Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 41
Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir
SIGURVEGARARNIR í Austurlandsmótinu, sem fram fór um síð-
astliðna helgi. Gauti Halldórsson, Ólafur Sigmarsson, Stefán
Guðmundsson og Þórður Pálsson.
Vopnfirðingar sigruðu í
sveitakeppni á Austurlandi
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Kagnarsson
AÐALSVEITAKEPPNI BSA og
aðalfundur fóru fram á Hótel Höfn
í Hornafirði dagana 29. apríl til 1.
maí. Þar kepptu 22 sveitir um titil-
inn Austurlandsmeistari í sveita-
keppni. Úrslit urðu þessi:
1. sæti sveit Landsbankans á
Vopnafirði en hana skipa Ólafur
Sigmarsson, Stefán Guðmundsson,
Þórður Pálsson og Gauti Halldórs-
son. Hlutu þeir 155 stig.
Næstu sveitir:
Sveit Hafþórs Guðmundss., Stöðvarfirði 150
Sveit Lífeyrissjóðs Austurl., Neskaupstað 147
Sveit Herðis, Fellabæ 142
Sveit Hótel Hafnar, Hornafirði 133
Sveit Sparisjóðs Norðfjarðar, Neskaupstað 133
Mótið fór allt hið besta fram og
sátu mótsgestir sameiginlegan
kvöldverð á laugardagskvöld. Bær-
inn á Höfn gaf verðlaun til mótsins
sem Albert Eymundsson forseti
bæjarstjórnar afhenti vinningshöf-
um. Keppnisstjóri var Sigurpáll
Ingibergsson. BSA veitti í fýrsta
skipti verðlaun fyrir flest silfurstig
og útnefndi silfurstigameistara
BSA. Fyrsti spilarinn sem þau verð-
Iaun hlýtur er Pálmi Kristmanns-
son, Egilsstöðum. Hann hlaut 269
silfurstig á árinu 1993. Hlaut hann
að launum silfurrefínn, styttu hann-
aða af Hlyni Halldórssyni á Miðhús-
um. Þá má það einnig teljast til
tíðinda að á verðlaunapalli stóðu
að þessu sinni þijár konur sem er
nýtt. Þær voru í sveit Lífeyrissjóðs
Suðurlands sem hlaut þriðja sætið.
Vetrarvertíðinni í brids er að
ljúka en Austfirðingar láta þó ekki
deigan síga og halda úti sumarbrids
á hverjum þriðjudegi. Það er Brids-
félag Reyðar- og Eskifjarðar sem
rekur sumarbridsinn og eru allir
velkomnir í eins kvölds tvímenning
kl. 20 í Félagslundi.
íslandsmót
í paratvímenningi 1994
SKRÁNING í íslandsmótið í par-
atvímenningi, sem haldið verður á
Akureyri 12. og 13. maí nk., er nú
komin vel af stað og hafa yfir 30
pör þegar skráð sig. Spilaður er
Barómeter-tvímenningur og hefst
spilamennska kl. 11 fimmtudaginn
12. maí, en nánari tímaáætlun verð-
ur gerð um leið og ijöldi para er
ljós. Keppnisgjald er 6.600 kr. á
par og spilað er um gullstig. Skrán-
ing er á skrifstofu Bridssambands
íslands í síma 91-619360 og skrán-
ingarfrestur rennur út þriðjudaginn
10. maí á hádegi.
Bikarkeppni
Bridssambands Islands 1994
DREGIÐ verður í fyrstu umferð
bikarkeppni Bridssambands íslands
í lok afmælismóts Bridsfélags Ak-
ureyrar 15. maí nk. Skráningar-
frestur er til miðvikudagsins 11.
maí og er tímaáætlun umferðanna
sem hér segir; fyrstu umferð skal
lokið í síðasta lagi 26. júní, annarri
umferð skal lokið í síðasta lagi 24.
júlí, þriðju umferð skal lokið í síð-
asta lagi 21. ágúst, fjórðu umferð
skal lokið í síðasta lagi 11. septem-
ber. Undanúrslit og úrslit fara síðan
fram helgina 22.-23. október. Eins
og undanfarin ár er keppnisgjald
innheimt fyrir hveija umferð og er
það 3.000 kr. á sveit fyrir hveija
umferð. Skráning er á skrifstofu
Bridssambandsl Islands í síma 91-
619360.
1
Laugardaginn 7. maí ganga sjálfboðaliðar
Lions-hreyfingarinnar í hús og bjóða til
sölu blóm. Vinsamlegast takið vel á
móti þeim og styrkið gott málefni.
STYRKJCIM ÆSKONA í
"AÐ NA TÖKOM Á TILVERONNI"*
Eitt blab fyrir alla!
JlbrgmUtáa
- kjami málsins!
Stretsbuxur
kr. 2.900
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opið á laugardögum
kl. 11 - 16
R AD AUGL YSINGAR
FJÖLBRAUTASKÚUNN
BREIDHOUl
Innritun í dagskóla Fjölbrautaskólans í Breið-
holti fyrir haustönn stendur yfir.
Umsóknir skulu hafa borist skrifstofu skólans
fyrir 3. júní nk.
Skólameistari.
Vefstofan,
Ásvallagötu 10a,
hættir rekstri. Rýmingarsala hefst 5. maí á
veggteppum, svuntuefnum við íslenska bún-
inginn, hör o.fl. Allt selt ódýrt. Opið kl. 10-16
frá mánudegi til laugardags. Sími 14509.
SlttCI auglýsingor
Innflytjendur til
Bandaríkjanna
Þú gæti orðið einn af þeim
55.000, sem valdir verða úr til
að flytja til Bandaríkjanna, sam-
kvæmt nýja (USINS) fjölbreyti-
lega vegabréfsáritunar-happ-
drættinu.
Láttu skrá þig núna! Frestur
rennur út 30. júní 1994. Það er
auðvelt og einfalt. Við sýnum
þér hvernig á að taka þátt í happ-
drættinu með fullnægjandi upp-
lýsingum og leiðbeiningum.
Sendu 25 Bandaríkjadali (tékka
eða póstávísun) til: East-West
Immigrant Services, Þ.O. Box
1984, Wailuku, Hl 96793, U.S.A.
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn
5. maí. Byrjum að spila kl. 20.30
stundvíslega.
Allir velkomnir.
I.O.O.F. 11 = 17505057'/2 = Lf.
I.O.O.F. 5 = 175557 = Lf.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Aglow, kristileg
samtök kvenna
Maífundurinn verður í kvöld
i Sóknarsalnum, Skipholti 50a
kl. 20.00. Gestur fundarins. Sig-
rún Ásta Kristinsdóttir.
Allar konur eru hjartanlega
velkomnar.
Þátttökugjald 300 kr.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Almenn samkoma kl. 20.30.
Lautinant Sven Fosse talar.
Verið velkomin á Her.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330'
Myndakvöld hjá Útivist
fimmtudaginn 5. maí
Guðmundur Löve frá Hellarann-
sóknafélaginu sýnir myndir frá
Surtsey og hellunum þar, mynd-
ir frá Kalmanshelli og frá sigi f
hella o.fl. Eftir hlé verða sýndar
myndir frá ferð Útivistar um
Lónsöræfi sl. sumar. Sýningin
hefst kl. 20.30 í húsnæði Skag-
firðingafélagsins í Stakkahlíð 17.
Hlaðborð kaffinefndar er innifal-
ið í aðgangseyri.
Útivist.
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.30. Allir velkomnir!
Ath.: Rani Sebastian kennir
annað kvöld.
Pýramídinn
- andleg miðstöð
Breski miðillinn
Ann Coupe verð-
ur með skyggni-
lýsingu í kvöld,
fimmtudagskvöld,
kl. 20.00 í Duggu-
vogi 2. Allir vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Upplýsingar í símum 881415 og
882526.
Pýramídinn.