Morgunblaðið - 05.05.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 43
FRÉTTIR
Myndir eft-
ir Margréti
Jónsdóttur
ÞAU LEIÐU mistök urðu á blaðs-
íðu B2 í Morg-unblaðið síðastliðinn
sunnudag, í viðtali við Trausta
Sveinsson bónda í Fljótum í
Skagafirði, að mynd um miðbik
síðunnar, með textanum „það er
sumarfagurt í Fljótunum“ var
ranglega merkt Árna Sæberg ljós-
myndara Morgunblaðsins. Hið
rétta er, að myndina, og aðra neð-
ar á síðunni með textanum
„Fljótaá er ein fallegsta lax- og
silungsveiðiá landsins“ tók Mar-
grét Jónsdóttir. Morgunblaðið
fékk myndirnar til birtingar úr
fjölskyldualbúmi Trausta á Bjar-
nagili sem viðtalið var við. Þá má
STJÓRN Sagnfræðisjóðs dr.
Björns Þorsteinssonar hefur
ákveðið að veita tveimur ungum
sagnfræðingum styrk á árinu
1994.
Hrefna Róbertsdóttir fær
einnig geta þess, að fyrrnefnda
myndin er samsett úr þremur
myndum Margrétar í tækjakosti
Morgunblaðsins.
125.000 kr. til að vinna að verk-
efni um Innréttingar í Reykjavík
1770-95 og Orri Vésteinsson fær
125.000 kr. styrk til að vinna að
verkefni um áhrif kirkjunnar á
íslenskt samfélag á goðveldisöld.
Vorsýning
stóðhesta-
stöðvarinnar
HIN árlega vorsýning Stóð-
hestastöðvar ríkisins í Gunnars-
holti á Rangárvöllum verður
laugardaginn 7. maí.
Hefst sýningin kl. 14 með
hópreið félaga úr hestamannafé-
laginu Geysi. Síðan verða sýndir
þeir hestar sem tamdir hafa ver-
ið og þjálfaðir á stöðinni í vetur
auk nokkurra úrvais stóðhesta
af Suðurlandi. Einnig verður
kynning á ungfolum, en ’nokkr-
um bráðefnilegum folum er enn
óráðstafað til notkunar nú í sum-
ar.
Eftir sýninguna verður kven-
félagið Unnur með kaffísölu í
Gunnarsholti.
Rætt um arð-
semi vega-
framkvæmda
ARÐSEMI vegaframkvæmda á
höfuðborgarsvæðinu er við-
fangsefni ráðstefnu sem
Tæknifræðingafélag íslands og
Verkfræðingafélag Islands
halda í Borgartúni 6 klukkan
12.30 í dag. Þar verða flutt 16
erindi um málefnið.
Tveir fá styrk úr sjóði
Bjöms Þorsteinssonar
Sendibíla-
stöðin
Þröstur
40 ára
SENDIBÍLASTÖÐIN Þröstur hf.
verður 40 ára í dag, en hún var
stofnuð 5. maí 1954. Um 100 bíl-
stjórar aka frá stöðinni og hafa
þeir ákveðið í tilefni þessara tíma-
móta að færa í dag Barnaspítala
Hringsins 200.000 kr. að gjöf.
Einnig verður afmælisins minnst
með afmæliskaffi frá kl. 10 til 18
afmælisdaginn, í dag, 5. maí, í húsi
stöðvarinnar í Síðumúla 10.
Þrestir vonast til að velunnarar
stöðvarinnar líti inn einhverntíma
dagsins og þiggi kaffisopa.
Fyrst eftir stofnun var sendibíla-
stöðin Þrestir til húsa við Faxagötu
en fluttist fljótlega í Borgartún 11
og var þar til ársins 1970 er flutt
var í Síðumúla 10 þar sem stöðin
hefur verið síðan.
Sendibílastöðin Þröstur er með
alhliða flutningaþjónustu og hefur
bíla af mörgum stærðum allt frá
stórum flutningabílum með vöru-
lyftum, niður í litla greiðabíla.
I dag eru starfandi á stöðinni um
100 bílstjórar, stöðvarstjóri er Ómar
Jóhannesson en framkvæmdastjóri
Valtýr Guðmundsson og hefur hann
verið stöðvarstjóri og síðan fram-
kvæmdastjóri síðan 1968.
Claris Works námskeið
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóii Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 91-880900, 880901,880902.
Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík,
Ármúlaskóla, virka daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22.
Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum.
Aðstoð við kjörskrárkærur.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamlega látið okkur vita um
alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k._
áfram
Reylqavílt
€>
4
i
4
•«
i
i
<
i
i
i
\
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
4
i
VIÐEYJARSTOFA1
fyrir smærri og stærri hópa
Eftirminnileg ferð fyrir stórfjölskylduna,
starfsmannafélögin, niðjamótin, átthagasamtökin,
félagssamtökin og alla hina hópana.
<Ú<£>
í hinni sögufrægu Viðeyjarstofu „Slotinu", er rekinn vandaður
veitingastaður. Þar svigna borðin undan krásunum,
rétt eins og þau gerðu fyrir 2D0 árum.
Matseðillinn og matreiðslan er þó með öðrum hætti en þá var.
Má freista ykkar með ævintýralegri ferð
CE
og sælkeramáltíð á góðu verði!
Sigling út í Viðey tekur aðeins 5 mínútur á afar geðþekkum báti.
(Ú(9
Upplýsingar og borðapantanir í símum 6219 34 og 6810 45
Reykvíkingar - nú hreinsum vi& til.
Tveir næstu laugardagar, 7. og 14. maí, eru
sérstakir hreinsunardagar í Reykjavík. Hægt er að fá
ruslapoka í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra í:
Vesturbæ við Njarðargötu,
Austurbæ á Miklatúni,
Breiðholti við Jafnasei,
Árbæ, Selási og Grafarvogi við Stórhöfða.
Næstu tvær vikur munu starfsmenn Reykjavíkurborgar sjá um að fjarlægja
fulla poka sem settir eru út fyrir lóðarmörk. Úrgang skal aðgreina í rusl
og garðúrgang. Einnig er auðvelt að losna við úrgang í gámastöðvum Sorpu
alla daga milli kl. 12:30 og 19:30, en þær eru við:
Ánanaust móts við Mýrargötu,
Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð,
Gylfaflöt austan Strandvegar,
Jafnasel í Breiðholti.
Höldum borginni okkar hreinni
Borgarstjórinn í Reykjavík