Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 33 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGAR MARGT hefur verið rætt og rit- að um samfelldan skóladag eða heilsdagsskóla eins og það er kall- að. Þetta orðatiltæki heilsdagsskóli á alls ekki við rök að styðjast. Það er ekki sama hvort börnin eru í skólanum allan daginn eða samfellt í skólanum og hafa mat í viðkomandi skóla og halda síðan áfram námi að afloknu matarhléi, — eða hvort þau eru í gæslu hluta dagsins og fara síðan í skólann eða eru í gæslu fyrri hluta dags og fara þaðan í skólann. Gæslan er góðra gjalda verð, eins langt og hún nær. Og vissu- lega er hægt að skipuleggja gæsl- una þannig að börnin fái næg verkefni við sitt hæfi. En gæsla kemur aldrei í staðinn fyrir skóladagheimili. í fyrsta lagi eru alltaf fleiri börn á hveija manneskju í gæsl- unni. í öðru lagi er ekki alltaf fólk sem hefur menntun til starfa með börnunum. Og í þriðja lagi eru aðstæður ekki alls staðar nógu góðar í skólunum til þess að börnunum geti liðið nógu vel í gæslunni. Skóladagheimilin eru „hönnuð" og „út- búin“ með það fyrir augum að börnunum líði þar eins vel og kostur er og að þau nálgist það að vera heimili fyrir þau á meðan þau eru ekki í skólanum. Þau fá mat í hádeginu - morgunmat - og eftirmiðdagshressingu. Nesti er útbúið fyrir þau sem ekki hafa nesti með sér að heiman - og einn- ig fá þau aðstoð við heimanámið. - Þessa aðstoð fá þau að vísu í flestum skólagæslum í dag. Fóstrur eða kennarar starfa í gæslunni í flestum skólum en aðstaðan býður oft ekki upp á það að hægt sé að veita börnunum þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Skóladagheimilin nálgast þó að líkjast venjulegum heimilum. Einnig er húsnæði og aðstaða öll miklu lík- ari venjulegu um- hverfi en „gæslu“ í skólaathvarfí. Eg er svo lánsöm að hafa reynt hvoru tveggja. Á skóladag- heimilinu höfðum við tækifæri til að sinna einstaklingsþörfum barn- anna miklu meira en í gæslunni. Við höfðum færri böm og gátum því gert fleira fyrir hvem einstakl- ing. Við gátum farið með þeim í sund, á söfn og ýmislegt sem böm- in kusu sjálf að gera. í gæslunni þurftum við að sinna miklu fleiri börnum þannig að skipulagningin var miklu meiri „hópskipulagning“, eins og hún er reyndar í skólunum sjálfum. Sum börn þurfa meiri umönnun og skilning en önnur. Þessi „lausn“ sem ráðamenn þjóðarinnar em að koma með er bara ekki fyrir alla. Stjórnmála- mennirnir okkar vita oft og tíðum ekkert um það hvemig heimilin em í stakk búin til að mæta þess- um bráðabirgðalausnum þeirra. Það er ekkert allt „slétt og fellt“ í þessu þjóðfélagi í dag. Sum böm koma í skólann algjörlega matar- laus. Þau geta farið í gæsluna fyrir eða eftir skóla, en þau em jafn matarlaus þar nema aðrar ráðstafanir séu gerðar. Enginn er til að taka við þeim þegar heim er komið og barnið er of þreklaust og þreytt til þess að geta séð um sig sjálft. Lyklarnir em fyrir hendi svo að bamið kemst inn - enginn er heima - kannski er einhver matur til í ísskápnum, en barnið hefur hvorki þrek né vilja til að sjá um sig sjálft. Hvað eiga þessi böm að gera? Hvað verður um þau? Hvert eiga þau að leita? Þau hafa ekki tímaskyn á við okkur fullorðna fólkið. Þau geta Gæslan er góðra gjalda verð, segir Valborg S. Böðvarsdóttir, en kemur aldrei í staðinn fyrir skóladagheimili. einfaldlega ekki sett sig í spor okkar. Allir em að vinna — mamma - pabbi; amma og afi. Enginn til að sinna þeim - enginn til að tala við. Ódýrasta lausnin - sjónvarpið - vídeóið. Eða bara bíða - og vona að einhver komi heim. Ég get nefnt ótal dæmi máli mínu til staðhæfíngar. En sem betur fer er þetta ekki algilt. í flestum tilfellum era bömin sótt í gæsluna eða á skóladagheimilið eða þá að einhver er heima þegar barnið hefur lokið sínum vinnu- degi. - Því að auðvitað er það hörkuvinna fyrir bamið að vera að heiman allan daginn - hvort sem það er í skólanum eða annars staðar. Höfundur er leikskólastjóri og skipar 12. sæti á lista Alþýðuflokksins í Garðabæ. Heilsdagsskóli, skóla- dagheimili og gæsla Valborg S. Böðvarsdóttir Álftanes - paradís í nágrenni höfuðborgar í AÐEINS 15 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík er Álftanes, náttúm- paradís hins streituþjáða nútíma- manns. Búseta á Álftanesi veitir hvíld frá erli og stressi höfuðborgarinnar, nálægð við náttúmna, dýra- og fugla- líf, íjömna, hafið og landbúnað. Sl. átta ár hafa Hagsmunasamtök Bessastaðahrepps haft áhrif á að meirihluti hreppsnefndar viðurkenni sérstöðu Álftaness og bent á að fram- angreindir landkostir séu ein aðalá- stæða þess að fólk flytur út á Álfta- nes. Þrátt fyrir aðeins einn til tvo fulltrúa í hreppsnefnd á þessu tíma- bili hefur okkur tekist vel upp, og má víða sjá merki þess í hreppnum og í stefnuskrám annarra flokka. Stefnumál Hagsmunasamtaka Bessa- staðahrepps hafa komist til skila og augljóst er að hreppsbú- ar hafa flykkt sér um þau. En betur má ef duga skal. Við erum mörg sem hér búum og marg- ir aðrir eiga leið um. Aðkoman að hreppnum á að vera skemmtilegri og meira aðlaðandi. Hreinlæti er víða ábóta- vant og spillir það feg-. urð náttúrunnar. Bæta þarf mannlífíð, þjón- ustuna og aðstöðuna fyrir okkur og bömin okkar án þess að það sé á kostnað alls þess sem við sóttumst eftir með því að flytja hingað. Við þurfum að byggja upp gmnn- skólann þannig að við getum boðið bömunum okkar upp á þann mögu- leika, sem einsetinn heilsdagsskóli býður upp á, með áherslu á íþróttir, verk- og listgreinar að loknum venju- legum skóladegi. Við þurfum að bæta aðstöðu einstakra námsgreina. Um- hverfí skólans þarf að lagfæra og gera það boðlegt bömum að leik og kennurum í starfí. Leikskólann þarf að styrkja og bjóða vistun allan dag- inn og skoða þarf möguleika á því að byggja upp gæsluvelli í tengslum við leikvelli bama inn í hverfum. Bæta þarf félagsmálaþjónustu, einkum á faglegu sviði, og með stuðn- ingi við þá sem um sárt eiga að binda á einhvem hátt. Félagsmálafulltrúi verður að vera fagmenntaður og geta sinnt barnavemdarmálum, þannig að farið sé að lögum með þau mál. Iþrótta- og æskulýðsmálum þarf að koma í fastari og ömggari farveg og gefa aukinn kost á uppbyggingu á þeim vettvangi, m.a. með ráðningu sérstaks æskulýðsfulltrúa. . Við þurfum að byggja upp grunnskólann, segir Sigtryggur Jónsson, þannig að við getum boðið börnum okkar upp á einsetinn heilsdags- skóla með áherzlu á íþróttir, verk- og list- greinar að loknum venjulegum skóladegi. Auk íbúanna em margir sem eiga leið út á Álftanes. Fjölskyldur koma hingað til útivist- ar. Leggja þarf göngu- stíga, en taka mið af þörfum náttúmnnar, fuglalífsins, varplífsins og annarra perla í nátt- úmnni. Hingað koma skokkarar tugum og hundmðum saman yfir árið til að njóta staðarins um leið og þeir þjálfa líkamann. Aðstaða þeirra þarf að batna til muna. Setja þarf upp mslagrindur svo msli sé ekki fleygt hingað og þangað ogtil hvatningar hundaeigendum að hirða upp „stykki" hundanna, án þess að þurfa að burð- ast með þau alla leið heim til sín. Reiðmenn koma hingað í útreiðart- úra. Leggja þarf reiðstíga til að bæta aðstöðu þeirra á leið um hreppinn, sem og inn í hann og út úr honum. Ferðamenn koma hingað. Bjóðum þeim gistimöguleika og aðstöðu við hæfi. Fuglaskoðarar og ljósmyndarar koma. Bjóðum þeim aðstöðu í sam- vinnu við þá. Bætum hreppinn í samvinnu við náttúruna. Fegrum hreppinn í sam- vinnu við hreppsbúa og ferðamenn. Hagsmunasamtök Bessastaðahrepps voru stofnuð til þess að gæta þess- ara hagsmuna. Þeim hefur orðið verulega ágengt í minnihluta. Veit- um þeim meirihluta í kosningunum 28. maí nk. Kjósum Hagsmunasam- tök Bessastaðahrepps. Höfundur er sáifræðingur og fyrsti maður á framboðslista Hagsmunasamtaka Bessastaða- hrepps. suuöl hherl' ujjnnvlfl vA: Sigtryggur Jónsson Miðbærinn í Hafnarfirði VIÐ Hafnfirðingar göngum að kjörborð- inu laugardaginn 28. maí næstkomandi til að kjósa okkur bæjar- stjórn til næstu fjög- urra ára. í sveitar- stjórnakosningum geta bæjarbúar sýnt og sannað álit sitt á stjórnun bæjarfélags- ins og ætti enginn sem rétt hefur á að kjósa að láta það tækifæri fram hjá sér fara. Þjóðfélag okkar er lítið með smáum sveit- arfélögum. í litlum rekstrareiningum finn- um við eða ættum að fínna best hvernig hjartað slær. Þetta em heilladrýgstu samfélögin þar vægi hvers einstaklings skiptir máli. Því leggjum við áherslu á sjálfstæði Hafnfírðinga og góða þjónustu á öllum sviðum í bænum. Sjálfstæðis- flokkurinn í Hafnarfírði hefur nú lagt fram vandaða, raunhæfa og skýra stefnuskrá, þar sem bæjarbú- um er gert ljóst hver stefna flokks- ins_ er. í Hafnarfírði er verið að endur- byggja miðbæinn. Þar fór því miður engin hönnunarsamkeppni fram áður en hafist var handa en slíkt hefði vafalaust getað forðað okkur frá ýmsum hönnunargöllum sem nú hafa komið í ljós. Meðal annars hefur Strandgatan verið þrengd um of og það bitnað harkalega á versl- unareigendum við götuna vegna fækkunnar bílastæða. Athyglisvert er hversu erfitt rútum, vörubílum og öðrum vinnutækj- um er gert að komast um miðbæinn. Þá er ekki gert ráð fyrir þungaflutningum á milli athafnasvæða -hafnarinnar þar sem Fjarðargatan er alltof þröng. Þar má ekkert út af bera svo ekki stöðvist öll umferð, jafnfram skapast hætta fyrir gangandi vegfarendur. Við verðum að byggja upp á þann hátt að fólk á öllum aldri geta notið þeirrar þjónustu sem fyrir er, en ekki að bæjarbúar hverfi frá vegna erfíðra aðstæðna, þá færi nú lítið fyrir sjálfstæði bæjarins er stór hluti verslunar og þjónustu legðist af í Hafnarfírði. í Hafnarfirði er fjöldi fyrirlækja og þar af fjölmörg smáfyrirtæki. Við sjálfstæðismenn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að fjölga fyrirtækjum og halda þeim sem fyrir eru í góðum rekstri. Nú á tímum atvinnuleysis eigum við að forðast sameiningu smáfyr- irtækja í örfá stór, við eigum að standa vörð um þá er skapa trygga atvinnu og skila mestu til þjóðar- búsins þegar upp er staðið. Viðskiptum bæjarstjóðs, þar sem ekki er um útboð að ræða, á að beina til hafnfírskra fyrirtækja sé þess kostur. Þá eiga bæjaryfírvöld að dreifa viðskiptum sínum á milli fyrirtækja í bænum en ekki bara til fárra útvaldra aðila. Á þann Strandgatan hefur verið þrengd um of, segir Valgerður Sigurðar- dóttir, og hefur það bitnað harkalega á verslunareigendum við götuna vegna fækkunar bflastæða. hátt fjölgum við atvinnutækifæmm fyrir íbúa bæjarins. Árið 1994 er nefnt ár fjölskyld- unnar, en em ekki öll ár ár Qöl- skyldunnar? Því miður eiga margar fjölskyldur nú um sárt að binda vegna atvinnuleysis. Atvinnumál em eitt mikilvægasta íjölskyldu- málið því atvinnuleysi gerir ein- staklingum erfitt fyrir. Við sjálf- stæðismenn höfnum því að atvinnu- leysi sé komið til að vera. Því verð- um við að efla áhuga og ábyrgð unga fólksins til að taka þátt í hugmyndasköpun og uppbyggingu atvinnulífsins, sem er hvetjandi fyrir farsælt fjölskyldulíf, gmn- neiningu þjóðfélagsins. Ágætu Hafnfirðingar. Þið hafið framtíð bæjarfélagsins í ykkar hendi, ykkar er valið. Gemm góðan bæ enn betri, með því að setja x við D á kjördag. Höfundur skipar 4. sæti & framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Valgerður Sigurðardóttir MAÍTILBOÐ Píta m/buffi, frönskum og sósu Kr. 490.- Píta m/grænmeti, frönskum og sósu Kr. 450.- Hamborgari m/frönskum og sósu Kr. 400.- Gildir út maí. Afsláttarkort gilda ekki í sambandi við tilboð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.