Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Systir okkar og frænka,
ÁSLAUG LOVÍSA GUÐMUNDSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
í Templarasundi 3,
andaðist á Droplaugarstöðum 3. maí.
Fyrir hönd systra hennar og annarra skyldmenna,
Erla B. Gústafsdóttir.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVAVAR BJÖRNSSON
vélstjóri,
- Lindasiðu 2,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 4. maí.
Kristjana Ingibjörg Svavarsdóttir, Jón Viðar Guðlaugsson,
Skúli Svavarsson, Kjellrun Lovfsa Langdal,
Gylfi Anton Svavarsson, Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir,
Birgir Björn Svavarsson, Aima Kristin Möller,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Bróðir okkar,
VILHJÁLMUR KRISTJÁNSSON
frá Skerðingsstöðum,
Stigahlíð 32,
Reykjavík,
lést í Hátúni 10 þriðjudaginn 3. maí.
Jaðarförin verður auglýst síðar.
Systkinin.
t
Hjartkær móðir mín,
ANNA MARÍA EINARSDÓTTIR
frá Hellissandi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. maí.
Fyrir hönd sona og ættingja,
t
EINAR BJARNASON
fyrrv. skipstjóri og tollvörður,
Hafnarfirði,
síðast til heimilis
í Stóragerði 26, Reykjavík,
lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, þann 23. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Kristjana Friðjónsdóttir,
Hjalti Einarsson, Jóhanna Helgadóttir,
Margrét Einarsdóttir.Guðbrandur Geirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
PÁLL SIGURÐSSON
fv. tollfuiltrúi,
Blesugróf 3,
Reykjavik,
lést í Borgarspítalanum þann 3. maí.
Útför hans fer fram frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 10. maí
kl. 13.30.
Ragnhildur Geirsdóttir,
Ástrfður Pálsdóttirpáll Hersteinsson,
Hersteinn PálssonJPáll Ragnar Pálsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN FINNBOGASON
fyrrv. tollvörður,
Kvisthaga 8,
sem lést á heimili sínu 29. apríl, verður
jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn
6. maí kl. 13.30.
Ástgeir Þorsteinsson, Arnbjörg Sigurðardóttir,
Finnbogi Þorsteinsson, Sjöfn Ágústsdóttir,
Kristfn Þorsteinsdóttir,
Arndfs Þorsteinsdóttir, Sólmundur Björgvinsson
og barnabörn.
SKULIARNASON
+ Skúli var fædd-
ur í Reykjavík
4. janúar 1919. For-
eldrar hans voru
Árni Pálsson
(1878-1952), pró-
fessor í sögu við
Háskóla íslands, og
kona hans Finn-
björg' Kristófers-
dóttir (1882-1960),
Árni var sonur Páls
Sigurðssonar
(1839-1887), prests
í Gaulverjabæ í
Flóa og konu hans
Margrétar Andreu
Þórðardóttur
(1841-1938). Foreldrar Finn-
bjargar voru Kristóíer Jónsson
bóndi í Vindási í Rangárþingi
(1847-1928) og Guðríður Finn-
bogadóttir (1858-1934). Systk-
ini Skúla eru Karen (1914),
Dagmar (1914-1984), Guðný
(1917—1992) og Guðmundur
(1920-1987). Nú er Karen ein
eftirlifandi af þeim systkinum.
Skúli átti eina dóttur, Guðrúnu
Erlu Skúladóttur (1935). Móðir
hennar er Hulda Vigfúsdóttir
(1918). Eiginmaður Guðrúnar
Erlu er Jóhannes Gíslason
(1929), og eiga þau þrjár dæt-
ur, Þorbjörgu Huldu (1954),
Guðrúnu (1957) og Sigrúnu
(1959). Sambýliskona Skúla frá
árinu 1948 var Anna Björns-
dóttir Maack, (1911) og ólu þau
upp þijár dætur Önnu, Katrínu
Karlsdóttur (1935-1988), Guð-
rúnu H.P. Maack (1939) og
Maríu B.J.P. Maack (1940).
Elsta dóttir Önnu er Esther
Jónsdóttir (1930). Útför Skúla
fer fram frá Dómkirkjunni í
dag.
í DAG ER kvaddur hinstu kveðju
frá Dómkirkjunni Skúli Árnason,
þekktur Reykvíkingur sem mjög
margir minnast úr borgarlífinu, en
varð vegna sjúkleika að draga sig
í hlé langt fyrir aldur fram. Góður
og gegn borgari sem tók virkan
þátt í uppbyggingu höfuðborgarinn-
ar áratugum saman, og lét margt
gott af sér leiða.
Skúli ólst upp við mikið ástríki í
foreldrahúsum hér í Reykjavík,
næstyngstur fimm systkina. Á
sumrum mun hann hafa verið í sveit
hjá frændfólki sínu að Hjaltabakka
í Húnaþingi, þar sem faðir hans var
fæddur. En Skúli var borgarbarn.
Hér í Reykjavík lifði hann og starf-
aði alla sína ævi. Átthagar hans
voru Reykjavík og hann unni borg-
inni og naut þess að taka þátt í
uppbyggingu hennar og deila kjör-
um með samborgurum sínum hér.
Skúli var stoltur af uppruna sínum,
enda átti hann til merkra gáfu-
manna að telja. Faðir hans, Árni
Pálsson prófessor, var þjóðsagna-
persóna í lifanda lífi, þekktur fyrir
andríki í samræðum, ræðu og riti
og merkur fræðimaður. Föðurafi
hans, séra Páll Sigurðsson í Gaul-
veijabæ í Flóa, var einnig lands-
frægur maður, merkur guðfræðing-
ur, boðberi nýrrar, frjálslyndrar
guðfræði hér á landi, og áhrifamik-
ill predikari. Hann var einnig rithöf-
undur, skrifaði m. a. skáldsöguna
Aðalstein, sem talin er þriðja í röð
íslenskra skáldsagna, næst eftir
skáldsögum Jóns Thoroddsen, Pilti
og stúlku og Manni og konu. Snæ-
bjöm Jónsson bóksali segir í for-
mála að páskaræðu eftir séra Pál
Sigurðsson, sem hann gaf út 1939,
að næst mannkostum hans, gáfum
og mælsku hafi styrkur Páls verið
hve vel hann var kvæntur. ,Kona
hans og föðuramma Skúla var Mar-
grét Andrea Þórðardóttir, dóttir
Þórðar Guðmundssonar sýslu-
manns, síðast í Reykjavík, og Jó-
hönnu Andreu Knudsen. Þessi
ERFIDRYKKJUR
ráúí
PERLAN sími620200
merkiskona hefur látið
sér annt um Skúla í
æsku og verið honum
góð, því hann talaði oft
um hana með ástúð og
mikilli virðingu. Hún
náði hárri elli og lifði
mann sinn um áratugi.
Onnur merkiskona tók
ástfóstri við Skúla sem
bam, og ávann sér stað
í bernskuminningum
hans. Það var Theódóra
Thoroddsen (1863-
1954), skáldkona.
Maður hennar, Skúli
Thoroddsen sýslumað-
ur, og Árni Pálsson
voru góðir vinir og mun Skúli Árna-
son hafa verið skírður í höfuðið á
honum. Ræktarsemi við minningu
forfeðranna og genginna kynslóða
var ákaflega ríkur þáttur í fari Skúla
og hann var vel ættfróður .
Skúli var af þeirri kynslóð íslend-
inga sem átti sín mótunar- og ung-
lingsár í kreppunni miklu og kynnt-
ist þeim erfiðleikum sem henni
fylgdu. Þegar þessi kynslóð var
komin til starfa voru hins vegar
breyttir tímar og tækifæri meiri.
Stríðið hafði breytt öllu og mikil
bjartsýni ríkti á íslandi 1944 við
stofnun lýðveldisins. Skúli lauk
hefðbundinni skólagöngu, en hugði
ékki á langskólanám, þrátt fyrir
góðar námsgáfur. Á stríðsámnum
var hann í Bretavinnu, en vann einn-
ig í Sundhöll Reykjavíkur. Árið 1944
hóf hann svo skrifstofustörf hjá
Rafveitu Reykjavíkur og var þar
starfsmaður í nokkur ár. En stimpil-
klukkan var ekki lengi fastur punkt-
ur í lífi Skúla Árnasonar. Hann
hafnaði henni eftir fárra ára sam-
búð, gerðist sjálfs sín herra, og var
það ætíð síðan.
Ekki er gott að vita nákvæmlega
hvaða framtíðarvonir hann hefur
alið í bijósti á lýðveldisárinu, en
hitt vitum við að hugur hans hefur
fyrst og fremst stefnt til efnahags-
legs sjálfstæðis, og strax og aðstæð-
ur leyfðu hófst hann handa við að
gera þann draum að veruleika.
Trúnni á steinsteyguna var þá að
vaxa ásmegin með Islendingum, og
svo fór að Skúli haslaði sér völl við
húsbyggingar, ásamt leigu og sölu
fasteigna, og þeim málum sinnti
hann síðan alla tíð meðan starfs-
kraftar entust. Hánn reisti og seidi
mörg hús víðs vegar um bæinn, en
1962 hófst hann handa við að reisa
stórhýsi að Suðurlandsbraut 12.
Þetta var langstærsta verkefni
hans, og þurfti mikinn stórhug og
kjark að takast það á hendur, og
þurfti hann að leggja mikið undir.
Skúla tókst með harðfylgi að ljúka
byggingunni, en því miður brást
heilsa hans, svo langt er frá að
hann hafi fengið notið þess seiii
skyldi.
Þessi örstutta lýsing á ævistarfí
Skúla Árnasonar segir ákaflega lítið
um manninn. Eins og þeir vita sem
þekktu hann kom hann að mörgum
og margvíslegum málum um dag-
ana, ýmist í sína þágu eða annarra.
Hjá honum var líf og starf svo sam-
ofið, að sjaldgæft verður að teljast.
Hann vann stöðugt að þeim málum
sem á honum brunnu hveiju sinni,
með heimsóknum á skrifstofur og
stofnanir, að bönkum borgarinnar
ógleymdum. Alltaf hafði hann samt
tíma til að huga að vandamálum
annarra sem til hans leituðu. Þess
á milli sinnti hann svo áhugamálum
sínum sem voru mörg, en bókagrúsk
var þar efst á blaði. Vinir hans, fjöl-
skylda og venslamenn voru alltaf
ofarlega í huga hans, sérstaklega
ef einhver vandamál voru uppi, og
þá hugði hann að lausn þeirra.
Skúli var fróður og vel lesinn,
mikill bókamaður og unnandi ís-
lenskrar menningar. Hann talaði
vandað mál, var kjarnyrtur, og hafði
á hraðbergi fleyg orð og orðtök.
Skúla lét ákaflega vel að standa í
samningum hvers konar, og þurfti
enda oft á því að halda til að koma
málum fram. í samningum naut
hann mannkosta sinna og marg-
þættra hæfileika. Hann var fljótur
Jj
að setja sig inn í mál og gera sér
grein fyrir að hveiju skyldi stefnt.
Þolinmæði hafði hann næga og var
seinþreyttur. Þá hafði hann til að
bera mikla mannþekkingu en um-
fram allt mælsku og skarpa greind.
Hann gekk til viðskiptasamninga
af íþrótt og keppnisskapi. Hann
hafði vit á því að leita aðstoðar ef
sérþekkingar var þörf, en langoftast
kaus hann að vera sinn eigin mál-
svari og tala máli sínu sjálfur. Hann
var líka oft málsvari annarra; marg-
ir leituðu til hans, og þá oft þeir sem
minnst máttu sín, og báðu hann að
tala máli sínu. Hann taldi það skyldu
sína að rétta hjálparhönd ef hann
gat, og ef hann sinnti vandamáli á
annað borð, var ekkert'svo smátt í
sniðum að það verðskuldaði ekki
fulla athygli hans.
Þótt Skúli Árnason ætti sam-
skipti við marga menn á lífsleiðinni
og væri mikill málafylgjumaður, þá
eignaðist hann ekki marga óvildar-
menn um dagana og ber það vott
um drengskap hans og mannkosti
sem menn kunnu að meta. Hann
átti hins vegar marga góða vini og
enn fleiri voru málkunnugir honum
vegna þess hve létt honum veittist
að stofna til kynna við menn. Hann
hafði til að bera mikinn áhuga á
fólki, samferðamönnum sínum og
samborgurum. Þegar hann hitti fólk
í fyrsta sinn var hann ófeiminn að
spyija um ætt og uppruna, „Hver
á þig?“ spurði hann þá gjarnan, að
gömlum íslenskum sið. Honum var
stundum bent á að þetta væri nú
bara venjuleg forvitni um náung-
ann. Þá hló Skúli, og gaf í skyn að
hjá öðrum gæti það vel verið svo.
En þegar hann ætti í hlut gilti allt
öðru máli. Þessi áhugi hans var
a.m.k. einlægur og græskulaus, og
fólk tók þessu vel.
Eitt af því sem gerir hann eftir-
minnilegan er hver samræðusnill-
ingur hann var. Honum var einkar
lagið að lyfta taii á hærra plan með
leiftrandi tilsvörum og andríki eða
beina því á nýjar brautir með
ögrandi tilgátum. Þarna naut hann
ríkulega meðfæddrar kímigáfu.
Hann vitnaði líka oft í tilsvör ann-
arra manna, sem hann hafði á hrað-
bergi ef þau voru fyndin, og ekki
spillti ef í þeim mætti finna vott af
ósvífni. Þá hermdi hann gjaman
eftir röddum manna. Ekkert kunn-
ingjaspjall í annríki dagsins var svo
lítilljörlegt að ekki bæri að nota það
til hins ýtrasta til að styrkja kunn-
ingsskapinn, miðla einhveijum fróð-
leik, vekja hlátur eða þoka málum
áfram. Honum var lagið að krydda
tilvemna á þennan hátt og það gerði
daglegt líf hans fijótt og innihalds-
ríkt.
Skúli var mjög félagslyndur mað-
ur og naut mannlegra samskipta.
Hann var hins vegar ekki meðlimur
í mörgum félögum, sinnti félags-
störfum lítt og sóttist ekki eftir
vegtyllum. Tvennt átti þó hug hans
óskiptan: Sjálfstæðisflokkurinn og
Oddfellowreglan. Hann gekk ungur
í regluna og starfaði þar ávallt síðan
og sótti fundi mjög vel. Ekki er
vafi að það starf hefur verið honum
mjög mikils virði og gefið honum
mikið. Ekki er minna um vert hve
vel reglubræður hans hafa reynst
honum eftir að hann veiktist og allt
til hinstu stundar. Það er ómet-
anlegt og er þakkað hér.
Stjórnmálaskoðanir hans fóru
heldur ekki milli mála. Hann starf-
aði í Sjálfstæðisflokknum frá unga
aldri og studdi þann fiokk með ráð-
um og dáð. Ekki sóttist hann eftir
mannvirðingum, en hafði að sjálf-
sögðu mikil persónuleg tengsl við
samheija sína í Sjálfstæðisflokkn-
um, og átti þá mjög marga að vin-
um. Hann mat menn þó meira eftir
verðleikum þeirra en flokksskírtein-
um, og átti líka vini í öðrum flokk-
um.
Þó Skúli væri ekki maður sam-
eignar og samvinnu, þá vissi hann
mætavel að enginn stendur óstudd-
ur af sér stórsjói lífsins. Hann þurfti
oft sjálfur á stuðningi annarra að
halda, og taldi sér því einkar ljúft
og skylt að veita öðrum stuðning
sinn ef til hans var leitað, ekki síst
lítilmagnanum. Raunar var mjög
auðvelt að leita til hans með vanda-
mál. Það var vegna þess að umburð-