Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 5 MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRIMARKOSNIIMGARNAR 28. MAÍ
Hver er fúinn? Hvar?
SVAR TIL SÆVARS MAGNUSSONAR
SÆVAR Magnússon
skrifar í Morgunblaðið
27. apríl um fúna inn-
viði í Ungmennafélag-
inu Aftureldingu hér í
Mosfellsbæ. Get ég
ekki annað en svarað
þessu því rétt skal vera
rétt.
Ég hef setið í stjórn
badmintondeildar Umf.
Aftureldingar í meira
en sex ár og nú starfa
ég með aðalstjórn fé-
lagsins og get með
sanni sagt að þær full-
yrðingar sem hér á eft-
ir eru teknar úr grein
Sævars eru rangar.
Ásta Björg
Björnsdóttir.
Sævar segir svo í sinni grem: „en
innra starf er í molum og kemur það
m.a. fram í dapurlegri reynslu barn-
anna okkar er þau árum saman
koma úr boltakeppnum á vegum
UMFA með oftar en ekki stórtöp á
bakinu."
Byggt hefur verið upp mikið og
gott barna- og unglingastarf í deild-
um Aftureldingar. Mosfellsbær er jú
barnmargur bær og þar hefur verið
lögð rækt við yngstu flokkana.
Árangur yngstu flokka pilta í hand-
bolta var mjög góður nú í vetur og
standa fótboltakrakkar okkar sig
mjög vel. En hvort meta skal árang-
ur í íþróttum barna og unglinga með
titlum eða verðlaunagripum skal hér
látið liggja á mílli hluta en tek þó
fram að innan Umf. Aftureldingar
eru líka deildir sem leggja meiri
rækt við þá stefnu að allir fái góða
þjálfun og reglulega hreyfingu en
keppnin er ekki aðalatriðið.
Það er ljóst að við höfum mikinn
og góðan efnivið í Mosfellsbæ og
^^^Vaskhugi
íslenskt bókahaldsforrit!
Fjárhags-, sölu-, launa-, birgða-,
viðskiptamarmakerfi og margt fleira er
í Vaskhuga. Einfalt og öruggt í notkun.
Vaskhugi hf. Sími682 680
getum gert betur en
fyrst og fremst vantar
okkur aðstöðu inn-
anhúss því íþróttahúsið
okkar er svo gjörsam-
lega sprungið og allir
þeir sem fylgjast hafa
með íþróttamálum í
Mosfellsbæ vita að það
er aðstöðuleysi í íþrótta-
húsi sem hefur staðið
okkur fyrir þrifum. Nú
sjáum við svo sannalega
bjart framundan því
búið er að samþykkja
að byggja íþróttahús í
tengslum við gamla hús-
ið að Varmá.
Hvað varðar pen-
Umf. Aftureldingar skal
kóróna
«Idhó$dn$
Mest selda
heimilisvélin í
50 ár.
íslensk 'nandbók fylgir.
Fæst um land allt.
\/m/'
Eínar
Farestveit&Co. hf.
Borgartuni 28 TC 622901 og 622900
vára
Þjónusta íþína þágu
ingastöðu
Sævar upplýstur um að staða félags-
ins er ekki slæm. Þó vita allir að
dýrt er að reka íþróttafélag með
mörgum iðkendum.. Þetta vita bæj-
arstjórnarmenn í Mosfellsbæ einnig
og hafa þeir veitt Umf. Aftureldingu
starfsstyrk nú síðastliðin tvö ár.
Styrk sem skal fyrst og fremst skal
styrkja barna- og unglingastarf.
Það er oft mun auðveldara að rífa
niður og gagnrýna heldur en að virða
Bæjarstjórnarmenn í
Mosfellsbæ hafa veitt
Ungmennafélaginu Aft-
ureldingu starfsstyrki
síðast liðin tvö ár, segir
Asta Björg Björns-
dóttir, í umfjöllum um
starfsemi íþróttafélaga
í Mosfellsbæ.
það sem vel er gert. Stjómarmenn
í þeim sjö deildum sem nú starfa
innan félagsins eru margir og vinnur
þetta fólk mikið og gott starf allt í
sjálfboðavinnu og ekki skal kasta
rýrð á það.
Vil ég benda greinarhöfundi á að
koma frekar til starfa fyrir Umf.
Aftureldingu og kynna sér málin af
eigin raun.
Höfundur er ritari aðalstjórnar
Umf. Aftureldingar, Mosfellsbæ.
ogskipar 6. sæti D-listans í
Mosfelisbæ.
Ósannindi Sigrúnar
Magnúsdóttur um fjár-
mál Hafnarfjarðar
EFTIR kosningarn-
ar árið 1986, þegar
Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið
mynduðu meirihluta í
Hafnarfirði, fóru sjálf-
stæðismenn, sem áður
höfðu verið í meiri-
hluta, fram á að gerð
yrði nákvæm úttekt á
fjárhagsstöðu bæjar-
ins. Samkvæmt úttekt-
inni, sem miðaðist við
15. júní 1986, voru
heildarskuldir bæjar-
sjóðs á núgildandi
verðlagi 221 milljón
króna. í dag nema hins
vegar heildarskuldir
Hafnarfjarðar, samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri, hvorki meira né
minna en um 2.600 milljónum
króna. Og má ætla af reynslu síð-
ustu ára að sú tala verði töluvert
hærri þegar endanlegt uppgjör ligg-
ur fyrir. Það er því staðreynd sem
ekki verður litið fram hjá, og um
leið skýr vitnisburður um fjármála-
stjórn meirihluta Alþýðuflokksins,
að heildarskuldir Hafnarfjarðar
hafa 11-faldast á aðeins sjö og
hálfu ári. Sé litið til síðustu fjög-
urra ára hafa skuldir bæjarins rúm-
lega tvöfaldast eða aukist um sam-
tals 116%.
Um þetta er ekki deilt. Þetta eru
staðreyndir málsins, byggðar á
gögnum endurskoðenda reikninga
bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Það vek-
ur því furðu að Sigrún Magnúsdótt-
ir, oddviti vinstrimanna í Reykjavík,
skuli halda því blákalt fram í grein
sinni í Morgunblaðinu hinn 29. apríl
síðastliðinn að skuldir Hafnfirðinga
hafi einungis vaxið um 50% á síð-
asta kjörtímabili. Þetta er beinlínis
rangt hjá Sigrúnu. Spyija má hvort
Sigrún haldi vísvitandi fram þessum
ósannindum til þess eins að koma
höggi á fjármálastjórnun Reykja-
víkurborgar, eða viðhafi að jafnaði
óvönduð vinnubrögð. Að minnsta
kosti hefði henni átt að vera í lófa
lagið að spyijast fyrir meðal flokks-
systkina sinna í Hafnarfirði.
Þorgfils Ottar
Mathiesen
Það er flestum
Hafnfirðingum ljóst að
afar brýnt er að rétta
við slæma fjárhags-
stöðu bæjarins sem
samkvæmt skilgrein-
ingu félagsmálaráðu-
neytisins er bæjarsjóð-
ur Hafnarfjarðar því
miður kominn á hættu-
mörk. Við sjálfstæðis-
menn treystum okkur
til þess að takast á við
þennan vanda en halda
um ,leið áfram upp-
byggingu bæjarins.
Mikilvægt er að við lít-
um björtum augum
Það vekur furðu að Sig-
rún Magnúsdóttir odd-
viti vinstri manna í
Reykjavík skuli halda
því blákalt fram að
skuldir Hafnarfjarðar
hafi aðeins vaxið um
50%, segir Þorgils Ótt-
ar Mathiesen, þegar
fyrir liggur að þær hafa
11-faldastásjö og
hálfu ári.
fram á veginn og hefjumst handa
við að vinna okkur út úr þeim erfíð-
leikum sem meirihluti Alþýðu-
flokksins hefur komið bæjarbúum
í. Fyrsta skrefið er að koma núver-
andi meirihluta Alþýðuflokksins
frá. Síðan mætum við nýjum tímum
og nýrri öld með Sjálfstæðisflokk-
inn við völd.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og skipar 5. sætið & framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði-.
PowerPoint námskeið
94028
Tölvu- og verkfræöibjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Of seint að
skipta um nafn
ÉG SÉ grein í
Morgunblaðinu sem
mótmælir heitinu á
framboðslista okkar
sem er Reykjavíkur-
listinn.
Af hveiju er sagt
Reykjavíkurlistinn?
— Af því að listinn
heitir Reykjavíkurlisti.
Hinn listinn heitir
Sj álfstæðisflokkur.
— Af því að listinn
er sprottinn upp úr
þeim veruleika sem
Reykvíkingar búa við
í dag; þar eru til dæm-
is 3.000 manns á at-
vinnuleysisskrá. Hinn
listinn ber ábyrgð á þessu ástandi
ekki síst á vettvangi landsmál-
anna. Þar situr nú í öndvegi sá sem
síðast var kosinn til forystu af
hálfu Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
— Af því að borgarstjóraefni
Reykjavíkurlistans Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir er borgarstjóraefni
allra Reykvíkinga. Borgarstjóra-
efni Sjálfstæðisflokksins hafa allt-
af lýst því yfir að þau væru fyrst
og síðast fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins og þar með ekki annarra
Reykvíkinga en þeirra sem kosið
hafa annað en Sjálfstæðisflokkinn.
— Af því að Reykjavíkurlistinn
er svar við ákalli Reykvíkinga —
svar sem fern stjórnmálasamtök
hafa numið einmitt hér þó að sömu
samtök og flokkar bjóði fram hver
á sínum forsendum
annars staðar.
Reykjavíkurlistinn
er því listi sem á erindi
við Reykvíkinga,
sprottinn upp úr veru-
leika Reykjavíkur og
er svar við ákalli Reyk-
víkinga.
Svo einfalt er það.
Það er nokkrum
áratugum of seint fýrir
Sjálfstæðisflokkinn að
gera tilkall til þess að
vera Reykjavíkurlist-
inn jafnvel þó að hann
vilji bersýnilega líka
skipta um nafn — eins
Fern stjórnmálasamtök
hafa numið ákall Reyk-
víkinga, segir Guðrún
Agústsdóttir, og þess
vegna er nafnið kennt
við borgina.
og hann hefur reynt að fela stefnu-
málin.
Það er of seint fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að gera tilkall til þess að
vera Reykjavíkurlisti. Það er kom-
inn annar.
Höfundur skipar 2. sæti R-listans.
Guðrún
Ágústsdóttir
Gerum átak í skóla-
málum í Garðabæ
í TILEFNI af ári fjölskyldunnar
hefur farið fram talsverð umræða
um skóla og uppeldismál. Áríðandi
er að ekki verði setið við orðin tóm
heldur verði þessi áhugi sem hefur
nú vaknað nýttur til raunhæfra
aðgerða.
Einhver besti mælikvarði á vel-
ferðarstig hvers þjóðfélags er
hvernig staðið er að málefnum
barna og unglinga. Við íslendingar
höfum ávallt viljað telja okkur til
velferðarríkja.
Sé litið til nágranna okkar, eink-
um Norðurlandanna sem við viljum
oft bera okkur saman við, vantar
talsvert á að við stöndum þeim jafn-
fætis. Hér á landi eru einungis fáir
grunnskólar einsetnir
þótt skólar nágranna
okkar hafi verið það
um árabil. Þá eiga ís-
lensk skólabörn ennþá
ekki kost á hollum og
góðum mat á vinnu-
stað sínum eins og
skólabörn á Norður-
löndum eiga. Það þykir
hins vegar sjálfsagt að
t.d. opinberir starfs-
menn hafi aðgang að
mötuneyti og geti
keypt þar mat við
vægu verði. Hér verð-
um við að gera betur.
Ekki getum við borið
við fátækt því að þrátt
fyrir efnahagslægð undanfarinna
ára eru lífskjör okkar einhver þau
bestu sem þekkjast.
Flestir reikna nú með því að
málefni grunnskólans verði algjör-
lega færð á hendur sveitarfélag-
anna á allra næstu árum. Þá mun
það ráðast af metnaði hvers
sveitarfélags hvernig staðið verður
að málum.
Fyrir einu og hálfu ári var gerð
úttekt á því hvað gera þyrfti til að
éinsetja grunnskóla Garðabæjar.
Niðurstaðan varð sú að Ijúka þyrfti
Einsetning grunnskól-
ans og skólamötuneyti
í Garðabæ mun kosta
umtalsvert fé, segir Giz-
ur Gottskálksson, en
hér er þó fyrst og fremst
um forgangsröðun á
framkvæmdum að
ræða.
2. áfanga nýs Hof-
staðaskóla en stefnt er
að því að taka 1.
áfanga í notkun í
haust. Þá þyrfti að
koma til viðbygging
við Flataskóla með sex
kennslustofum.
Þessu til viðbótar
þyrfti samhliða að
koma upp mötuneytis-
aðstöðu fyrir nemend-
ur í skólanum.
Einsetning grunn-
skólans og skólamötu-
neyti í Garðabæ mun
kosta umtalsvert fé en
hér er þó fyrst og
fremst um að ræða
forgangsröðun á framkvæmdum
bæjarins. Ekkert ætti að vera því
til fyrirstöðu að ná þessu marki á
næsta kjörtímabili.
Við jafnaðarmenn í Garðabæ
teljum að hér sé um forgangsverk-
efni að ræða.
Höfundur skipur fyrsta sæti á lista
Alþýðuflokksins við komandi
sveitarstjórnarkosningar og á
jafnframt sæti í skólanefnd
Grunnskóla Garðabæjar.
Gizur
Gottskálksson