heppileg og myndi
hann geta sinnt betur
samskiptum við önnur
ríki á svæðinu en nú er hægt.
Fjárhagslegar röksemdir.
Sendiráð í Kína er hagkvæmur
kostur fyrir ísland, enda myndi
það kosta 3-4 sinnum meira
að opna sendiráð í Japan, þótt
vissulega sé æskilegt að gera
það einnig í framtíðinni. Sendi-
ráð í Peking kostar ekki meira
en í Evrópu.
Aðrar ástæður. Ýmsar aðrar
ástæður eru fyrir því að æski-
legt sé fyrir ísland að hafa
sendiskrifstofu í Asíu, svo sem
Kína ER orðið efna-
hagslegt stórveldi með
tólf hundruð milljónir
íbúa, segir Jón Baldvin
Hannibalsson utanrík-
isráðherra, sem telur
tímabært fyrir Island að
hafa opinberan fulltrúa
í Suðaustur-Asíu ...
til þess að efla menningarsam-
skipti, aðstoða íslendinga sem
þar eru við nám og störf eða
sem ferðamenn.
Samanburður við Lúxemborg
Utanríkisþjónusta íslands er
einn af þeim þáttum sem skilgrein-
ir ísland sem fijálst og fullvalda
ríki. Viðskiptahagsmunir, þótt
mikilvægir séu, geta aldrei verið
eina ástæðan fyrir því að ísland
heldur uppi utanríkisþjónustu.
Ætíð er nauðsynlegt að standa
vörð um sjálfstæði landsins og
minna á tilvist þess, stefnu og sjón-
armið. Nú er orðið tímabært fyrir
ísland að sinna betur samskiptum
við Asíu en gert hefur verið.
Að sjálfsögðu verðum við að
sníða okkur stakk eftir vexti í þess-
um efnum sem öðrum. Á hitt ber
að líta að engin fjölgun hefur verið
á tvíhliða sendiráðum íslands frá
stofnun lýðveldisins. Að þessu leyti
er ísland í sérflokki. Eftirtektarvert
er að smáríki eins og Lúxemborg
hefur fyrir löngu opnað sendiráð
bæði í Japan og í Kína og rekur
samtals 18 sendiráð á móti okkar
12 (Lúxemborg hefur auk þess
sendiráð í Strassborg, Haag, Bern,
Róm, Madríd og Lissabon). Tals-
menn þeirra segja að sendiráðin í
Asíu hafi „margborgað sig“.
Fyrirsvari íslands gagnvart Suð-
austur-Asíu er nú þannig háttað
að sendiherra íslands í Kaup-
mannahöfn er jafnframt sendiherra
í Japan og sendiherra okkar í Ósló
hefur nýlega afhent trúnaðarbréf
í Suður-Kóreu. Sendiskrifstofa í
Peking væri í betri aðstöðu til þess
að sinna þessum löndum þegar
fram líða stundir, svo og nærliggj-
andi svæðum eins og Taívan og
Hong Kong og ASEAN-löndunum
(Taílandi, Singapúr, Indónesíu,
Malasíu, Filippseyjum og Brúnei).
Loks má ekki gleyma tveimur mik-
ilvægum ríkjum í þessum heims-
hluta, Ástralíu og Nýja-Sjálandi,
sem eru aðildarríki með íslandi í
OECD, Efnahags- og framfara-
stofnun Evrópu, og í Vesturlanda-
hópnum innan vébanda stofnana
Sameinuðu þjóðanna.
Höfundur er utanríkisráðherra og
formaður Alþýðuflokksins —
Jafnaðarmannaflokks íslands.
Víst skal
vöku halda
VEL MINNUG ætt-
um við enn að vera
þess hver lofsöngur
EES-samningnum var
sunginn af fylgjend-
um hans, svo að aldrei
áður hafði slíkt fagn-
aðarerindi borizt eyr-
um okkar. Þvílík dýrð,
þvílík dásemd skyldi
okkur búin í þeirra
töfrandi tækifæra-
veizlu sem samningur
þessi skyldi færa ís-
lenzkri þjóð. Öll feg-
urstu og tilkomu-
mestu lýsingarorð
tungunnar megnuðu
vart að lýsa herlegheitunum.
Eða hver man ekki ákall Jóns
Baldvins frammi fyrir alþjóð fyrir
hönd þúsunda atvinnulausra landa
sinna, sem aðeins biðu þess sð
dýrðarsólin rynni upp með ótelj-
andi atvinnutækifæri eins og á
gullhúðuðu silfurfati glæsileikans
— gylliboð góð handa hvetjum sem
hafa vildi. Aðeins eitt dæmi af
ótal mörgum. Og ótrúlegustu aðil-
ar lágu yfir talnadálkunum sínum
og töldu saman og tíndu til. - de-
bet og kredit - og útkoman slík
að talnaspekingamir ýmist sögðu
já eða sátu hjá af ótta við að menn
væru að missa af einhveijum óskil-
greindum milljörðum sem talnale-
ikfimin mikla myndaði.
Með undrun var hve öllum fylg-
endum þótti léttvægt og lítilsgilt
að impra á einhveiju sem hét
óskoruð aulindaeign, eigin forræði
í löggjöf allri, hvað þá fullveldi
okkar og sjálfstæði. Debet - kred-
it útkoman var eina viðmiðunin og
von að manni flygju í hug orðin
„þar buddunar lífæð í bijóstinu
slær“, en svo voru menn með
ónotalegar athugasemdir um að
það væri nú „vitlaust gefíð" og
varlega skyldi treysta talnaleikn-
um. Þvílíkur blindingsleikur blekk-
inganna um ágæti allt sem eftir
fylgdi, aðeins ef menn lytu hátign-
inni.
En hvaða um það, samningurinn
sæli tók sitt gildi um áramótin síð-
iustu, þó ærið djúpt, hafí nú orðið
á blessunarlegum
áhrifum hans eins og
allir viti bornir menn
hefðu svo sem mátt
sjá og ekki einu sinni
í hinum frægu debet
— kreditdálkum hefur
ágóðans orðið vart.
En viti menn. Þeg-
ar ESB æðið rann á
granna okkar og aðra
raunar einnig fór
EES-liðið hér heima
einnig að ókyrrast,
þ.e. ákafasti hluti þess
með mangara Vezl-
unarráðsins í fylking
fremstri ásamt Jóni
okkar Baldvin að sjálfsögðu.
Og enn gerast undur mikil. Það
lofsöngslið sem áður taldi allan
okkar vanda í bráð og ler.gd leys-
ast með EES-samningnum sæla,
Við andstæðingar tví-
sýnna EES-samninga
teljum að EES-aðildin
sé aðeins áfangi inni í
Evrópusambandið, segir
Helgi Seljan, og hluti
sjálfrar Evrópuhugjsón-
arínnar, svo notað sé
hátíðlegusta orð Evr-
ópusinna.
fer nú hamförum og segir þennan
samning til einskis nýtan og eina
hjálpræðið felist í því að flýja beint
inn í náðarfaðm ESB og að því er
manni skilst helzt, hvað svo sem
það kostar.
Þetta eru undarleg sinnaskipti,
ef marka mátti þau ljúfu lofsyrði
sem EES-samningurinn fékk frá
þessu undraliði áður. En sannleik-
urinn er sá að auðvitað töldum við
andstæðingar aljra þessara tvísýnu
samninga SÁ tíÉS-aðildin væri
Helgi Seljan
þessu liði aðeins sem áfangi einn
inn í hinn fullkomna Evrópusam-
runa - Evrópuhugsjónarinnar svo
sem þeir hátíðlegustu hafa uppi
orð um.
Þetta bandalag einangrunar og
innilokunar þar sem aðeins ein teg-
und frelsis skiptir öllu, þ.e. frelsi
fjármagnsins, frelsi hins ríka og
sterka, þetta miðstýrða skriff-
inskubákn peningavaldsins á nú
að vera hið eina hjálpræði ís-
lenzkri þjóð og svo sem ágætt að
nú loks þorir þetta lið að opinbera
innræti sitt alveg og vill fullkomna
fyrri gerning með því að láta
ófreskjuna kokgleypa okkur alveg.
Hvað varðar þetta lið um auð-
lindaafsal, erlenda lögsögu, full-
veldisskerðingu og fleira smálegt,
ef vænta má þess að einhver stund-
argróði skili sér í vasa mangaranna
hér heima, því það virðist megin-
mál. Á meðan menn fagna upp-
lausn ríkjabandalaga miðstýringar
í austri vilja menn reyra allt í skrif-
ræðisbandalag auðsdýrkunar í
vestri, þar sem önnur gildi skulu
lúta í lægra haldi og sjálfstæði
þjóða er til fárra físka metið.
Er mönnpnum sjálfrátt? Og þeg-
ar vísað er til granna okkur þá
spyr ég ekki síður: Er þeim sjálfr-
átt sem þar lúta nú lágt í þeirri
von að molar gulls megi hijóta á
þeirra borð og láta allt annað lönd
og leið? Ef þessu liði hér heima
tekst ætlunarverkið þá verður
vissulega veizla - tækifæraveizla
- ekki okkar, heldur erlendra að-
ila, sem eiga þá greiðan aðgang
að.auðlindum okkar og geta eign-
ast hér fyrirtæki og lendur að vild
sinni.
Þau veizluhöld yrðu dýr íslenzk-
um almenningi, íslenzkri þjóð, þó
umboðsmönnum erlendra auð-
hringa hérlendis mundi ugglaust
vel þóknuð þýlundin, svo sem raun-
in hefur alltaf orðið, þar sem auðs-
ins vald er öllu ofar.
Og ég spyr: Ætlar íslezk þjóð
að láta þróunina verða þessa og
það jafnhliða því sem hún minnist
hálfrar aldar sjálfstæðis síns? Vilja
menn leggjast svo lágt aðeins ef
menn eygja það að stundarútkoma
debet - kredit dálkanna geti orðið
hagstæð - einhveijum á einhvern
veg?
Höldum vöku okkar óbijáluð af
ímynduðum gróða, því fullveldi
okkar og yfírráð eigin auðlinda,
eigin mála er það eitt sem öllu
skiptir þjóð við yzta haf.
Höfundur er fyrrverandi
Lyfjaneysla
og kostnaður
FAGMENN kveðja
sér hljóðs í fjölmiðlum
af ýmsu tilefni, en oft-
ast ef um er að ræða
fagleg efni. Undan-
tekningar fyrirfínnast
þó, t.d. taka lyfjafræð-
ingar og apótekarar
sjaldan þátt í umræð-
um um lyf nema um
verðlagningu sé að
ræða.
Þegar heilbrigðisyf-
irvöld benda læknum
vinsamlegast á að
hafa í huga samheita-
lyf, sem að þeirra
mati eru jafn árang-
ursrík og dýrari frum-
lyf, geysast lyfjafræðingar fram á
ritvöllinn til þess að mótmæla?
Samheitalyf eru fullgerð lyf sem
eiga sér samheiti í virka efninu,
þ.e. lyfjaefninu sem þau innihalda.
Samheitalyf geta því bæði verið
kölluð „frumlyf" og „eftirlíkinga-
lyf“.
Tillögur heilbrigðisyfírvalda
eiga fullan rétt á'sér því að í raun
má benda á að læknar vísa um
of, t.d. dýrum sýklalyfjum, magas-
árslyfjum, lyfjum gegn hárri blóð-
fítu, hóstalyfjum, lyijum til þess
að auka blóðflæði, t.d. í heila,
dýrum geðlyljum, róandi lyfjum
o.fl.
Læknum og heilbrigðisyfirvöld-
um er ljóst að í sumum tilvikum
getur verið einhver munur á að-
gengi (bio-availability) samheita:
lyfrja borið saman við önnur lyf. í
þeim tilfellum þar sem aðgengi
hins virka efnis (bio-availability)
er ólíkt milli samheitalyfja skal
ekki breyta út frá ávísun læknis
ef um endurtekna meðferð er að
ræða. Þetta á sérstaklega við ef
læknisfræðileg breidd (therapeutic
margin) lyfsins er lítil. Þess vegna
er ekki leyfð sala á lélegum sam-
heitalyijum frá fyrirtækjum sem
litlar eða engar rannsóknir stunda.
Réttur lækna til lyfjaávísana og
lyfjafræðinga til afgreiðslu lylja
hefur í engu verið takmarkaður.
Læknar ákveða sem áður lyfjaá-
vísanir til sjúklings út
frá faglegum grunni
og á engan hátt er
verið að takmarka
störf þeirra. Eftir sem
áður hafa lyijafræð-
ingar tækifæri til þess
að koma athugasemd-
um um lyfjaávísanir
lækna beint til þeirra
áður en lyfið er af-
grejtt.
Á tímum erfiðs
efnahagsástands og
takmarkaðrar
greiðslugetu er mun
brýnna en áður að
sníða heilbrigðisþjón-
ustu stakk eftir vexti.
Að öllu jöfnu ber því að leggja
höfuðáherslu á árangursríka en
jafnframt ódýra meðferð. Kröfur
Réttur lækna til lyfja-
ávísana og lyfjafræð-
inga til afgreiðslu lyfja
hefur í engu verið tak-
markaður, segir Ólafur
Olafsson, læknar
ákveða eftir sem áður
lyfjagjafir á faglegum
grunni.
um að heldur sé ávísað dýrum lyfj-
um en t.d. ódýrari samheitalyfjum,
ef virkni þessara Iyfja er sambæri-
leg, jaðra því við siðleysi — sér-
staklega ef þessar kröfur koma
frá þeim er selja lyfið.
Læknar hafa engra hagsmuna
að gæta í þessu efni, annarra en
faglegra, því að nær undantekn-
ingarlaust er sala lyfja ekki í hönd-
um lækna.
Höfundur er landlæknir.
Ólafur
Ólafsson