Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994 37
MINNINGAR
SIGRIÐUR
SÍMONARDÓTTIR
+ Sigríður Sím-
onardóttir
fæddist í Reykjavík
10. febrúar 1914 og
lést i Hafnarfirði
23. apríl. Eftirlif-
andi ciginmaður
hennar er Sig-
mundur Bjarnason
skipasmiður. Utför
Sigríðar fer fram í
dag frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði.
í DAG verður til mold-
ar borin vinkona mín
Sigríður Símonardóttir. Með orðum
þessum vil ég kveðja hana og
þakka fyrir góð kynni.
Sigríður kom frá Vestmannaeyj-
um ung og falleg á heimili foreldra
minna í Skerjafjörðinn með unga
dóttur sína Sjöfn. Góð vinátta tókst
milli móður minnar Ragnhildar og
Sigríðar og hélst ævilangt.
Sigríður var glæsileg kona, há
grönn og reist, sterk persóna. í
lífi Sigríðar skiptust á skin og skúr-
ir. Þijár dætur eignaðist hún,
Sjöfn, Vilhelmínu og Sigrúnu sem
hún missti aðeins tveggja ára
gamla. Það var henni mikið áfall.
Sigríður hafði verið heilsuveik um
áratuga skeið. Hún kvartaði ekki.
Oft sagði hún við mig: „Svona er
lífið, Villa mín, við eigum að þakka
það góða en gleyma hinu.“ Þannig
var Sigríður.
Arið 1955 var hennar hamingju-
ár, svo sagði hún. Þá giftist hún
Sigmundi manni sínum. Hjónaband
þeirra var farsælt og fallegt. Hann
traustur sem klettur og hún hlý
og falleg. Vilhelmínu frænku
minni, dóttur Sigríðar, sem þá var
á fermingaraldri, reyndist hann
sem besti faðir, svo og dætrum
Vilhelmínu, Sigríði og Asthildi.
Heimili þeirra á Hringbraut í
Hafnarfirði var fallegt rausanr-
heimili. Þangað var gott að koma
og þau voru höfðingjar heim að
sækja. Fyrir um það bil ári fluttu
þau að Sólvangsvegi 1 í íbúð eldri
borgara. Þá sagði Sigríður að það
væri allt nýtt og fallegt, hún var
það sem kallað er fagurkeri og
varð aldrei gömul.
Sigmundur. Innilegar samúðar-
kveðjur, Sjöfn, Villý, Sirrý, Ásta
og Jón Þór. Ég sendi ykkur öllum
og systkinum Sigríðar samúðar-
kveðjur.
Við kveðjum og munum góða
konu.
Sigríður, blessuð sé sminning
þín, þakka þér vináttu þína.
Vilhelmína Böðvarsdóttir.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(H.P.)
Elsku amma. Allt í einu ertu
horfm og hvernig eigum við að
kveðja þig. Það er skrýtið að hugsa
til þess að þegar við komum í heim-
sókn, bíðir þú ekki oftar eftir okk-
ur með kaffíð og pönnukökurnar
eða leggjandi kapal við
elshúsborðið.
Frá því við vorum
smástelpuh, hvort sem
við lentum í rifrildi við
vinkonurnar, höfðum
hruflað okkur eða
dottið í lækinn í nýju
sparifötunum og
seinna á unglingsár-
unum áttum í basli
með ástamálin eða
skólann varst þú alltaf
sú sem skildir allt,
bentir á hitt sjónarm-
iðið, huggaðir okkur
og taldir í okkur kjark-
inn. Ekki með því að segja hvað
við ættum að gera heldur sagðirðu
okkur sögur af sjálfri þér sem
barni og ungling í Vestmannaeyj-
um, elst af 14 systkinum.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Viskuna þín, skilninginn og bama-
trúna. Og eins og þú sagðir alltaf
sjálf, við erum heppnar að eiga
afa. Hvar værum við án hans? Þið
voruð alltaf til staðar, tilbúin að
gera allt fyrir okkur þegar við
þurftum á að halda. Seinna, þegar
við vorum orðnar mæður með börn
og heimili, áttum við ykkur alltaf
að, þið pössuðuð bömin okkar og
gáfuð okkur ráð - þegar við báðum
um þau, en reynduð þó aldrei að
stjóma okkur. Við eigum afa ennþá
og erum þakklátar fyrir það.
Góða nótt, elsku amma okkar.
Sigríður (Sirrý) og Ásta.
Vaiulíidat•
íitfamrskreyt i ngat:
Krausai:
krossai;
kistnskivytingai:
Ertidnkkjur
Glæsileg kíilii-
lilaðborð íallegir
salir og mjög
góð þjónnsta
lipplýsingar
í smia 2 23 22
FLUOLEIDIR
HÖTEL LOFTLEllIft
Windows grunnnámskeið
WftWÆ Tölvtr- oq verkfræöibjónustan
94025
tP- og verkfræöiþjónust
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
NYJA SENDIBILASTOÐIN
685000
Þjónusta á þinum vegum
flASKOLANAM
I KERFISFRÆÐI
Innritun á haustönn 1994 stendur nú yfir í Tölvuháskóla VÍ. Markmið kerfisfræðináms er að
gera nemendur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnaðargerðar, skipuleggja og annast tölvu-
væðingu hjá fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Námið tekur tvö ár og er
inntökuskilyrði stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Tölvubúnaður skólans er sambærilegur við það besta sem er á vinnumarkaðnum, meðal
annars Victor 386MX vélar, IBM PS/2 90 vélar með 80486 SX örgjörva, IBM RS/6000 340
og IBM AS/400 B45 sem allar eru tengdar saman með öflugu netkerfi.
Áhersla er lögð á að fá til náms fólk með stúdentspróf sem hefur starfað við tölvuvinnslu og
í tölvudeildum fyrirtækja auk nýstúdenta.
Eftirtaldar greinar verða kenndar:
Fyrsta önn:
Forritun í Pascal
Kerfisgreining og hönnun
Tölvur, stýrikerfí og net
Fjórðukynslóða forritun
Önnur önn:
Fjölnotendaumhverfi AS/400
Gagnasafnsfræði
C++ forritun
Gluggakerfi
Priðja önn:
Gagnaskipan
Tölvugrafík
Kerfísforritun
Netforritun
Fjórða önn:
Forritun í gluggakerfum
Hugbúnaðargerð
Valin efni úr viðskiptum
Raunhæf verkefni eru unnin í lok hverrar annar eftir að hefðbundinni kennslu lýkur.
Lokaverkefni á 4. önn er gjaman unnið í samráði við fyrirtæki, sem leita til skólans.
Fyrirhugað er að taka inn 70 til 80 nemendur á fyrstu önn og verður umsóknum svarað
jafnóðum og þær berast fram til 16. júní. Kennsla á haustönn hefst 29. ágúst.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVI frá kl. 8 til 16.
TVI
TÖLVUHASKOLIVI,
Ofanleiti 1,
103 Reykjavík.
Aðalfundur
fjp Bílgreinasambandsins
verður haláinn laugardaginn 7. maí nk. á Hótel Sögu
og hefst kl. 9.15
Dagskrá:
Kl. 09.15 Fundarsetning, Sigfús Sigfússon, formaður BGS
Kl. 09.30 Starf og skipulaggning BGS.
Tillögur stjórnar um starf og skipulag BGS -Umræður
Kl 10.30 Atvinnumál í bílgreininni - Svört atvinnustarfsemi
Hugmyndir um aðgerðir
Kl. 11.30 Staða bílgreinarinnar í íslensklu efnahagslífi
Guðmundur Magnússon prófessor
Kl. 12.00 Hádegisverður - Hádegisverðarerindi.
Halldór Blöndal, samgönguráðherra
Kl. 13.30 Dagskrá sérgreinafundar
A. Verkstæðisfundur
B. Bíiamáiarar og bifreiðasmiðir
C. Bifreiðainnflytjendur
D. Smurstöðvar
£ Varahlutasalar
Kl. 15.30 Niðurstöður sérgreinafunda. (Sal A-Hótel Sögu).
Kl. 16.00 Aðalfundur Bílgreinasambandsins. (SalA - Hótel Sögu)
Aðalfundarstörf skv. 9 gr. laga sambandsins.
Stjórn BGS hvetur sambandsaðila til að mæta á fundinn.
Stjórn Bílgreinasambandsins